Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 61

Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FOSTUDAGUR 9. JUNI 2000 FERMINGAR Hafnarfjarðarkirkja Safnaðarstarf Aðalhátíð Rangárvalla- prófastsdæmis í tilefni 1000 ára kristnitöku AÐALHÁTÍÐ verður haldin að Odda og Hellu á hvítasunnudag, 11. júní. Hátíðin hefst kl.13.30 með útihá- tíðarmessu að Odda á Rangárvöllum, þar sem sóknarprestur þjónar fyrir altari, vígslubiskup, sr. Sigurður Sig- urðarson, prédikar og sameinaðir kirkjukórar Oddaprestakalls syngja. I tilefni dagsins var smíðað altari úr rekaviði sem fenginn var úr Odda- fjöru fyrir landi Ytri-Hóls í V-Land- eyjum og í stað kertastjaka á altarinu eru stuðlabergssteinar frá Akbraut í Holtum. Þá verður hátíðardagskrá og kaffi- samsæti í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á Hellu. Þar mun forseti Islands, hr. Ólafur Ragnar Gríms- son, halda hátíðarávai’p. Á dagskránni er erindi sr. Sváfnis Sveinbjarnarsonar fyrrv. prófasts um kristni og kirkju í Rangárþingi, Eyrún Jónasdóttir og Gísli Stefáns- son syngja einsöng og dúett, stúlkna- kór Þykkvabæjar syngur sem og sameinaðir kirkjukórar prófasts- dæmisins. Þá verður flutt bamaleik- rit í umsjón Margrétar Óskarsdóttur. Þessi hátíð er sú síðasta í röð þriggja hátíða sem Rangárvalla- prófastsdæmi hefur staðið fyrir í til- efni 1000 ára kristnitöku, en áður voru hátíðir haldnar að Breiðabóls- stað í Fljótshlíð og á Hvolsvelli 6. júní á síðasta ári og í Þykkvabæ og að Laugalandi á siðbótardaginn, 31. okt. sl. Fleiri atburðir eru í prófastsdæm- inu í tilefni þessara miklu tímamóta kristni í landinu, og má nefna að í tengslum við töðugjaldahátíð Rang- æinga verður sungin messa á afar sérstökum stað, nánar tiltekið í hell- unum á Hellum í Landsveit laugar- daginn 19. ágúst en þar mun biskup íslands, hr. Karl Sigurbjömsson, halda prédikun. Messuferð til Krýsuvíkur - upphenging altaristöfiu Hvítasunnudag, 11. júní, nú á kristnihátíðarári verður boðið til messuferðar á vegum Hafnarfjarðar- kirkju og Hafnarfjarðarbæjar til Krýsuvíkur í upphafi árþúsunda- verkefnis bæjarfélagsins sem nefn- ist: „Krýsuvík - samspil manns og náttúru“. Messa í Krýsuvíkurkirkju hefst kl. 11.00 með því að altaristafla kirkjunnar eftir Svein Björnsson list- málara verður sett upp fyrir sumarið en hún hefur haft vetursetu í Hafnar- fjarðarkirkju. Séra Gunnþór Ingason sóknar- prestur messar. Eyjólfur Eyjólfsson leikur á flautu og félagar úr Kór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Eftir messuna verður léttur hádegisverð- ur framreiddur í Kiýsuvíkurskóla og kl.13.00 verður sýning opnuð í Sveinshúsi á verkum hins látna list- málara sem þar vann að list sinni og mótaðist mjög af náttúra og sögu Krýsuvíkur og setti sitt mark á hana. Lagt verður af stað með rútu frá Upplýsingamiðstöðinni í Hafnarfirði, Vesturgötu 8, kl. 10.30, en ekki frá Hafnarfjarðarkirkju að þessu sinni eins og áður er safnaðarferð hefur verið farin á vegum hennar til Krýsu- víkur. Rúta fer til baka bæði kl. 12.45 og einnig kl. 13.30. Rútuferð ásamt korti af gönguleiðum og hádegisverði kostar kr. 800. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Krýsuvík fram eftir hvítasunnudegi í tilefni þessa upphafs árþúsundaverk- efnis Hafnarfjarðarbæjar. Þessi safnaðarferð til Krýsuvíkui- kemur í stað árdegisguðsþjónustu í Hafnar- fjarðarkirkju en tvær aðrar guðs- þjónustur fara fram á þessum helga degi á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Guðsþjónusta hefst á Sólvangi kl. 15.30 og um kvöldið kl. 20.00 hefst guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju með Líknarfélaginu Byrginu. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12-12.30. Orgelleikur og sálmasöngur. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir böm. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Landakirkja í Vestmannaeyjum. KI. 16-18 æfing hjá Litlum læri- sveinum á prestssetrinu, Hólagötu 42. Ffladelfi'a. Unglingasamkoma ki. 20.30. Mikill og hress söngur. Ræðu- maður Richard Lundgren frá Nor- egi. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðai-smára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir. Á morg- un er Steinþór Þórðarson með prédikun og Ragnheiður Ólafsdóttir Laufdal er með biblíufræðslu. Bama- og unglingadeildir á laugardögum. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið, kl. 21. Sjöundadags aðventistar á ís- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Elías Theo- dórsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Bibh'u- fræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Frode Jakobsen. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eric Guðmundsson. Aðventkiriqan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaðm- Halldór Ölafsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Ferming laugardag fyrir hvíta- sunnu, 10. júní 2000 kl. 14:00 f Ás- kirkju í Fellum. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir. Fermd verða: Andri Guðlaugsson, Brekkubrún 2, Fellabæ. Antonía Baldursdóttir, Miðfelli 3, Fellabæ. Elís Óttar Jónsson, Urriðavatni II, Fellaheppi. Elsa Gehringar Magnúsdóttir, Brekkubrún 1, Fellabæ. Guðlaugm- Sindri Helgason, Lagarfelli 18a, Fellabæ. Hjálmar Baldursson, Lagarfelli 16,_Fellabæ. Hjördís Marta Óskarsdóttir, Lagarfeli 10, Fellabæ. Jarþrúður Hólmdís Júlíusdóttir, 'I Fjóluhvammi 9, Fellabæ. Oddm- Logi Reynisson, Lagarfelli 17, Fellabæ. Sigurlaug Jónsdóttir, Lagarfelli 21a, Fellabæ. Örvar Már Jónsson, Háafelli 4a, Fellabæ. s <' í % '< H vu ■ ■ U4x síS i''' AiB AIU GLYSINGAR Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í Kjósar- hreppi Hreppsnefnd Kjósarhrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í Kjósarhreppi samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Afmörkun skipulagssvæðisins fylgir jarðamörkum að öðru leyti en því, að sumarhúsahverfi vestast á jörðinni er utan við skipulagssvæðið. Tillagan tekurtil lóða fyrir þjónustuhús og frí- stundabyggð. Afmarkaðar eru landnemaspild- ur fyrir skógrækt, göngustígar, tjaldsvæði og fleira. Jafnframt erfellt úrgildi deiliskipulag að sumarhúsabyggðfrá 31. ágúst 1992 með síðari breytingum. Breytingin verðurtil sýnis í Félagsgarði í Kjós frá og með föstudeginum 9. júní til og með föstudeginum 7. júlí 2000. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugassemdir við breytingartillöguna. Fresturtil að skila inn at- hugasemdum rennur útföstudaginn 21 .júlí 2000. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Kjósarhrepps, Félagsgarði, 270 Varmá. Þeir sem ekki gera athugasemdir fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Oddviti Kjósarhrepps. ',#rSkipulags stofnun Reykjanesbraut við Mjódd Tvenn mislæg gatnamót Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. júnítil 14. júlí 2000 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofum Kópa- vogs, hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur og á Borgarbókasafni í Gerðubergi. Einnig í Þjóðar- bókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykja- vík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Línuhönnunar hf. http://www.lh.is/deiglan. Allir hafa rétttil að kynna sérframkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 14. júlí 2000 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. DULSPEKI Huglækningar/Heilun. Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræöslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir. Andlegur læknir. Uppl. í síma 562 2429 f.h. Námskeið í Kriya yoga Dagana 9.-12. júní verður haldið námskeið í Kriya yoga tækni í Bolholti 4, 4. hæð. Leiðbeinand- inn Peter Van Breukelen mun halda kynningarfyrirlestur 9. júní kl. 20.00. Námskeiðið hefst svo 10. júní kl. 9.30 og stendur dag- ana 10., 11., og 12. júní. Nám- skeiðið kostar kr. 7.500 fyrir byrj- endur, en eldri nemendur eru einnig hjartanlega velkomnir. Uppl. i s:863 3038 og 699 6341 FÉLAGSLÍF Annar í hvítasunnu 12. júní a. kl. 10.00. Innstidalur — Hengilssvæðið. Létt jeppa- og ^ gönguferð. Fjölskylduferð. Hafið ' pylsur með (pylsugrill). Brottför frá Esso, Ártúnshöfða. Verð 800 kr. á bíl f. félaga og 1.000 kr. f. aðra. b. Kl.10.30 Djúpavatn — Sog- in — Höskuldarvellir. Um 4 klst. gönguferð. Brottför frá BSI. Örfá sæti laus f Hvftasunnu- ferðirnar: a. 9,—12. júní Skaftafell. b. 10. —12. júnf Goðaland - Básar. c. 10.—12. júní Fimmvördu- háls. Lifandi heimasíða Útivistar: utivistás (nýjar myndir úr Básum).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.