Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLARIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 43 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UPPLÝSINGAGJÖF HLUTAFÉLAGA s IViðskiptablaði Morgunblaðsins í gær birtist viðtal við Finn Svein- björnsson, __ framkvæmdastjóra Verðbréfaþings íslands, sem ástæða er til að vekja athygli á. í þessu við- tali fjallar hann m.a. um upplýsinga- gjöf á hlutabréfamarkaðnum og segir m.a.: „Það fylgir því mikil ábyrgð að gefa frá sér fréttir og það skiptir máli hvernig þær eru orðaðar. Með vali á orðum og ákveðinni framsetningu er hægt að láta hlutina líta öðru vísi út en þeir eru í raun. Félög verða að gera sér grein fyrir því, að það eru ekki eingöngu fagfjárfestar sem fjár- festa í hlutabréfum heldur er almenn- ingur að fjárfesta og það þarf að gæta vel að sér þegar fréttir eru settar fram sem ætlaðar eru öllum almenn- ingi en ekki eingöngu fagfjárfestum. Og Verðbréfaþing hefur skyldum að gegna gagnvart öllum þessum aðil- um, bæði skráðum félögum og öllum fjárfestum og það þarf að finna ásættanlega lausn sem allir geta fellt sig við.“ Þetta eru orð í tíma töluð og ástæða til að fagna þessum ummælum fram- kvæmdastjóra Verðbréfaþings. Þótt ofmælt sé, að um hafi verið að ræða almennt vandamál á hlutabréfamark- aðnum eru engu að síður áberandi dæmi um upplýsingagjöf sem segja má, að hafi ekki gefið fullkomlega rétta mynd af afkomu fyrirtækja, eins og að var vikið í dálki Innherja í Viðskiptablaði Morgunblaðsins fyrir skömmu. Það hefur lengi verið töluvert á reiki hvernig félög hafa fært sölu- hagnað eða tap á sölu eigna. Fyrir- tæki hafa tilkynnt um umtalsverðan hagnað sem þegar betur er að gáð kemur í ljós að byggist á eignasölu en ekki afkomu frá rekstri. Það skal fús- lega viðurkennt að fjölmiðlar hafa tekið þátt í að rugla þessa mynd með því að gera ekki nægilega skýran greinarmun á þessu í fréttum af af- komu fyrirtækja. Um þetta segir Finnur Svein- björnsson í fyrrnefndu samtali: „Þessi nýja regla um það hvernig fara eigi með söluhagnaðinn tekur gildi frá og með næstu áramótum en félög eru hvött til að beita henni fyrr og sum félög hafa kosið að gera það. Nokkur dæmi voru um að hagnaður jókst mjög milli ára en þegar farið var að rýna í tölurnar sást, að þetta var aðeins vegna söluhagnaðar sem getur verið að verði aðeins í þetta eina skipti. í fréttaflutningi félag- anna kom þó fyrir, að látið var fara lítið fyrir þessu. I umræddri reglu kemur fram, að það kunni að vera til- efni til að birta söluhagnað sérstak- lega með sérstakri línu í reikning- num, jafnvel þótt það sé ekki skylda. Verðbréfaþing hefur þegar sent bréf til allra skráðra félaga þar sem þau eru hvött til að íhuga vandlega í sam- ráði við endurskoðendur sína, hvort ekki sé ástæða til að birta söluhagnað eða -tap af eignum sem sérstakan rekstrarlið ásamt því að fjalla um hann í skýringum.“ Það eru of mörg dæmi um að fyrir- tæki selji eignir til þess að milliupp- gjör eða ársreikningar líti betur út. Hinn almenni borgari, sem notar sparifé sitt að einhverju leyti til að fjárfesta í hlutafélögum, tekur eftir fréttum um mikinn hagnað en rýnir kannski ekki ofan í tölurnar og sér þess vegna ekki að afkoma af rekstri getur verið býsna rýr. Þetta aukna aðhald Verðbréfa- þings íslands á eftir að verða íslenzka hlutabréfamarkaðnum til farsældar. BUVÖRUVERÐ Á ÍSLANDIOG í NOREGI að er eftirtektarvert að svipaðar umræður virðast fara fram í Noregi og hér á Islandi um hátt verð á búvöru til neytenda og ástæður þess. ' Fyrir skömmu kynnti landbúnaðar- eftirlit á vegum norska ríkisins niður- stöður könnunar á þróun búvöru- verðs og komst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir lækkað verð frá bænd- um væri verði til neytenda haldið uppi og talið að þar ættu heildsalar mesta sök. Landbúnaðareftirlitið varð hins vegar að viðurkenna, að það hefði gleymt að taka ákveðnar skatt- greiðslur með í reikninginn og batn- aði þá staða heildsala í þessum um- ræðum. Norski landbúnaðarráðherrann hefur hins vegar skýrt frá því að í óbirtri skýrslu sé sýnt fram á, að það sé á smásölustigi sem verðinu sé haldið uppi. Matvöruverzlanir hagn- ist nú betur en önnur fyrirtæki í Nor- egi. Einn helzti matvörukaupmaður Norðmanna vísar þessum ásökunum á bug og segir að launakostnaður og húsaleiga hafi hækkað. Við Islendingar þekkjum þessar umræður þar sem hver vísar á annan. Hér hjá okkur virðist ljóst að þótt verð til bænda hafi lækkað skili það sér ekki til neytenda. Talsmenn mat- vöruverzlana bera af sér sakir en talsmenn vinnslustöðva vísa til þess, að kostnaður hafi hækkað og ekki sé sjálfgefið að verðlækkun til bænda skili sér til neytenda. Bændur standa frammi fyrir því, að í umræðum hér er því haldið fram, að það sé vegna þrýstings frá þeim sem innflutningur landbúnaðarafurða sé ýmist bannaður eða þeir verndaðir með ofurtollum. Þeim þykir þetta hart þar sem öllum er ljóst að þeir bera ekki mikið úr býtum. Það er mik- ið hagsmunamál bændastéttarinnar að hið rétta komi fram. Stórmarkaðir í matvöru eru ásak- aðir um að halda uppi verði á búvör- um í skjóli fákeppni. Þeir neita því og hafa því hagsmuni af að hið sanna komi í ljós. Athyglin hefur beinzt að vinnslu- stöðvum sem bera fyrir sig aukinn kostnað. Allir vita hins vegar að rekstur sumra vinnslustöðva í land- búnaði er óhagkvæmari en orð fá lýst. Þetta mál verður að upplýsa til þess að aðilar þess haldi trúverðug- leika sínum gagnvart neytendum. OHÆTT ER að fullyrða að samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði (EES) hafi almennt reynst íslandi hagstæður. Aðgangur að mörkuðum er greiðari, þátttaka í evrópskum samstarfsverkefnum, ekki síst á sviði rannsóknar og þró- unar, hefur skUað umtalsverðu fjár- magni og þekkingu tU landsins og samræming leikreglna í atvinnulífi hefur leitt tU aukins frjálsræðis og nútímalegra stjómarhátta. Rök má færa fyrir því að samningurinn hafi meðal annars stuðlað að þeim stöð- ugleika sem nú ríkir í íslensku efna- hagslífi. I þessari grein er fyrst og fremst ætlunin að fjalla um EES-samning- inn, kosti hans og gaUa. Markmiðið er að skoða sérstaklega annmarka hans og hvort hann dugar hagsmun- um Islands tU framtíðar. Ekki er hins vegar ætlunin að fjalla um spuminguna um hugsanlega aðUd íslands að Evrópusambandinu (ESB). Tveggja stoða samningurinn með veika EFTA-stoð EES-samningurinn var undirrit- aður í Oporto í Portúgal í maí 1992, en um samninginn hafði verið mikil pólitísk umræða á Islandi allt frá því að viðræður um gerð samningsins hófust. Það var Jacques Delors, þá- verandi forseti framkvæmdastjóm- ar ESB, sem bauð upp á nánara samstarf EFTA og ESB í ræðu sem hann flutti í janúar 1989. Á þeim tíma vora aðstæður í Evrópu mjög ólíkar þeim sem era í dag. Innan EFTA vora nokkur stór og öflug ríki eins og Austurríki, Finnland, Sviss og Svíþjóð sem vegna hlutleysisstefnu sinnar treystu sér ekki tU að gerast aðUar að ESB, en þau vora hins vegar efnahagslega nátengd Evrópusam- bandinu og meðal stærstu viðskipta- vina þess. Áform ESB um að koma á fót sameiginlegum innri markaði gerði það hins vegar að verkum að mjög erfitt var fyrir þessi ríki að standa hjá. Fljótlega eftir að samningavið- ræður hófust tók pólitískt landslag í Evrópu að breytast, en við það jókst áhugi Austurríkismanna, Svía og Finna á að sækja um beina aðUd að ESB. Fór svo að þessi þrjú ríki lögðu inn umsókn um aðild áður en við- ræðum um EES-samninginn lauk. Það er því kannski hæpið að tala um að sú hugmynd að tvö öflug ríkja- samtök, EFTA og ESB, settu á stofn Evrópskt efnahagssvæði, hafi nokkum tímann orðið að veraleika þar sem stærstu og öflugustu EFTA-rQdn tóku fljótlega þá af- stöðu að ganga í ESB, sem jafnframt þýddi að þau gengu úr EFTA. Þrátt fyrir að forsendur fyrir EES-samningnum væra að þessu leyti breyttar héldu viðræður um hann áfram og hann var undirritað- ur í maí 1992. Samningurinn tók formlega gildi 1. janúar 1994, en Sví- þjóð, Finnland og Austurríki gerð- ust formlegir aðilar að ESB 1. jan- úar 1995 og gengu þá úr EFTA Sama ár og EES-samningurinn var undirritaður lögðu Norðmenn fram umsókn um aðild að ESB, en aðild var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í árslok 1994. Eitt EFTA-ríkjanna, Sviss, hafnaði EES-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstað- an varð því sú að ári eftir að EES- samningurinn tók gildi, stóðu aðeins þrjú EFTA-ríki að samningnum, Noregur, ísland og Liechtenstein. Sú staðreynd að EFTA-stoðin í EES-samstarfinu hefur frá upphafi verið lítil og veik hefur eðlilega sett sitt mark á framkvæmd samnings- ins. Samstarfið innan EFTA hefur í gegnum tíðina ekM síst nýst íslandi á þann hátt að Islendingum hefur tekist að ná fram málum á vettvangi EFTA sem síðan fylgdi málum eftir í krafti stærðar sinnar. Sem dæmi um þetta má nefna að þegar viðræður um EES-samstarfið hófust setti ís- land það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni að EES næði til tollfrelsis með sjávarafurðir. Þetta markmið náðist í viðræðunum ef frá era skilin toll- frelsi fyrir síld og humar. Ljóst er að afar ólíklegt er að Island hefði náð fram þessu stefnumáli eitt og sér, en það tókst þegar hin EFTA-ríkin lögðust á áramar með íslendingum. Morgunblaðið/Sverrir Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði var samþykktur á Alþingi í janúar 1993 með 33 atkvæðum gegn 23. Sjö þingmenn sátu hjá. Hver er framtíð EES-samningsins? Það er almennt viðurkennt að EES-samn- ingurinn hafí þjónað vel hagsmunum Islands. Efasemdir hafa hins vegar verið settar fram um að hann dugi til framtíðar, ekki síst vegna breytinga sem orðið hafa og eru að verða á Evrópusamstarfinu. Egill Olafsson kannaði hvernig rekstur samningsins hefur gengið og hvaða veikleika hann hefur. Að þessu leyti er staða íslenskra stjómvalda veikari en áður þar sem þau eiga erfiðara með að ná fram málum í krafti stærðar og samstöðu EFTA-ríkjanna. Léleg fundasókn hjá EES Þegar viðræður um EES-samn- ingin hófust mynduðu EFTA-ríkin sex, Austurríki, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Sviss og ísland, ríkjablokk sem sameiginlega var stærsti við- skiptaaðili ESB, umtalsvert stærri en Bandaríkin. EFTA-ríkin höfðu því sterka stöðu gagnvart Evrópu- sambandinu. Þetta valdajafnvægi raskaðist eðlilega þegar þrjú EFTA- ríki gengu í ESB og fjórða ríkið hafnaði EES-samningnum. Áhugi ESB á sam- starfi við EFTA-ríkin hefur eðlilega dofnað. Glöggt dæmi um þetta er áhugi forystumanna ESB á að sækja fundi á vettvangi EES. í skýrslu utanríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi, sem gefin var út sl. vor, er minnst á þetta. Þar kemur fram að það viiji brenna við að margir utanríkisráð- herrar ESB-ríkja hverfi af fundi EES-ríkjanna jaíhvel þó að fundim- ir séu haldnir í tengslum við reglu- lega ráðherrafundi ESB-ríkja. Hafa ber í huga að áhugi Evrópusamban- dsins beinist nú í aðrar áttir einkum að samningaviðræðum við ríki sem sótt hafa um aðild að ESB. Breytt valdahlutföll innan ESB Evrópusambandið hefur þróast hratt á liðnum áram. Miklar breyt- ingar urðu á sambandinu á þeim tíma sem EES-samningaviðræðum- ar stóðu yfir, en einnig hafa orðið breytingar síðan. Ein veigamesta breytingin er sú að dregið hefur úr völdum framkvæmdastjómar ESB. Á móti hefur ráðherraráð ESB feng- ið aukin völd. Ráðherrar ESB-ríkj- anna funda með reglulegum hætti hver á sínu sviði. Jafnframt hefur Evrópuþingið fengið aukið vægi, en það er kosið lýðræðislegri kosningu af öllum aðild- arþjóðunum. Sérstök sáttanefnd, skipuð full- trúum Evrópuráðsins og ráðherraráðsins, hefur fengið það hlutverk að miðla málum milH ráðherraráðsins og Evrópu- þingsins. Ákvarðatakan innan ESB er því orðin flóknari en hún var þar sem fleiri aðilar koma að mótun stefnunnar. Segja má að þessi þróun sé í þá vera að efla lýðræðislegar stofnanir á kostnað fi'amkvæmda- stjómarinnar, sem er skipuð emb- ættismönnum. Þessi þróun er hins vegar ekki að öllu leyti hagstæð fyrir EFTA-ríkin því EES-samningurinn byggir á að veita EFTA-ríkjunum aðgang að störfum framkvæmdastjómarinnar og þai- með vissum áhrifum á stefnu hennar. Sjálfstæði framkvæmda- stjórnarinnar gagnvart aðildarríkj- um er hins vegar minna en áður. Hún hefur t.d. minna framkvæði að tilskipunum en áður. Framkvæðið kemur í meira mæli frá ráðherran- um. EFTA-ríkin hafa að sjálfsögðu engan aðgang að ráðherrafundum ESB og EES-samningurinn gerir ekki ráð fyrir beinu samstarfi við Evrópuþingið. Takmörkuð áhrif EFTA hafa ekki valdið vandræðum Eitt af þeim málum sem var hvað erfiðast að finna lausn á í viðræðum um gerð EES-samningsins var með hvaða hætti EFTA-ríkin gætu kom- ið að ákvarðanatöku á Evrópska efnahagssvæðinu. ESB gat eðliiega ekki sætt sig við að EFTA-ríkin tækju þátt í ákvörðunum sem vörð- uðu ESB þar sem þau áttu ekki aðild að sambandinu. Vandinn var sá að tilskipanir sem samþykktar era inn- an ESB hafa áhrif á öllu EES og þar með á Islandi, Noregi og Liechten- stein. í samningaviðræðunum komu embættismenn sér upp tveimur hug- tökum, annars vegar ákvarðanamót- un og hins vegar ákvarðanatöku. Samkomulag tókst um að EFTA- ríkin fengju áhrif á ákvarðanamót- un, en tækju ekki þátt í endanlegri ákvarðanatöku. Það hefúr legið fyrir frá upphafi að þessi takmörkuðu áhrif EFTA- ríkjanna á ákvarðanatöku fela í sér vissa veikleika. Meðan mál era á undirbúningsstigi er aðgangur sér- fræðinga EFTA-ríkjanna sá sami og ESB-ríkjanna. Þegar fyrstu drög Hggja fyrir og póHtísk umræða hefst innan ESB verður aðgangur EFTA- ríkjanna aðeins óbeinn. Fram- kvæmdastjóm ESB er ætlað að koma athugasemdum EFTA-iíkj- anna á framfæri við aðildarríki ESB. Málin fara síðan fyrir ráðherraráðið, en að því hafa EFTA-ríkin ekki að- gang. Þaðan fara máHn til Evrópu- þingsins, en það er opnari stofnun en ráðherraráðið sem gefur EFTA- ríkjunum færi á að fylgjast betur með störíúm þess. Ef um póHtískt erfið mál er að ræða tekur oft nokk- urn tíma fyrir ESB-ríkin að ná sam- komulagi. Ekki þarf aðeins að nást samkomulag milU aðildarríkjanna heldur getur einnig komið til að sjónarmið Evrópuþingsins séu önn- ur en ráðherraráðsins. Það þarf því varla að koma á óvart að ESB-ríkin séu treg að fallast á einhverjar sérlausnir fyrir Island, Liechtenstein og Noreg loksins þeg- ar samkomulag liggur fyrir innan ESB. Hefur komið á daginn að þau era treg að fallast á sérlausnir íýrir þau jafnvel þó að það hafi engin áhrif á hagsmuni neins aðildarríkis. Sem dæmi má nefna að langan tíma tók fyrir ísland að ná því fram að taka þyrfti tillit til sérstakra aðstæðna á Islandsmiðum þegar öryggiskröfur væra skilgreindar fyrir íslensk fiski- skip. Viðræður ESB við riki sem sótt hafa um aðild að sambandinu virðast einnig hafa leitt til þess að ESB er enn tregar til að fallast á sérlausnii' fyrir EFTA-ríkin. Þó að aðkoma EFTA-ríkjanna að ákvarðanatöku um löggjafarstarfið innan EES sé veik er það mat utan- ríkisráðuneytisins, í skýrslu utanrík- isráðherra til Aiþingis um Evrópu- samstarfið, að þetta hafi ekki valdið vandræðum út frá hagsmunum ís- lands. Efnislegar aðlaganir að sér- stökum aðstæðum í EFTA-ríkjun- um séu mjög sjaldgæfar. Þetta sýni glöggt hversu mikla samleið ríkin hafí í raun átt með Evrópusambandsþjóðunum á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. „Þrátt fyrh' takmarkanir á að- gangi að mótun ákvarðana, sem leg- ið hafa fyrir frá upphafi, hafa niður- stöður reynst viðunandi og textar ESB hafa almennt reynst gagnlegt innlegg í íslenskt löggjafarstarf. Betur sjá augu en auga og hinn langi og flókni ákvarðanatökuferill innan ESB leiðir yfirleitt til þess að loka- texti tekur tillit til ólíkra hagsmuna- hópa og mismunandi landfræðilegra aðstæðna frá Algarve til Umeá. Heyrii' þá til undantekninga að vandkvæði komi upp við beitingu þeirra á íslandi," segir í skýrslunni. Þess má svo geta að þegar viðræð- ur stóðu yfir um aðild EFTA-ríkj- anna að Schengen-samstarfinu, um afnám landamæraeftirHts, bauð ESB upp á eins konar EES-lausn, þ.e. að EFTA-ríkin gætu haft áhrif á mótun ákvarðana með þátttöku í nefndum; en ekki á sjálfa ákvarðana- tökuna. Islensk stjómvöld höfnuðu þessari lausn með þeim rökum að það veitti okkur ekki nægileg áhrif á ákvarðanatöku og ísland yrði að komast sem næst fuUri aðild að Schengen-samningnum. Niðurstað- an varð sú að ísland og Noregur fengu fullan aðgang að öllum nefnd- um og ráðum en taka ekki þátt í at- kvæðagreiðslu. Löndin taka síðan sjálfstæða ákvörðun um hvort þau gerast aðilar að nýjum tilskipunum um Schengen-samstarfið eftir að Evrópusambandið hefur tekið ákvörðun um þær. Áfram efasemdir um sljórnarskrárþáttinn Áður en EES-samningurinn var samþykktur á íslandi urðu miklar umræður og deilur um stjómar- skrárþátt málsins, þ.e. hvort samn- ingurinn bryti í bága við stjómar- skrá landsins. Skoðanir vora skiptar, en niðurstaða Alþingis var að samþykkt EES-samningsins kall- aði ekki á breytingar á stjómar- skránni. Umræða um þennan þátt málsins hefur verið ekki verið mikil síðan. Hall- dór Ásgrímsson utanrík- isráðherra ræddi um stjómarskrána og EES í ræðu sem hann flutti á þingi Sambands ungra framsóknarmanna í sumar, en þar lýsti hann vissum efa- semdum um að EES-samningurinn stæðist stjómarskrána í ljósi breyt- inga á ESB. Til að skiija þessi ummæli utan- ríkisráðherra er ágætt að rifja upp niðurstöður greinar sem Davíð Þór Björgvinssonar lagaprófessor skrif- aði í tímaritið Úlfljót, tímarit laga- nema, árið 1995. „Kjarni EES-samningsins er sá, að með honum taka EFTA-ríkin yfir hluta EB-réttar. Um leið og það er gert er reynt að reisa vamargarða, til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt og fullveldi EFTA-ríkjanna. Niður- staðan er í meginatriðum sú, að EES-rétturinn hafi tekið í arf ákveðna þætti EB-réttarins, sem gerir það að verkum, að svo kann að fara að þessir vamargarðar haldi ekki eins og ætlunin var þegar til lengri tíma er Htið og áhrif EES- réttarins verði önnur og rneiri en stefnt var að.“ I þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að Evrópusambandið og EES-samningurinn taka stöðug- um breytingum. EES-samningurinn byggist á ákvæðum stofnsáttmála Evrópusambandsins, Rómarsamn- ingsins, eins og þau vora þegar við- ræður um EES-samninginn stóðu yfir. Síðan hafa ríkjaráðstefnur ESB í Maastricht og Amsterdam breytt þessum granni og búast má við að fleiri slíkai' breytingar verði gerðar. Samstarfið nær nú til fleiri sviða en áður. Ekki er hægt að bregðast við þessum nýju áherslum innan EES- samningsins og þess vegna hefur þurft að grípa tO sérlausna til að tryggja aðkomu EFTA/EES-ríkj- anna að þessum nýju samstarfsverk- efnum. Má þar nefna þátttöku í ýms- um stofnunum Evrópusambandsins eins og lyfjastofnun Evrópu, um- hverfisstofnun Evrópu og Schengen. Nú er til umræðu þátttaka okkar í verkefnum eins og í flugöryggis- stofnun Evrópu, stofnun um evrópskt flugumferðarsvæði, upp- lýsingamiðstöð um misnotkun fíkni- efna og matvælastofnun Evrópu sem kann að hafa mikil áhrif á mark- aði fyrir íslenskar sjávarafurðir. Eitt af þeim nýju samstarfssvið- um sem á eftir að hafa hvað mest áhrif á næstu áram er myntsam- starfið. Erfitt er að sjá fyrir allar þær breytingar sem verða í Evrópu þegar almenningur fær í hendur evrur og mörk, krónur og jafnvel pundið hverfa. Island er ekki þátt- takandi í þessu samstarfi, en ljóst má vera að áhrif þess mun gæta hér á landi. Við sérhverja breytingu á Rómar- samningnum er hætta á að misvægi skapist milli Rómarsamningsins og EES-samningsins. Sú staða kemur því óhjákvæmilega upp að tilskipun, sem samþykkt hefiir verið innan ESB og varðar EES, byggist á þeim ákvæðum Rómarsamningsins sem tekið hafa breytingum eftir gildis- töku EES-samningsins. í slíkum til- vikum hefur verið reynt að leysa mál með því að vísa í inngangi ákvörð- unarinnar til þessarar stöðu með því að bæta inn í ákvörðunina það sem vantar á í EES-samningnum. Segja má að sú spuming hvort tilskipun heyri undir EES-samninginn sé að þessu leyti afgreidd af embættis- mönnum án þess að stefnumörkun Alþingis Uggi fyrir. Þjóðþing EFTA- ríkjanna fá ekki tækifæri til að fjalla um undirstöður breytinganna eins og þjóðþing ESB-ríkjanna gera. Áður en samningurinn um Schengen-samstarfið var samþykkt- ur á Alþingi unnu þrír lagaprófess- orar greinargerð um samninginn og hvort hann stæðist stjómarskrá Is- lands. Niðurstaða þeirra var að hann fæU ekki í sér framsal á stjórnar- skrárvaldi, en jafnframt segir í nið- urstöðum þeirra: „Að því kann að koma að taUð verði að framsal hafi átt sér stað í of ríkum mæli miðað við reglur stjómarskrárinnar, eins og þæreranú.“ Heimfæra má þetta sama upp á EES-samninginn. Þó að hann hafi staðist stjómarskrána þegar hann var samþykktur af Alþingi er sú hætta fyrir hendi að þró- unin í Evrópusamstarf- inu verði á þann veg að samstarfið hafi kallað á það mikið framsal að það sé ósamrýmanlegt stjórnarskrá landsins. Davíð Þór fjallar um þessa hættu í grein sinni í Úlfljóti. Hann segir: „í öllum EFTA-ríkjum, þai' sem byggt er á tvíeðU landsrétt- ar og þjóðaréttar, hefur þróunin ver- ið í þá átt, að auka vægi þjóðréttar- reglna. Þetta á án vafa við um ísland. Segja má að það nána sam- starf sem EES-samningurinn felur í sér geti stuðlað enn frekar að þess- ari þróun. Er þá höfð í huga sú stað- reynd, að EES-samningurinn er víð- tækasti og umfangsmesti samningm' ísland hafnaði EES-lausn þeg- ar samið var um Schengen- samstarfið Dregið hefur úr völdum fram- kvæmdastjórn- ar ESB á síð- ustu árum sem þessi ríki hafa gert fram tU þessa og hefur meiri áhrif á lagaleg samskipti einstaklinga við ríkisvald- ið og þeirra í millum en dæmi er um í þjóðarsamningum áður. Tilvist hans er fallin til að raska hefðbundnum sjónarmiðum um skiHn á milli lands- réttar og þjóðaréttar og stuðla enn frekar að því að brjóta niður þ^ múra sem þar era taldir vera á milH í löndum þar sem byggt er á tvíeðHs- kenningunni.“ EES-samningurinn öðlast sjálfstætt líf En það er ekki eingöngu að löggjafarstarf innan ESB hafi áhrif á framkvæmd EES-samningsins. Dómstólar hafa einnig áhrif. I þvi sambandi má nefna mál Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur, en hún höfðaði mál hér heima vegna launa sem hún taldi sig eiga rétt á að fá frá Ábyrgð- arsjóði launa við gjaldþrot fyrirtæk- is sem hún vann hjá. Sjóðurinn hafn- aði ki'öfum hennar á þeirri forsendu að hún væri skyld eiganda fyrirtæk- isins. Við meðferð málsins fyrir dóm- stólum var leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, sem var ekki í vafa um að íslensku lagaákvæðin væra andstæð tilskipuninni og að að- ilum EES-samningsins bæri skylda til að sjá til þess að það tjón fengist bætt sem einstakHngur yrði fyrir vegna þess að landsréttur væri ekki rétt lagðaður að ákvæðum tilskipun- ar sem væri hluti EES-samningsins. í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins var litið svo á að EFTA-ríki geti orð- ið skaðabótaskyld ef að gerð er ekki innleidd á réttan hátt. Hæstiréttur féllst á þessa túlkun, en reglan var innleidd inn í samninginn á grand- velli markmiða samningsins m.a. um einsleitni, jöfn tækifæri og sam- keppnisskilyrði. Þessi regla var ekki hluti EES-samningsins og var inn- leidd þrátt fyrir að margir væra þeirrar skoðunar að hún bryti gegn fyrirkomulegi EFTA-ríkjanna um kerfi tvíeðHs þjóðaréttar og lands- réttar. Það má því kannsld segja að EES-samningurinn hafi öðlast eigið Hf; stofnað sjálfstætt réttarkerfi með svipuðum hætti og Evrópuréttur. Tii viðbótar má geta þess að sumir fræðimenn eins og t.d. Leif Sevón, finnski dómarinn í ESB-dómstóln- um, telja að þessi markmið EES- samningsins gangi ennþá lengra og feU einnig í sér meginregluna um forgang Evrópuréttar og bein rétt- aráhrif. Ef sú þróun yrði ofan á væri beinHnis verið að breyta því sem samið var um við gerð EES-samn- ingsins án þess að íslenski löggjafinn hafi haft nokkuð um það að segja. Ef þessi þróun á sér stað hafa grund- vaUarforsendur samningsins breyst. Afstaða Norðmanna skiptir máli Allt frá því að viðræður um EES- samninginn hófust hafa íslendingar velt fyrir sér spumingunni um það hvaða leið Norðmenn muni fara og hvaða áhrif það hefði á hagsmuni ís- lands ef Noregur gengi í ESB. Ljóst er að mjög erfitt yrði fyrii' smáríkin ísland og Liechtenstein að sjá ein um rekstur EES-samningsins ef Noregur yfirgæfi EFTA. Jafnframt er ljóst að innganga Noregs í ESB myndi hafa áhrif á sjávarútvegs- hagsmuni íslands. Norðmenn hafa sem kunnugt er tvisvar hafnað aðUd að ESB, þ.e. 1972 og 1994. Erfitt er að meta hvort norsk stjómvöld muni á komandi ár- um reyna í þriðja skiptið að fá þjóð- ina tíl að samþykkja aðUdarsamning. Þess má þá geta að fyrr í sumar lýsti Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, því yfir að hann teldi að EES-samningurinn væri úreltur. Hann útilokaði jafnframt ekki að Norðmenn myndu sækja um aðild að Evrópusambandinu. „Fram að þessu höfum við gætt hagsmuna okkar í ESB með EES- samningnum, sem hefur m.a. tryggt okkur aðgang að innra markaðinum. Nú era hins vegar mörg önnur mál í deiglunni, t.d. öryggismáHn og stækkun sambandsins, og í þeim efnum kemur E E S-samningurinú að Htlu gagni,“ sagði Stoltenberg á fundi með ungHðum í norska Verka- mannaflokknum. Hann bætti við, að þróunin í Evrópu væri mjög hröð og að Norðmenn yrðu að fá meira svig- rúm en EES-samningurinn veitti ef þeir ætluðu að standa vörð um hags- muni sína í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.