Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bilmilll Það nægir ekki lengur til að leysa málin að segja „halló, elskan, þetta er ég“. • Sjónvarpssófinnfæst í mörgum litum. • Sjónvarpssófinnfæst í mörgum útfærslum. • Sjónvarpssófinn er frábærlega vel hannaður. Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung i húsgögnum hin * Sjónvarpssófinn er með innbyggðu skammeli í báðum endasætum. síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi og góða hönnun. Upplifðu vellíðan * Sjónvarpssófinn er með niðurfellantegu og afslöppun á nýjan hátt. baki i miðjunni sem breytist i borð með einu handtaki. • Sjónvarpssófinn er framteiddur í USA. • Sjónvarpssófinn fæst hjá okkur. HÚSGAGNAHÖLUN Raðgreiðslur f altt að 36 mánuði Bíldshöfða, 110 Reykjavik, s.510 8000 www.husgagnahoUin.is Kjaramálaráðstefna kennara Athafnir í stað orða Hjördís Þorgeirsdóttir RÁÐSTEFNA um kjaramál og gildi menntunar, undir yfírskriftinni: Menntun til framtíðar; athafnir í stað orða, verður haldin á morg- un á Grand Hótel í Reykja- vík kl. 9.30 til 12.30. Það er Kennarsamband Islands sem stendur að þessari ráðstefnu. Hjördís Þor- geirsdóttir er varaformað- ur Félags framhaldsskóla- kennara og í'ormaður skólamálaráðs KÍ. Hún var spurð um markmið þessar- ar ráðstefnu. „Tilgangurinn er að vekja athygli á nauðsyn þess að auka virðingu fyrir menntun í landinu og bæta launakjör kennara, náms- ráðgjafa og stjómenda í skólum strax. En kjarasamingar aðildarfélaga Kennarasambands íslands eru allir lausir innan þriggja mánaða. Mikill kennara- skortur er bæði í grunnskólum og framhaldsskólum en forsenda fyr- ir því að við höldum hæfum og reyndum kennurum í skólunum og fáum nýja og menntaða kennara inn í skólana er að launakjör kenn- ara verði leiðrétt til samræmis við aðra hópa opinberra starfsmanna með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Kennarar verða að njóta hærri launa í því starfi sem þeir hafa menntað sig til, en í öðr- um störfum, sem þeim bjóðast, til þess að skólamir verði samkeppn- ishæfir um vinnuafl.“ -Þið hafíð þegar reifað þetta mál við yfirvöld, hvernig eru und- irtektir? „Ekki nægilega góðar að okkar mati. Félag framhaldsskólakenn- ara situr nú við samningaborðið en erfitt hefur verið að fá raunveru- lega vinnu í gang við nýja kjara- samninga. En við vorum á fundi með fjármálaráðherra í vikunni og bindum við miklar vonir við að i' framhaldi af því komist skriður á samningaviðræður okkar.“ - Hafa kröfur ykkar breyst við samræðumar við fjármálaráð- herra? „Nei, en á fundinum kynntum við meginsjónarmið okkar um nýj- an kjarasamning framhaldsskól- ans. Það sem við leggjum megin- áherslu er að grunnlaun félagsmanna verði hækkuð eins og fyrr greinir, bæði vegna leiðrétt- ingarkröfu og nauðsyn þess að störf og starfsaðstæður verði end- urskoðuð í samráði við fjármála- og menntamálaráðuneyti og að það verði gert með tilliti til breyttrar kennslu og samfélags- hátta og vegna nýrra ákvæða í framhaldsskólalogum og nýrrar aðalnámsskrár." - Hvað verður rætt um á ráð- stefnunni á morgun ? „Reynt verður að varpa ljósi á hvers vegna staða skóla, kennara og menntunar er ekki betri en raun ber vitni og hvemig við get- um aukið virðingu fyrir menntun á Islandi. Einnig verður fjallað um nýjungar í kjara- samningum bæði á Is- landi og á Englandi." -Hverjir eru fyrir- lesarar? „Það verða flutt átta erindi á ráðstefnunni. Arthur Jarman frá National Union of Teachers í Englandi fjallar um nýtt, árangurstengt launakerfi kennara, sem verið er að innleiða í skólakerfið þar. Jónína Benedikts- dóttir forstjóri flytur erindi undir heitinu: Hefjum kennarastarfið til vegs og virðingar. Gunnar Kvaran ► Hjördís Þorgeirsdóttir fæddist 27.12 1956 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Tjörnina 1977 og MA- prófí í félagsfræði og félagslegri stjórnun frá Edinborgarháskóla 1981 og kennsluréttindanámi við Háskóla Islands 1989. Hún hefur starfað sem leiðbeinandi við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki 1981 til 1986, meðferðarfulltrúi við Unglingaheimili ríkisins 1986 til 1988 og framhaldsskólakenn- ari við Menntaskólann við Sund frá 1989. Hjördís er gift Brodda Þorsteinssyni tæknifræðingi hjá Landssúnanum og eiga þau tvö böm og tvö bamaböm. sellóleikari fjallar um gildi tónlist- ar undir heitinu: Tónlist, holl sem lýsi. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, for- maður Félags grunnskólakennara fjallar um að bætt kjör kennara sé allra hagur. Ásta Möller alþingis- maður ræðir um nýtt launakerfi hjúkrunarfræðinga, en hún var formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga þegar síðustu kjara- samningar þeirra voru gerðir og mun lýsa aðdraganda, gerð og ár- angri þeirra samninga. Tryggvi Gíslason skólameistari svarar spumingunni: Eru skólakennarar óþarfir í upplýsingasamfélagi nú- tímans? Agúst Einarsson prófess- or ræðir um fjárframlög til menntamála hér á landi í samburði við önnur lönd og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, ræðir um stefnuna í kennarasamningum. Eiríkur Jónsson formaður KÍ mun setja ráðstefnuna og Sigrún Grendal, formaður Félags tónlist- arskólakennara, slítur henni. Þess má geta að Kennarasam- band Islands var stofnað 1. janúar 2000, þegar Hið íslenska kennara- félag og Kennarasamband íslands voiu lögð niður og kennarar, ráð- gjafar og skólastjómendur á gmnn- og framhaldsskólastigi, ásamt tónlistarskólakennurum sameinuðust í nýju stéttarfélagi kennara. Það samanstendur af sex sjálfstæðum aðildarfé- lögum sem í eru um 6.500 félagsmenn. Kjarasamningamir nú em því mikilvægur prófsteinn á það hvort ráðamenn þjóðarinnar beri gæfu til að fylgja orðum eftir með athöfn- um, því það er ekki nóg að vera með framsækna og metnaðarfulla menntastefnu í orðum, heldur verður að tryggja skólunum mannauð til að framkvæma menntastefnuna og til að koma skólunum sómasamlega inn í 21. öldina með öllum þeim breyting- um á skólastarfi sem því fylgir." Bindum vonir við að skriður komist á samninga- viðræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.