Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 92

Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 92
Reiknaðu með framtíðinni Sameinaða Ifftryggingarfélagiö hf. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ&MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/RAX Geysir sýndi mátt sinn og megin KRÖFTUGT gos hófst í Geysi á niunda tímanum í gærkvöldi eftir að rúmum fjörutíu kílóum af sápu var hent í hverinn um þrjúleytið. Þúsundir manna iögðu leið sína að Geysi til að fylgjast með gosinu, en gosið lét þó bíða eftir sér í rúma fimm tíma og höfðu margir haldið heim á leið þegar Geysir lét loks til sín taka. Gosið í hvernum brást þó ekki þeim sem enn- þá biðu og gufu- og vatnsstrókar teygðu sig tugi metra í loft upp þegar gosið náði hámarki. Lítill sem enginn fyrirvari var að gosinu og brennd- ust nokkrir áhorfenda á fótum þegar sjóðheitt vatnið streymdi skyndilega úr hvernum. ■ Kröftugu/6 Flugmenn og flugvirkj- ar sömdu SAMNINGAR tókust í kjaradeilu Flugfélags íslands og flugmanna hjá félaginu í fyrrinótt og var skrifað und- ir nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærmorgun. Samningar tókust einnig í gær milli flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og samninganefndar ríkisins. Samningur flugmanna og Flugfé- lags Islands tekur til 25 flugmanna og gildir hann til 15. september 2003. Franz Ploder, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, sagði að samningurinn væri svipaður samn- ingum Flóabandalagsins fyrr í vor og samningum flugmanna Flugleiða. Deilu íslandsflugs og flugmanna félagsins hefur enn ekki verið vísað til ríkissáttasemjara en fulltrúar við- semjenda hittust þó í húsakynnum hans í gær. Loks má nefna að í dag funda hjá ríkissáttasemjara flugfreyj- ur hjá Islandsflugi og fulltrúar flugfé- lagsins. Landsvirkjun kynnir matsáætlun Kárahnúkavirkjunar Viðamesta umhverf- ismat fram til þessa VINNA Landsvirkjunar við mat á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkj- unar hófst formlega í gær þegar fyrir- tækið kynnti tillögu að áætlun um matið. Um er að ræða viðamestu framkvæmd við mat á umhverfis- áhrifum sem ráðist hefur verið í hér á landi, að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar leggja mikla áherslu á að haft verði samráð við stofnanir, hagsmunasam- tök, félög og almenning á meðan matsvinnan stendur yfir og hafa einn- ig fengið alþjóðlegan ráðgjafa að verkinu. Fram kemur í matsáætlun Lands- vii-kjunar að virkjunin og fram- kvæmdir við hana munu hafa víðtæk umhverfisáhrif á stóru landsvæði. Allt að 57 ferkílómetra stórt land- svæði hverfur undir svonefnt Hálslón, sem myndað verður með gerð stíflu við Fremri-Kárahnúk. Fram kemur í matsáætluninni að hluti þessa svæðis sé friðlýstur. Þá er gróflega áætlað að um 20 km2 lands fari undir vatn á öðr- um lónsstæðum. Verulega mun draga úr vatnsmagni í Jökulsá á Dal vegna stíflugerðar en vatnsmagn mun auk- ast í Jökulsá í Fljótsdal/Lagarfljóti. Er fyrirhugað áð dýpka og víkka far- veg Lagarfljóts á nokkrum stöðum utan Egilsstaða til að auka flutnings- getu árinnar án þess að til vatns- borðshækkunar þurfi að koma. ■ Áhersla/46 Nýtt fjárfestingar- félag með 3,5 millj- arða stofnfé Nöfn fjár- festa ekki gefín upp strax STOFNUN fjárfestingarfé- lagsins Gilding var kynnt í gær. Stofnhlutafé félagsins er 50 milljónir evra eða um 3,5 milljarðar íslenskra króna. Ekki er gefið upp hvaða fjár- festar standa að félaginu en nöfn helstu hluthafa verða birt innan nokkurra vikna þegar félagið hefur starfsemi og eignarhald í því verður fullmótað. Starfandi stjórnarformaður Gildingar er Þórður Magn- ússon, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips. Aðrir starfsmenn Gildingar eru Andri Sveins- son, fyrrverandi forstöðumað- ur fyrirtækjaráðgjafar Bún- aðarbankans Verðbréfa, Árni Oddur Þórðarson, aðstoðar- framkvæmdastjóri markaða- & fyrirtækjaráðgjafar Búnað- arbankans Verðbréfa, Bjarni Þórður Bjarnason af verð- bréfasviði Kaupþings og Magnús Magnússon af fyrir- tækjaviðskiptasviði Búnaðar- bankans. Að sögn Þórðar verða starfsmenn félagsins um 8-10 talsins þegar það hefur starf- semi en það verður til húsa að Borgartúni 24. Fjárfest í skráðum og óskráðum félögum Fjárfest verður bæði í skráðum og óskráðum félög- um innan lands sem utan í nánu samstarfi við banka og verðbréfafyrirtæki. Fjárfest- ingarstefna félagsins verður sú að innlendar fjárfestingar nemi 40-60% og svipað hlut- fall verður á fjárfestingum annars staðar í Evrópu. Akvörðun um að stofna félag- ið var tekin fyrir þremur vik- um og er hlutafjársöfnun ólokið. ■ Stofnhlutafé/24 Norsk-islenska sfldin í lögsögu Jan Mayen Nokkrir bátar á land leið með fullfermi NOKKRIR íslenskir sfldarbátar eru á landleið með fullfermi eftir ágæta veiði á litlu svæði í lögsögu Jan Mayen í fyrradag en eftir því sem skipum fjölgaði á miðunum dró úr veiðinni í gær. Óli í Sandgerði AK var átta tíma á miðunum og fékk rúmlega 1.000 tonn í þremur köstum á miðvikudag. „Við fengum frá 250 upp í 600 tonn í kasti,“ segir Marteinn Einarsson skipstjóri sem áætlar að vera á Akranesi í kvöld eftir um 700 mflna siglingu. Að sögn Marteins eru Guð- mundur, Guðmundur Ólafur, Birt- ingur, Oddeyrin og Júpiter einnig á landleið með fullfermi en hann segir að þessi skip hafi verið komin á und- an sér á miðin. „Við vorum þarna um 11—leytið og fórum um 7-leytið um kvöldið." Marteinn segir að torfurnar hafi ekki verið stórar og lítið að sjá en síldin væri þokkaleg. Norðmenn og Færeyingar hefðu verið um 170 mfl- ur í norðaustur frá íslensku skipun- um sem fengu síldina vestar en áður eða um fjórum gráðum vestan við 70. breiddargráðuna. Minna af sfld Viðar Karlsson, skipstjóri á Vík- ingi AK, kom á miðin um klukkan fjögur á miðvikudag og fékk um 900 tonn þann daginn en hafði engu bætt við í gær. „Fyrstu bátarnir fengu smákropp en núna er ekkert um að vera, svæðið lítið og komnir um 20 bátar á smáblett, þannig að þetta er ekki mjög efnilegt." Viðar segir að miklu minna sé að sjá af síld nú en undanfarin ár. Aður hefði alltaf verið hægt að finna nýja bletti en veiðin yrði aldrei mikil þeg- ar allir væru á sama svæðinu. „Það sem er hérna minnkar stöðugt," segir Viðar. Hann gerði ráð fyrir að vera að til fjögur eða fimm í nótt sem leið og þá yrði haldið áleiðis til Akraness, hver svo sem staðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.