Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 34
34 " FÖSTUDÁGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristinn Söng-vurunum Kristjáni Jóhannssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdúttur, Kristni Sigmundssyni og Rannveigu Fríðu Bragadóttur og hljómsveitarstjóranum Giorgio Croci var ákaft fagnað að tónleikun- um loknum. Gestir f Laugardalshöll risu úr sætum og hylltu listafólkið með lófaklappi, stappi og húrrahrópum. „ssæaaS j ’ /w e Stórsöngvaraveisla TONLIST L a n g a r d a 1 s h ii 11 HÁTÍÐ ARTÓNLEIKAR Flyljendur voru; Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Krislján Jóhannsson, Kristinn Sig'- mundsson og Sinfóníuhljómsveit Is- lands, undir stjórn Giorgio Croci. Fimmtudagurinn 8. júní, 2000. LISTAHÁTÍÐ 2000 lauk með há- tíðartónleikum í Laugardalshöllinni í gærkveldi. A sviði tónlistar hefur þessi hátíð verið nokkuð óvenjuleg og má segja, að aðeins þrennir tónleikar af stærri gerð klassískra Uðburða hafí verið haldnir á þessari 20 daga lístahátíð, nefnilega píanótónleikar Olli Mustonen, fiðlutónleikar Judith Ingólfsson og stórsöngvaraveislan í gærkveldi. íslensk tónlist var eigin- lega tvískipt, þ.e. þrennir tónleikar Tónskáldafélagsins, sem voru hluti af listahátíð, þ.e. opnunartónleikarnir, söngtónleikar undir nafninu Draumalandið með ungum einsöngv- urum og tónleikar Kammersveitar- innar, en síðastnefndu tónleikamir voru í raun þeir einu af þessum þrem- ur, sem voru á „standard" listahátíð- ar. Samhliða þessu stóð Tónskálda- félagið að tónleikum með Caput- hópnum og Hamrahlíðarkórnum og eftir að listahátíð lýkur eru ráðgerðir femir tónleikar með íslenskri tónlist. Nemendatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík vora einhverjir eftirtekt- arverðustu tónleikarnir á þessari listahátíð, þó slíkir tónleikar verði að teljast sérkennileg ráðstöfun, sem auðvitað er hægt að „mótivera“ með ýmsum hætti af stjómendum hátíð- arinnar. Femir tónleikar með dæg- ur- og alþýðutónlist vora haldnir, sem einnig skapa þessari hátíð nokkra sérstöðu. Lokatónleikamir hófust með Svall- atriðinu úr Samson og Delila eftir Saint-Saéns, sem er undarleg sam- suða stefja frá Austurlöndum nær og fransk-rómantískra tónhendinga, er hljómsveitin lék á köflum ágætlega undir stjóm Giorgio Croci. Fyrsta söngatriðið var dúettinn frægi Sous le dome épais úr Lakmé eftir Delibes, er Sigrún Hjálmtýsdóttir og Rann- veig Fríða Bragadóttir sungu mjög fallega, en undarlegt myndflökt á stórskerminum truflaði áheyrendur. Come un bel úr Andrea Chénier eftir Giordano var mjög vel sungið af Kristjáni Jóhannssyni en þar eftir lék hljómsveitin Rakosí-marsinn úr út- skúfun Fásts eftir Berlioz og var leik- urinn nokkuð hrár í samhljómi, sem trúlega má skrifa á hljómgun hallar- innar. Rómansan, D’amour l’ardente flamme, úr sama verki eftir Berlioz, var sungin af Rannveigu Fríðu af miklum glæsibrag og Sigrún bætti svo við gimsteinaaríunni úr Fást eftir Gounod og flutti sína aríu einnig af glæsibrag. Kristinn Sigmundsson hóf sinn söng með aríu Gremins úr Jevgeni Onegin eftir Tsjaikovskí. Þessa fallegu aríu aðdáunarinnar söng Kristinn mjög fallega. Fyrir hlé var ástardúettinn, Viene la sera, úr Madame Butterfly efth- Puccini, sem Sigrún flutti af innileik miklum en Kristján lét sér allt í léttu rúmi liggja, því stúlkan átti aðeins að vera honum stundargaman. Þessi sérkennilega ástararía var mjög vel flutt og Sigrún fór á kostum í túlkun heitra tilfinn- inga japönsku geisunnar Cio-cio-san. Eftir hlé hóf hljómsveitin leik sinn með forleiknum að Les vepres sicil- iennes eftir Verdi og var þessi sér- lega sundurlausi forleikur ekki vel fluttur. Það brá til betri tíðar er Krístján og Kristinn sungu dúett Don Carlosar og Rodrigo úr Don Carlos eftir Verdi, þar sem þeir heita hvor öðram ævarandi vináttu. Þetta er hrífandi dúett er var sunginn af sterkri innlifun. Næstu tvö atriðin vora úr Don Carlos, fyrst arían O don fatale sem Rannveig Fríða söng af glæsibrag og náði að túlka vonbrigði og eftirsjá illra gerða og heitstreng- ingu um að bæta fyrir misgerðir sín- ar. Sorgararía Filipusar er átakanlegt söngverk og hefst á þunglyndislegri sellósóló, er Bryndís Halla Gylfadótt- ir flutti frábærlega vel. í þessu fal- lega söngverki getur að heyra yndis- lega samfléttun tveggja stefja er leika stórt hlutverk í dapurlegum söng Filipusar er var meistaralega túlkaður af Kristni. Sturlun Luciu í samnefndri óperu eftir Verdi vai’ stórbrotin í túlkun Sigrúnar er end- aði á ótrúlega glæsilegum „Color- tura“ söng. Lokasmellurinn var Nessun dorma úr Turandot eftir Puccini, sem Kristján söng með mikl- um glæsibrag. Þar með lauk þessum glæsilegu tónleikum, sem vora sannfærandi niðurlag listahátíðar 2000. Að horfa yfir þennan stóra hóp áheyrenda vek- ur það í raun undrun að ekki skuli hafa verið betur búið að okkar frá- bæra tónlistarmönnum er eiga ekki í annað hús að venda en íþróttasal, ágætan til síns brúks en fráleitt nógu góðan til að þjóna sem tónlistarhús. Jón Ásgeirsson Gjöf til Islendinga Þakklætis- vottur frá Slóveníu Morgunblaðið/Kristinn Björn Bjarnason menntamálaráðherra veitti viðtöku verkum Leopold Oblak. Listamaðurinn er fyrir miðju en á myndinri er einnig Boris Filli, formaður Rotary-klúbbsins í Portoroz. SLÓVENSKI listamaðurinn Leopold Oblack gaf íslendingum í gær safn listaverka sem þakklætis- vott fyrir stuðninginn við stofnun slóvenska lýðveldisins árið 1991. Um er að ræða fimmtán grafík- myndir og veitti Björn Bjarnason menntamálaráðherra þeim formlega viðtöku í Listasafni íslands í gær. Listamaðurinn og Rotary- klúbbur hans í Portoroz í Slóveníu höfðu frumkvæði að því að færa Is- lendingum gjöfina og sagði Oblack að með þessu væri gamall draumur að rætast. „Þegar Islendingar við- urkenndu Slóveníu sem sjálfstætt og fullvalda ríki varð ég þeim mjög þakklátur og hét sjálfum mér að færa þeim gjöf,“ sagði listamaðurinn við afiiendinguna. Islendingar gáfu fordæmi ísland var fyrsta vestræna ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði í Slóven- íu og Króatíu árið 1991 og sagði Bor- is Filli formaður Rotary-klúbbsins í ávarpi sínu að íslendingar hafi gefið öðrum Evrópuþjóðum fordæmi í þeim efnum. Gjöfinni var komið á framfæri fyr- ir millgöngu menningarmálaráð- herra Slóveníu, Rotary-klúbbs Reykjavíkur og sendiherra Slóveníu á Islandi Andrej Logar, en hann af- henti gjöfina formlega. Andrej lagði áherslu á að gjöfin væri frá lista- manninum sjálfum en um leið tákn um þakklæti allrar slóvensku þjóð- arinnar. Björn Bjamason menntamálráð- herra kvað gjöfina merki um farsæl samskipti milli Islands og Slóveníu og minntist á að Davíð Oddsson for- sætisráðherra hefði í ferð sinni til Slóveníu fyrir skömmu hitt lista- manninn og fengið að sjá verkin sem hann hugðist gefa. Björn sagðist vona að ríkin myndu áfram eiga góð samskipti og að lýðræði yrði sem lengst við lýði á báðum stöðum. Myndimar fímmtán sem gefnar vora sýna m.a. mannlíf og landslag í Karst í Slóveníu og gerði Leopold Oblak þær á síðustu 15 áram. Oblak er vel þekktur listamaður í Slóveníu og Þýskalandi. Hann hefur sýnt verk sín víða um Evrópu og mörg þeirra eru í eign opinberra safna og einkasafna þar og i Bandaríkjunum. Auk þess hefur hann hlotið fjölda al- þjóðlegra viðurkenninga fyrir list sína. Verkin verða til sýnis í Listasafni íslands fram til 18. júní.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.