Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þjóðdansaflokkurinn Fiðrildin frá Egilsstöðum. Lög eftir Inga T. í Hjallakirkju SNÆLANDSKÓRINN heldur tón- leika í mánudaginn 13. júní ki. 20.30 í Hjallakirkju í Kópavogi. Með kórn- um, sem hefur á að skipa 50 söng- röddum úr samkór austfírskra kirkjukóra, kemur fram þjóðdansa- flokkurinn Fiðrildin frá Egilsstöðum. Á söngskrá kórsins verða aðallega lög eftir Inga T. Lárusson í nýrri út- setningu Magnúsar heitins Ingi- marssonar og tvö lög í útsetningu söngstjóranna Ágústar Armanns og Torvald Gjerde. Einnig éru á söng- skránni ættjarðarlög o.fl. Kórinn heldur í söngferðalag, ásamt Fiðrildunum, til vesturstrand- ar Kanada og mun halda þar tónleika og sýna þjóðdansa á fímm stöðum m.a. á samnorrænni hátíð í Vancouv- er 17. og 18. júní. Einnig verða tón- leikar í Viktoría, Edmonton, Mark- ei’will og Calgari en þaðan verður flogið heim þann 28. júní. Sönghefti með lögnm Inga T. Lárussonar Kirkjukórasamband Austurlands hefur gefið út sönghefti með 14 lög- um í minningu tónskálds Austfírð- inga, Inga T. Lárassonar, í útsetn- ingu Magnúsar Ingimarssonar, ásamt þremur lögum í útsetningu Ágústar Armanns og Torvald Gjerde. Ingi T. Lárasson var fæddur á Seyðisfirði og dvaldi mestan hluta starfsævi sinnar á Austurlandi. Söngheftið verður til sölu við inn- ganginn á tónleikunum. Stjórnendur Snælandskórsins era Gillian Haworth og Ágúst Armann Þorláksson. Stjómandi dansflokks- ins er Þráinn Skarphéðinsson. Málþing um Björk Guðmundsdóttur í Reykholti Fræðimenn skoða verkin í tali og tónum MÁLÞING um Björk Guðmunds- dóttur verður haldið í Reykholti í Borgarfirði laugardaginn 19. ágúst. Þingið ber yfirskriftina „Veröld Bjarkar“. Æft í Reykholti Hugmyndin að málþinginu vakn- aði, þegar sú ákvörðun var tekin að Raddir Evrópu og Björk myndu æfa í Reykholti dagana 16.-25. ágúst. Raddir Evrópu er 90 manna kór með þátttakendum á aldrinum 16-23 ára frá öllum menningar- borgum Evrópu árið 2000. Stjórn- andi er Þorgerður Ingólfsdóttir og mun kórinn meðal annars flytja lög Bjarkar ásamt henni. „Þegar dvöl kórsins hér í Reyk- holti var ákveðin vaknaði sú hug- mynd að gera eitthvað sem tengdist tónlist Bjarkar. Nú er þetta orðið samstarfsverkefni menningarborg- arinnar, sveitarfélagsins og Há- skóla íslands," segir Þórunn Gests- dóttir, sveitarstjóri í Borgarfjarð- arsveit í samtali við Morgunblaðið. „Málþingið verður haldið í sal sem nefnist hátíðarsalurinn, en var áður sundlaugarbygging héraðsskólans. Upphaflega var ætlunin að halda erindið í kirkjunni, en kórinn verð- ur þar við æfingar á sama tíma. Húsið rúmar um 120 manns, en ég veit ekki hvað við eigum von á mörgum. Ef það fyllist, setjum við bara hátalara út og fólk getur setið í grasinu og hlustað." Björk í tali og tónum Fjögur erindi verða haldin á þinginu, auk þess sem hlustað verð- ur á tónlist Bjarkar og myndbönd hennar skoðuð. „Eg veit ekki til þess að áður hafi verið haldið mál- þing um íslenskan popptónlistar- mann, svo þetta er ákveðin frum- raun. Verk Bjarkar verða skoðuð í tali og tónum af fræðimönnum, vin- um og samherjum í listinni," segir Þórunn jafnframt. „Sjón mun flytja erindi, en hann er bæði vinur og samherji Bjarkar. Morten Michel- sen, lektor við Kaupmannahafnar- háskóla, kemur sérstaklega til landsins til þess að flytja erindi á málþinginu, en hann varði doktors- ritgerð fyrir stuttu sem fjallar með- al annars um Björk og tónlist henn- ar.“ Erindi Sjóns ber yfirskriftina: „Hermetískur súrrealisti: Skáldið Björk Guðmundsdóttir" en erindi Mortens Michelsen ber yfirskrift- ina „The Voice in the Musical Space: Sound Production, Genre Confusions and Vocal Identity in some Björk Songs“. Björk Guðmundsdóttir Á málþinginu flytur Gestur Guð- mundsson félagsfræðingur erindið „Staða Bjarkar á vettvangi ís- lenskrar menningar" og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur mun flytja erindi sem nefnist vMyndanir og myndbreytingar: Imyndir og sjálfsmyndir í mynd- böndum Bjarkar“. Málþingið í Reykholti verður haldið laugardaginn 19. ágúst milli kl. 13 og 17 og er öllum opið. I hásölum Parnassum Morgunblaðið/RAX Judith Ingólfsson hefur allt til að bera sem „virtu- ós“; frábæra tækni, yndislegan tón og sterka tilfinn- ingu fyrir því rómantíska, segir m.a f dómnum. Tónleikar falla niður KLARÍNETTUTÓNLEIKAR Einars Jóhannessonar sem vera áttu í Salnum í kvöld falla niður af óviðráðanlegum orsök- um. Rit • VORHEFTI Skírnis ár- ið 2000 er komið út og er 174. ár tímaritsins. Þetta er enn- fremur fyrsta heftið í umsjón nýrra ritstjóra, þeiiTa Sveins Yngva Egilssonar bók- menntafræðings og Svavars Hrafns Svavarssonar forn- fræðings. Tvíræðar vísur Unnar Marðardóttur fylgja Skírni úr hlaði að þessu sinni og vísa í grein Armanns Jakobssonar um kynuslann í Njálu. Kynja- önd prýðir forsíðu heftisins. Hún er úr smiðju Hannesar Lárassonar, en erótískar end- ur hans eru viðfangsefni greinar eftir Auði Ölafsdóttur. Á liðnu ári mátti lesa grein- ar um kvótamálið. Nú heldur Hannes Hólmsteinn Gissurar- son þeirri umræðu áfram. Elsa G. Vilmundardóttir og Ingrid U. Olsson bregðast við grein um geislakolsmælingar sem birtist í Skími fyrir nokkram áram. Einnig fjallar Jón Ólafsson um tengsl Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna fyrrverandi. Magnús Þór Þorbergsson skrifar grein um stofnun Þjóðleikhússins. Atli Harðar- son skrifar um Sturlungu og Sverrir Jakobsson gagnrýnir nýleg fræðirit um Sturlunga- öld. Terry Gunnell fjallar um nýmæli í rannsóknum á nor- rænni goðafræði og Páll Bjamason skrifar um lögin sem sungin hafa verið við Vís- ur íslendinga eftir Jónas Hallgrímsson. Halldór Halldórsson, fyrr- um ritstjóri Skírnis, lést í vor og minnist Baldur Jónsson hans í grein í þessu hefti. TOIVLIST H á s k ó I a b í ó SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ Judith Ingólfsson og Ronald Sat fluttu tónverk eftir Beethoven, Bloch, Ned Rorem, Brahms og Henri Wieniawski. Miðvikudaginn 7. júní. JUDITH Ingólfsson hefur allt til að bera sem „virtuós"; frábæra tækni, yndislegan tón og sterka til- finningu fyrir því rómantíska, svo sem heyra mátti í Poeme mystique eftir Ernest Bloch, sem var afburða vel flutt. Tónleikarnir hófust á fiðlu- sónötu óp. 30 nr. 2 í c-moll eftir Beethoven og var leikurinn hjá Judith heldur daufur í fyrsta kaflan- um en lifnaði í hæga kaflanum, sem er syngjandi fagur og eins og kvikn- aði svo á verkinu í skersó-kaflanum, Reykjalund- arkórinn syngur í Varmárskóla REYKJALUNDARKÓRINN held- ur lokatónleika sína í hátíðarsal Varmárskóla, Mosfellsbæ, á sunnu- dag kl. 16, en hann er að fara í tón- leikaferð til Austurríkis. Flutt verða veraldleg og trúarleg verk eftir mörg helstu tónskáld tón- listarsögunnar. Kórinn endar tónleika sína með því að flytja valda þætti úr Flam- enco-messu, „Misa Flamenca", eftir gítarleikarann P. Pena, sem Símon H. ívarsson hefur útsett og spilar Símon með á gítar og Judith Þor- bergsson á fagott. Á tónleikunum sem var sérlega fallega leikinn. Eins og fyrr segir var Poeme mystique eftir Bloeh afburða vel flutt og þar mátti heyra sterka til- finningatúlkun í sérlega fallegu sam- spili við píanóleikinn hjá Ronald Sat. Þá var leikur þeirra aldeilis frá- bær í Hausttónlist eftir bandaríska tónskáldið Ned Rorem (1923), af- kastamikið tónskáld og Pulitzer- verðlaunahafa, sem er nokkuð nærri hvað stíl snertir þeim tónskáldum er halda í viss hefðbundin atriði. Þetta er margslungið verk sem var hreint frábærlega flutt bæði af Judith Ing- ólfsson og Ronald Sat. Skersóið í c-moll, sem Brahms samdi rétt um tvítugt, var vel leikið en þar vantaði að leikurinn væri fúll- tekinn, eins og í Beethoven. Judith leggur áherslu á agaðan flutning í klassíkinni og þessa ögun yfirfærði hún á þetta annars eldfjöraga og ungæðislega Skersó eftir Brahms. Lokaverkið var Fantasía Brilli- ante eftir Henri Wieniawski sem er syngur Ásdís Arnalds einsöng með kórnum. Tónleikarnir era liður í listahátíð Mosfellsbæjar, VmTnárþingi. Textflsýning á Blönduósi ÚTISÝNING á verkum textílnema frá Listaháskóla íslands verður opn- uð á morgun, laugardag, á Blönduósi við Heimilisiðnaðarsafnið að Ár- braut 29. Það era fimm listakonur sem standa að sýningunni en þær komu til Blönduóss í mars sl. og unnu að hugmyndaöflun í Heimilisiðnaðar- safninu og þessi sýning er afrakstur af þeirri ferð. Þema verkefnisins er; Menning -náttúralega. Þetta er samstarfsverkefni M-2000, Blöndu- byggð á stefjum úr Faust eftir Gounod, þar sem mest áberandi vora söngur Mefistófelesar og valsinn frægi, sem allir kunna. Verk- ið er ein allsherjar tækniútfærsla, skemmtilega unnin og í raun draumaverkefni fiðluleikara, eins og x-eyndar margt eftir þennan fræga óssbæjar og Listaháskóla íslands. Listakonurnar era; Hildigunnur Smáradóttir, Hildur Hafstein, Þór- dís Baldursdóttir, Kristína Berg- mann og Anna K. Þorsteinsdóttir. Þær voru allar nemar á öðru ári í vetur. Guðrún Gunnarsdóttir, deild- arstjóri textíldeildar Listaháskóla Islands, stýrir verkefninu og var í ferð með þeim. -------------- Mynd- listarsýning í samkomuhúsi ÁSLAUG Pétursdóttir, Láskoti, sýnir nú málverk sín í samkomuhús- inu í Grundarfirði. Myndirnar eru af gömlum húsum fyrir aldamótin. Sýningin verður opin í sumar. fiðlusnilling. Það er engum vafa undirorpið, að Judith Ingólfsson er efni í frábæran virtúós, svo vel er hún á vegi stödd hvað snertir tækni og músík- alitet. Píanóleik- arinn Ronald Sat er mjög fær, lék einstaklega skýrt, þó á köfl- um nokkuð án blæbigða, nema helst í verkunum eftir Bloch og Rorem, þar sem hann fór á kost- um. Þetta vora sér- lega skemmti- legir tónleikar og verður fróðlegt að fylgjast með þessari listakonu er henni vex „ásmegin" á þroska- braut sinni, í átökum við þrautir þær er Músurnar leggja á þá, er gista vilja hásali Parnassum, þar sem Apolló dæmir um lausn þeirra. Jón Ásgeirsson Hög'g’mynda- garður á Sólheimum Á SÓLHEIMUM í Grímsnesi verður afhjúpuð höggmyndin Járnsmiðurinn eftir Ásmund Sveinsson á morgun, laugar- dag, kl. 14.30. Þá mun Björn Bjarnason menntamálráðherra opna höggmyndagarð Sól- heima. Þá verður einnig opnuð sögusýning með myndum frá uppbyggingu og starfi Sól- heima. Sú sýning stendur í allt sumar og er aðgangur ókeypis. Dagskráin er liður í fjöl- breyttri menningardagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Sól- heima, en hápunktur hátíðar- innar verður 5. júlí.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.