Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 73

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 73 ~ UMRÆÐAN Svipaðar raddir hafa heyrst víðar eins og í Sviss, Nýja-Sjálandi og Astralíu. Nýlega var sett á laggirnar nefnd sérfræðinga í Kanada, með einróma samþykkt þingsins, sem á að koma með nýjar tillögur í tengsl- um við fíkniefnabrot. Sömuleiðis má nefna að hæstirétturinn í Sviss úr- skurðaði nýverið að e-töflur ættu ekki að flokkast með hættulegum efnum og að minni háttar viðskipti með efnið gætu ekki tahst hættuleg- ur glæpur. Rétturinn hafnaði því þeirri kröfu að þyngja bæri níu mánaða fangelsisdóm íyrh' sölu á rúmlega 1.300 e-töflum. Fíkniefni virðast hvarvetna búin að festa sig í sessi og stjórnvöldum hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra þrátt fyrir mikinn viðbúnað löggæsluaðila. Rannsóknir bæði hér á landi og er- lendis sýna að þeir sem hafa áhuga á að nálgast þessi efni segjast geta það hindrunarlaust þrátt fyrir bann. Ljóst er að engin töfralausn finnst á fíkniefnavandanum en al- mennt verða stjómvöld að setja sér raunhæf markmið og leitast eftir mætti að draga úr þeim skaða sem ávana- og fíkniefni valda án þess þó að valda neytendum þeirra meira tjóni en skaðsemi efnanna gefur til- efni til. Jafnframt verður stefna stjórnvalda að vera sjálfri sér sam- kvæm og byggjast á víðtækum rannsóknum sem taka á ólíkum áhrifaþáttum neyslunnar. Höfundur erdósent í félagsfræði við Háskóla íslands. Að treysta vor heit VIÐ íslendingar eigum erindi á Þing- völl á kristnihátíð 1. og 2. júlí. Við stöndum á merkilegum tíma- mótum í lífi þjóðar okkar. Vegur okkar hefur vaxið svo í safni þjóðanna að ljóst er að tilraunin ísland hefur heppnast og heppnast vel. Við stöndum í góðu áliti meðal þjóð- anna og erum framar- lega á mörgum mikil- vægum sviðum. Við eigum það er- indi á Þingvöll að þakka þann árangur. „En sá sem hyggst standa hátt hann gæti sín að hann falli ekki,“ sagði spakur maður. Aðgátin felst í því að við horfum raunsæjum aug- um á lán okkar. Spyrjum okkur að því hverju við eigum það að þakka sem unnist hefur. Hvort tveggja mun satt að yfir okkur hefur verið sérstök heill og blessun sem og að við búum að mikilvægum kostum. Margir munu geta tekið undir það að þrenging okkar í margar aldir í fátækt, bjargarleysi, ein- angrun og þrúgun erlends valds hafi verið þjóðinni þungbær. Hún vakti henni þó brennandi þrá eftir upprisu og frelsi sem bjó um sig í hugum margra en braust þó fram í mönnum anda og at- hafna jafnt og samt. Hún átti skilið að fá að rísa. Drottinn unni henni þess eftir leyndu ráði sínu, það er berlegt. Við eigum gjöfult land þó ekki grói hér víðáttumiklir skógar né akrar. íslensk mold nær samt að næra þjóðina og þó við vær- um fleiri. Hafið er gjöfult og okkur hefur auðnast að stunda fiskveiðar með arði ólíkt mörgum þjóðum. Fallvötnin og varminn í iðrum jarðar búa yfir mikilli endurnýjanlegri og vist- vænni óbeislaðri orku. Við eigum Guði þökk að gjalda fyrir þetta land. Við eigum það erindi á Þing- völl að bera fram þá þökk. Við bú- um að góðri og almennri menntun. Þar lagði kirkjan grunn og studdi og styður skólana af umhyggju. Hún ræktaði flestum meir og betur viljann til náms. Gaf þá ástæðu að það gerði hvern mann sannari ef hann lærði og færari til þeirra verka sem skaparinn hefði treyst honum til. Hann „blessar iðninnar sveita“. Kristnihátíd Vegur okkar hefur vaxið svo í safni þjóðanna, segir Jakob Ágúst Hjáhnarsson, að ljóst er að tilraunin Island hefur heppnast og heppnast vel. Mestu varðar þó hvað það er sem við höfum lært að meta sem dyggð. Við, börn hins unga lýðveldis, og kynslóðin á undan okkur höfum mótast í bjartsýni og samkennd. Heimur okkar var heildstæður og tilgangur okkar skýr. Við vorum börn Guðs og landsins og hvert annars samherjar. Við skyldum sækja fram til betri tíðar, efnalegr- ar og félagslegrar farsældar. Nú höfum við náð þangað - flest. Það er hins vegar eitthvað að búa um sig sem dregur úr sig- urgleðinni við þúsaldamótin. Hvað hefur gleymst? Hverju höf- um við glatað sem við áttum með- an við vorum ung og glöð? Við horfum framan í börnin okkar í leit að svari, en sjáum í andlitum Jakob Ágúst Hjálmarsson þeirra allt of margra ráðvillusvip. Atferli þeirra sumra hefur yfir sér svip vonbrigða og sjálfseyðingar. „Gáðu að Guði, barnið mitt,“ sagði gamla fólkið. Er það ekki tap okkar að hafa týnt honum? Höfum við leyft honum að vera allt í öllu? Það skyldi þó ekki vera að við höf- um gleyrnt að gá að Guði, Guði vors lands? Vorum við kannski farin að halda að hann væri rétt eins og við hvert og eitt hugsuðum okkur hann? Héldum við að ef við hrærðum saman trúarbrögðunum og hristum í kokkteilhristaranum okkar gætum við hellt honum á kaleik okkar og drukkið? Þegar Móses spurði hann að nafni þá fékk hann það svar að hann væri sá sem hann er. Sá er mergurinn málsins. Guði verður ekki troðið í okkar form, hvað þá settur í vas- ann. Hann er sá sem hann er og verður aðeins þekktur af þeim sem hann kýs að opinbera sig. Það er boðskapur trúarinnar að Guð sé hér og eigi erindi við þig. Meistarinn er hér og vill finna þig! Farðu út til móts við hann, farðu út úr borginni og bænum og komdu til hans á Þingvöllum þar sem hann hefur sett þér mót og finndu hann. Hann mun mæta þér í múgnum mikla á Þingvöllum ef þú vilt - og leitar. Treystu heit þín við hann, litla þjóð, og þá mun þér áfram farnast vel, sífellt ganga mót bjartri fram- tíð! Höfundur er dómkirkjuprestur í Reykjavik. hk. '. íg|| .. .. ?.i. 1 sími: 561 6550 Latibær ehf. gsm: 869 1962 Geirsgata 9 fax: 561 6551 101 Reykjavik magnus@lazytown.com 100 bestu sœtin á Evrópumóti landsliða í C1—J njmu til sölu með 25% afsUetti. lYijggið ijkkur seeti strax í dag. \ | "•fe Mótið hefst 10. júní m/tauáklæði nTTrfmm/lp.ðri á slitflötum Rétt verð kr, 72.000 Nú kr. 54.000. (;l.n i<m irv tauálil.i’1 kr.U Vf■ i ö Ki. ;$9.90Ó llo( Sliot liaudito \loikinni I • 108 Ritvkjavik Simi: SH.'i 3500 • l’ax: 533 3510 • wwu.iiiaito.is Við efcyÖjum við bakið á þér! Fréttir á Netinu /fembl.is ^ALLTAF= eiTTH\SAT> A/YTT~
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.