Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 78

Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 78
* 78 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska Hvar er matardiskurinn þinn? Ég sé Mig hefur alltaf langað til að gera þetta! hann ekki.. $ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni I 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Enn er höggvið í sama knérunn Frá Karli Gústaf Ásgrímssyni: MIÐVIKUDAGINN 24. maí sl. var fjármálaráðherra að svara hlustend- um sem hringdu inn í þættinum „I bítið“ á Stöð tvö. Þar var hann meðal annars spurður um elli- lífeyri og aðrar bætur almanna- trygginga og svaraði hann því til að stefnt væri að því að þær Kari Gústaf fylgdu launaþró- Ásgrímsson uninni. Vonandi stend- ur ráðherrann við þetta. 10. mars sl. gaf ríkisstjómin út yf- irlýsingu í tengslum við kjarasamn- inga á árinu 2000. Orðrétt segir þar í þriðju grein: Ríkisstjórnin mun tryggja að greiðslur almannatrygg- inga hækki í takt við umsamdar al- mennar launahækkanir á samnings- tlmabilinu. Hækkunin á árinu 2000 verður þó nokkru meiri. Samningar voru gerðir á almenna vinnumarkað- inum í mars og apríl á þessu ári og hófst þá nýtt samningstímabil og var samið til rúmlega þriggja ára. Samið var um mismunandi prósentuhækk- anir á samningstímabilinu, eða frá um það bil 12% hjá hæstu launa- flokkum en allt að 30% hjá lægstu launaflokkunum. Hvemig var fram- kvæmdin á bótum almannatrygg- inga 1. apríl sl.? Þegar almennir launþegar fengu 3,9% til 8,9% hækk- un fengum við 0,9% því ráðherrar segja að hækkun sem við vorum búin að fá 1. jan. sl. skuli teljast hækkun á samningstímbilinu þó svo að samn- ingstímabilið hefjist ekki fyrr en í mars. Samkv. samningi Flóabandalags fá þeir hæst launuðu um 12,15% hækkun en meðaltals hækkun verð- ur um 16,4% á samningstímabilinu eða á næstu þrem árum en bætur al- mannatrygginga eiga að hækka um 9,15% á sama tíma en um 12,65% ef hækkunin 1. jan. er talin með. Á þessu sést að við eigum ekki að fá hækkanir í takt við launaþróun því við eigum að fá 3,75% minna en með- altalshækkun verður hjá Flóabanda- laginu ef við teljum hækkun 1. jan. með, en 7,25% minna ef miðað er við tímabilið frá því að samningar eru gerðir. Eins og ég sagði í grein í Morgun- blaðinu 16. maí var grunnlífeyrir og tekjutrygging sem hlutfall af dag- vinnulaunum verkamanna á höfuð- borgarsvæðinu árið 1991 51,7% en árið 1999 var þetta hlutfall 43,9%. Samkv. yfirlýsingu ríkistjórnarinnar frá 10. mars verður þetta hlutfall í lok samningstímabils 2003 aðeins 42,4% og er því enn höggvið í sama knérunn. Enn þurfum við taka á okkur álögur frá samdráttarárunum kringum 1990. Hvenær kemur góð- ærið til okkar, góðærið sem forsætis- ráðherra og ríksstjórnin hafa verið að segja okkur frá? Síðar kom fjármálaráðherra fram í fréttatíma hjá Stöð tvö og talaði um miklar og auknar tekjur ríkissjóðs á árinu og virtist í vandræðum með hvað ætti að gera við þær og nefndi þó nokkur dæmi um hvað gera mætti. Ekki heyrðist orð um að það mætti nota þessa peninga til að létta álögum af eldri borgurum eða hækka ellilífeyri þeirra. Enn skulum við bíða. Enn var höggvið. Nýr skattur var lagður á eldri borgara á síðasta ári þegar ákveðið var að ellilífeyrisþeg- ar, sem verða að endurnýja ökuskír- teini sín á eins til þriggja ára fresti, verða að greiða fullt verð, eða tvö þúsund krónur fyrir hverja endur- nýjun, auk kostnaðar við læknisvott- orð. Þarna var um nýja skattlagn- ingu að ræða því áður þurfti eftirlaunaþegi ekki greiða fyrir end- unýjun, aðeins fyrir læknisvottorðið, því er það sanngirnismál að fram- lenging ökuréttinda sé án annars kostnaðar en læknisvottorðs. Venju- legur borgari fær ökuréttindi um tvítugt, hefur þau réttindi þar til er hann verður sjötugur eða í fímmtíu ár án þess að kosta nokkru til en um leið og hann verður eftirlaunaþegi verður að borga þó nokkra upphæð til að halda þessum réttindum þó svo hann sé búinn að sanna með læknis- vottorði að hann sé fær um að halda þeim. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, formaður Félags eldri borgara í Kópavogi. Siðlaust Hildur Sveinsdóttir skrifar: ÉG fór ásamt þúsundum íslendinga á Elton John-tónleikana 1. júní síð- astliðinn og borgaði 5.600 krónur fyrir miðann. Mér fannst það mikill peningur og var lengi að hugsa mig um hvort ég hefði efni á þessu og velti hverri krónu í lófa mér áður en ákvörðun var tekin. Tónleikarnir stóðu undir vænt- ingum og ég skemmti mér mjög vel. En er ég frétti daginn eftir að marg- ir hefðu farið inn á tónleikasvæðið og borguðu ekki krónu fyrir var mér allri lokið. Nú er ég svekkt og reið yfir að hafa verið plötuð uppúr skónum. Ég mun ekki hafa eins góð- ar minningar frá þessum degi eins og ég hefði annars haft. Hefði ekki verið manneskjulegra að selja miðana á lægra verði og hleypa þá engum frítt inn á svæðið? Ég veit um fullt af fólki sem hefði farið á tónleikana ef það hefði kost- að minna! Það er alveg á hreinu að ég læt ekki plata mig svona aftur. Ekki reikna með mínum seðlum næst! Ég skora á óánægða tónleikagesti að láta í sér heyra. Eigum við ekki að heimta endurgreiðslu? HILDUR SVEINSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 23, 105 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.