Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 58
i^8 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Pétur Jónsson, Þórunnarstræti 103 á Akureyri, áður til heimilis að Hall- gilsstöðum í Hörgár- dal, fæddist á Svert- ingssstöðum í Kaup- angssveit hinn 17. október 1911. Hann andaðist á Dvalar- heimilinu Hiíð á Ak- ureyri hinn 31.mai síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru þau Jón St. Melstað bóndi á Hallgilsstöðum í Hör- gárdal, f. 29.10.1881, d. 17.4.1968, og Albína Péturs- dóttir húsmóðir, f. 11.11.1886, d. 26.11.1969. Systkini Péturs eru Unndór endurskoðandi í Reykja- vík, f. 6.6.1910, d.11.2.1973, Ragn- heiður húsmóðir á Siglufirði, f. Ég naut þeirra forréttinda sem lítill drengur að fá að dvelja á Hall- gilsstöðum í Hörgárdal hjá afa mín- um og ömmu á hverju sumri. Systk- ini móður minnar voru að vísu farin í allar áttir nema Eggert, yngsti dti'óðirinn. Hvert þeirra var farið til annarra starfa, aðallega til Akur- eyrar, en öll komu þau oft og gjarn- an heim á æskuheimilið að Hall- gilsstöðum. Heimilið var því fjölmennt því auk kaupafólksins sem þar var komu flest frænd- og systkinabörnin og dvöldu um tíma í sveitinni. Systkinahópurinn frá Hallgils- stöðum er sennilega sá glaðværasti og glettnasti hópur fólks sem ég hef kynnst. Kímnigáfan og sá eiginleiki að sjá spaugilegu hliðarnar á mann- lííínu var þeim öllum í blóð borin. Það hefur ætíð þurft nokkuð átak að átta sig á því að annað fólk er oft ekki þannig gert. Pétur frændi var stórmeistari glaðværðar og gleði, kímni og vísna- auðgi. Hann hermdi eftir hverjum manni, þannig að ekki fór á milli mála hver talaði hverju sinni. Þegar þeir bræður brugðu á leik, einkum Unndór og Pétur, ætlaði hláturinn aldrei að hætta. Hvert þeirra systk- ina hló á sinn sérstaka hátt. Pétur hló á suðunni. Það passaði vel við hans rólega fas. Pétur var frændi, sem hver ein- asti lítill drengur myndi óska sér að eiga. Snemma sem ungur maður i&afði Pétur fjárfest í vörubifreið, sem hann notaði til mjólkurflutn- inga úr sveitinni til Akureyrar. Upp frá því stofnaði hann ásamt Valdim- ari bróður sínum vöruflutningafyr- irtæki, sem átti fjölda flutningabif- reiða sem óku á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Oftar en ekki runnu því alls konar bílar í hlaðið á Hall- gilsstöðum, sem í augum drengsins voru álíka spennandi gripir og geimför. Sá sem stjórnaði þeim var auðvitað Pétur frændi og það fór ekki hjá því að um hann léki ævin- týraljómi geimfarans. Á fullorðinsárum lærði ég svo að meta nýjar hliðar á þessum ein- staka frænda mínum, sem hafa jafn- vel aukið væntumþykju og virðingu. Pétur hefði aldrei getað byggt upp slíkt stórveldi á flutningasviðinu til margra áratuga, eins og raun bar vitni, ef ekki hefði farið saman gíf- urlegur dugnaður, viðskiptavit og sterkur vilji. Og samt var Pétur fyrst og fremst góðmenni, örlátur, gefandi og jákvæður persónuleiki. Það er varla nema von að Pétur eignaðist stóran hóp vina út um allt land og engan hef ég hitt sem ekki minntist hans án þess að einhver skemmtileg saga eða vísa kæmi í kjölfarið þar sem hann hafði átt hlut að máli. Þessi stutta kveðja er ekki til þess ætluð að segja ævisögu Péturs 2.1.1914, d. 24.8.1999, Valdimar Ingiberg bifreiðar- stjóri á Akureyri, f.27.8.1916, d. 3.6.1992, Valtýr Stefan bóndi á Hall- gilsstöðum, f. 27.2.1918, d. 14.7.1998, Dýrleif verslunarkona á Ak- ureyri, f. 11.11.1919, d.15.4.1999, og Egg- ert bifreiðarstjóri á Akureyri, f. 16.10.1928. Pétur var ókvænt- ur en átti einn son Kristján Viðar, f. 25.10. 1943, og dóttur, Hólm- fríði Breiðfjörð, f. 23.10.1946. Útför Péturs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í hnotskurn. Hún hefur þegar verið skrifuð af færari penna. Þessi stutta kveðja á einungis að lýsa væntum- þykju minni og sennilega allra systkinabarnanna til hans, sem skildi alls staðar eftir sig eitthvað jákvætt hvar sem hann fór. Hann lifði löngu og gleðiríku lífi og fór í friði sáttur við Guð og menn. Nú er hláturinn þagnaður á Hall- gilsstöðum. Flest systkinin eru far- in yfir móðuna miklu þar sem gleðin ríkir. Og ekki minnkar hún þegar Pétur er mættur. Jón Sæmundur Sigurjónsson. Pétur (Gamli eins og við kölluð- um hann oftast) móðurbróðir okkar er látinn. Hann skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni, því við litum á hann sem höfðingja. Við þekktum ekki uppvöxt hans en sögur segja að hann hafi verið mikill „sjarmör". Hins vegar þekkti hann vel upp- vöxt okkar systkinanna, þar sem við bjuggum undir sama þaki og hann í átján ár. Mikill samgangur var milli hæða og gott að vita af ættingjum í nánd. Þetta var ein stór fjölskylda. Þarna bjuggu afi Jón Melstað og amma Albína síðustu æviárin sín og Valdi, Pétur og mamma (Didda) ásamt fjölskyldum sínum. Það var oft kátt í höllinni og má vitna í orð Rúnu mágkonu þeirra, sem hún sagði forðum um þá bræðurna. Ekki er hægt að minnast hans „Gamla“ án þess að koma aðeins inn á vísnasafnið hans. Því það mátti enginn gera mistök eða bara verða fótaskortur á tungunni, þá var kom- in vísa um hæl frá Pétri og síðan svarað í sömu mynt innanhúss. Hér kemur ein sem hann fékk: A Pétri gamla er bölvað basl, bágt er það að heyra. Karlinn vantar konu strax með kyssitau og fleira. Seinni árin leituðum við til Péturs um afmælisvísu. Þá kvað hann: Arin þín fjölga eins og hjá mér, við eigum við þetta að stríða. Pú vinsæla kona vel sé þér, vermi þig sólskin og blíða. Eftir að Pétur fór að eldast dvaldi hann enn í Þórunnarstræti 103. Það fór einstaklega vel um hann þar sem hann átti líka góða að í húsinu og kom það sér ekki síður vel fyrir okkur að vita af svo góðu fólki. Viljum við systkinin sérstak- lega nefna þau hjónin Helgu og Stefán. Þau reyndust okkur og hon- um alveg sérstaklega vel hvað varð- ar félagsskap og umönnun. Viljum við votta þeim börnum Péturs og öðrum ættingjum samúð okkar. Minningin um góðan frænda lifir. Einnig viljum við koma þakklæti til starfsfólksins í Dvalarheimilinu Hlíð. Elsku Pétur hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir með og fyrir okkur. Ragnheiður, Pétur, Þorbergur og Ágústa Ólafsböm. Við hjónin fluttum í Þórunnar- stræti 103 sumarið 1987 ásamt son- um okkar ungum, Frímanni og Vil- hjálmi. í kjallaranum bjó eldri maður, Pétur Jónsson. Við höfðum ekki haft persónuleg kynni af hon- um, enda þótt allir könnuðust við flutningafyrirtækið Pétur og Valdi- mar. Pétur kom okkur notalega á óvart þegar hann fagnaði okkur vel og einkum því að fá aftur börn í húsið eins og hann orðaði það. Skemmst er frá því að segja að með okkur tókst einstök vinátta sem var okkur mjög mikils virði. Við vorum flutt í húsið sem Pétur byggði í félagi við aðra og hafði sjálfur búið í frá upphafi eða 1949. Pétur var stoltur af húsinu sem hann sagði að hefði verið kallað „Hvíta húsið“ áður en skeljasandur- inn upplitaðist með árunum. Pétur vann fyrst við mjólkurflutninga og síðan aðra landflutninga. Ásamt Valdimari bróður sínum hafði hann rekið áðurnefnt flutingafyrirtæki og voru þeir meðal frumkvöðla á því sviði. Pétur sagði stundum að hann væri búinn að vera á ferðinni alla sína ævi. Þegar okkar kynni hófust hafði hann selt fyrirtækið og var farinn að taka því rólega. Samt var hann alltaf til í að létta sér upp og fórum við nokkra góða túra saman. Pétur lagði gjarnan til besta bflinn í bænum, gráan Citroen, A-257. Gráni bilaði aldrei og alltaf var (og er) jafngóður gangur í honum! Ógleymanlegar eru líka ferðir sem við þrjú fórum með Baldri Ragnar- ssyni, sem lengi var bflstjóri hjá Pétri. Þá var farið að heimsækja gamla félaga úr flutningabransan- um, Alla Geira á Húsavík og Kidda Hansen á Króknum. Á báðum stöð- um var glatt á hjalla og mikið hlegið og jafnvel farið með vísur. Þarna sem oftar fundum við að Pétur átti góða vini frá fyrri tíð. Pétur var löngum spilamaður góður og spilaði á árum áður bridge með Bridgefélagi Akureyrar, gjarn- an við frænda sinn, Grétar Melstað. Þá ríkti engin lognmolla við spila- borðið! Þama áttum við líka sam- eiginlegt áhugamál. Við tókum oft „Mjóafjarðarmanna“ um helgar og stundum bridge ef fjórði maður var í húsi. Þegar árin liðu kom „mann- inn“ Pétri alltaf ókunnuglega fyrir en hann var snöggur að læra hann upp á nýtt. Hann hafði gaman af leiknum enda þótt að eigin sögn fengi hann „ævinlega öll millispilin". Pétur var félagslyndur maður en bjó einn og líkaði það vel. Samt orti hann í hálfkæringi um ástand sitt þessa vísu sem hann fór oft með: Gamall bý við bágan hag og baks á kvennafundum. Læt mér nægja að lesa Dag þó leiðist mér það stundum. Vísurnar hans Péturs, bæði gaml- ar og nýlegar, búa margar með okk- ur. Eitt sumarið hringdum við í hann úr frii að spyrja frétta úr kjallaranum og láta vita af okkur. Þá hafði verið síðdegissól og blíða á Akureyri og Pétur fór með nýorta vísu: Við öskutunnu úti sat í átján hitagráðum. Sól í vestri geisla gat gefið okkur báðum. Síðan er talað um „öskutunnu- veður“ í Þórunnarstræti 103. Pétur var mikill sögumaður og hafði lag á að glæða lífi atburði hversdagsins. Honum voru m.a. minnisstæð skólaárin á Laugar- vatni, ævintýri í utanlandsferðum og svaðilfarir á suðurleiðinni. Hann hafði næmt auga fyrir sérkennum samferðamanna, sem birtust iðu- lega ljóslifandi í frásögninni. Auð- fundið var af hverju hann hafði ver- ið vinsæll skemmtikraftur á yngri árum. Húmorinn entist honum líka alla ævi og bjargaði oft málunum þegar erfiðleikar ellinnar ágerðust. „Ég held ég sé að verða hálfvit- laus,“ sagði Pétur stundum, en bætti svo við: „og þó segi ég það ekki!“ Pétur hafði lengi búið einn og verið sjálfum sér nógur í daglega lífmu. Þegai' hann síðan varð hjálp- ar þurfi tók hann allri aðstoð með miklu þakklæti en hann var ekki til- ætlunarsamur og gerði ekki kröfur á náungann. Er hann flutti svo á Dvalarheimilið Hlíð fyrir tveimur árum, kunni hann því illa að vera ekki lengur sjálfs sín. Það var ekki vegna þess að hann kynni ekki að meta þá aðstoð og aðhlynningu sem hann fékk, heldur vildi hann bara helst vera á eigin vegum. Hann var mjög þakklátur starfsfólkinu sem reyndist honum vel síðasta spölinn. Heimsóknum tók hann ákaflega fagnandi og lýsti undrun sinni á að við skyldum vera komin „alla þessa leið“. En þegar farið var í bíltúr þurfti ekki að aka nema út í Hrafna- gilsstræti og þá var staðarákvörð- unin klár. Og þegar hann var kom- inn í hornið sitt í eldhúsinu á efri hæðinni í Þórunnarstrætinu varð Pétur sjálfum sér líkur. Þá þótti við hæfi „að fá sér skvett" eins og áður var löngum gert í kjallaraíbúðinni. Síðast kom Pétur í heimsókn á páskadag og átti þá orðið erfitt með gang. Glöggt mátti sjá að heimsókn- irnar yrðu ekki öllu fleiri sem og raunin varð. Við verðum ævinlega þakklát fyr- ir að hafa kynnst Pétri frá Hall- gilsstöðum og hafa átt hann að vini. Mannfundir í okkar húsi verða ekki samir og áður fyi'ir fjölskyldu okkar og vini. Nú er Pétur lagður af stað í síðasta túrinn, kannske á gamla fimmtán gíra Federalnum og færið örugglega miklu betra en oft áður fyrr. Við óskum Pétri góðrar ferðar á nýjum brautum. Helga Frímannsdóttir, Stefán Vilhjálmsson. Látinn er á Akureyri Pétur Jóns- son frá Hallgilsstöðum í Hörgárdal áttatíu og átta ára að aldri. Pétur vann lengstan hluta starfsævi sinn- ar við akstur og gerðist raunar einn af brautryðjendum á því sviði ássamt bróður sínum Valdimari. Hét vöniflutningarúta þeirra á milli Akureyrar og Reykjavíkur „Vöru- flutningabflar Péturs og Valdimars" og urðu landsfrægir. Þennan at- vinnuveg stundaði Pétur með ágæt- um í áratugi, en flutnigarnir hófust fyrir alvöru í stríðslok, en þeim lauk ekki fyrr en hann seldi útgerð sína upp úr 1980. Þessi útgerð hefur aldrei verið öflugri en í dag enda vegakerfið orðið viðunandi víðast hvar svo bflum er ekki stefnt út í að verða að ruslahrúgu þótt ekið sé af bæ. Mér skilst að fyrirtækið Pétur og Valdimar heiti nú Dreki að þeim bræðrum báðum látnum og sé í eigu Eimskipafélagsins, búið góðum og voldugum bílum, sem keppa við vöruflutninga með skipum. Það hefðu einhverntíma þótt tíðindi meðal þeirrar kynslóðar sem nú er að hverfa. Pétur var hógvær maður og vel liðinn af öllum, sem þekktu hann. Kom það sér vel að hafa slíkan lipr- an mann í forsvari fyrir miklum flutningum, þar sem margt smálegt var á kreiki, sem kostaði mikla snúninga. Átti það bæði við um bíla- úthaldið og varninginn. Naut hann þar fyrst og fremst bróður síns, Valdimars og svo þeirra snilling- anna Agnars Stefánssonar frá Spónsgerði og Tryggva Jónsson frá Krossanesi. Yfirleitt lögðust allir á eitt með að gera veg bflaútgerðar- innar sem mestan. Þegar leið á stríðsárin tóku bræður hans við mjólkurílutningunum, en Pétur fékk sér annan vörubíl og bjrjaði fjárflutninga og þungaflutninga sem til féllu. Hann sneri aldrei aftur í Arnarneshreppinn til að flytja mjólk. Þessi fjárflutningabíll varð síðan undirstaðan að stórveldi í vöruílutningum Norðanlands. Hon- um var í byrjun velt ofan í gil sunn- anvert á Þelamörk eftir langar vök- ur. Pétur var ekki við stýrið heldur þaulvanur maður. Eftir það var bíll- inn kallaður Gilja-Rauður. Agnar frá Spónsgerði ók þessum bíl lengur en nemur venjulegum lífaldri bfla Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.íá00slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. PETUR T/AATCC'/Y^y og var samkomulag þeirra gott. Vegir á Islandi voru mjög mis- jafnir á þessum árum. Ástand þeirra var sæmilega gott í Ai'nar- neshreppi og við þá vegi mátti segja að Pétur hafi alist upp, en vegna langferðalaga með farþega var hann vel kunnugur ástandinu almennt í þessum efnum fyrir norðan, austan og sunnan og þess vegna kom hon- um ekkert á óvart þegar flutningar hófust fyrir alvöru. Það þurfti alveg sérstakt geðslag til að geta ekið eft- ir vegum okkar fyrir stríð og langt fram undir 1980. Þá fór að rofa til, en um það leyti var Pétur að mestu hættur að aka nema sér til skemmt- unar. Það er fallegt við Eyjafjörð og sérstök tilfinning, sem fylgdi því alla jafna, þegar búið var að þrælast yfir Öxnadalsheiðina, að steypa sér niður brekkuna og niður í dalinn síðasta spottann heim. Ég efast um að jafn-margir, jafn-þreyttir öku- menn hafi ekið þá vegalengd annars staðar á landinu, en þeir sem létu þunglestaða bfla sína skríða niður Óxnadalinn, yfir hólana hans Jón- asar og um Þelamörkina fyrir horn- ið, Moldhaugnahálsinn og heim í hlýjan stað við Pollinn. Pétur var fyrstur þeirra og stóð lengst vakt- ina undir stýri á þessari leið ásamt Agnari frá Spónsgerði. Þeir báru það með sér hvert sem þeir fóru að þetta starf var ekki öllum hent. Seinna komu aðrir og keyrðu mik- inn og keyrðu lengi. Núorðið er þessi starfi frekar þægilegur enda miklu betri vegir og miklu betri búnaður, svo jafnvel sætin í stýris- húsinu eru á gormum. Pétur frá Hallgilsstöðum var svolítið eins og París eða Hamborg, þegar maður kom til Akureyrar seinna á öldinni sem er liðin, svo ekki sé nú minnst á kaupfélagið á horninu með glugga Ingimundar upp af svölunum. Pétur var oftast að finna í hádeginu á kaffiteríunni á Hótel KEA. Nú er þetta allt orðið einhvern veginn öðruvísi, en ég segi ekki að það sé betra. Pétur var ein- staklega skemmtilegur maður og sagnasjór. Oftar en hitt var hann farinn að herma eftir sögupersón- unni án þess að taka eftir því. Hann kunni margar sögur af Bernharði Stefánssyni, bankastjóra útibús Búnaðarbankans og var ekkert spar á þær. Hann kunni líka sögur af Ól- afi Thorarensen, bankastjóra útibús Landsbankans. Báðir þessir menn voru vinir Péturs og öðlingsmenn. Maður með atvinnurekstur Péturs átti oft erindi við bankastjóra, eins og gefur að skilja. Viðskipti þeirra hindruðu hann ekki í að segja af þeim sögur, sem voru allar vinsam- legar en kímilegar. Pétri brást nefnilega aldrei kímnin, hvort sem hann sagði sögur af sér eða öðrum. Marga fleiri dró Pétur tii líf- sveislunnar og hann vflaði ekki fyrir sér að herma eftir þeim sem hann var að tala við. Það kom oftar en einu sinni fyrir mig. Mér fannst ég kannast við röddina og spurði eftir hverjum hann væri nú að herma. Þá hermdi hann spurninguna eftir og ég þurfti ekki frekar vitnanna við. Við Pétur þekktumst langa ævi. Hann var nokkuð eldri en ég en aldrei fann ég fyrir því. Ég keyrði jafnvel á sömu slóðum og hann, það er norður-suðurleið, þá nítján ára gamall og þótti það nokkuð grimmi- leg atvinna. Ég vissi því snemma við hvað Pétur mátti kljást daglega. Þessi atvinna okkar beggja og glað- beitt framkoma Péturs leiddi okkur saman til margra ánægjulegra sam- verustunda. Mér er hann mjög minnisverður. Sannleikurinn er sá að ég þekkti til margra atvinnu- manna í bílstjórastétt á Akureyri. Þar fékk ég ungur maður hið sæmi- legasta uppeldi. Þeir voru margir og stórkostlegir sem höfðu ekki í annað hús að venda en keyra bíl á mínum unglingsárum. Pétur tókst á við það starf fullur áhuga og náði miklum árangri. Hann tapaði þó aldrei sjálfum sér í þeirri glímu. Fé- lagar hans sáu fyrir því og næmi hans fyrir því mannlega í fari hvers einstaklings. Hann átti fjölda góðra vina, karla og kvenna, vítt um land sem fylgdust með honum hvert eitt spor allt til enda. Indriði G. Þorsteinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.