Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 80
~30 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Kryddaður hátíðarlax Matur og matgerð Eins og fyrirsögnin gefur til kynna, segir Kristín Gestsdóttir, er þetta enginn hversdagsréttur enda kryddaður með mörgum tegundum. > 4 EITT aðalkryddið er ferskur engifer, sem fæst nú alltaf. Hann er mun mildari og ljúffengari en það engiferduft sem allir þekkja og er notað í kökur og kex. Engi- fer er ekki bara krydd í mínum huga heldur besta sælgæti sem ég get hugsað mér. í enskum ljúf- metisbúðum er hægt að kaupa súkkulaðihúðaðan engifer namm, namm, það er það besta sem ég veit. Ég hefi prófað að borða sykraðan engifer og stinga súkkulaðimola upp í mig um leið, en það er ekki hið sama. Fyrir all- mörgum árum þegar Silli og Valdi voru með matvöruverslun í Aðal- stræti, seldu þeir stundum öskjur með súkkulaðihúðuðum engifer, þá komst ég á bragðið. Þótt engifer sé upprunninn í rökustu hitabeltisfrumskógum Suðaustur-Asíu er nú algengt að rækta hann í görðum í hitabeltinu, en hann þarf skugga og hitabeltis- loftslag. Hann var notaður í Indl- andi og Kína til forna, en þurrkað- ur engifer var fluttur til Mið-Austurlanda og Suður- Evrópu fyrir tíma Rómaveldis og var álitið að hann kæmi frá araba- löndum. Evrópubúar nota engi- ferduft mikið í kex og kökur eins og við íslendingar, en hin síðari ár þegar ferskur engifer fæst alltaf, er fólk farið að krydda sósur og kjötrétti með engiferi og fer vel á að krydda hinn feita eldislax með engiferi eins og hér er gert. En fleira en ferskur engifer er í rétt- inum t.d. ferskur hvítlaukur, heil- ar kardimommur og kúmenkorn. Engiferrótina reif ég á rifjámi, marði hvítlauksgeirana í pressu, kardomommukornin og kúmen- kornin steytti ég í morteli. Þessar græjur eru þó ekki til á öllum heimilum þó víðast sé til rifjárn. Hvítlauksgeirana má setja á bretti, leggja breitt hnífsblað yfir og slá síðan þétt á með hnúanum. Kardimommu- og kúmenkornin má setja í stykki og slá nokkrum sinnum á með hamri. Stundum er hægt að fá malað kúmen og kardimommuduft en notið ekki dropa. Chili-duftið sem ég notaði er blanda af kryddi með chilipip- ar, rauðum og svörtum pipar, kúmeni, oregano og hvítlauk, þetta er ekki sterk blanda, en rugiið henni ekki saman við chili- pipar, sem er logandi sterkur. Best er að geyma ferska engifer- rót í frysti, en hana má rífa niður frosna. Kryddaður lax í fógúrtsósu 1 Vi kg laxaflak _________2 -3 tsk, salt______ ________1 Vi tsk. kúmen______ 3 tsk. chili-duft (powder) 1 tsk. nýmalaður svartur pipar ________'/2 dl matarolíg_____ u.þ.b 3 sm biti fersk engiferrót 3 stórir hvíHauksgeirar _______1 dós hrein jógúrt____ __________V2 peli rjómi______ 10 heilar kardimommur eða 1 tsk. _______duft (ekki dropar)____ fersk korianderlauf eða steinselja Roðdragið flakið, strjúkið fingrinum niður eftir miðju flaks- ins og fjarlægið bein. Skerið í bita. Stráið salti jafnt á flakið. Blandið saman kúmeni, chili-dufti og svörtum pipar og stráið jafnt yfir. 3. Afhýðið engiferrótina og ríf- ið, afhýðið hvítlaukinn og merjið. Setjið olíu á pönnu og sjóðið engi- ferrót og hvítlauk við vægan hita í henni í 3 mínútur. 4. Hafið meðalhita og sjóðið fiskinn í kryddaðri feitinni við meðalhita 4-5 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og haldið heitum á fati. 5. Steytið kardimommurnar. Blandið saman jógúrt og rjóma, setjið kardimommur út í og hitið vel í gegn. Hellið yfir fiskinn á fat- inu. Klippið koriander eða stein- selju yfir og berið fram. Meðlæti: Snittubrauð eða ann- að brauð. Fréttir á Netinu v-i> mbl.is AL.LTAf= E/TTHVAG NÝT~i viivAkwm Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hatur á dýrum VEGNA skrifa í Velvak- anda þriðjudaginn 6. júní sl. um kattahald í Reykja- vík langar mig að tjá mig um málið. Það er alveg furðulegt hversu margt gamalt fólk þarf að amast við þessum litlu, sætu, mannelsku dýrum. Kannski er það bara ellin sem veldur þessu. Það er hægt að setja hálsól með bjöllu um háls kattanna svo þeir veiði ekki fugla, enda hafa saddir heimilis- kettir bara engan áhuga á slíkum veiðum. Eldri borgari talar líka um of- næmi fyrir köttum og að margir þoli þá ekki. Ég hugsa að það sé frekar að fólk þoli ekki ketti, frekar en að það sé með ofnæmi, þó að kattarofnæmi sé vissulega til. Þessi eldri borgari vill trúa því að Ingibjörg Sólrún borgar- stjóri sé manna líklegust til þess að standa fyrir reglugerð, en Palli er nú bara ekki einn í heiminum. Við erum líka mörg sem viljum, engu að síður en eldri borgari, sjá betri borg og leyfa dýrunum að vera í friði. Börn hafa gott af því að kynnast dýrunum og veit ég ekkert yndis- legra en að sjá börn og litlu sætu kisurnar að leika sér saman. Borgin verður bara mannlegri og ég veit ekki betur en að Ingibjörg Sólrún eigi kött og muni skilja dýravini. Sigrún. Tónleikahald með stórstjörnum MÉR finnst frábært að tónleikahaldarar hafi tekið svo stóra áhættu, til þess að koma svo stórum nöfn- um eins og David Bowié, Sting og Elton John til litla Islands. Ég veit, að ef það verður framhald á svoleiðis tónleikum er það víst að tónleikahaldarar hafa lært af reynslu sinni. Ég held að eini árangurinn sem hefur orðið er að það verða ekki haldnir fleiri svona tónleikar með svona stórstjörnum. Persónu- lega vil ég þakka þeim fyr- ir frábæra tónleika. Helga. Þroskaheftir eða fatlaðir KONA hafði samband við Velvakanda og vildi benda á það að það eru þroska- heftir sem stendur til að fari til Hríseyjar en ekki fatlaðir. Það er Þroska- hjálp sem stendur að þroskaheftum en Sjálfs- björg er landssamtök lam- aðra og fatlaðra. Af hverju er alltaf talað um að fatlaðir fari til Hríseyjar? Henni finnst aðstandendur Þroskahjálpar vera að af- neita sínu fólki með því að tala um fatlaða í stað þroskahefta. Ómenning í umferðinni HVAR er lögreglan þegar bflar leggja uppi á gang- stéttum, gönguljósin eru alltof stutt svo að maður kemst ekki yfir og það ligg- ur við að það sé keyrt á mann? Rútur fullar af fólki uppi á gangstétt fyrir fram- an Þjóðleikhúsið og treðst svo út þegar hurðin opnast. Það er hrikaleg ómenning í umferðinni okkar. Það þyrfti til dæmis að bæta við löggæsluna í borginni og lengja gangbrautarljósin fyrir gangandi vegfarend- ur. Það er mikill hávaði af mótorhjólum og yfir sum gatnamótin er nánast ekki hægt að komast. Göngugarpur. Keflavík eða Ásabær VALDIMAR hafði sam- band við Velvakanda og vildi hann koma því á fram- færi að Keflavíkurbær hefði í raun átt að heita Asabær og vísar til þess að orðið kefli þýði ás. T.d. tilheyri Njarðvík Ásum nyrðri. Seg- ir hann að nafnið Reykja- nesbær sé ágætt en hitt sé upprunalega nafnið. Tapað/fundid Jakki gleymdist á portsölu MAÐUR kom í portsölu að Bergstaðastræti 36 og gleymdi jakkanum sínum þar. Hann getur komið og vitjað hans þar. Morgunblaðið/Ásdís Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins lætur stund- um fara í taugarnar á sér það sem honum finnst vera slæleg þjón- usta í svonefndum þjónustufyrir- tækjum á íslandi, til dæmis i stór- verslunum á borð við Hagkaup. Þangað lá nýlega leið Víkverja í þeim erindagjörðum að fá flík skipt í ann- að númer. Taldi Víkverji þetta mundu verða einfalt mál og vék sér með erindi sitt að afgreiðslufólki í fatadeild Hagkaups í Kringlunni og spurði hvort hann mætti ekki skipta og fá samskonar vöru en bara í öðru númeri. Nei, það var ekki hægt. Fyrst þyrfti Víkverji að fara í aðra deild, sem afgreiðslufólkið sagði vera „þarna hinum megin“, og svo var bent eitthvað út í loftið. Þar ætti Víkverji að fá innleggsnótu og koma svo aftur og fá aðra vöru. Víkverji skildi ekki - kannski í barnaskap sín- um, enda ekki vel að sér í verslun - hvers vegna þetta þyrfti að vera svona flókið. Spurði aftur hvort hann mætti ekki bara skipta án þessara málalenginga. „Nei, þú verður að fara og fá innleggsnótu,“ sagði af- greiðslufólkið með mikilli áherslu á „verður“ og var ekki laust við valds- mannstón. Víkverji fékk á tilfinning- una að hann hefði gert eitthvað al- deilis fráleitt með því að láta sér detta í hug að skipta vörunni, enda var engu líkara en starfsfólkið væri með ráðum og dáð að verja fyrirtæk- ið gegn lævíslegri tilraun viðskipta- vinar til að klekkja á Hagkaupi. ANNAÐ fyrirtæki, sem á íslensk- an mælikvarða er stórfyrirtæki og hefur oft valdið Víkverja pirringi, er Flugleiðir. Víkverji er meðlimur í Vildarklúbbi Flugleiða og safnar þar punktum sem hann vonar að muni einn daginn veita honum ókeypis flugferð. En þótt Víkverji hafi ferð- ast oft milli landa með Flugleiðum undanfarin tvö ár hefur honum ekki enn tekist að safna fleiri punktum en svo, að hann fengi eina flugferð (aðra leiðina) innanlands. Ástæðan er eflaust sú, að Víkverji er ekki sterkefnaður og ferðast alltaf á ódýrasta fargjaldi og fær fáa punkta fyrir. Ennfremur virðist sem þessi nánasarháttur Víkverja í flugmiða- kaupum komi niður á þjónustu Vild- arklúbbsins við hann. Fyrir nokkru varð Víkverja ljóst að hann hafði gleymt aðgangsorðum sínum að punktastöðunni á vefsíðu klúbbsins og bað klúbbinn um aðstoð við að rifja upp þessi orð. Af einhverjum ástæðum liðu margir dagar áður en Vildarklúbburinn sá sér fært að verða við aðstoðarbeiðni viðskipta- vinar síns, þótt málið væri ekki flóknara en svo að það var leyst með einu tölvuskeyti. Reyndar hafa sam- skipti Víkveija við téðan Vildar- klúbb öll verið hin stirðustu, og Vík- verji fengið á tilfinninguna að það sé erfitt að fá þessa fáu punkta sem hann vinnur sér inn með nánasar- hætti sínum. Viðmót starfsfólks hjá Vildarklúbbnum hefur verið ekki ósvipað viðmótinu sem Víkverji mætti í Hagkaupi; það er, eins og starfsfólkið líti á viðskiptavininn sem varhugaverðan bragðaref sem vernda þurfi fyrirtækið fyrir. Vík- verji hefur átt þess kost að versla í stórmörkuðum í Norður-Ameríku og þar er jafnan komið fram við við- skiptavininn af þjónustuvilja og al- mennilegheitum. Ekkert mál að skipta á vöru, jafnvel bara skila henni og fá endurgreitt án þess að þurfa að fara í hinn endann á búðinni og ekkert humm og ha. Kannski er Víkverji bara búinn að vera of mikið í útlöndum og búinn að gleyma því hvernig ósköp venjulegur íslenskur ruddaskapur lýsir sér, og bara við- kvæmni í Víkveija að taka þessu sem ókurteisi. En hann telur sig samt vita nákvæmlega hvað það er sem útlendingar eiga við þegar þeir í könnunum gefa lága einkunn fyrir „þjónustu" í íslenskum þjónustufyr- irtækjum. XXX SVO vill Víkverji eindregið hvetja Ríkissjónvarpið til að setja þættina um Frasier aftur á dagskrá sem fyrst. Jafnvel þótt það yrðu endursýningar á gömlum þáttum. Frasier, og margir viðlíka banda- rískir gamanþættir, eru slíkt af- burða afþreyingarefni, að jafnvel í endursýningu eru þeir betri en það sem yfirleitt er boðið upp á í Sjón- varpinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.