Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 55 viðmót hennar hafði mikil áhrif á mig og veitti mér aukinn þroska. „Sælla er að gefa en að þiggja“ það var hennar lífslexía. Amma innrætti mér að bera virð- ingu fyrir fjölskyldunni og forfeðrum okkar og kynnti mér ættir okkar og sagði mér skemmtilegar sögur af ætt- ingjum. Amma var hjartað í fjölskyld- unni og hjá henni og afa á Reynimeln- um var endalaus gestagangur. Hverjum gesti var þó ávallt tekið með kostum og kynjum og öllu tjaldað til að láta fólki h'ða sem best. Amma kenndi mér að trúa á sjálfan mig og að ég gæti náð öllum mark- miðum sem ég vildi, bara ef ég ein- beitti mér og legði mig allan fram. Ég rifjaði það upp með ömmu um daginn að flestum markmiðunum sem við settum okkur þegar ég var 13-14 ára hafði ég náð. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu fengu þau að njóta ástúðar og góð- vildar ömmu og hún skilur eftir góðar minningar hjá þeim Fyrir allt þetta og svo ótal margt annað sem amma gaf mér vil ég þakka henni. Ég mun sakna ömmu sárt, við vissum að þessi dagur kæmi fyrr en síðar vegna al- varlegra veikinda hennar, en samt er það svo sárt, svo sárt að hafa hana ekki lengur hjá okkur til að hugga, elska og treysta. Amma, ég mun aldrei gleyma þér, minninguna um þig mun ég varðveita í hjarta mínu, það verður aldrei önnur manneskja sem kemst í hálfkvisti við Sibbu ömmu í mínum huga. Hún er nú farin yfir til afa en við munum hittast síðar, megi minning hennar hfa. Pálmi Sigmarsson. Margs er að minnast við fráfall sér- stæðrar konu. Þakklæti er þar efst í huga þegar kær föðursystir og góð vinkona er kvödd hinstu kveðju. Við Sibba munum hafa kynnst er fjöl- skylda mín fluttist til Vestmannaeyja á stn'ðsárunum. Þá var ekki í mörg hús að venda en ekki stóð á því að þau heiðurshjón Axel og Sibba skytu skjólshúsi yfir aðkomufólkið í byrjun, eða þar til framtíðarhúsnæði væri fundið. Við slíkar aðstæður verður ekki hjá komist að kynnast konu eins og Sibbu vel og eignast í henni sér- lega góðan vin. Undh- það ýtti og náið samband og svipaður aldur okkar Önnu Dóru, dóttur þeirra hjóna, og ólumst við nánast upp sem systur í fyrstu og síðar sem óaðskiljanlegar vinkonur. Við reyndum eftir bestu getu að annast tvíburasystumar sem einmitt þá höfðu bæst í ijölskylduna og bömin skyndilega orðin fjögur. Sviplegt fráfah Önnu Dóm á ungl- ingsárum varð til að tryggja enn frek- ar náið samband okkar Sibbu. Gott var til hennar að leita um hitt og þetta því góðvild hennar í allra garð var ein- stök hvernig sem á stóð. Við Sibba hittumst jafnan af og th þótt ég flytt- ist til Reykjavíkur því alltaf var tæki- færið notað og komið til hennar þegar leiðin lá til Eyja. Þangað var gott að koma. Allmörg ár liðu er fundum okk- ar bar ekki saman en þá var ég búsett erlendis. En alltaf sýndi Sibba sömu hugulsemina og ski-ifaði þá bréf til að fylgjast með fjölskyldu minni og era þau bréfaskipti okkar vel geymd. Einnig kom Axel oft í heimsókn er hann átti viðskiptaerindi til Dan- merkur. Alltaf bar hann þá góðar kveðjur að heiman og stundum eitt- hvað fleira. Eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur unnu þau markvisst að því að halda hinni mannmörgu fjöl- skyldu saman með árvissum heim- boðum. Samkomur þessar einkennd- ust af einlægri gestrisni og góðvild sem þeim báðum var í blóð borin og ber að þakka þetta framtak sérstak- lega. Þessum fáu minningarorðum fyigja innilegar kveðjur til fjölskyldu Sibbu og verði minning þeirra um góða móður, ömmu og langömmu huggun harmi gegn. Hin síðustu ár vora þér erfið vegna heilsubrests Sibba mín, en þú sýndir þá enn frekar hvern innri mann þú hafðir að geyma. Ég þakka forsjón- inni að geta átt með þér allar sam- verastundirnar þar til yfir lauk. Elsku Sibba, ég er þess viss að hvíldin var þér kærkomin og að vel hefur ver- ið tekið á móti þér þar sem bústaður þinn er nú. Megi góður Guð varðveita þig um alla eilífð Þín frænka, Þórunn. ANNA PÁLSDÓTTIR + Anna Pálsdóttir fæddist á Siglu- firði 29. júlí 1919. Ilún lést á Land- spítalanum 1. júní síðastliðinn. Anna var dóttir hjónanna Halldóru Stefáns- dóttur og Páls Guð- mundssonar. Hún var þriðja yngst af fjórtán systkinum. Fósturmóðir henn- ar var Halldóra Páls- dóttir Kröger frá Höfn, Siglufírði. Elsta barn Önnu er Jóhann Egilsson f 4.2. 1943, sem hún eignaðist með Agli Sig- urðssyni frá Sigluflrði. Hún giftist Einari B. Þórarinssyni 1949 og átti með honum fjögur börn. Þau eru: Kristinn Páll, f. 27.4. 1949, kona hans er Sóley Guðmundsdóttir, þau eiga fjögur börn. Elfas Halldór, f. 24.3. 1951, kona hans er Eli'sa Ásgeirs- dóttir, þau eiga þrjú böm. Guð- mundína, f. 28.8. 1955, hún á fjóra syni. Halldóra, f. 14.9. 1957, hún á þrjá syni. Anna og Einar skildu. Anna hóf sambúð árið 1967 með Eyjólfi Bjarnasyni. Hann lést 1988. Anna starfaði alltaf utan heim- ilis, lengst af hjá iðnaðardeild ÁTVR. títför Önnu fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæra mamma! Hugsanir mínar þessa daganna spanna yfh- breið- tjaldið allt. Huliðshjúlmm- skynjun- arinnar opnast og ég sé þig fyrir mér unga. Ég sé hlæjandi síldarstelpuna á Sigló, dansandi á söltunarplaninu. Kannski læðist þú líka upp í Hvann- eyrarskál með æskuástinni, hver veit. Þoka niður í miðjar hlíðar. Siglufjörður iðandi af mannlífi. Peningalyktin alls staðar og hvergi, jafn sjálfsögð og súrefnið í loftinu. Svo gaman að lifa að þú máttir ekki vera að því að sofa. Fjör- ið og lífsgleðina hlýtur þú að hafa fengið beint í æð í þessu einstaka andrúmslofti síldaráranna. Þú sagð- ir að fransmannablóð hefði blandast ættinni á Siglunesi forðum daga. En þessi kraftur og lífsforvitni er samt upprunnin í þorpinu fallega við ysta haf. Iín svo fórstu suður eins og fleiri. í bernskuminningu vakna ég að nóttu. Ég sé þig sitja við sauma- vélina og klára kjólana okkar systra eins og þú lofaðir. Um morguninn eru þeir tilbúnir. Ég heyri í þér frammi í eldhúsi. Þú flautar glaðlega með einhverju lagi í útvarpinu. Þú varst ein með okkur börnin fjögur og ömmu. Samt varst þú alltaf svo glöð og kát. Eina mamman sem ég þekkti sem vann úti. Hnarreist, fal- leg kona sem kunni að gera mikið úr litlu og hafa fallegt í kring um sig. Þú áttir þennan mannauð sem hvað dýrmætastur er í fari fólks. Og hreinskilni þín er mér fyrirmynd að ógleymdum þínu skemmtilega húm- or. Þú fórst sem ráðskona austur í sveit með okkur systurnar. Sveitin sú er sveipuð töfraljóma í minning- unni. Fossinn, hamrarnir, lyktin af grasi. Þú að baka í eldhúsinu. Rign- ing, sól og stundum Pepsí í flösku. Svo fórstu að búa með Eyva á Langholtsveginum. Stórt gest- kvæmt heimili, við unglingar með öllum þeim vaxtaverkjum sem því fylgdu. Utan um allt þetta hélst þú með glæsibrag þrátt fyrir fulla vinnu utan heimilis. Þegar ég, óstýriláta dóttir þín, varð ófrísk sextán ára hélstu ró þinni, brostir bara og pant- aðir mæðraskoðun. Og þú fórst með mér til að vera viss um að ég mætti. Þegar barnið fæddist tókst þú hann í fangið og horfðir í augu hans. „Hann verður með ættaraugun," sagðir þú ánægð. Og svona var það. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig hvað sem á gekk í lífinu. Sonum mín- um varst þú ekki bara amma heldur félagi og vinur. Við fóram saman í bústað sl. sumar. Þú vildir halda þannig upp ú áttræðis afmælið, unga konan. Þú skellihlóst að þess- um árafjölda. Ég mátti gjöra svo vel að blása upp einhverjar tuttugu blöðrar og hengja utan á bústaðinn. „Fjrir börnin,“ sagðir þú. Þú hafðir lúmskt gaman af því þegar þær losnuðu í rokinu og ég hljóp um alla móa eftir þeim. Stuttu áður en þú veiktist áttum við góða stund saman. Þú spáðir í spilin eins og vana- lega. Ég sagði þér frá einkennilegri uppákomu sem ég hafði lent í og þú hreinlega grést úr hlátri. Þegar þú fylgdir mér til dyra hélstu um mag- ann og sagðist hafa hlegið nóg fyrir næstu mánuði. Svona var það alltaf. Sagnahefð er sterk í fjölskyldunni okkar og þú skemmtir þér alltaf manna best. Krydd mannlífsins var þar eilíft rannsóknarefni. Og þema hversdagsins var lífið sjálft í allri sinni breidd. Ég veit að kærleikurinn er eilífur. Ast mín og virðing fylgir þér til æðri heima. Guð geymi þig, elsku mamma mín. ...hann breiðir yfir allt trúir öllu, vonar ailt, umber allt... (Kor. 13. k.) Hún átti hann - kærleikann, grandvöll alls í sjálfri sér. Hún var sterk og glaðlynd. Gleði hennar og styrkur vora smitandi og undur gott var að njóta skilnings hennar og samúðar þegar maður átti bágt. I minningum frá barnæsku minni sé ég hana snögga í hreyfingum, sístarfandi og flautandi við heimilis- störfin. Við börnin hennar fundum það svo sterkt að við nutum algjörs forgangs í lífi hennar. Nálægt henni var maður fullur öi-yggis, því hún réð við vandamálin, hafði hæfileika til að gera mikið úr litlu og gat málað hversdaginn í lit. Á þeirra tíma mælikvarða var hún ofurmamma sem kom börnum sínum óstudd til manns með dugnaði sínum og lífs- krafti og hlaut í staðinn einlæga ást okkar og aðdáun. Ég á fagrar minn- ingar sem ég get dregið fram á hljóðum stundum, fyrst með við- kvæmni og trega en þegar fjær líður með þakklæti og feginleik yfir því hve vel við fórum með samband okk- ar og voram duglegar að sýna ást okkar hvor á annarri í orði og verki. Minn- ing hennar er greypt í sál mína og því verður hún nálæg mér út lífið, hláturinn hennar, skondin tilsvörin og blíð návistin. Hafðu þökk fyrir allt, elsku mamma. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma borgina hrundu sé við himin Ijóma, og heyri aftur fagra foma hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla tðfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa ogeldur. (Davíð Stefánsson.) Þín, Dóra. Vemdi þig englar, elskan mín, þá augun fógm lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingr. Thorsteinsson.) Þínir ömmustrákar, Einar Tryggvi og Unnar Freyr. + Kær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÁSLAUG ÁGÚSTSDÓTTIR BECKMANN, áður Vegamótastíg 9, Reykjavík, lést í New York að morgni þriðjudags 6. júní. John Beckmann, John D. Beckmann Jr., Josephine Beckmann, Audrey A. Beckmann, Wiiliam Sarvent, Raymond Beckmann, Donna Beckmann, Roger Beckmann, Guðrún Dagný Ágústsdóttir, Birgir Ágústsson, Einar H. Ágústsson, Gunnar Ágústsson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, PÁLA KATRÍN EINARSDÓTTIR frá Hörgslandi, sem lést á elliheimilinu Grund sunnudaginn 4. júní, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 10. júní kl. 14.00. Guðmundur E. Björgvinsson, Már Á. Björgvinsson, Ragnheiður B. Björgvinsdóttir. + Ástkær sonur okkar og bróðir, VALUR SKARPHÉÐINSSON, lést föstudaginn 2. júní síðastliðinn. Esther Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, og systkini hins látna. + Áskær sonur okkar, dóttursonur, bróðir, mágur og frændi, GUÐJÓN INGi MAGNÚSSON, Víðivöllum 6, Selfossl, lést fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Jarðsett verður frá Selfosskirkju laugardaginn 10. júnikl. 13.00. Magnús Sigurðsson, Ólöf Kristjánsdóttir, íris Björk Magnúsdóttir, Ólöf Ósk Magnúsdóttir, Helga Skúla Magnúsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Aðalheiður B. Birgisdóttir, Ágúst Guðjónsson, Jón Ari Guðbjartsson, Steindór Guðmundsson, Arnar Þór Sveinsson, Þóra S. Jónsdóttir og frændsystkini. + Eiskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR frá Kirkjubóli, verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju laugar- daginn 10. júní kl. 11.00. Guðmundur Sigurðsson, Kristín Einarsdóttir, Gerður Kristinsdóttir, Sóley Sigurðardóttir, Jón Halldórsson, Heiðar Sigurðsson, Einhildur Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Hafdís Brandsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag, föstudaginn 9. júní, frá kl. 13 vegna jarðarfarar BJÖRNS ÞORLÁKSSONAR, lögfræðings. Nói-Síríus hf., Hesthálsi 2-4.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.