Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bilmilll
Það nægir ekki lengur til að leysa málin að segja „halló, elskan, þetta er ég“.
• Sjónvarpssófinnfæst í mörgum litum.
• Sjónvarpssófinnfæst í mörgum
útfærslum.
• Sjónvarpssófinn er frábærlega
vel hannaður.
Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung i húsgögnum hin
* Sjónvarpssófinn er með innbyggðu
skammeli í báðum endasætum.
síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum
nútímans um aukin þægindi og góða hönnun. Upplifðu vellíðan
* Sjónvarpssófinn er með niðurfellantegu og afslöppun á nýjan hátt.
baki i miðjunni sem breytist i borð með
einu handtaki.
• Sjónvarpssófinn er framteiddur í USA.
• Sjónvarpssófinn fæst hjá okkur.
HÚSGAGNAHÖLUN
Raðgreiðslur f altt að 36 mánuði
Bíldshöfða, 110 Reykjavik, s.510 8000
www.husgagnahoUin.is
Kjaramálaráðstefna kennara
Athafnir í
stað orða
Hjördís Þorgeirsdóttir
RÁÐSTEFNA um
kjaramál og gildi
menntunar, undir
yfírskriftinni: Menntun til
framtíðar; athafnir í stað
orða, verður haldin á morg-
un á Grand Hótel í Reykja-
vík kl. 9.30 til 12.30. Það er
Kennarsamband Islands
sem stendur að þessari
ráðstefnu. Hjördís Þor-
geirsdóttir er varaformað-
ur Félags framhaldsskóla-
kennara og í'ormaður
skólamálaráðs KÍ. Hún var
spurð um markmið þessar-
ar ráðstefnu.
„Tilgangurinn er að
vekja athygli á nauðsyn
þess að auka virðingu fyrir
menntun í landinu og bæta
launakjör kennara, náms-
ráðgjafa og stjómenda í
skólum strax. En kjarasamingar
aðildarfélaga Kennarasambands
íslands eru allir lausir innan
þriggja mánaða. Mikill kennara-
skortur er bæði í grunnskólum og
framhaldsskólum en forsenda fyr-
ir því að við höldum hæfum og
reyndum kennurum í skólunum og
fáum nýja og menntaða kennara
inn í skólana er að launakjör kenn-
ara verði leiðrétt til samræmis við
aðra hópa opinberra starfsmanna
með sambærilega menntun og
ábyrgð í starfi. Kennarar verða að
njóta hærri launa í því starfi sem
þeir hafa menntað sig til, en í öðr-
um störfum, sem þeim bjóðast, til
þess að skólamir verði samkeppn-
ishæfir um vinnuafl.“
-Þið hafíð þegar reifað þetta
mál við yfirvöld, hvernig eru und-
irtektir?
„Ekki nægilega góðar að okkar
mati. Félag framhaldsskólakenn-
ara situr nú við samningaborðið en
erfitt hefur verið að fá raunveru-
lega vinnu í gang við nýja kjara-
samninga. En við vorum á fundi
með fjármálaráðherra í vikunni og
bindum við miklar vonir við að i'
framhaldi af því komist skriður á
samningaviðræður okkar.“
- Hafa kröfur ykkar breyst við
samræðumar við fjármálaráð-
herra?
„Nei, en á fundinum kynntum
við meginsjónarmið okkar um nýj-
an kjarasamning framhaldsskól-
ans. Það sem við leggjum megin-
áherslu er að grunnlaun
félagsmanna verði hækkuð eins og
fyrr greinir, bæði vegna leiðrétt-
ingarkröfu og nauðsyn þess að
störf og starfsaðstæður verði end-
urskoðuð í samráði við fjármála-
og menntamálaráðuneyti og að
það verði gert með tilliti til
breyttrar kennslu og samfélags-
hátta og vegna nýrra ákvæða í
framhaldsskólalogum og nýrrar
aðalnámsskrár."
- Hvað verður rætt um á ráð-
stefnunni á morgun ?
„Reynt verður að varpa ljósi á
hvers vegna staða skóla, kennara
og menntunar er ekki betri en
raun ber vitni og hvemig við get-
um aukið virðingu fyrir
menntun á Islandi.
Einnig verður fjallað
um nýjungar í kjara-
samningum bæði á Is-
landi og á Englandi."
-Hverjir eru fyrir-
lesarar?
„Það verða flutt átta
erindi á ráðstefnunni. Arthur
Jarman frá National Union of
Teachers í Englandi fjallar um
nýtt, árangurstengt launakerfi
kennara, sem verið er að innleiða í
skólakerfið þar. Jónína Benedikts-
dóttir forstjóri flytur erindi undir
heitinu: Hefjum kennarastarfið til
vegs og virðingar. Gunnar Kvaran
► Hjördís Þorgeirsdóttir fæddist
27.12 1956 í Reykjavík. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um við Tjörnina 1977 og MA-
prófí í félagsfræði og félagslegri
stjórnun frá Edinborgarháskóla
1981 og kennsluréttindanámi við
Háskóla Islands 1989. Hún hefur
starfað sem leiðbeinandi við Fjöl-
brautaskólann á Sauðárkróki
1981 til 1986, meðferðarfulltrúi
við Unglingaheimili ríkisins 1986
til 1988 og framhaldsskólakenn-
ari við Menntaskólann við Sund
frá 1989. Hjördís er gift Brodda
Þorsteinssyni tæknifræðingi hjá
Landssúnanum og eiga þau tvö
böm og tvö bamaböm.
sellóleikari fjallar um gildi tónlist-
ar undir heitinu: Tónlist, holl sem
lýsi. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, for-
maður Félags grunnskólakennara
fjallar um að bætt kjör kennara sé
allra hagur. Ásta Möller alþingis-
maður ræðir um nýtt launakerfi
hjúkrunarfræðinga, en hún var
formaður Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga þegar síðustu kjara-
samningar þeirra voru gerðir og
mun lýsa aðdraganda, gerð og ár-
angri þeirra samninga. Tryggvi
Gíslason skólameistari svarar
spumingunni: Eru skólakennarar
óþarfir í upplýsingasamfélagi nú-
tímans? Agúst Einarsson prófess-
or ræðir um fjárframlög til
menntamála hér á landi í samburði
við önnur lönd og Elna Katrín
Jónsdóttir, formaður Félags fram-
haldsskólakennara, ræðir um
stefnuna í kennarasamningum.
Eiríkur Jónsson formaður KÍ mun
setja ráðstefnuna og Sigrún
Grendal, formaður Félags tónlist-
arskólakennara, slítur henni.
Þess má geta að Kennarasam-
band Islands var stofnað 1. janúar
2000, þegar Hið íslenska kennara-
félag og Kennarasamband íslands
voiu lögð niður og kennarar, ráð-
gjafar og skólastjómendur á
gmnn- og framhaldsskólastigi,
ásamt tónlistarskólakennurum
sameinuðust í nýju stéttarfélagi
kennara. Það samanstendur af sex
sjálfstæðum aðildarfé-
lögum sem í eru um
6.500 félagsmenn.
Kjarasamningamir nú
em því mikilvægur
prófsteinn á það hvort
ráðamenn þjóðarinnar
beri gæfu til að fylgja
orðum eftir með athöfn-
um, því það er ekki nóg að vera
með framsækna og metnaðarfulla
menntastefnu í orðum, heldur
verður að tryggja skólunum
mannauð til að framkvæma
menntastefnuna og til að koma
skólunum sómasamlega inn í 21.
öldina með öllum þeim breyting-
um á skólastarfi sem því fylgir."
Bindum vonir
við að skriður
komist á
samninga-
viðræður