Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 72
-72 FÖSTUDAGUR 9. JIJNÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ COMPAd Tæknival býóur ávallt upp á þaó nýjasta í tölvutækni frá Compaq, sem er þekkt fyrir gæði og áreiðanleika. Compaq er leiðandi í framleiðslu á tölvum í heiminum í dag. Compaq tölvur hafa sannaó yfirburði sína og eru óstöðvandi, á verði sem kemur þér á óvart. Þú getur reitt þig á Compaq! mpna. , Skeifunni 17 • Reykjavík • Sími 550 4000 Furuvöllum 5 • Akureyri • Sími 461 5000 Tæknival Ný viðhorf í fíkniefna- málum Að undanförnu hefiir mikið magn fíkniefna verið gert upptækt og ijöldi fólks bíður þungra dóma fyrir að- ild sína að þessum mál- um. Á sama tíma heyr- um við að framboð á fíkniefnum sé svipað og áður og verðlag stöðugt. Hér verður rætt um fíkniefni í al- þjóðlegu ljósi og bent á nýja strauma sem eiga e.t.v. eftir að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í framtíðinni. Utbreiðsla fíkniefna Um þrjátíu ár eru síðan ólögleg fíkniefni fóru fyrst að gera vart við sig hér á landi. Neysla þessara efna hefur síðan vaxið en með sveiflum sem hafa mestanpart ver- ið alþjóðlegar. Athyglisvert er að sveiflumar í neyslu virðast í litlu samhengi við breytingar í áherslum réttarvörslukerfisins hverju sinni. í grófum dráttum má segja að neysla fíkniefna hafi vaxið á 8. ára- tugnum og fram á miðjan þann níunda en þá dró úr henni. Á tíunda áratugnum hefur neysla þessara efna vaxið á ný og er í hámarki nú rétt fyrir árþúsunda- mótin. Þessar neyslusveiflur hafa komið skýrt fram í rannsóknum hérlendis og hafa reynst vera al- þjóðlegar. Nú er því tímabært að huga nánar að eðli neyslu fíkniefna á Vesturlöndum. Einkenni fíkniefnaneyslunnar í grófum dráttum má skipta neyslu fíkniefna í tvennt. Annars vegar er um einhvers konar til- rauna- og félagsneyslu að ræða. Ýmis efni eru prófuð, sér í lagi kannabisefni og finnst neysla af þessu tagi í öllum þjóðfélagshópum og er umfangið háð tískusveiflum. Neyslan er einkum bundin við yngra fólk sem virðist nota efnin á svipaðan hátt og áfengi er notað af meirihluta fólks. Ástæður eru ýms- ar einsog nýjungagirni, áhrif frá jafningjahópi og spenna, því hér er um bönnuð efni að ræða. Stundum fylgir þessu tiltekin menning, t.d. tónlistartíska sem ýtir undir neyslu þessara efna. Einhver hluti þessa hóps fer út í þráláta neyslu ýmissa efna, ekki síst áfengis, en mun fleiri taka hins vegar upp hefð- bundnari og viðurkenndari lífsmáta eftir því sem ábyrgð eykst í lífinu. En þetta er bara annar hluti fíkni- efnaneyslunnar. Hinn hópurinn er fámennari en felur jafnframt í sér stærra vanda- mál. Hér erum við í megindráttum að tala um neyslu jaðarhópa sem hafa orðið undir í lífinu einhverra hluta vegna. Rannsóknir sýna að misnotkun sterkra fíkniefna verður einna helst meðal hópa sem standa höllum fæti í félagslegu og sálrænu tilliti. Þeir versla með efnin, leita þeirra og nota ýmis ráð bæði lögleg og ólögleg til að komast á sinn hátt í gegnum táradal vonbrigða og ör- væntingar. Handtökuskýrslur fíkniefnalögreglu, bæði hér á landi og erlendis, draga upp skýra mynd. Stór hluti handtekinna er t.d. at- vinnulaus og í mun ríkari mæli en gengur og gerist í samfélaginu. Viðbrögð yfirvalda Ýmsar þjóðir hafa því hugað að endurskoðun á fíkniefnalöggjöfinni. Nýverið kom út skýrsla í Bretlandi kennd við Lady Runciman. Skýrsl- an var unnin að tilstuðlan lög- reglunnar og var nefndinni, sem samanstóð af hópi sérfræðinga á sviðinu, ætlað að meta árangur núgildandi fíkniefnalöggjafar. Nefndin leggur til að skilgreining og viður- lög á meðferð ýmissa fíkniefna verði breytt og að skýrari greinar- munur verði gerður á neytendum veikari fíkniefna og sölu- manna harðari fíkni- efna. Nefndin leggur til að kannabisefni verði flokkuð með efnum á borð við róandi lyf og verkjatöflur. Þó skað- semin sé óvéfengjan- leg séu þau samt sem áður ekki skaðlegri en lögleg efni á borð við tóbak og áfengi. Núverandi lög- gjöf um kannabis skapi í raun meiri vanda en efnin sjálf, taki of Fíkniefnaneysla Jafnframt verður stefna stjórnvalda að vera sjálfri sér sam- kvæm, segir Helgi Gunnlaugsson, og byggjast á víðtækum rannsóknum sem taka á ólíkum áhrifaþáttum neyslunnar. mikinn tíma frá löggæsluaðilum og geri stóran hóp ungmenna, sem að öðru leyti sé löghlýðinn, að glæpa- mönnum með öllum þeim afleiðing- um sem það getur haft á framtíð þeirra. Nefndin leggur til að teknar verði upp einfaldar aðvaranir vegna neyslu þeirra og eða sektar- greiðslur og að mál af þessu tagi leiði að jafnaði ekki til handtöku, ákæru né fangelsunar. Jafnframt leggur nefndin til að hætt verði að flokka e-pillur með efnum á borð við heróín og kókaín enda sé neyslan orðin almenn í samfélaginu og dauðsföll vegna þeirra færri en tíu á ári. í skýrsl- unni er því haldið fram að það séu vafasöm skilaboð til hinna fjöl- mörgu neytenda þessara efna, sem telja efnið tiltölulega skaðlítið, að flokka það með hættulegum efnum. Þetta gæti ýtt undir ranghugmynd- ir um að þá hljóti líka að vera í lagi að prófa efni einsog heróín og kókaín sem væru sannarlega hættuleg efni. Nefndin leggur til að skýrari greinarmunur verði gerður á þeim sem dreifa fíkniefnum í hagnaðar- skyni og þeim sem neyta þessara efna eða neyta og dreifa veikari efnum meðal vina og kunningja. Dreifing sterkari efna á borð við heróín og kókaín í hagnaðarskyni eigi að fela í sér þung viðurlög og ætti að vera megináhersla réttar- vörslukerfisins. Löggæslan ætti því að draga úr þeirri viðleitni sinni að uppræta neyslu veikari efna en beina kröftum sínum að innflutn- ingi og dreifingu harðari fíkniefna. Misnotkun fíkniefna sé fyrst og fremst félags- og heilbrigðismál en að litlu leyti mál sem eigi að heyra undir refsilögin. Mikil umræða hefur skapast um niðurstöður þessarar skýrslu í Bretlandi. Fjölmargir hafa lýst yfir stuðningi við efni hennar og hefur t.d. Jack Straw innanríkisráðherra lýst yfir að hægt sé að færa rök fyrir afglæpun kannabisefna. Stjórnvöld hafa hins vegar tilkynnt að ekki sé tímabært að breyta stefnu sinni á þessum tímapunkti. Helgi Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.