Morgunblaðið - 09.06.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 09.06.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ + I I ! 1 UMRÆÐAN Umbætur í menntamálum EIN mesta auðlind okkar er ungt fólk. Um 33% þjóðarinnar er undir tvítugu en það er hærra hlut- fall en í nokkru öðru landi í V- Evi-ópu. Miklu skiptir að þessir vormenn Is- lands fái tækifæri til þess að menntast. En því miður bendir margt til þess að nú- verandi menntakerfi sé óþjált og henti illa þörfum æskufólks. Samkvæmt upplýsing- um frá menntamála- ráðuneytinu hættir rúmlega helmingur þeirra sem innritast í framhaldsskóla í námi án þess að ljúka prófi, en 10-20 % hefja ekki framhaldsskólanám. Þetta eru ógnvekjandi tölur. Hingað til hefur umræða um menntamál snúist um peninga, laun og fjárveitingar en slíkir hlutir eru aðeins efniviður í gott menntakerfi. Ef stór hluti út í starfsmenntun hlýtur að skila töluverðum þjóðhagslegum ábata. Framtíðarhagvöxtur byggir á auknu almennu menntunarstigi þjóðarinnar og hún hefur hreinlega ekki efni á því að ýta til hliðar nær helmingi af æsku landsins þegar kemur að menntun. Frá sjónarhóli ungl- inganna sjálfra er ljóst að aukin þekking skapar bæði fjölhæfni og hærri framtíðar- tekjur. Störfum fyrir ófaglærða mun fækka frekar en fjölga á næstu árum og auk þess þarf fólk að flytja sig á milli starfa og starfsgreina í mun rík- ari mæli en áður hefur þekkst. Aukin almenn menntun er mjög góð fjárfesting fyrir þá einstaklinga sem hér um ræðir sem og þjóðfélagið í heild. Að ná tökum á lífinu Jón Bjarnason Menntamál Menntakerfíð verður að fylgja þróun þjóðfélags- ins í stað þess að binda sig í formfestu, segir Jón Bjarnason, stórar stofnanir og einsleitni þar sem ætlunin er að steypa alla í sama mót. ungs fólks fer ekki í framhalds- skóla eða hrökklast frá námi er eitthvað alvarlegt að. Þá hlýtur að vera þörf á kerfisbreytingum. Aukin grunnmenntun Umbætur á menntakerfinu verða að tryggja að sem flestir geti notið samfelldrar skólagöngu, allt fram til 18 ára aldurs. Auðvitað er ekki hægt að leggja til lengri skóla- skyldu en sjálfræðisaldurinn hefur verið hækkaður upp í 18 ár og því má álíta að hið opinbera hafi aukn- um fræðsluskyldum að gegna. Þess vegna er nauðsynlegt að gera nám- ið mun sveigjanlegra, þannig að nemen’dur séu ekki bundnir því að taka fullt fjögurra ára framhalds- nám sem lýkur annaðhvort með brottfalli á námstímanum eða stúd- entsprófi. í stað þess komi samfelld skólaganga sem lýkur með náms- gráðu við 18 ára aldur, þ.e. núver- andi grunnskólanám að viðbættu tveggja ára námi. í framhaldi af þessu endurskipulagða samfellda grunnámi kæmi lengra eða skemmra starfsnám, tækninám og annað sérnám, auk frekari undir- búnings fyrir almennt háskólanám sem gæti hafist fyrr en nú er. Með því yrði almenn grunnmenntun aukin, jafnframt því sem nemendur yrðu hvattir áfram til dáða. Þjóðhagslegnr ábati Þetta er mjög mikilvægt hags- munamál. Hér er skortur á verk- menntuðu fólki og breytt náms- skipan sem fjölgar þeim sem leggja En lífið snýst ekki aðeins um krónur og aura. A aldrinum 15-18 ára taka unglingar út mikinn þroska. Þá eru teknar ákvarðanir sem skipta oft sköpum fyrir fram- tíðargengi í námi og starfi. Miklu skiptir að ungt fólk fái sem mestan stuðning, hvatningu og aðhald á þessu lífsskeiði. Aðalábyrgðin hvílir vitaskuld á heimilunum sem hefur verð áréttað með hækkun sjálfræð- isaldurs í 18 ár, en uppeldisstarfið yrði auðveldað með tveggja ára lengingu grunnnámsins. Unglingar myndu jafnframt ljúka ákveðinni gráðu og eru betur búnir til frekara náms hvort sem það er starfstengt eða „akademískt.“ Brottfall úr námi hefur afar neikvæð áhrif á einstaklinga, sem tapa sjálfstrausti og gefa frekari menntun upp á bát- inn. Þetta á við um bæði kynin en þó sérstaklega pilta. Skv. upplýs- ingum frá menntamálaráðuneytinu höfðu aðeins 39% drengja fæddum á árunum 1975-78 útskrifast úr framhaldsskóla árið 1998. Sama hlutfall meðal stúlkna var 47%. Menntun fyrir alla f svari menntamálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi nú í vetur kom fram að mikill meirihluti lands- byggðarunglinga fer nú á mis við framhaldsmenntun. Af 479 ung- mennum á Vestfjörðum sem fædd- ust á árunum 1975-78 og hófu fram- haldsnám, höfðu aðeins 32% lokið fjögurra ára framhaldsskóla árið 1998. Sama hlutfall á Norðurlandi vestra var rúm 35%. Við þetta bæt- ist að mun hærra hlutfall unglinga á landsbyggðinni fer aldrei í fram- haldsskóla. Mikill kostnaður fylgir því að sækja nám fjarri heima- byggð ef búseta er fjarri skólasetr- um og gæti það verið ein skýringin á misræmi í menntun á milli lands- hluta. Þess vegna er mikilvægt að auka námsframboð í öllum byggða- lögum landsins þannig að sem flest- ir nemendur geti sótt nám daglega heimanað. Að sjálfsögðu munu nú- verandi framhaldsskólar bera hit- ann og þungann af tveggja ára lengingu grunnnáms. En þar sem þeir eru ekki fyrir hendi er nauð- synlegt að byggja ofan á þá grunn- skólamenntun sem er til staðar og nýta möguleika fjarnáms. Aukið ■. —~ ÞITT FE Maestro HVAR SEM ÞÚ ERT námsframboð .um allt land er þó ekki aðeins spurning um jafnrétti til náms. Þjóðfélagið hefur hrein- lega ekki efni á því að láta búsetu verða til þess að sumir unglingar komist ekki til mennta. Niðurstöður Mikið brottfall úr framhalds- skóla er hvort tveggja í senn, fé- lagslegt og hagfræðilegt vandamál sem skapar mikinn ójöfnuð í lífs- kjörum þegar fram í sækir. Menntakerfið verður að fylgja þró- un þjóðfélagsins í stað þess að binda sig í formfestu, stórar stofn- anir og einsleitni þar sem ætlunin er að steypa alla í sama mót. Ljóst er að meiri hluti ungs fólks á ekki samleið með núverandi skipan menntunar í landinu og við því þarf að bregðast á réttan hátt. Lausnin hlýtur að felast í aukn- um sveigjanleika námsins, stytt- ingu hins eiginlega framhaldsskóla og lengra samfelldu námi sem lýk- ur með skilgreindri námsgráðu við 18 ára aldur. Jafnframt verður að endurskoða skipulag, háskóla-, tækni-, og sérnáms með tilliti til þessara breytinga, efla starfs- menntun og auka bæði framboð og fjölbreytni í námi um allt land. Þetta eru allt umbætur sem þurfa ekki að kosta mikla fjármuni en munu skila stórkostlegum þjóð- hagslegum ábata verði menntun al- mennari. Höfundur er alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 6Í3l SIEMENS Vörulistar sem eiga heima hjá þér! Sm'rth & Norland hefur gefið úttvo glæsilega myndlista sem sýna þau heimílístæki frá Siemens sem fyrirtækið býður ásamt umboðsmönnum sínum víða um landið. Komdu í heimsókn og fáðu lista eða hringdu og láttu senda þér hann í pósti. SIEMENS Innbyggð heimilistæki 2000 Já, þau svíkja engan heimilis- tækin frá Siemens! Umboðsmenn um land allt. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Dilbert á Netinu v'g>mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.