Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 35
LISTIR
Blæbrigði
og syngjandi
tónlínur
TOJVLIST
Háskólabfú
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Á efnisskrá voru tvö verk:
Píanókonsert eftir Brahms, sin-
fónía eftir Sibelíus og sem auka-
lög Ice-rapp eftir Atla Heimi
Sveinsson og Vókalísa eftir
Rachmaninov. Einleikari;
Andrea Lucchesini. Stjórnandi
var Rico Saccani. Fimmtudagur-
inn 14. september, 2000.
TÓNLEIKARNIR hófust á
aukalagi í tilefni vesturfarar
hljómsveitarinnar og var það Ice-
rapp eftir Atla Heimi Sveinsson,
sniðuglega samið gamanverk, þar
sem víða er komið við, líkt eftir
íslenskum rímnalögum og hljóð-
falli þeirra, bandarískir slagarar
leiknir og jafnvel nótu fyrir nótu,
vitnað í fræga tónhendingu úr
Vorblóti eftir Stravinsky. Þetta
gamanverk var skemmtilegt
áheyrnar og því vel tekið af
áheyrendum.
Eiginleg efnisskrá hófst með
píanókonsert í d-moll, op. 15, eft-
ir Brahms og var einleikari ung-
ur Itali, Andrea Lucchesini, frá-
bær píanisti, er gerði margt
fallega í þessu glæsilega meist-
araverki. Fyrsti kaflinn var í
heild nokkuð hægur, báðar kad-
ensurnar fallega fluttar en það
vantaði á köflum „krumlugrip"
Brahms, þar sem leikið er í átt-
undum í miðhlutanum og undir
lokin. Hægi kaflinn var sérlega
fallega leikinn og var töluverður
kraftur í lokakaflanum en þar
gætti þess um of að hljómsveitin
var á köflum of sterk. Sem auka-
lag lék Lucchesini sónötu eftir D.
Scarlatti af einstökum glæsileik.
Sinfónían nr. 1 eftir Sibelíus
var í heild einum of yfirdrifin í
flutningi. Sinfóníurnar hjá Sibel-
íusi eru að miklu leyti leikur að
blæbrigðum og framvindan því
oft röð af hljómum og jafnvel
stefbrotin eru bundin við hljóm-
blæ og t.d. gegnir pákan mikil-
vægu hlutverki, ekki aðeins til að
magna upp sterk tilþrif, heldur
einnig sem hluti af fmgerðum og
jafnvel dulúðlegum blæbrigðum.
Stefið í upphafi, sem leikið er á
klarinett við undirleik páku, er í
raun fyrirmynd lokastefsins en
Sibelíus var sífellt að móta tón-
hugmyndir sínar gegnum verkið
og í síðasta kaflanum birtist svo
stefið fullmótað. Þessi aðferð að
fitja upp á stuttum tónhugmynd-
um, oft í formi leiks með tónbil,
og birta svo niðurstöðuna full-
mótaða í þessum óræða stefjaleik
undir lokin, er eitt af úrvinnslu-
einkennum Sibelíusar.
Rico Saccani lagði of mikla
áherslu á hið dramatíska svo að
lúðrahljómurinn, sem oft er sér-
lega áhrifamikill hjá Sibeh'usi,
var allt of þrumandi. Sú mýkt,
sem lúðrar eiga gjarnan til og
lýst hefur verið sem hinum gullna
hljómi, var því miður oft fjarri og
þar er aðeins um að kenna kröfu
stjórnandans, um dramatísk átök
og hvellsterkar áherslur. Sterkur
leikur blásarasveitarinnar yfir-
gnæfði oft þýðingarmikið tónferli
í strengjunum og hefði hinn
mjúki hljómur lúðranna gefið
strengjahljómnum annað inntak.
Þrátt fyrir að hljómsveitin léki á
köflum vel var Sibelíus allt of
grófur, t.d. í skersóinu og loka-
kaflanum og það vantaði auk þess
í verkið hina rómantísku mýkt og
finleika blæbrigðanna sem eru
aðall „Andante" kaflans og eru
einnig oft ráðandi í hröðu köflun-
um, þar sem höfundurinn hægir á
tónmálinu og jafnvel staðnæmist
við liggjandi hljóma. Skáldskapur
Sibelíusar er ofinn í blæbrigði og
syngjandi tónlínur og í raun and-
stætt slíkum fagurkera, sem Sib-
elíus var, að vera með læti.
Það er fátítt að Sinfóníuhljóm-
sveitin leiki aukalag en það var
gert að þessu sinni með flutningi
á Vókalísunni eftir Rachmaninov.
Var þetta vinsæla verk mjög fal-
lega flutt, enda fengu strengirnir
að njóta sín til fulls í hljómfallegu
samspili við horn og tréblásara.
Jón Ásgeirsson
Tvær kortasýningar
í Þjóðarbókhlöðu
í TILEFNI af alþjóðlegri ráðstefnu
félags kortasafnara, IMCoS, sem
stendur yfir dagana 15.-18. septem-
ber í Landsbókasafni Islands - Há-
skólabókasafni verða opnaðar á
morgun, laugardag, kl. 11.30, tvær
kortasýningar: Forn Islandskort og
Kortagerðarmaðurinn Samúel Egg-
ertsson.
Sýningin er styrkt af menningar-
borg Reykjavíkur árið 2000. Forseti
Islands hr. Ólafur Ragnar Grímsson
opnar sýninguna.
Sýningin Forn Islandskort er á
annarri hæð safnsins og er gott úr-
val af íslandskortum eftir alla helstu
kortagerðarmenn fyrri alda. Elstu
kortin eru frá um 1540. Nýlega voru
þau færð yfir á stafrænt form og
gerð aðgengileg á Netinu. Einnig
verða á sýningunni myndii- af kor-
tagerðarmönnum og kortabækur
sem eru í eigu safnsins.
Sýningin Kortagerðarmaðurinn
Samúel Eggertsson er í forsal þjóð-
deildar á fyrstu hæð. Ævistarf Sam-
úels (1864-1949) var kennsla, en kor-
tagerð, skrautskrift og annað því
tengt var hans helsta áhugamál.
Hann fékk m.a. styrk til að teikna
íslandskort sem nota átti við
kennslu menntaskólanema. A hverju
sumri um tíu ára skeið (1909-1919)
vann Samúel við landmælingar og
teikningar korta og uppdrátta. 1930
setti hann saman ritið Saga Islands
með annálum, línuritum og kortum
sem sýna mikla sögu. Flest þessara
korta voru gefin út sem póstkort og
eru mörg þeirra á sýningunni.
Sýningarnar standa út árið 2000.
--------------------
Sinfóníu-
tónleikar í
Stykkishólmi
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands
heldur tónleika í Stykkishólmskirkju
í kvöld kl. 20. Á efnisskránni er
Píanókonsert nr. 1 eftir Johannes
Brahms og Sinfónía nr. 1 eftir Jean
Sibelius. Sama efnisskrá var flutt á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar í Háskólabíói í gærkvöldi.
Einleikari með hljómsveitinni er
Andrea Lucchesini, sem talinn er
einn fremsti píanóleikari Itala af
yngri kynslóðinni. Stjórnandi er
Rico Saccani.
Með hverri seldri vél er boðið
út að borða á Café Óperu
Frír flutningur á seldum vélum til
allra áfangastaða Landflutninga
Helgason hf.
Véladeild - Sœvarhöjða 2
Sími 525 8000 - www.ih.is
Netfang: tss@ih.is