Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dómari féllst á kröfu bandarfskra stjórnvalda í málinu gegn Microsoft Gates ítrekar að fyrirtækið hafí ekki brotið lög Stjórnvöld hafa unnið enn einn áfangasigur- inn í málaferlunum gegn Microsoft en dóm- stólar munu halda áfram að fjalla um málið á næstu misserum. Endanleg niðurstaða þess kann hins vegar að velta á því hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Washington. Redmond. AP, AFP, Reuters. AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, Steve Ballmer, sagði í gær að ný- genginn úrskurður bandarískra yfir- valda gegn fyrirtækinu kæmi til með að skaða hugbúnaðariðnaðinn í heild. Bandarískur alríkisdómstóll tók þá ákvörðun á miðvikudag að fyrirtæk- inu skuli skipt í tvennt samkvæmt tillögu alríkisstjórnarinnar og yfir- valda sautján ríkja í sambandinu. Ballmer telur að ákvörðunin muni halda aftur af vexti netverslunar, koma í veg fyrir nýsköpun og hækka verð á hugbúnaði. Stjórnarformaður og einn stofnenda fyrirtækisins, Bill Gates, heldur því enn fram að fyrir- tækið hafi ekkert til saka unnið og heitir því að áfrýja málinu alla leið til hæstaréttar Bandaríkjanna. Stjórnvöld hafa fagnað úrskurðin- um og sagði Janet Reno, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, á miðviku- dag að hann myndi örva samkeppni á markaði fyrir hugbúnað. Hún sagði einnig að úrskurðurinn staðfesti að samkeppnislöggjöf hefði þýðingu fyrir hugbúnaðariðnaðinn eins og aðrar greinar atvinnulífsins. Sagði engin önnur ráð duga í byrjun apríl komst dómari við al- ríkisdómstól í Washington að þeirri niðurstöðu að Microsoft hefði brotið gegn lögum um hringamyndun, m.a. með því að gera Explorer netvafrann að innbyggðum hluta Windows stýri- kerfisins og með því að beita þving- unum til að hindra önnur hugbúnað- arfyrirtæki í því að setja vafra sína á markað. Úrskurðurinn á miðvikudag er aðeins nýjasti kaflinn í mála- ferlum sem hófust með því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna NATAMA TÍSKUVÖRWVERSLUN - LAWQAVEQI 87 - SÍMI 511 6665 tmskeLe AP Tölvusali í Bremen í Þýskalandi ræsir tölvur sem hann hefur til sölu þar sem Windows 98-stýrikerfið fylgir með í kaupunum. Neytendur geta í framtíðinni átt von á því að geta í auknum mæli valið hvaða stýrikerfi og hugbún- aður fylgir með tölvum sem þeir kaupa. stefndi fyrirtækinu árið 1997. Ekki sér enn fyrir endann á málinu. Thomas Penfield Jackson, dómari við alríkisdómstólinn, rökstuddi ákvörðun sína á miðvikudag með því að segja að engin önnur ráð en skipt- ing Microsoft í tvennt dyggðu til að koma í veg fyrir samkeppnishaml- andi framferði fyrirtækisins. „Það er ástæða til þess að ætla að Microsoft, sannfært um eigið sakleysi, muni halda áfram uppteknum hætti og muni reyna á nýjum mörkuðum það sem fyrirtækið hefur gert á mörkuð- um fyrir stýrikerfi og netvafra," seg- ir í úrskurðinum. Úrskurðurinn felur í sér að fyrir- tækið verður þvingað til að greina milli framleiðslu Windows og annars hugbúnaðar, þ. á m. Explorer. Verð- ur Microsoft gert að stofna tvö sjálf- stæð fyrirtæki um þessa framleiðslu. Til viðbótar því að krefjast þess að fyrirtækinu verði skipt felur úr- skurðurinn einnig í sér að Microsoft verður að breyta starfsháttum sín- um. Til dæmis fyrirskipaði dómarinn að Microsoft gæfi framleiðendum einkatölva aukið frelsi til að selja tölvur með ólíkum samsetningum hugbúnaðar, þ.e. bæði frá Microsoft og öðrum framleiðendum. Fyrirtæk- ið hefur hingað til beitt sér gegn slíku. Einnig er Microsoft skipað að selja hugbúnað á sama verði til allra tölvuframleiðenda og að selja eldri útgáfur Windows á sama verði og nýrri útgáfur. Búist er við því að Microsoft verði a.m.k. að fara að hluta þessara krafna nú þegar, jafn- vel þótt úrskurðinum verði áfrýjað. Vilja að málið fari beint til hæstaréttar í flestum tilfellum yrði málum af þessu tagi næst áfrýjað til sérstaks áfrýjunardómstóls og síðan til hæstaréttar. Hins vegar hefur bandaríska dómsmálaráðuneytið lýst því yfir að það muni óska þess að málið gangi beint til hæstaréttar samkvæmt lögum sem heimila slíkt í samkeppnismálum sem talin eru hafa mikla þýðingu fyrir efnahagslíf Bandaríkjanna í heild. Talið er að yf- irvöld vilji með þessu koma í veg fyr- ir að málaferlin nú hljóti sömu örlög og málsókn gegn Microsoft árið 1998. Þá úrskurðaði áfrýjunardóm- stóll fyrirtækinu í hag. Talið er að Jackson dómari muni fallast á beiðni ráðuneytisins en óvíst er að hæsti- réttur fallist á að taka málið fyrir án þess að það hafi áður verið afgreitt af áfrýjunardómstólnum. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurð- urinn gegn Microsoft muni hafa á hugbúnaðariðnaðinn og neytendur. Flestir virðast þó vera sammála um að áhrifin af skiptingu fyrirtækisins í tvennt yrðu fremur lítil í fyrirsjáan- legri framtíð. Líklegt er talið að þeir sem hingað til hafa notað Microsoft- hugbúnað komi til með að halda áfram að nota hann. Verð kynni aft- ur á móti að lækka þegar til lengri tíma er litið vegna aukinnar sam- keppni á markaðnum. Þær aðrar breytingar sem fyrirskipaðar eru á starfsemi Microsoft munu eflaust greiða fyrir möguleikum annarra hugbúaðarfyrirtækja til að koma vörum sínum á rnarkað. Þannig gætu neytendur í framtíðinni átt aukið val um hvers konar stýrikerfi og annar hugbúnaður er fyrirfram vistaður á tölvu sem þeir festa kaup á. Forsetakjör getur haft áhrif á niðurstöðuna Talið er að úrslit forsetakosning- anna sem fram fara í Bandaríkjun- um í byrjun nóvember muni geta haft mikil áhrif á framhald málaferl- anna gegn Microsoft. Frambjóðandi repúblikana, George W. Bush, sem talinn er líklegur til sigurs, hefur sagt að hann sé ósammála túlkun stjórnvalda á samkeppnisreglunum. Verði hann kjörinn má hugsanlega búast við því að stefna alríkisstjórn- arinnar í málinu muni breytast. En Microsoft yrði að líkindum áfram að glíma við ríkin sautján þótt alríkis- stjómin hætti baráttunni. Með blaðinu a morgun Með blaðinu á morgun fylgir 28 síðna blaðauki, Sumarferðir 2000. 3N*tgitaiHbiMfr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.