Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 41

Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 41 Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Gólfverk eftir Jóhann Eyfells og fánar eftir Birgir Andrésson. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Frá sýningunni: Lífíð við sjóinn. Listasafn Reykjavíkur MYJVPLIST L i s t a s a f n Reykjavíkur Hafnarhtísið OPNUNARSÝNING FISKVEIÐAR MENNINGARBORGA ÖNDVEGISHUS Opið alla daga frá 10-18. Opnunar- sýningin út árið, en hinum lýkur 25. júní. Aðgangur 400 krónur. AÐ hefur víst ekki farið fram- hjá mörgum að nýlega opnuðu höfuðstöðvar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, eftir að það hafði verið endurhannað af arki- tektunum Margréti Harðardóttm- og Steve Crister, Studio Granda. Listamenn hafa lengi beðið þessar- ar stundar með óþreyju, einkum vegna þess að ummál hússins gaf von- ir um að loks væri komið safn á höfuð- borgarsvæðinu, sem væri fært um að kynna sannferðugt yfirlit listaverka- eignar sinnar, svona líkt og gerist um söfn sem standa undir nafni í útland- inu. Kjarvalsstaðir eru sýningarhöll afmarkaðra viðburða á listasviði, hús og heimili Ásmundar Sveinssonar við Sigtún sérsafn, og í ljósi hinnar miklu listaverkaeignar borgarinnar var eðlilegt að upp risi safn til kynningar hennar. Hefði jafnframt umsjón með samanlagðri listaverkaeign borgar- innar, líkt og er starfsvið Oslos Kom- munes Kunstsamlinger, svo dæmi sé tekið af frændum vorum. Gengur síð- ur að geyma listaverk á skrifstofum og fundarherbergjum út um hvippinn og hvappinn, þar sem þau eru undir- orpin mismunandi hita og rakastigi, og ekki jafnan því heppilegasta. Mál- verk, teikningar og þó einkum vatns- litamyndir (akvarellur) eru viðkvæm- ir og lífrænir hlutir sem þurfa allt í senn rétta birtu, hita- og rakastig, í sumum tilvikum er voðinn vís ef ekki er skipulega að hlutum staðið eins og dæmin sanna og kostnaður við við- gerðir umtalsverður. Trauðla opnar nokkur listtímarit, að ekki rekist hann á greinar um ný og glæsileg listasöfn einhvers staðar í heiminum, eða að verið sé að segja frá viðbótarframkvæmdum við rótgrón- ar byggingar eða útibúum þeirra, eins og til að mynda Tate Modern, sem sjónir manna hafa helst beinst að undanfarið. En það eru fleiri söfn að opna núna t.d. eitt í Númberg fæð- ingarborg Dúrers, safn myndlistar og hönnunar, og er lag að þessi gamla og sögufræga borg skuli hafa komist hér á blað. Arkitektinn Volker Staab hannaði afar nútímalega byggingu í miðri gömlu borginni og þó í góðum samhljómi við hana, samt er uppistað- an lauflétt gler og steyptar veggplöt- ur sem kallast á við allt annan efnivið, traust og forn múrsteinshús. Algjör andstæða við Pompidou safnið í París, sem er eins og framandi geimskip sem óforvarandis hefur hrapað niður af himni ofan. Stóru söfnin þannig á fullu og höfuðverkurinn mesti að finna rými fyrir sem viðamesta viðbót á sama stað eða í næsta nágrenni... Verður að telja hárrétta ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að nýta Hafn- arhúsið fyrir listasafn, meður því að slík skulu helst vera miðsvæðis í borgarkjömum með tilliti til þess, að hér er um menningarlegan glugga að ræða sem upplýstir og forvitnir að- komumenn rýna helst í og þá sér í lagi útlendingar. Svo aftur sé vísað til Os- ló, sem nærtækasta dæmi, er Sam- tímalistasafn í gamalli hlaðinni bankabyggingu miðsvæðis, minnir ekki svo lítið á Alþingishúsið á Aust- urvelli, Astrup Feamley núlistasafnið ekki ýkja langt þaðan, og að viðbættu Pjóðlistasafninu er kominn nokkurs konar safnaþríhymingur. Allt í góðu göngufæri. Þessar áherslur verða menn hvarvetna varir við úti í heimi og eðlilegasta mál að höfuðborg ís- lands dragi hér dám af, óþarfi að deila um það frekar en keisarans skegg. En stærðarhlutföllin era að sjálf- sögðu önnur, Island dvergríki hvað íbúatölu snertir, og þó til umhugsun- ar fyrir þá konungbornu þjóð, hve smátt hugsandi menn era þegar rými til listkynninga er annars vegar. Það sem kom myndlistannönnum mest á óvart þá Listasafn íslands opnaði á sínum tíma, var hve rýmið var til stórra muna takmarkaðra en í veðri hafði verið látið vaka, gott ef það skelfdi ekki suma, umbúðh-nar aftur á móti öllu íburðarmeM. Hliðstæð saga gerðist með Listasafn Reykjavíkur, en hér hrakku sumir við er þeir litu salarkynnin sem reyndust hálfu minni en margur ætlaði með hliðsjón af umfangi Hafnarhússins, aðkoman hins vegai- öllu kuldalegri. Það er klárt mál og ætti að vera auðskiljanlegt að söfn þurfa rými fyr- ir listaverkaeign sína og því fjölþætt- ara sem það er, þeim mun fýsilegri era þau til heimsóknar. Hafnarhúsið fyrir sumt völundarhús með ótæm- andi möguleikum til sveigjanleika, flexibilitet, eins og það nefnist á safnamáli, en þó undirorpið ýmsum takmörkunum um leið. Hvemig til hefur tekist að nýta þessa möguleika verður ekki enn með öllu séð fyrir, þar sem húsið er í það heila ekki kom- ið í gagnið, en hráleikinn óneitanlega full mikill og gegnmngangandi. AI- gjörmisskilningur að hráleiki gagnist helst núlistum, því hér fer allt eftir því hverrar gerðai- hann er og andrúminu innan dyra. Gömul listaverk geta ein- mitt notið sín stórkostlega vel í hráu rými allt eins og núlistir taki sig af- spymu illa út í því. í þessu tilviki er um hráleika geymslurýmis að ræða, pakkhúss, sem era jafnaðarlega frek- ai' kuldaleg og fráhrindandi og þann- ig séð kallast það síður á við lífræna hluti. Jafn fjölþættar og núlistir telj- ast, er fjarri því að hægt sé að setja þær allai- undir sama hatt hvað rými varðar, því sumar tegundfr þeirra kalla ekld síður á hlýlegt umhverfi en eldri list. Menn þekkja ofur vel hvem- ig rangt rými og/eða umhverfi getur bókstaflega myrt listverk og hér er ekki til algild lausn. Þetta hefur skilist á seinni tímum og þannig stfla menn fi-ekar á fjölbreytileika, gjarnan í mettuðum millitónum hvað liti á veggjum áhrærir, svo og slétta sem grófa veggi. Því miður era alltof mörg dæmi þess frá undangengnum ára- tugum, að arkitektar hafa verið að reisa sér minnisvarða frekar en að taka fullt tillit til notkunarmöguleika bygginganna þá þeim hefur verið fal- ið að hanna söfn, sem hefur orðið til harkalegra viðbragða. Einkum ef svo vill til að arkitektúrinn reynist draga lengsta stráið, bera sigurorð af mynd- listarverkunum, innan dyra eins og skrifari og ýmsir fleiri álíta að tilfellið sé um viðbyggingu og endurhönnun Ríkislistasafnsins í Kaupmannahöfn, en að því kemur að fjalla þar um. Um fátt era þannig líflegri umræður í listr tímaritum og menningarkálfum blaða en safnabyggingar, auk þess sem les- endur láta óspart í sér heyra í sam- ræðunni, hvoratveggja til lofs sem lasts, sóknar og vamar. Kemur hér fram hve yfirmáta þýðingamiklar þessar byggingar þykja, - mikilvægt og ómissandi líffæri í þjóðarlikaman- um. Vel að merkja á ég hér við annars konar deilur en barlóm vegna kostn- aðar, því hann verður aldrei rneiri en hluti ávinningsins, skilar sér alltaf aft> ur einhvem veginn, beint sem óbeint. Þetta vita ríkustu þjóðir heims í dag eins og ég hef margoft vísað til og aðr- ar sem eiga í efnahagsörðugleikum telja sig ekki hafa efni á nánasarskap hér, er Spánn sennilega ljósasta dæmið. Meginveiginn verður þó að telja, að listasöfn miðli því á sem skilvirkastan hátt sem þau era reist yfir, séu eftir- minnilegar byggingar ef í það er farið, eða úrvals hönnun eldri húsa, síður skrautfjöður arkitekta og/eða ráða- manna. Er Kunstforam Berlin vafa- lítið skýrasta og heillegasta dæmið hér um. Meinbugurinn á Listasafni Reykjavíkm' er ekki nógu hlýleg að- koma og yfirmáta hrátt anddyri, en helstir kostir snjallar umbúðir gömlu hurðanna á framhlið ásamt stóra norðurglugganum í veitingabúð, hvorutveggja er óhætt að gefa hæstu einkunn. Dæmi um hrá anddyri era nokkur í útlandinu, t.d. hvað Arken í Ishoj snertir, en er alls ekki til eftir- breytni og trúa mín er að því verði breytt í náinni framtíð, því hér er frekar sem verið sé að seija aðgang að salemi en safni. Kostir og gallar Listasafns Reykja- víkur eiga eftir að koma í Ijós er fram líða stundir og þangað til er farsælast að hafa allt sitt á hreinu, en óhætt er að slá því föstu að aðkoman mætti vera lífrænni, því hér er um virðulegt borgarlistasafn að ræða, en ekki safn utangarðslistar... Erfitt er að fara í saumana á vali verka á upphengingu opnunarsýning- arinnai', sem er í hæsta máta ungæð- isleg. Hér hafa viðkomandi á alltof skömmum tíma fyllt rými, sem þeir þekktu minna en ekkert til, af tilfall- andi myndverkum, möguleikamir þeim sem lokuð bók. Við samsetningu sýninga sem þessarar em nær undan- tekningarlaust viðhöfð önnur við- brögð en þeirri framstæðu íslenzku hefð sem markast af síðasta snúningi. Hefur líka sannast um þær fram- kvæmdir sem á eftir hafa komið að menn era famir að átta sig á hlutun- um. Ljóst er þó að þessi stikkprufa listaverkaeignar borgarinnar gefur ekki rétta mynd af henni, og að ókun- ir munu fara á braut með alrangar hugmyndir um innkaup borgarinnar í áranna rás. Það er ekki svo að gömlu myndimar fari endilega illa á veggj- unum, mun frekar að þessi ómar- kvissi pataldur milli eldri og nýrri list- ar er með öllu vonlaus á staðnum. Sum eldri verkanna meira að segja mun ferskari þeim nýrri, sem era nær öll góðkunningjar frá sýningum að Kjarvalsstöðum á undangengnum ár- um... Sýningin, Lífið við sjóinn, sem er á vegum Arbæjarsafns, þannig að lista- safnið er frekar gestgjafi en þátttak- andi, er allt annar handleggur. Engu að síður nær því að vera listsýning en margur hyggur, einkum ef litið er til þróunarinnar í listheiminum á undan- íomum áram með hvunndaginn sem fullgildan tjámiðii. Hún er líka afar vel upp sett og svo lærdómsrík og lif- andi að það eldist ekki af manni að nálgast hana, hún er alltaf jafn spenn- andi til heimsóknar því hún segir skoðandanum svo mikið um lífið eins og það var og kjamann í því að vera til. Hér sjáum við amboð, veiðarfæri og handverk eins og það allt getur sannast orðið, og skoðandinn er mun nær hinum raunveralega tilgangi lífs- ins en sem markast af gerviheimi vel- ferðarþjóðfélagsins, niðurlögðum og tilbúnum þörfum þess. Ekki svo að bág kjör þessa fólks séu eftirsóknar- verð, heldur hríftu' hinn sanni kraftb- irtingur lífsins sem hér kemur fram. Um leið segir sýningin okkur sorgar- söguna um græðgi mannsins, sem vill ekki viðurkenna að eyðist þá af er tekið þegar hagnaðuinn er annars vegar, sem gerist nú í stærri skömmt- um en nokkra sinni fyrr í veraldar- sögunni. Það er nú ekki til umræðu hér, en lítið gef ég fyrir þann núlista- mann sem ekki verður snortinn og getur fundið sér myndræn viðfangs- efni í þessum handgerðu hlutum, hráa ogsaltamannlífi... Sýningin Öndvegishús og merkileg mannvirki er svo fyrsta rósin í hnappagati safnsins, um leið land- hreinsun að þeim misheppnaða tívol- ígjömingi frá útlandinu sem þar var áður. Hún er afar vel sett upp og yfir- máta gagnleg í samræðunum um hús á Islandi, en þær eru nú ffjórri og heilbrigðari en í annan tíma í sögu lýðveldisins. Við lá að andlausar reglustrikustofnanir sópuðu öllum gömlum og fallegum húsum á sjó út og valtað væri gjöreamlega yfir allar menjar fortíðar í sjávarplássum um land allt, er því miður að gerast enn. Um leið var minna en ekkert við að vera í plássunum vegna þess að jafn- vel hin sjónræna virkt fagurlega mót- aðra bygginga var ekki lengur tíl staðar, einungis andlausir skókassar, stöðluð undanrenna frá Bauhaus. Sem betur fer hefur þetta snúist við og mannlegi þátturinn í húsbygging- um aftur í fyrirrúmi. Þróunin kemur að stórum hluta einnig frá útlandinu, því þar var sömuleiðis gengið of langt, alltof langt, og menn era sem óðast að leitast við að lappa upp á ásýnd fyrr- um ömurlegra byggða og borgar- kjarna. Salurinn sem hýsir sýninguna allt annar handleggur en aðrir hlutar safnsins, rýmið bjartara og notalegra og væri lag að fleiri salir drægju dám af. Má af öllu ráða að Listasafn Reykjavíkur hefur fullan hug á að verða virk stofnun og ber að óska því velfarnaðar og að það haldi merkinu hátt. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.