Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ (JMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 71 *L Lettar leita aðstoðar ungra íslendinga við heilsueflingu ' og Seyðisfjarðar. Það væri athugandi fyrir okkur öryrkjana að stilla okkur upp við landgöngur skipanna, í Flug- stöðinni, við ráðherrabústaðinn og hvar sem við vitum af ferðafólki eða tignarfólki frá útlöndum sem kemur til að sjá sæluríkið ísland og eru þá í fylgd einhverra til að sjá og heyra hvað ríkisstjómin gerir fyrir lands- menn og ekki síst þá fyrirgreiðslu sem öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá. Þeir segja ósatt um að við öryrkjar séum best settir, sé miðað við Norð- urlöndin. Vinna okka felst í því að sýna í verki okkur sjálf og kröfuspjöld okk- ar um betri kjör og aðbúnað fyrir þá sem hann vantar. Asamt kröfuspjöld- unum höfum við að sjálfsögðu uppi myndir af öllum sem eru í ríkisstjóm hverju sinni og texta kröfuspjald- anna á því tungumáli sem gestimir skilja. Við getum verið þess fullviss að það verða margir til að hjálpa okk- ur að komast á þá staði sem við þurf- um hverju sinni. Þar að auki em öryrkjar um allt land þannig að hver og einn getur unnið í sinni heimabyggð. Eins og getið var í upphafi hafa samningar og loforð verið svikin á ýmsan hátt allar götur síðan 1974 þegar lofað var að grunnlífeyrir væri 90% af launum verkamanns. Nú er hlutfall þessa grunnlífeyris fallið niður í um 12%. Við getum ekki unað þessu lengur. Látum verkin tala. Kröfuspjöldin á loft í hvert skipti sem útlendingar heimsælga ríkisstofnanir í fylgd ráðherra. Þeir verða að fá að vita sannleik- ann um að hér á íslandi, í landi sæ- greifanna og stéttaskiptingar, lifa alltof margir undir fátæktarmörkum. Höfundur er öryrki. HEILSUEFLING og Heilsuefl- ing í skólum í Lettlandi buðu þrem- ur nemendum frá Menntaskólanum í Kópavogi ásamt verkefnisstjóra Heilsueflingar í skólum á íslandi til ráðstefnu fyrir ungt fólk í Lettlandi. Ráðstefnan bar yfirskriftina Youth Health Congress (ráðstefna um heilsu ungs fólks). Á ráðstefnuna var Svíum, Finnum og Hollending- um einnig boðið. Lettar hafa átt í vandræðum með stefnumörkun í heilsueflingu fyrir ungt fólk. 27% drengja og 9% stúlkna reykja og nota áfengi reglulega og fjöldi unglinga sem smitast af kyn- sjúkdómum hefur aukist. Einnig hefur fjöldi stúlkna sem hafa orðið þungaðar aukist og í framhaldi af því hefur fjöldi fóstureyðinga einnig aukist. í Lettlandi eru 1.200 börn á skólaaldri sem fara ekki í skóla og um það bil 30% barna í Lettlandi eiga við líkamlega og andlega erfið- leika að stríða. Aðeins eru um 60% af skólum í Lettlandi með kennslu í heilsufræðum. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar og var haldin í Riga í framhaldi af sérstakri Heilsuviku Lettlands. Rúmlega 400 nemendum frá Lettlandi á aldrinum 14 til 18 ára var boðið á ráðstefnuna. Ráðstefnan hófst á ávörpum æðstu manna úr mennta- og heilsugeiranum. Því næst tók verkefnisstjóri Heilsuefl- ingar í skólum til máls og sagði frá því hverju verkefnið hefur áorkað síðan það hófst. Eftir það var hópa- vinna þar sem hver hópur vann með ákveðið þema. • Kennsla í heilsufræðum • Heilsuvernd og heilsuefling í skólum • Skólaumhverfi • Fjölskylda og heilsa • Heilsustefna landsins • Fjölskyldulæknirinn minn • Heilsusamlegur frítími fólginn í framtaki einstaklingsins. Hann birtist ekki síst í því að sýn okkar verður víðari og gleggri ef við njótum sjónarmiða Anna Lea Björnsdóttir Heilsuefling Markmið ráðstefn- unnar, segir Anna Lea Björnsddttir, var að fá ungt fólk til að marka stefnu landsins í heilsueflingu. Anna Lea Bjömsdóttir, verkefn- isstjóri Heilsueflingar í skólum á ís- landi, skýrði frá heilsueflingu á ís- landi og Gunnar Örn Ingólfsson nemi flutti erindi um vímuvarnir, þar sem hann skýrði frá því hvernig vímuvörnum væri háttað í Mennta- skólanum í Kópavogi. Hópurinn frá íslandi var beðinn um að vera í um- ræðuhópnum um heilsuvernd og heilsueflingu í skólum. Þar var mik- ið spurt um hvernig málum væri háttað á íslandi. Anna Regína Björnsdóttir nemi var ritari íslend- inganna og Ivar Þór Axelsson nemi myndasmiður. Markmið ráðstefnunnar var að fá ungt fólk til að marka stefnu lands- ins í heilsueflingu og koma með til- lögur um úrbætur til heilbrigðis- ráðuneytis, menntamálaráðuneytis og allra ráðherra Lettlands. Ráðstefnunni var stjórnað af ungu fólki, sem stóð sig í alla staði vel, hún var mjög vel skipulögð og var með ólíkindum hve unga fólkið var ófeimið við að segja skoðanir sínar. og þekkingar fleiri. Við erum frumkvöðlar að framþróun og mikilvægustu samlegðaráhrifin koma fram í auknum krafti okkar til rannsóknar- og þróunarstarfs. Árangursríkt vísindasamstarf AstraZeneca við íslenskar heilbrigðisstéttir hefur vakið athygli að undanförnu. Ljóst er að þessi þátttaka íslendinga í fjölþjóðlegum rannsóknum skilar íslensku samfélagi ávinningi í formi fjármagns, atvinnu, þekkingar og ekki síst betri heilsu og betra lífi í framtíðinni. AstraZeneca annt um líf og líðan Urnboðsaðill: Pharmaco hf. * Hörgatúni 2, 210 Garðabæ • Sími 535 7000 • Fax 565 6485 • Fax pantanamóttökli 565 5628 • pharmaco@pharmac Höfundur er verkefnisstjóri Heilsueflingar í skólum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.