Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 86

Morgunblaðið - 09.06.2000, Side 86
86 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 'Taktv />att í Ungt fólk frá Norðurlöndunum á aldrinum 14-24 ára skemmtir sér í Reykjavik og nágrenni dagana 21 .-28. júni. Síraniibisk íNauthólsvík ratleikur í Öskjuhlíð Ferð um Suðurland - Ka nival á Selfossi Stóf'tóljteíífðl' í Laugardalshöll - Botnleðja, Maus, xxxRottweilerhundar og DJ Steinar þískóiek á Broadway JÓnstnesSUHaUþ - Miðnætursund Keþþni ífatahönnun Enn er pláss fyrir (slenska þátttakendur. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Menningar og æsku (UMFÍ), Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, s. 568 2929 eða á heimasiðu http://www.umfi.is/kultur. FÓLK í FRÉTTUM Fótboltaleikur mbl.is Morgunblaðið/Golii Jóhann Friðleifsson, markaðsstjdri Sfmans-GSM, afhendir Jóni Jónssyni verðlaunin. Beint í mark ÍÞRÓTTIR eru líf og yndi ótal- margra, fólks af báðum kynjum og öllum aldurshópum. Fótboltinn er einmitt ein sú íþróttagrein sem á sér hvað sterkastan aðdáendahóp. Menn fylgjast æsispenntir með hverjum einasta leik og þegar hvað mest gengur á gleyma þeir stund og stað, öskra á dómarann, hvetja sína menn óspart til dáða og senda andstæðing- unum kaldar kveðjur, rétt eins og væru þeir sjálfir inni á vellinum. Svona fimasterkur áhugi og þekking getur komið sér vel eins og Jón Jónsson komst að þegar hann skaut á öll rétt úrslit í þriðju deild Landssímadeildarinnar í fótboltaleik mbl.is Skjóttu á úrslitin. Mikil þátt- taka var í leiknum en Jón var eini þátttakandinn sem náði fullu húsi. Jóhann Friðleifsson, markað- sstjóri Símans-GSM, afhenti sigur- vegaranum Sagen mc 950 GSM-síma að launum auk opins gjafabréfs á leik í Landssímadeildinni. Það má því búast við að sjá Jón hæstánægð- an á vellinum í sumar. Öllum vinningshöfum í leiknum hefur verið sendur tölvupóstur og er þeim óskað innilega til hamingju. Stál- sleginn vinur HOLDAFAR leikarans geð- þekka Matthew Perry, sem leikur Chandler í Vinum, hef- ur verið endalaust á milli tannanna á fólki. Hann þykir ýmist skelfdega magur eða allt of feitur. Nú nýverið hor- aðist Perry hratt niður og var lagður inn á sjúkrahús. Ottast var að um stórkostlega lifrar- bilun væri að ræða, en vinur- inn segir þessar fréttir stór- lega ýktar, honum líði alveg hreint ljómandi vel. Reuters Eins og nýsleginn túskildingur. Dagana 10. -17. júní 2000 verður haldið Varmárþing í Mosfellsbæ. Varmárþing er menningarhátíð á vegum menningarmálanefndar Mosfellsbæjar og haldin í tengslum við M-2000. Listamenn búsettir í Mosfellsbæ munu standa fyrir sýningum og ýmsum viðburðum. Eitthvað verður á boðstólnum fyrir alla aldurshópa. Á dagskrá verða myndlistarsýningar í vinnustofum myndlistarmanna í Álafosskvos, tónleikar þar sem fram koma ungir hljóðfæraleikarar og söngvarar úr Mosfellsbæ og nágrenni, Laxnessdagskrá, kvikmyndasýning, kórar syngja, tónlistarfólk frá Þýskalandi, stórtónleikar í nýja íþróttahúsinu með hljómsveitum úr Mosfellsbæ. Útivist skipar veglegan sess á Varmárþingi. Gönguferðir með leiðsögn, útivistardagur fjölskyldunnar, þar sem kynnt verður nýtt útivistarsvæði við Ullarnesbrekkur, íþróttakappleikur og Álafosshlaupið, að ógleymdum veitingum sem hægt verður að njóta á meðan á hátíðinni stendur, í Hlégarði, hjá Ásláki og á Álafoss-föt bezt. Fjölmennum á Varmárþing 2000. & I Miðaverði verður stillt í hóf og aðgangur er ókeypis á fjölmarga viðburði. Laugardagur 10. júní ÁLAFOSSKVOS 14:00 Setning Varmárþings (Álafoss-föt bezt. Karlakórinn Stefnir syngur. Leikfélag Mosfellssveitar flytur sveitaannál. ÁLAFOSSKVOS 15:30 Myndlistarmenn sýna I vinnustofum sínum og á Álafoss-föt bezt. 16:30 Egill Ólafsson og Jónas Þórir skemmta gestum í gömlu sundlauginni. fpRÓTTAHÚS 09:00-17.00 islandsmót í smábílaakstri Sunnudagur 11. júnf (Hvltasunnudagur) ÚTIVIST 11:00 Varmárganga. Gönguferö upp með Varmá. BÆJARLEIKHÚS 18:00 Þýskur tónlistarhópur Musikverein abtsgemtind leikur. ÁSLÁKUR 21:00 Lifandi tónlist: Irskt kvöld. The GAELIC leika. Mánudagur 12. júní (annar í hvítasunnu) ULLARNESBREKKUR (satnast saman vlö fþróttamlöstöóina) 15:00 Útivist fyrir alla fjölskylduna I Ullarnesbrekkum. Leikir fyrir æskuna, ratleikur, grill, kappleikur o.fl. Skólahljómsveitin leikur. Skátarnir reisa leiktæki. 16-18 ÁLAFOSSKVOS Tónleikar I gömlu sundlauginni. 17:00 UMF Afturelding - HK. 4. fl. karla I knattspymu á Varmárvelli. 19:00 ÁLAFOSSHLAUPIÐ VARMÁRSKÓLI 21:00 Tónleikar I Varmárskóla. Kristjana Helgadóttir, Viktoria Tzarevskaya og Iwona Jagla leika ýmis verk. Þriðjudagur 13. júní BÓKASAFNIÐ 15:30 Ljósmyndasýning I bókasafni opnar. (17. júní hátlðahöld fyrr á árum) HLÉGARÐUR 20:30 Laxnessdagskrá. Skáldiö og heimahagarnir. Miðvikudagur 14. júní VARMÁRSKÓLI 20:00 Diddú kynnir unga söngvara úr Mosfellsbæ. Fimmtudagur 15. júni Iþróttahúsið 20:00 Rokktónleikar I Iþróttamiöstööinni aö Varmá. Ungar hljómsveitir úr Mosó: Mannamúll, Spildog, Moussaief, Vígspá ofl. Föstudagur 16. júní HLÉGARÐUR 17,00 Kvikmyndasýning I Hlégarði. Kvikmyndal. Umbi sýnir. „Ungfrúin góöa og húsiö" Laugardagur 17. júní SKRUÐGANGA OG GÖTULEIKHÚS 14.00 Skrúöganga frá Nóatúni og aö iþróttahúsi. Götuleikhús. Leiktæki. Go-kart braut o.fl. fÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN AÐ VARMÁ. 15:00 Hátlöardagskrá innandyra: Skólahljómsveit leikur. Hátíðarræöa forseta bæjarstjórnar. Ávarp fjallkonunnar. Skólakór syngur. Menningarverölaun afhent. Karókl- hópur úr Bólinu syngur. Pétur pókus kemur I heimsókn. Leikfélagiö flytur atriöi úr Strlö f friöi. Coke-kassaklifur björgunararsveitarinnar. Llnudans. Keppni I smábllaakstri á Varmárvelli. Kynnar á 17. júnl verða: Ingrid Jónsdóttir og Agnar Jón Egilsson leikarar. Dagskrárlok um kl. 17.00. BRÚARLAND 16:00 Ragnar Lár opnar myndlistarsýningu. Opið til kl. 21.00. Einnig opiö sunnudaginn 18. júnl Irá kl. 14 - 21. UM KVÓLDIÐ Þjóöhátlðarstemning á veitingastöðunum Ásláki og Álafoss föt best.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.