Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT •• Orlög EgyptAir-þotunnar Engin niður- staða birt Washingfton. AFP. BANDARÍSKA rannsóknarnefnd- in, sem kannað hefur hrap EgyptAir-þotunnar 31. október sl., er að ljúka störfum sínum en lík- lega verður málið ekki tekið fyrir í rétti eða nein endanleg niðurstaða birt. Kom þetta fram í Washington Post í fyrradag en þar sagði, að bandarísku rannsóknarmennirnir væru vissari um það en nokkru sinni fyrr, að einn flugmannanna hefði valdið slysinu. Af tillitssemi við Egypta yrði þó ekki gert neitt meira með það. Egyptar halda því fram, að bilun í hæðarstýri hafi valdið slysinu en Bandaríkjamennirnir segja, að flugritar vélarinnar sýni, að ekki hafi verið um neina bilun að ræða er hún steyptist í hafíð. Með henni fórust allir um borð, 217 manns. Ö3 * i Hl8H'2S33|Éí 3. Níj ber vel í veiðií Ekkert Stofncjald Íjúníogjúlíerekkertstofngjald í NMT farsímakerfinu. Maxon MX-2450 Tilboð: Listaverð: 19.980,- 15.980,- Léttkaup Símans 3.980,- út og 1.000 kr. ámán. íár N MT * langdræga farsímakerflð A f'óðu njriipj upplýílrjgar urn Mf/.í 1 www.iífflimt.is .. , '.' - , nurocn ÖÖ0 7000 <::)j j nrbnw i i M 1 N M AP Lögreglumenn og vegfarendur skoða bil bresks stjómarerindreka sem var myrtur í Aþenu í gær. Grískur hryðjuverkahópur lætur til skarar skríða Breskur sendifulltrúi myrtur í Grikklandi Aþenu. Reuters, AFP. TVEIR tilræðismenn á vélhjóli skutu á og myrtu breskan sendir- áðsritara í Aþenu í gærmorgun og er talið víst að hryðjuverkasveitin 17. nóvember beri ábyrgð á verkn- aðinum. Hafa bresk og grísk stjórnvöld fordæmt verknaðinn og heita Grikkir því að uppræta hryðjuverk með öllum tiltækum ráðum. Stephen Saunders, ráðgjafí breska sendiráðsins í Grikklandi í hermálum, var skotinn fjórum byssukúlum í brjóstkassann þar sem hann ók fjölfarna götu í norð- urhluta borgarinnar snemma um morguninn. Lést hann af skotsár- unum á sjúkrahúsi nokkru siðar. Tilræðismennirnir voru á vélhjóli og komust undan áður en lögregla komst á staðinn. Segja lögregluyf- irvöld að 45 kalíbera vopn hafí ver- ið notað í tilræðinu og beri það öll merki hryðjuverkasveitarinnar 17. nóvember sem talin er hafa staðið að baki 22 tilræðum við gríska og erlenda sendimenn og ráðunauta síðan árið 1975. „Við erum öll skelfíngu lostin vegna þessa grimmilega og alger- lega tilgangslausa morðs,“ sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands í gær. Sagðist hann vera að vinna að málinu ásamt grískum stjórnvöldum og hafa heitið þeim fullri aðstoð. George Papandreou, utanríkisráðherra Grikklands, harmaði tilræðið í gær og hét því að linna ekki látum gegn hryðju- verkum sem þessum fyrr en þau væru algerlega upprætt. Hefur hann boðað fund með öllum helstu embættismönnum er starfa að ör- yggismálum og sagðist mundu gera allt sem í hans valdi stæði til að ná tilræðismönnunum. Hóf aðgerðir árið 1975 Grísk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd af Bandaríkjunum fyrir að sinna ekki baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi sem skyldi og fullyrti Rcbert James Woosley, fyrrverandi yfirmaður leyniþjón- ustu Bandaríkjanna (CIA), í blaða- viðtali í gær að ákveðnir ráðamenn í grísku ríkisstjórninni vissu full- vel hverjir meðlimir hryðjuverka- hópsins væru. Tilurð 17. nóvember hefur verið mikil ráðgáta en nafn hópsins vís- ar til dagsetningar árið 1973 er þá- verandi herstjórn í Grikklandi lét til skarar skríða gegn andófs- mönnum úr röðum stúdenta með þeim afleiðingum að 34 þeirra létu lífið og yfir 800 særðust. Hefur hópurinn beitt sér fyrir því að velta auðvaldsstjórnum úr sessi og mynda stjórn öreiga og í því augnamiði stóð 17. nóvember að baki tilræðum við bandaríska, gríska og tyrkneska stjórnar- og hernaðarerindreka. Vitað er að hópurinn er andvígur aðild Grikk- lands að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Fyrsta tilræðið sem eignað er hryðjuverkahópnum var framið ár- ið 1975 þegar Richard Welch, yfir- maður CIA í Aþenu, var skotinn til bana. Hrina morða fylgdi í kjöl- farið og hefur hópurinn gengist alls við 21 morði að því er vitað er. Gríska lögreglan virðist ekki vita hverjir meðlimir 17. nóvember eru en sérfræðingar hafa giskað á að hópurinn sé afar smár, 20-25 manns, og að margir þeirra gætu verið tengdir fjölskylduböndum. Lögregluyfirvöld telja að undan- farið hafi yngra fólk gengið í raðir hópsins og er það byggt á fram- burði sjónarvotta að tilræðinu í gær sem sögðu að morðingjarnir hefðu verið á aldrinum 20-30 ára. Upphafsmenn 17. nóvember eru taldir vera á sextugsaldri. Talið er að 17. nóvember hafi staðið að baki misheppnuðu tilræði fyrir sex árum síðan er hann ráð- gerði að sprengja breska farþega- þotu. Þá var sprengjutilræði fyrir utan aðsetur þýska sendiherrans í Aþenu rakið til hryðjuverkamann- anna. Gæti tengst vopnaviðskiptum Grunsemdir eru nú uppi um að morðið á Saunders sé tengt fyrir- huguðum kaupum gríska hersins á vopnum frá Bretlandi en Elizabeth Symons, einn ráðherra breska varnarmálaráðuneytisins, var í gær stödd í Aþenu þar sem hún átti í viðræðum við ráðamenn vegna vopnakaupanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.