Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 82

Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 82
82 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiliti kt. 20.00 KOMDU NÆR — Patrick Marber. I kvöld fös. 9/6 síðasta sýning. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 18/6 kl. 14 nokkur sæti laus. Síðasta sýning leikársins. LANDKRABBINN — Ragnar Arnalds. Mið. 14/6 síðasta sýning. DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT eftir William Shakespeare. Fim. 15/6 nokkur sæti laus. Síðustu sýningar leikársins. ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuei Schmitt. Aukasýning fös. 16/6. Allra síðasta sýning. Litta sóitiiti kl. 20.30; HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. Aukasýningar fös. 9/6 uppselt, mið. 14/6 og fös. 16/6. Allra síðasta sýning. Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. thorev@theatre.is — www.ieikhusid.is IÐNAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR í SVAL-ííORGaX Erlr. J. iOF DABAKKA 9. 112 REYKJAVIK SIMI 58'/' 8/50 FAX 58/ 8/51 LADDl 2009 Siðasta sýning fyrii sumarfri. Föstudaginn 9. iúní kl. 20 Pöntunarsimi: 551-1384 IEIKFÉLAG ÍSLANDS 'thMWU 55z 3000 Sjeikspír eins og hann leggur sig fim 15/6 kl. 20 laus sæti lau. 24/6 kl. 20 fös. 30/6 kl. 20 Panódíl fyrir tvo fös 16/6 kl. 20.30 laus sæti Síðustu sýningar í sumar 530 3O3O Stjörnur á morgunhimni sun 18/6 kl. 20 laus sæti fim 22/6 kl. 20 laus sæti Síðustu sýningar í sumar Hádegisleikhús: LEIKIR fös 16/6 kl. 12 Síðasta sýning Miðasalan er opin frá kl. 12—18 alla virka <tega, kl. 14-18 laugardaga og fram að sýningu sýningar- daga. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Nœturqadnn simi 587 6080 Dúndrandi dansleikur með hljómsveitinni Sín. Enginn aðgangseyrir til kl. 23.30. ■ ^kemmtistaðurinn Bohem Opið alla daga vikunnar frá kl. 20. BOHElN Grensásveg 7 • Símor: 5S3 3311 / 896 3662 Erótískur skemmtistaður Nú einnig opið á mánudagskvöldum. Enginn aðgangseyrir. FÓLK í FRÉTTUM Garðsláttuvél eða rafmagnsgítar? Trans Am You can always get what you want Thrill Jockey ERU dagar rafmagnsgítarsins taldir? Hljómsveitin Trans Am segir að gítarmagnararnir yrðu það fyrsta til að fjúka ef þeir félag- arnir legðust í tiltekt í hljóðveri sínu, The Bridge, í Washington DC. Þegar þeir Sebastian trommari og Philip og Nathan gítar- og bassaleikarar voru ungir mennta- skóladrengir í kringum árið 19921éku þeir einfalt fyllibytturokk í anda Boston og Yes. Reyndar er sjaldnast talað um þá án þess að minnast á Tortoise og aðrar hetjur síðrokksins og ekki að ósekju því John McEntire Tortoisegæi fram- leiddi þeirra fyrstu plötu. Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og margir strengir slitnað. I kring- um 1997 upplifðu Trans Am nefni- lega svokallaða sköpunarstíflu og gátu bókstaflega ekki stunið upp hálfu lagi. Það varð þeim til happs að lítill frændi hafði skilið forláta Casio leikfangahljómborð eftir í hljóðveri þeirra einn sunnudaginn. Aður en Trans Am menn vissu af sér höfðu ein tíu lög orðið til með hjálp litla undursins. Þetta varð til þess að opna hugi þeirra fyrir ást- kærri rafrænunni og í kjölfarið fylgdu ótal ódýrir en hressandi hljóðgervlar, trommuheilar og auð- vitað fleiri meðlimir Mini-Casio fjölskyldunnar. Gítararnir hafa þó ekki hímt með hangandi háls í skammarkróknum frá því hljóm- sveitin frelsaðist og fá enn heilmik- ið að þruma með rafrænunni eins og glöggt heyrist á nýjustu plötu þeiiTa, You Can Always Get What You Want. í fylgd rafhljóðanna leikur slagverk Sebastian Thomp- son einnig stórt hlutverk. Slag- veisluna skipa jafnt hefðbundnar trommur sem rafrænar, trommu- heilar storma með og innbyggðir taktar litlu Casio dverganna eru enn óþrjótandi uppspretta inn- blásturs. „Við erum bara gítarhljómsveit að fiflast með önnur hljóðfæri." -Philip Manley. Trans Am koma víða við á til- finningaskalanum á nýju plötunni sinni, enda við því að búast á safni smáskífa eins og þessu sem á að vera þverskurður þess besta sem komið hefur frá bandinu frá upp- hafi. Sama hvað á dynur eru Trans Am þó ávallt svalir. Kannski einum of svalir í fyrri hluta plötunnar. Laglínunum og nálægð laganna við hjörtu þeirra sem sköpuðu hana er svolítið ábótavant í sumum lögum eins og til dæmis Illegal Ass. Þó það sé smart þá vantar taugarnar í það. Níunda lag plötunnar, Security Breach, er óvæntur glaðningur. Það byrjar á mínímalískri taktlúpu sem þróast út í fallega hátíðnileiki með viðkomu í Kraftwerk-legum töktum og gott ef mér þótti ég ekki heyra í garðsláttuvél þegar best lét. Eða var það rafmagnsgít- ar? Þetta lag er einmitt hljóðritað eftir að hin sögufræga sköpunar- stífla Trans Am brast árið 1997. Ekki er sagan öll eftir Kraft- werkþreifingarnar og slátturokkið um miðbik plötunnar, því enn eru eftir engilblíðar orgelstemmningar (Monica’s Story), stálslegið rafþungarokk (Am Rhein) og víða má greina áhrif frá böndum eins og Add N to X (Night Dancing) og Can - án spunapælinganna. Það hefur verið sagt þúsund sinnum um hinar og þessar plötur að á þeim sé eitthvað sem allir ættu að geta fundið sig í. I hreinskilni sagt er You Can Al- ways Get What You Want þannig plata vegna þess hversu víða Trans Am leita fanga. Platan er sömu- leiðis ágætisyfirlit yfir feril þeirra félaga og gefur tilefni til vona og væntinga eftir næstu breiðskífu sem á að koma út undir lok ársins. Kristín Björk Kristjánsdótir Kölkuð Klamedía X Ur hljóðverinu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hljómsveitin Kalk dvelur í hljóðveri þessa dagana og hyggst gefa út plötu í haust. MEÐLIMIR hljómsveitarinnar Kalk fá ekki lengur furðulegar augngotur og hneyklissvip er þeir kynna sig. Ekki það að þau séu eitthvað furðulega útlítandi, þvert á móti er þetta huggulegasta fólk en sú var eitt sinn tíðin að þegar Þráinn, Áslaug, Bragi, Ölli, Jón Geir eða Snorri sögðu forvitnum viðmælendum hvað hljómsveit þeirra héti máttu þau búast við at- hugasemdum. Þau voru nefnilega áður í hljómsveitinni Klamedíu X en sveitin sú hefur nú skipt um nafn, heitir Kalk og gefur út plötu með haustinu undir því nafni. Að semja og velja Fyrir ári síðan gaf Kalk (þá Klamedía X) út sína fyrstu breið- skífu. Sú hét Pilsner fyrir kónginn og rann hún ljúflega ofan í margan tónlistarunnandann. En skyldi tónlistin hafa breyst með nafninu? Þeir meðlimir hljómsveitarinnar sem sitja fyrir svörum blaðamanns eru Þráinn, Bragi og Áslaug og hugsa þau sig vandlega um áður en þau svara. „Þetta er kannski eitthvað minna rokkað,“ segir Þrá- inn en Áslaug er því ekki alveg sammála. „Við erum að semja al- veg ógrynni af efni þessa dagana sem við ætlum síðan að velja úr,“ segir Bragi. „Við setjum okkur enga fast skorðaða stefnu í tónlist- inni. Við ætlum t..d ekki að spila BARA á túbu á þessari plötu.“ „En það má búast við að hún verði heildstæðari en síðasta plata,“ útskýrir Áslaug. „Við ætlum að hafa fá lög á þess- ari plötu,“ segir Þráinn, „svona um níu.“ Bragi bætir við: „Já, bara svona tuttugu mínútna plata og lít- il saga á eftir," segir hann í gríni. „Svo er í vinnslu stærra verkefni í kringum þessa plötu, sem við megum ekki tala um,“ segir Ás- laug og gjóar dularfullum augum á Þráinn og Braga sem bætir við: „Það er bara af því að við vitum ekkert um það sjálf. Ja, eða það er allt á huldu." Finnska rokksveitin Klamedía Blaðamaður er nú farinn að iða í skinninu að fá svar við þeirri spurningu sem helst brennur á honum: Af hverju voruð þið að skipta um nafn? „Vegna þrýstings frá eldri borg- urum,“ segir Bragi og hlær. „Nei, nei. Það er hægt að horfa á það þannig að við séum ekki lengur 17 ára pönkarar sem vilja fá athygli," segir Þráinn. En Áslaug blæs á þessar út- skýringar og minnir piltana á finnsku rokksveitina sem heitir einmitt Klamedía (reyndar stafsett eitthvað öðruvísi). „Okkur var gef- inn þrefaldur safndiskur með þess- ari finnsku rokksveit sem hefur verið starfandi mun lengur en við,“ útskýrir Bragi. „Þannig að við létum undan Finnunum.“ Plötunnar með Kalk má vænta með haustinu og stendur Þráinn fastar á því en fótunum að út- gáfudagurinn eigi að vera 22. sept- ember. Áslaug og Bragi hvá. „Af því að þann dag eru allar góðar plötu gefnar út,“ svarar hann al- varlegur. „Eins og Metallica og Kiss,“ bætir hann glottandi við í flýti. En tónlistaráhugamenn þurfa þó ekki að bíða til haustsins með að heyra eitthvað frá hinni fersku Kalk, eitt lag verður gefið út í sumar. „Við gefum út lag sem er um sjónvarpið, þegar ekkert sjón- varp var á fimmtudögum," segir Bragi og bætir við að þetta sé nokkurs konar popplag. Er Kalk þá engin rokkhljómsveit? „Við drekkum hreinan spíra og erum enn algjörir rokkarar," segir Þráinn í gríni. „En í alvöru talað, þá eru nokkur popplög en þetta er rokk, íslenskt rokk.“ Kalk mun spila í tjaldinu á laug- ardeginum á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík og má vænta þess að nýtt og ferskt efni verði flutt í bland við eldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.