Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 26

Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Högni Meðal þess sem keppt var í á sjómannadaginn var marhnútakeppni. Mesta hátíðin á eftir j ólunum Flateyri. Morgunblaðið. „SJOMENN hafa staðið saman um að gera þennan dag að hátíðis- degi sínum í meira en 60 ár, enda hefur verið sagt að sjómannadag- urinn hafi orðið mesta hátíð ársins í sjávarplássum á eftir jólum. Þannig komst séra Agnes Sigurðardóttir að orði í predikun dagsins. Mikil og góð þátttaka var í hátiðarhöldunum á Flateyri þar sem bæjarbúar kepptu með sér í ýmsum sjótengdum íþróttum svo sem kappbeitningu, marhnútakeppni, kappróðri, koddaslag og tunnu- hlaupi. Hátíðarhöld í góðu veðri í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SJÓMANNADAGURINN, eða öllu heldur sjómannadagshelgin, fór fram á hefðbundinn hátt í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi. Það er orðin viðtekin venja að áhafnir byrji helgina í fótboltakeppni sín á milli og fór keppnin fram á föstu- dagseftirmiðdegi og var mikil þátt- taka, með tilheyrandi pústrum, tæklingum og hefðbundnu röfli út í dómarana. Ekki er þó kunnugt um stórslys að þessu sinni. Annars er mikil gleði sem fylgir þessum þætti sjómannadagsins, enda sjómenn upp til hópa áhugamenn um knatt- spyrnu. Á laugardag fór fram hefðbundin róðrarkeppni í Friðarhöfn, auk hefðbundinna atriða á sjómanna- degi, auk kraftakeppni og tilheyr- andi stemmningar hjá Bylgjulest- inni. Töluverður mannfjöldi fylgdist með þessum hluta dagskrárinnar. Á sunnudag var sjómannamessa í Landakirkju. Að lokinni messu flutti Snom Óskarsson safnaðar- hirðir minningu um þá sem farist hafa við skyldustörf á árinu. Þá hófst dagskrá á Stakkagerðistúni. Ræðumaður dagsins var Guðmund- ur Árni Stefánsson alþingismaður. Snorri Óskarsson heiðraði sjómenn og þá sem höfðu bjargað úr hættum eða fá drukknun. Þeir Guðni Páls- son matsveinn, Guðmundur Ólafs- son vélstjóri, Bergþór Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, og Sveinn Valdimarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, voru heiðraðir fyrir áratugastörf við sjómennsku. Þá var Magnús Bragason heiðraður fyrir björgunarafrek sem nýlega var greint frá í Morgunblaðinu og Eggert Björgvinsson fyrir björgun frá drukknun 1. júlí á síðasta ári. Fjölmargir gestir voru mættir á Stakkagerðistún í blíðskaparveðri sem var alla sjómannadagshelgina í Eyjum og skemmtu sér vel, auk þess sem allir sem vettlingi gátu valdið mættu í kaffi hjá Eykyndil- konum í Alþýðuhúsinu og var það fullt allan daginn. Þá var Árni Johnsen alþingismaður með ljós- myndasýningu sem vakti athygli fjölmargra gesta sem sáu skemmti- lega sýningu á mannamyndum. Morgunblaðið/Óskar Pétur Guðni Pálsson matsveinn, Guðmundur Ólafsson vélsljóri, Bergþór Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður og Sveinn Valdimarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, voru heiðraðir fyrir áratugastörf við sjómennsku. Fulltrúi Hampiðjunnar og verðlaunahafar á golfmóti Hampiðjunnar og Nets í Vestmannaeyjum. Örn Þorláks- son, Hampiðjunni, Einar Ólafsson, Guðjón Grétarsson, Eyþór Harðarson, Sigmar Pálmason, Aðalsteinn Ingvarsson, Gísli Steinar Jónsson, Ágúst Einarsson og Haraldur Óskarsson, Neti hf. Golfmót Hampiðjunnar og Nets hf. í Vestmannaeyjum Jöfn keppni og bráðabani Sjómannadagurinn á Skagaströnd Bíósýningar hafnar að nýju Skagaströnd. Morgunblaðið. ÁRLEGT golfmót Hampiðjunnar og Nets hf. var haldið laugardaginn fyr- ir sjómannadag á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða sinn sem þessi fyrirtæki standa sam- an að golfmóti á þessum degi. Góð þátttaka var í mótinu, alls skráðu 66 kylfingar sig til leiks og luku 64 keppni. Veður var afar gott til golf- leiks, hlýr sunnanandvari lék um völlinn. Keppni var afar jöfn með forgjöf, Ágúst Einarsson og Sigmar Pálma- son komu inn á jafnmörgum höggum en eftir útreikning reyndist Sigmar standa uppi sem sigurvegari. í þriðja sæti var Gísli Steinar Jónsson. Án forgjafar var keppni ekki síður hörð. Þar þurfti bráðabana milli Aðal- steins Ingvarssonar og Guðjóns Grétarssonar og sigraði Aðalsteinn. I þriðja sæti var síðan Sigmar Pálmason. Nándarverðlaun hlutu Eyþór Harðarson f. 2. og 12. braut og Einar Ólafsson f. 17. braut. Vegleg verðlaun voru í boði og hlutu sigurvegarar golfsett af Palm- er gerð og næstu sæti gáfu golfkerru og poka og vandaðir golfskór féllu þriðja sæti í hlut. Hampiðjan var með vörusýningu samhliða golfmótinu í golfskálanum og sýndi þar framleiðsluvörur sínar. Margir sjómenn og útgerðarmenn komu við og kynntu sér helztu nýj- ungar frá fyrirtækinu og líkaði vel þessi þjónusta enda eru útgerðir í Vestmannaeyjum meðal helztu við- skiptavina Hampiðjunnar. AÐ venju var mikið um dýrðir á sjó- mannadaginn á Skagaströnd. Besta veður var þennan mesta hátíðardag þorpsins og fjöldi manns fylgdist með og tók þátt í viðburðum dagsins. Að lokinni skrúðgöngu og messu þar sem sjómannakór söng fyrir kirkjugesti, sem troðfylltu kirkjuna, var lagður blómsveigur að minnis- merki um drukknaða sjómenn. Að því loknu var öllum sem vildu boðið í stutta skemmtisiglingu og síðan hófst hefðbundin dagskrá með kapp- róðri og leikjum. Við þetta tækifæri var Gunnari Albertssyni vélstjóra veitt heiðursmerki sjómannadags- ins, fyrir áralöng störf sín á sjó. Síðdegis var opnuð mynd- listarsýning í grunnskólanum en þar sýndu verk sín tvær listakonur frá Ákureyri þær Halla Gunnlaugsdótt- ir og Margrét Traustadóttir ásamt Sverri Berndsen sem búsettur er á Skagaströnd. Á sýningunni gátu gestir keypt sér kaffiveitingar á veg- um slysavarnadeildarinnar. í tilefni af því að nú hafa kvik- myndasýningavélar félagsheimilis- ins verið endurnýjaðar og komið fyr- ir nýjum bíósætum í salnum var öllum boðið frítt í bíó þennan dag. Nokkuð mörg ár eru síðan kvik- myndasýningum var hætt enda gamla sýningarvélin orðin svo gömul og úrelt að ekki fengust í hana vara- hlutir lengur. Áformar rekstraraðili félagsheimilisins að hefja nú sýn- ingahald að nýju af fullum krafti. Að venju lauk síðan dagskrá sjó- mannadagsins með fjölmennum dansleik þar sem hinn landskunni Geirmundur Valtýsson ásamt hljóm- sveit, sá um að allir skemmtu sér fram undir morgun. Viður- kenningar Siglinga- stofnunar SIGLINGASTOFNUN veitir árlega viðurkenningar á sjó- mannadaginn til eigenda og áhafna skipa sem taldar eru hafa sýnt góða framkvæmd á öryggisreglum og umhirðu á undanförnum árum. Á sjó- mannadeginum hafa öryggis- mál ávallt verið ofarlega á baugi og hefur því þótt tilhlýði- legt að veita viðurkenninguna á þessum degi. Hún á að vera hvatning fyrir áhöfn og eigend- ur skipa að halda þessum mál- um í sem bestu horfi. Á sjómannadaginn 4. júní sl. fengu eftirtalin skip viðurkenn- ingu: Antares VE, Björgvin EA, Gissur hvíti ÍS, Kristrún RE, Skinney, Þorsteinn GK og ÖrvarSH.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.