Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 57

Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 57 MINNINGAR Þar sem ljóst er að Björn vinur minn Þorláksson muni ekki fylgja mér til grafar, né gera mér þann vinargreiða að halda undir kistu- horn mitt þá langar mig til að minn- ast hans nokkrum orðum, þegar komið er að leiðarlokum. Kynni okkar hófust þegar Björn kvæntist skólasystm- konu minnar, Ellenu S. Waage og hefur aldrei skuggi á þau kynni fallið síðan þá. Bjöi-n var víðlesinn og kunni frá mörgu að segja og var oft gaman að hlýða á hann, bæði heima og heim- an, að vitna í skáldin okkar. í ferðalögum innanlands var hann hrókur alls fagnaðar og naut sín hvergi betur en úti í náttúrunni. Björn fór eigin götur og hafði sín- ar skoðanir á hlutunum og gat oft verið gaman að rökræða við hann. Við hjónin vorum með aðstöðu í Borgarfírði um skeið, og fylgdi lax- veiði með. Stundum komu þau hjón í heimsókn til okkar og var þá oft glatt á hjalla, en ævinlega tók Björn það fram að heim færi hann ef ég ætlaði honum stöng til veiða, sama til hvaða ráða var tekið. Hann fór sínar eigin götur. Ekki er síður að minnast þess er við fórum til Portúgal eða þegar haldið var upp á 70 ára afmæli Björns fyrir vestan haf. Slíkar minningar er ljúft að hafa í annars björtum minningum. Að leiðarlokum þá vil ég þakka þér, Björn minn, margar ánægjust- undir og þig, elsku Ellen, biðjum við góðan Guð að styrkja og varðveita. Einnig óskum við börnum ykkar og öðru skyldfólki blessunar um ókomna tíð. Svala og Reynir. Mig langar í örfáum orðum að minnast starfsbróður míns og fé- laga, nafna míns, Björns Þorláks- sonar. Þótt við þekktumst þegar hann var nokkrum árum á undan mér í MR, kynntumst við ekki fyrr en leiðir okkar lágu saman í land- búnaðarráðuneytinu, árið 1995. Björn vann þar sem lögfræðingur að ýmsum, oft flóknum málum er varða umsýslu ríkisjarða á vegum ráðuneytisins. Eins og mörgum er kunnugt eru þetta oft viðkvæm mál sem snerta persónur og fjölskyldur, stundum í marga ættliði. í slíku starfi reynir ekki bara á lögfræðik- unnáttu heldur ekki síður á viðmót, kurteisi, mannlegan skilning og lip- urð, en alla þessa kosti sameinaði Björn í starfi sínu. Framkoma hans einkenndist af þeirri prúðmennsku sem Englendingar kalla „sjentil- mennsku.“ Fyi-ir mér, nýkomnum í ráðuneytið eftir áratuga veru er- lendis, voru þessi jarðamál fram- andi og oft torskilin. Eg er þakklát- ur nafna mínum fyrir þolinmæði hans við að skýra þau fyrir mér og einfalda, en við áttum mjög gott samstarf sem ég er þakklátur fyrir. Oft sátum við yfir kaffibolla og ræddum meiningar orða og mál- tækja á þýsku, en á þeirri tungu hafði hann miklar mætur og af- bragðskunnáttu. Þótt Björn léti formlega af starfi við sjötugt var hæfni hans og reynsla slík að við gátum ekki sleppt honum og var hann beðinn að halda áfram að vinna að ýmsum vandasömum verk- efnum. Var hann því í nær fullu starfi í ráðuneytinu fram á síðasta dag. Daginn fyrir andlát hans rædd- um við um framkvæmd á vanda- sömu verkefni sem honum hafði ný- lega verið falið að taka að sér. Eins og endranær var Björn fullur af áhuga á verkinu og var með fullmót- aðar hugmyndir um hvernig það yrði leyst. En dauðinn gerir ekki boð á undan sér og öllum verkum og skyldum verður ekki alltaf lokið áð- ur en kallið kemur. Fyrirvaralaust fráfall, án undanfai-inna veikinda og þjáninga eru kannski góð örlög, en kall Björns kom alltof snemma og er stórt skarð höggvið í samstarfs- og vinahópinn sem saknar þessa hlýja og prúða félaga. Fyrir hönd sam- starfsfólksins í landbúnaðarráðu- neytinu vil ég þakka Birni ánægju- legt og í alla staði farsælt samstarf til margra ára. Við Helga sendum Ellen og fjölskyldu þeirra Björns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Sigurbjörnsson. HELGI GÍSLASON + Helgi Gíslason fæddist í Skógar- gerði í Fellahreppi í N-Múlasýslu 22. ágúst 1910. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 27. maí síðastliðinn og fdr útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 3. júní. Helgi sem gat „dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar“ hugsaði ég þegar ég leit á minningargrein í Morgunblaðinu laugardaginn 3. júní . Ég hafði ekki heyrt um and- lát Helga, en Helgi kom mér alltaf á óvart. Nærri níræður - hvað með það? - Elli, nei, hann Helgi á Helgafelli, þessi þrjóski sonur Gísla í Skógargerði kveður ekki án ástæðu, auðvitað vill hann enn hafa frumkvæðið. Hann hafði alltaf frumkvæðið þegar við störfuðum saman, svo var einnig nú. Þessi vorboði vegakerfis á Fljótsdalshér- aði er nú á kominn á æðri vegi til að búa í haginn fyrir okkur hin. Hann var alltaf að búa í haginn fyr- ir okkur Héraðsbúa allt sitt líf. Hann var ekki bara Fellamaður, hann var líka mikill Héraðsbúi og bjó líka í haginn fyrir okkur hin í hreppunum níu og lagaði fyrirstöð- ur á öllum lífsins vegum Héraðsbúa meðan hönd hafði þrótt. Hann gat „dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar.“ Já, hver samherjastund með Helga var óðurinn til lífsins, þá voru engir afslættir gefnir og Helgi kastaði birtu og yl á allt sviðið hverja slíka stund, svo stundin var önnur og betri en stundin sem var liðin og Helgi sannaði svo sannarlega þá að í hverju lífsins spori getur maður verið manns gaman, en samt starf- að að alvöru lífsins á landsbyggð- inni. En stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem „kveikjum sínum brenna," sagði Davíð. Já, þetta er rétt, Helgi var einn af þessum sérstæðu boðberum birtu og vinarþels, sem aldrei þarf að „kveikja" á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýs- ir sjálfkrafa upp allt þeirra um- hverfi. Hin fölskvalausa góðvild Helga með sérlega raunsæju ívafi létti göngu samferðamanna um grýtta vegi lífsbaráttunnar. Aldrei heyrði ég kvörtun, skapið var létt á hverju sem gekk. Jafnvel þótt ég stæði á öndinni við að skamma vegaverkstjórann Helga til heimskulegra athafna við ruðn- ing lokaðra vega í kolvitlausu norðaustanstórhríðarveðri til að komast til raflínuviðgerða, leit hann bara undan svo ég sæi ekki og heyrði, þegar hann muldraði í barm sér: „Ekksens heimskunnar vald heldur rafveitustjórinn að ég beri á borð minna manna.“ En sagði síðan blítt með alvöruþunga við mig: „Við skulum heyra veðrið næst og taka ákvörðun." Aður en varði kom blíðan og bætt skilyrði og þá var miklu sópað í aska á ör- skömmum tíma í vega- og rafmagnsmálum, svo allar húsfreyjur Héraðs voru sáttar við okkur Helga þegar upp var staðið. Helgi var sannur héraðshöfðingi. Hann- es Hafstein sagði: „Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló“ í systraminningu sinni. Helgi fagnaði hverju því gróandi grasi sem bætti hag okkar Héraðsbúa og lærði að hlusta eftir í ríkri náttúru Fljóts- dalshéraðs, hvernig best væri með hagnýtingu farið. Við tókum hönd- um saman við undirbúning að stofnun hitaveitu fyrir Egilsstaða- og Fellabæ allt frá 1970. Þá vorum við saman í nefndum frá 1976 og stofnuðum hitaveituna til starf- rækslu 1979 í seinni orkukrepp- unni, eftir furðumikinn barning þegar við Héraðsmenn áttum í hlut. Það voru peningamálin, það voru bæði skeikulir og óskeikulir fræðingar, það voru átta holur, það átti að skjóta okkur oddvitana tvo á færi sagði faktorinn og stórkaup- maður bóka í Fellabæ sem tók sér- staklega að sér að skamma okkur oddvitana fyrir hönd þeirra sem höfðu til að bera meiri forsjálni en við nefndarmenn jarðhitamálsins. Helgi formaður bara brosti sína sérstaka brosi og sagði við okkur Guðmund Magnússon: „Við gef- umst aldrei upp“ og bauð okkur eftir fund upp á kræsingarnar á borðunum hennar Gróu frá Rangá. Nú er hitaveitan sjálf kræsingar á borðum allra Egilsstaða- og Fell- bæinga sem betur fer og má senni- lega vera efni ellirembu því við fé- lagar voi’um stoltir mjög og þakklátir. Helgi var hugsuður, fræðimaður og einstakur bókamaður, en líka mikill athafnamaður, hann kunni ekki að gefast upp. Frændi hans, Gísli, segir í minningargreininni sem ég las að Helgi hafi verið mestur sósíalista á Héraði þótt sjálfstæðismaður væri. Þetta er rétt, en ég hélt að ég ætti einn þetta leyndarmál þeirra vina Helga og Sveins, stórbónda Egilsstaða. Eg verð hins vegar að segja frá því að ég sósíalistinn er stoltur af að hafa kynnst og unnið með þessum tveim héraðshöfðingj- um sem áttu sínar rætur á hinu fagra Fljótsdalshéraði og unnu því meir en nokki'um ismum. Helgi Gíslason, þessi einstaklega hóg- væri og kyrrláti athafnamaður bjó líka við það mikla lán að hafa sér við hlið sterkan en blíðan kvist af Rangárstofni, Gróu Björnsdóttur, sem í mínum huga var mannbætir mestur sem ég kynntist á Héraði. Nú eru þau sæmdarhjón saman á víðum völlum hins æðra heims. Guð blessi minningu þeirra. Innilegar en síðbúnar samúðarkveðjur sendi ég öllum aðstandendum. Erling Garðar Jónasson, Stykkishólmi. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHJÁLMS V. HJALTALÍN frá Brokey, Sérstakar þakkir fær starfsfólk á St. Fransisk- ussjúkrahúsinu í Stykkishólmi fyrir góða um- önnun og hlýhug. Jóhanna G. Hjaltalín, Freysteinn V. Hjaltalín, Friðgeir V. Hjaltalín, Salbjörg Nóadóttir, Laufey V. Hjaltalfn, Þorsteinn Sigurðsson, Guðjón V. Hjaltalín, Ásta Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MATTHILDUR JÚLÍANA SÓFUSDÓTTIR + Matthildur Júl- íana Sófusdóttir fæddist á Drangs- nesi 26. ágúst 1928. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 24. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akranes- kirkju 30. maí. Hvenær sem kallið kemur, kaupirsigenginnfrí, þar læt ég nótt, sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (H.P.) Allt frá því að þau hjónin Matt- hildur og Magnús Andrésson settust að á Akranesi með drengina sína tvo, Sófus og Andrés, hafa þau sett sinn svip á bæjarlífið, bæði félagsmála- fólk. Magnús í verkalýðsfélaginu og Matthildur í kvenfélaginu, stúkunni Akurblómi og Sjúkravinafélaginu. Matthildur var trúkona og mikill kirkjuvinur, söng í kirkjukórnum frá því hún kom á Akranes og starfaði í kirkjunefndinni. Nú seinustu árin sín var hún í stjórn Félags eldri borgara á Akra- nesi og nágrenni og allt frá því að kór eldri borgara var stofnaður söng hún þar með. Hún var söngvin og hafði mjúka og fallega rödd. Hún spilaði á píanó og ömmustúlkan hún Júh'a litla Andrésdóttir æfði sig oft hjá ömmu sinni og þær sungu mikið saman. Ég vona að Júlía litla hætti að gráta en syngi og spili í minningu ömmu sinn- ar. Matthildur var þeirrar gerðar að hún gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og bætti lífi í árin hverja stund sem hún lifði. Hún bar þunga sjúkdómsbyrði mörg síðustu árin. Hún var mætt á stjórnarfund í Félagi eldri borgara nokkrum dögum áður en hún dó og hún söng með á vor- tónleikum okkar um miðjan maí. Hún var tilbúin að fylgja okkur á kóramót á Selfoss um síðustu helgi, en kallið var komið. „Hún Matt- hildur er dáin“. Við félagar hennar í „Samkómum Hljómi" sendum henni kveðju- lagið „Góða nótt“ eftir Oddgeh' Kristjánsson sem við sungum á tónleikum okkar og kóramóti. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýjasundi. Lokkandi í blænum, leiftui' augum frá lofandi um endurfundi. Góða nótt, góða nótt gamanið líður fljótt, brosin þín, bíða mín, er birtan úr austri skin. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjamið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín góða nótt. Við söngfélagar hennar og Félag eldri borgara á Akranesi og ná- grenni þökkum henni heilshugar samstarfið og biðjum guð að blessa hana um tíma og eilífð. Við biðjum guð að blessa og hugga ástvini hennar. Hann Magnús, aldur- hniginn eiginmann hennar, synina, tengdadætur, barnabörn, lan- gömmubörn, systur og alla þá sem nú sakna vinar í stað. I þökk og virðingu. F.h. Félags eldri borgara á Akra- nesi og nágrenni. Bjarnfríður Leósdótir. t Móðir mín, amma, langamma og langa- langamma, ARNDÍS SIGURÐARDÓTTIR, andaðist miðvikudaginn 7. júní á Sjúkrahúsi Hólmavíkur. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigrún Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin- manns míns, ÓLA J. K. MAGNÚSSONAR, Álakvísl 64, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Gjörgæsludeildar og deildar 6B á Landsspítalanum í Fossvogi. Fyrir hönd aðstandenda. Guðný Hrönn Þórðardóttir. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem studdu okkur og styrktu og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, BERGMANNS BJARNASONAR, Reitarvegi 4, Stykkishólmi. Fyrir hönd aðstandenda, Berglind Bergmannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.