Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 73 ÍDAG BRIDS Uinsjún: Guðmiinilur l'áll Arnarson ÚTSPIL gegn geimi réð því að Pólverjar glötuðu skammvinnu forskoti sínu í spili 124 í úrslita- leiknum við ítali á ÓL. Á báðum borðum spilaði norður fjögur hjörtu, en Italir nutu þess að hafa lítið upplýst um spilin í sögnum. Vestur gefur; NS á hættu. Norður * K v AD96543 ♦ 1083 + 43 Vestur Austur ♦ G8765 ♦3 v8 »KG7 ♦ D975 ♦ G642 *ÁD10 +K7652 Suður ♦ÁD10942 vl02 ♦ ÁK *G98 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Duboin Tuszynski Bocchi Jassem Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Opnun Tuszynskis á veikum tveimur með sjö- lit er varfærnisleg, en í annarri hendi, á hættu gegn utan hættu, er vit- urlegt að varast glanna- legar hindranir. Þeir komast í geim, en á leið- inni sýnir suður spaðalit og norður betri tígul en lauf. Þar með verður út- spilið auðveldara fyrir austur, og Bocchi var ekki í vandræðum með að koma út með lítið lauf. Vörnin tók þar tvo fyrstu slagina og síðan hlaut austur að fá aðra tvo á tromp: einn niður. Á hinu borðinu var Lauria ekki eins varkár og Tuszynski: Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Kwiecien Pszczola Versase Lauria Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Dobl Kwieciens er til út- tektar og sýnir umfram allt spaðalit. Með það í huga kom Pszczola út með spaðaþristinn. Laur- ia tók á kónginn heima, fór inn í borð á tígulkóng og henti laufi niður í spaðaás. Pszczola tromp- aði og skipti yfir í lauf, en það var um seinan: 790 í NS og 13 IMPar til Itala, sem höfðu nú tekið forystuna á ný. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanihner. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Árnaö heilla f7A ÁRA afmæli. í dag, I Vr fostudaginn 15. sept- ember, verður sjötugur Guðbrandur Kristmunds- son, Grashaga 24, Selfossi. Hann er að heiman í dag. Ljósmynd/Ragnhildur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Grundar- kirkju Eyjafirði af sr. Hann- esi Blandon Halla Berglind Arnarsdóttir og Finnur Að- albjörnsson. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 5.365 til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Edda Guðrún Gísladóttir, Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og Elfa Rut Gísla- dóttir. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu til styrktar Umsjónarfé- lagi einhverfa kr. 7.503. Þær heita Heiða Vigdís Sigfúsdótt- ir og Halldóra Sigríður Bjarnadóttir. SKAK llmsjúii Ilelgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Staðan kom upp á Svæðamótinu í skák er lauk í vikunni. Svart hafði danski stórmeistarinn Sune Berg Hansen (2545) gegn nýkrýndum ís- landsmeistara, Jóni Vikt- ori Gunnarssyni (2368). 29. ..Hxg2! 30. Kxg2 De4+ 31. Kgl Hxf5 32. Dh3 e2 33. Hd2 Hxf4 34. Rf2 Dg6+ 35. Dg3 Bxc3 36. Hexe2 Bxd2 37. Hxd2 Dxg3+ 38. hxg3 Hf6 39. Re4 Hg6 40. Hxd6 Hxd6 41. Rxd6 a4 42. Rb5 Kg7 43. Kf2 Kf6 44. Kf3 Ke5 45. Ke3 Bc4 46. Ra3 Kd5 47. Rbl Kc5 48. Kd2 Kb4 49. Kc2 a3 50. Rd2 Bd3+ og hvítur gafst upp. UOÐABROT BÁRA BLÁ Bára blá að bjargi stígur og bjargi undir deyr. Bára blá! drynjandi að sér Dröfn þig sýgur, í djúpið væra brátt þú hnígur í Drafnar skaut og deyr. Bára blá! þín andvörp undir andi tekur minn. Bára blá! allar þínar ævistundir eru þínar dauðastundir. - Við bjarg er bani þinn. Magnús Grímsson. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Urake MEYJA Þú ert sáttfús og leitast við að halda jafnvægi á öllum sviðum. Fjölskyldan situr í fyrírrúmi hjá þér. Hrútur (21. mars -19. apríl) Láttu ekki eigin vangavelt- ur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Leggðu þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt. Naut (20. apríl - 20. maí) Nú verður ekki lengur und- an því vikist að sinna því fólki sem þú hefur vanrækt að undanfömu. Hafðu létt- leikann í fyrirrúmi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) aA Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að málflutn- ingur þinn fellur í góðan jarðveg. Vertu opinn fyrir nýjum tækifærum. Krabbi (21. júní - 22. júh') Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Fáðu góðan vin til að slást í fór með þér. Ljón (23. júh - 22. ágúst) Þú hefur mikinn sjálfsaga og gerir stundum of miklar kröfur til sjálfs þín. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (D$L Ekki eru allir á eitt sáttir um að gera breytingar núna. Vertu því þolinmóður og leggðu málið til hliðar þar til sameiginleg niður- staða liggur fyrir. Vog m (23. sept. - 22. okt.) Þér hættir til að vera of fastur fyrir og það leggur stein í götu þína. Vertu óhræddur við að kanna njj- ar leiðir og taka einhverja áhættu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú þarft að vera hófsamur í fjárútlátum og standast hverskonar freistingar til þess að geta síðar fjármagn- að það sem skiptir meira máh. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) XíC) Þú þarft að skoða vandlega hvaða tæki kemur þér að bestu gagni til ■ að auka framleiðsluna. Sú fjárfest- ing mun fljótt skila arði. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) Þú ert svo uppfullur af hug- myndum að þú átt erfitt með að finna þeim farveg. Þú kemur engu í verk nema ef þú tekur eitt mál fyrir í einu. Vatnsberi , . (20. jan. -18. febr.) sMi Þú gætir lent í óþægilegri aðstöðu er þú leitast við að aðstoða vin í vanda. Gættu þvi allrar varúðar svo þú verðir ekki fyrir tjóni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það ríkir nú friðsæld í kringum þig svo þú ættir að hafa tíma til að leggja drög að nýjum áætlunum fyrir framtíðina. Stjöi-nuspána á að Jesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ekta síðir pelsar aðeins 99 þús. Handunnin húsgögn 20% afsl. Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsinl, s. 588 4545 Signrstjama YFIRDÝNUR MEÐ STILLANLEGU TIFANDI SEGULSVIÐI Einföld notkun! Með hjálp lítillar tölvu sem fylgir, stillir þú á þá tíðni segulbylgna, sem þú vilt fá í hvert skipti á meðan þú hvílir þig eða sefur. Margvíslegar tvíblindar vísindarannsóknir staðfesta mjög góð óhrif segulsviðsbylgna. Bakverkir, liðagikt, slakt blóðflæði, lélegur svefn, þörf á úthreinsun, þunglyndi, beinþynning, útlimakaldur, mígreni, vöðvaspenna o.fl. Tifandi segulsvið getur hugsanlega bætt úr hjá þér líka og þar með aukið vellíðan þína. Uppl. í síma 4834840, netpóstur: natthagi@centrum.is KIRKJUSTARF ÚTSALA Rýmum fyrir nýjum vörum Messa í Víðidals- tungukirkju Safnaóarstarf ÆSKULÝÐS- og fjölskyldumessa verður nk. sunnudag kl. 14. Ferm- ingarbörn Melstaðarprestakalls hefja vetrarstarfið með þátttöku í messunni, og eftir messu verður stutt samverustund með þeim og foreldrum. Barnastarf vetrarins er líka að ýta úr vör og verður kynnt í kirkjunni. Komum glöð til að syngja og biðja í húsi guðs. Sóknarprestur. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.06. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarins- dóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 13.45 yngri hópur Litlir læri- sveinar, mæting í safnaðarheimili. Kl. 14.30 eldri hópur Litlir læri- sveinar, mæting í Stafkirkjunni á Skansinum. Boðunarkirkjan, Hliðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Á morgun er Steinþór Þórðarson með prédikun og biblíufræðslu. Ný lofgjörðarsveit. Bama- og unglingadeildir á laugardögum..-. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir velkomnir. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Víkurskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Is- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Gavin Anthony. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Elías Theodórsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Einar Valgeir Arason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíufræðsla að guðsþjónustu lok- inni. Ræðumaður Eric Guðmunds- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.