Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 74
- 74 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Nú er aðeins tæpur mánuður í að Landsmót hestamanna hefjist í Víðidal, svæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Asdís Haraldsdóttir spurði Fannar Jónasson fram- kvæmdastjóra mótsins hvernig undirbúningur- inn gengi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Skráningu á Lands- mót lýkur eftir helgi Fákssvæðið er að taka á sig endanlega mynd fyrir Landsmótið þessa dagana. ...I KAFFIHORNINU í EVEREST í DAG Þú kemur í verslun okkar í Skeifunni í Reykjavík og skoðar úrvalið af útivistarvörum eða verslar það sem til þarf í ferðalagið. Sest síðan í kaffihornið okkar yfir kaffibolla eða LEPPIN drykk, skoðar ferðatilboð og upplýsingar um áhugaverða staði í tölvunni okkar (www.nat.is) og færð útprentað yfirlit um ferðaáætlun þína. Einfalt og þægilegt og ferðalagið getur hafist. - Alltaf heitt á könnunni Skeifunni 6 Reykjavik • Simi 533 4450 ATravel Café/Ferðakaffi (www.nat.is) eru veittar upplýsingar um ferðaáaetlanir íslenskra samgöngutækja, gistingu, afþreyingu, áhugaverða staði, hestaleigur, veiði, ferðatilboð og annað sem við kemurferðaþjónustu. Upplýsingarnar eru á íslensku og ensku og þar má finna um 14.000 síður af ferðaupplýsingum. „VTÐ teljum að búið sé að ganga frá ölium meginatriðum undirbúnings- ins, en gerum okkur grein fyrir að ýmislegt mun koma upp alveg fram á síðasta dag,“ sagði Fannar Jónasson. „Það eru óhemju mörg atriði sem taka verður tillit til en við sjáum þó ekki fram á nein vandkvæði." Þráðlaust tölvukerfi á svæðinu Fannar segir að samið hafi verið við Þjóðverjann Lutz Lesener um að setja upp tölvukerfi fyrir Landsmót- ið. Hann hefur hannað kerfi sem not- að var á síðasta Heimsmeistaramóti sem haldið var í Þýskalandi í fyrra. Samstarfsnefnd sem fjallað hefur um sameiginlegt tölvukerfi fyrir allt mótahald sem snýr að hrossum hér á landi hefur skoðað kerfið og líst vel á þann grunn sem kominn er. Fannar segir að jafnvel verði hægt að nota hann til að byggja upp framtíðar- tölvukerfi. Nú er unnið að því að ís- lenska þetta kerfi, en Lutz mun sjálf- ur koma hingað til lands við þriðja mann til að setja upp kerfið fyrir Landsmótið og sjá um það. Tölvukerfið verður miðlægt og notaðar verða fistölvur og er búið að semja við Nýherja um að koma upp þráðlausum búnaði. Magnarar verða settir upp á nokkrum stöðum og upp- lýsingum safnað í eina miðlæga stöð. Kerfið býður meðal annars upp á myndbirtingar og form til útprent- unar á dómaskrám og öðrum upp- lýsingum. Stefnt er að því að móts- gestir geti nálgast dómaskrár með skjótum og auðveldum hætti. Stjómstöð verður í sérstöku húsi við Fáksheimilið. Þar verður aðsetur framkvæmdastjómar og lykiimanna. Góðir vellir og aðstaða fyrir hross Fannar sagði að búið væri að vinna ötullega að framkvæmdum við sjálft mótssvæðið. Á þeim kynbótasýning- um og mótum sem haldin hafa verið hafa komið fram ýmsir agnúar sem nú er búið að sníða af eða lagfæra. Hann segir að það hafi verið gott að fá svolitla reynslu á svæðið áður en tii kastanna kæmi og ekkert benti nú til annars en að vellimir yrðu mjög góðir á mótinu. Aðspurður um aðstöðu fyrir sýn- inga- og keppnishross sagði Fannar að margir einstaklingar hefðu þegar útvegað sér sjálfir pláss, bæði á Fákssvæðinu og nærhggjandi hest- húsahverfum. AJlir sem á því þurfa að halda munu fá inni fyrir hross sín í hesthúsum á Fákssvæðinu. Einnig hefur Gunnarshólmi verið leigður sem beitarsvæði fyrir þá sem taka þátt í hópreiðinni eða koma ríðandi. Þar verður hægt að koma hrossum á beit eftir sýningu óski menn að sleppa hrossum frekar í haga en hafa þau á húsi. Mögulega verður einnig hægt að fá aðstöðu á Blikastöðum. Þá hefur verið sóst eftir landi austan við Norðlingabrautina, sem einnig væri hægt að nota sem tjaldsvæði. Mótið er ekki byggt upp á sjálf- boðavinnu, eins og oft hefur verið. Því hefur verið samið við verktaka og félagasamtök um að sinna ýmsum störfum. Björgunarsveitir munu til dæmis sjá um gæslu og miðasölu og samið hefur verið við Securitas um þrif og öryggisgæslu svo dæmi sé tekið. Reiknað er með að einn aðili muni sjá um veitingar á svæðinu. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar veitingar á góðu verði að sögn Fann- ars. Boðið verður upp á veitingar í Fáksheimilinu og einnig verður Reiðhöllin lögð undir veitingasölu. Þar verða einnig dansleikir á föstu- dags- og laugardagskvöld. Markaðstorg og landbúnaðarsýning Sölubásar verða settir upp á svo- kallað Markaðstorg í nágrenni Fáks- heimilisins. Fannar segir að margir hafi sýnt áhuga á að kynna vörur sín- ar og selja þar. Hann segir þetta auka fjölbreytni mótsins og gera mannlífsstemmninguna betri. Einn- ig sagði hann að mikill áhugi væri á að auglýsa í mótsskránni. og við vell- ina. „Við leggjum Uka áhersla á að tengja saman Landsmótið og Land- búnaðarsýninguna sem haldin verð- ur í Laugardal sömu helgi. Því er upplagt fyrir landsbyggðarfólk að koma til höfuðborgarinnar og slá tvær flugur í einu höggi. Samið hefur verið við Strætisvagna Reykjavíkur um að leiðir 110 og 10 stoppi við Reiðhöllina, en þessir vagnar fara um Suðurlandsbraut og stoppa einn- ig beint fyrir ofan Laugardalshöll- ina.“ Skráningu að ljúka Næstkomandi þriðjudag, 13. júní, lýkur skráningum í gæðingakeppni, kappreiðar, töltkeppni og ræktunar- bússýningar Landsmótsins. Skrán- ingar kynbótahrossa koma allar á tölvutæku formi frá Bændasamtök- unum jafnóðum og kynbótadómum lýkur. Fannar sagði að erfitt væri að átta sig á hvort áhugi á Landsmótinu væri mikill eða lítill og hversu margir mundu sækja mótið. Hins vegar sé ijóst að áhugi keppenda og sýnenda er gífurlega mikill. Það sýni sig á úr- tökumótum sem haldin eru víða um land þessa dagana og ekki síður á kynbótasýningunum, en annar eins fjöldi af kynbótahrossum hefur aldrei verið sýndur. „Mikilvægast er að þeir sem að mótinu standa geri sitt besta til að gera mótið áhugavert og standi vel að framkvæmdum. En það getur enginn spáð um aðsókn. Allt getur haft áhrif, til dæmis veðrátta. En allt stefnir í að þetta geti orðið glæsilegt mót.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.