Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Norrænu fjar- skiptafyrirtækin of sein á sér • VERÐANDI forstjóri finnska fjar- skiptafyrirtækisins Sonera, Kaj-Erik Relander, segir að of hægt hafi geng- ið í einkavæöingu og skráningu nor- rænu fjarskiptafyrirtækjanna á hluta- bréfamarkað og þau líöi fyrir að vera í eigu hins opinbera. Þetta kemur fram í Dagens næringsliv. Relandertekurviö stjórn Sonera um næstu áramót en Sonera er verð- mætasta fjarskiptafyrirtækið á Norð- urlöndum, metið á um 2.000 millj- arða íslenskra króna í Kauphöllinni í NewYork(NYSE). Skráningu norska ríkissímafélags- ins Telenor hefur verið frestað oftar en einu sinni en nú er markmiðið að bréf félagsins verði skráð í Kauphöll- inni í Osló fyrir áramót. „Telenor er allt of seint á markað. En það sama gildir reyndar um öll norrænu fjar- skiptafyrirtækin,“ segir Relander. Relander var þeirrar skoðunar fyrir 2-3 árum aö Sonera, Telia ogTele- nor ættu að sameinast. „Við hefðum getað orðið risafyrirtæki á sviði þráð- lausrafjarskipta utan Norðurlanda en núerþað ofseint." Relander segir líklegt að Sonera verði enn í eigu finnskra aðila, þ.e. meirihlutaeigu finnska ríkisins, þeg- ar hann tekur viö um áramótin. Get- gátur um samruna fyrirtækisins m.a. viö Telefonica, Vodafone eða France Telecom hafa heyrst um nokkra hríð. Nýr forstjóri Mobilestop • FYRIRTÆKIÐ Mobilestop hefur sent frá sér tilkynningu um að Hákan Wretsell hafi veriö ráðinn forstjóri. Wretsell var áöur framkvæmdastjóri hjá Ericsson, stærsta framleiðanda fjarskiptatækja í heimi. Hann tekur við af Arnþóri Halldórssyni erverður framkvæmdastjóri þróunarsviðs fyrir- tækisins. Mobilestop er að stærst- um hluta í eigu íslenskra fjárfesta en höfuðstöövar þess eru í Miami. Wretsel mun hafa yfirstjórn á sölu Mobilestop á netviðskipta- og þjón- ustuumhverfi fyrirtækisins, sem ætl- aö erfarsímafyrirtækjum, rafrænum sölugáttum og öðrum samstarfsaö- ilum um allan heim. Wretsel hefurvíðtæka reynslu af fjarskiptasviði. Sem framkvæmda- stjóri Ameríkusvæðis Ericsson náði hann miklum árangri við að auka framleiðni og skilvirkni í rekstrinum og sem aöstoðarframkvæmdastjóri Ericsson-farsíma í Rómönsku Amer- íku byggði Wretsell starfsemi fyrir- tækisins upp frá grunni árið 1996. Mobilestop vann nýlega frum- kvöölasamkeppni Latin Venture á Miami en það er ráöstefna um viö- skipti milli fyrirtækja á Netinu þar sem jafnframtferfram keppni á milli frumkvöölafyrirtækja og við- skiptaáætlana þeirra. Moþilestop hefur nú skrifstofur í Buenos Aires, Lúxemborg, Miami, Ósló, Reykjavík, Sao Paulo, Seattle og Stokkhólmi. Den Danske Bank íhugar að selja hlut I Berl- ingske Tidende • DEN Danske Bank sendi nýlega frá sértilkynningu um að bankinn hygðist selja hluta af eða allan hluta sinn í Berlingske Tidende útgáfunni, en bankinn á 36% hlut í fyrirtækinu. í viðtali á fréttavefAPsegist Karsten Knudsen, bankastjóri DDB, telja að bankinn eigi að hugsa um málefni sem tengjast bönkum en ekki blaöa- útgáfu. Þessi ákvörðun gefur nokkrum fyr- irtækjum í Skandinavíu tækifæri á að komast inn á arðbæran fjölmiðla- markaöinn f Danmörku, en á meöal hugsanlegra kaupenda eru The Modern Times Group og Bonnier í Svíþjóð, Schibsted og Orkla í Noregi og Egmont T Danmörku. í eigu Berlingske Tidende eru 6 dönsk blöð, auk þess sem fyrirtækið á helminginn í alþjóölegu myndþjón- ustunni Nordfoto og smærri hluti í minni blöðum, og erfyrirtækiö annað stærsta sinnar tegundar í Dan- mörku. Nýjar höfuðstöðvar Carni- tech A/S teknar í notkun Álaborg. Morgunblaðið. NÝTT húsnæði Carnitech A/S, dótt- urfyrirtækis Marel hf., vai- formlega tekið í notkun í gærdag. Fjölmennt var við athöfnina en auk starfsfólks Carnitech voru m.a. stjórnarmeðlimir í Marel, sendi- heiTa íslands í Danmörku og bæjar- stjórinn í Stpvring, en þar er hús- næðið staðsett, um 25 km suður af Álaborg. Heiðursgestur var Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Davíð sagði í ávarpi sínu velgengni Carni- tech hafa vakið athygli á Islandi. Davíð sagði virðingu íslendinga fyr- ir dönskum iðnaði mikla og sagði það með eindæmum jákvætt að Marel hf. og Camitech A/S hefðu sameinað krafta sína. Fyiirtækin bættu hvort annað upp og mætti búast við því að þau yrðu í fararbroddi áfram. Benedikt Sveinsson, stjórnarfor- maður Marel hf. og Carnitech A/S sagði í sínu ávarpi að hann byggist við því að eftirspurn eftir vörum fyr- irtækjanna myndi vaxa. Hann sagði samstarf fyrirtækjanna hafa verið mjög gott og þakkaði starfsfólki fyr- ir hlut sinn í góðii afkomu fyrirtæk- isins. Undir það tók Thorkild Christ- ensen, framkvæmdastjóri Carnitech A/S. Hann sagði það ómetanlegt fyr- ir Carnitech að hafa komist í eigu Marel þar sem Carniteeh nyti góðs af þekkingu Marel á hátæknibúnaði í tækjabúnaði í matvælaiðnaðinum. Marel keypti Carnitech árið 1997 og er fyrirtækið langstærsta fyrir- tæki í íslenskri eigu í Danmörku. Velta þess vai- 2,3 milljarðar á síð- asta ári en samanlögð velta Marel og Carnitech var 5,7 milljarðar. Ljósmynd/Henning Bagger Davíð Oddsson opnaði formlega nýjar höfuðstöðvar Carnitech A/S. Carnitech framleiðir tækjabúnað fyrir físk- og kjötiðnað. Helstu fram- leiðsluvörur fyrirtækisins eru kerfí til rækjuvinnslu, beinhreinsunarvél fyrir laxaflök og ýmis búnaður úr ryðfríu stáli. Alls vinna 280 manns hjá fyrirtækinu, þar af 50 í útibúum í Bandaríkjunum og í Noregi. Starfsemi í nýju byggingunni hófst þann 1. ágúst en um ár tók að reisa hana og var kostnaður um 600 milljónir ísk. Húsnæðið er alls 12.000 m2, þar af 9000 m2 verksmiðja og 3000 m2 ski'ifstofuhúsnæði. Þegar er búið að fullnýta bygginguna og verður innan tíðar hafist handa við að reisa 1500 m2 lager sem verður tekinn í notkun á næsta ári. Laun greidd í samræmi við gengi hlutabréfa Ósló. Morgunblaöið. YFIRMENN fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni í Osló eiga ekki að eiga hlutabréf eða valrétt á hlutabréfum í fyrirtækjunum sem þeir stjórna. Þeir skulu heldur fá helming launa sinna greiddan í samræmi við gengi hlutabréfanna. Þetta segir Knut Sagmo, fræðimað- ur við Handelshoyskolen BI í Osló, en það er skoðun hans að reglur af þessu tagi myndu leysa vandamál vegna meintra innherjasvika og í kjölfarið ætti Kauphöllin í Osló meiri möguleika á að verða talin há- gæðakauphöll í alþjóðlegum skiln- ingi. Aítenposten ræðir við Sagmo. Sagmo hefur fylgst með norskum hlutabréfamarkaði í mörg ár, sér- staklega innherjaviðskiptum. Það er vandasamt að sanna að yfirmenn fyrirtækja stundi viðskipti á grund- velli þeirra upplýsinga sem þeir búa yfir stöðu sinnar vegna. Samkvæmt tölum sem Aftenposten vitnar í, berast upplýsingar um hlutabréfa- viðskipti yfirmanna í fyrirtækjum að meðaltali einum og hálfum degi of seint til Kauphallarinnar, en mjög fáir hljóta refsingu. Sagmo telur að með því að setja reglur um að yfirmenn skuli ekki eiga hluta- bréf eða valrétt á hlutabréfum í fyr- irtækjunum sem þeir stjórna, losni þeir og norskt samfélag við öll vandamál og umræður um inn- herjaviðskipti. „Eg hef ekkert á móti því að stjórnendur fái góð laun en einkafjárhag og hlutabréfamark- aði á að halda aðskildurn," segir Sagmo m.a. Að hans mati mega stjórnendur fá hlutabréf í fyrirtæk- inu með því skilyrði að þeir selji þau ekki á meðan þeir starfa hjá því. Að sögn Sagmo er í skoðun í Bandaiíkjunum að tengja laun stjórnenda við gengi hlutabréfa í viðkomandi fyrirtæki. Slíkar reglur gildi t.d. á Italíu, þar sem stjórn- endum skráðra fyrirtækja er bann- að að eiga hlutabréf í þeim. „Norðmenn eiga góða möguleika á að gera Kauphöllina að gæða- kauphöll," segir Sagmo. Að hans mati er kominn tími til að setja nýj- ar nútímalegar reglur á norskum verðbréfamarkaði og þannig laða að fyrirtæki frá öðrum löndum. Og Sagmo svarar gagnrýnisröddum um að of strangar reglur fæli fyrir- tæki frekar frá, á þann hátt að reglur og gæði fylgist að, og stjórn- endur fyrirtækja vilji fá hlutabréf fyrirtækisins skráð á gæðamarkaði. Að mati Sagmo er nauðsynlegt að eftirlit með verðbréfaviðskiptum verði virkara í Noregi og til þess þurfi stofnun sem hefur meira vald en núverandi fjármálaeftirlit (Kredittilsynet), og vísar í því sam- bandi til bandaríska hlutabréfaeft- irlitsins SEC (Securities and Exchange Commision). Vörusala í gegnum Netið, staf- rænt sjón- varp og síma OPIN Miðlun hf. (OMi) og Gæðamiðlun hafa skrifað undir samning vegna smíði á Plaza, fjölverslanaumhverfi á Vefn- um. Um er að ræða eitt stærsta Netverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi og er áætlað- ur kostnaður við grunnsmíði vefhluta um 30 milljónir króna. Verkefnið felur í sér að Gæðamiðlun hannar og smíðar fjölverslanaumhverfi á Vefnum fyrh' OMi undir nafninu Plaza, sem síðar mun þjóna sem al- hliða verslunanniðstöð á Vefn- um. I fréttatilkynningu kemur fram að samhliða þróun á vef- útgáfu Plaza verði unnið að því að gera allar verslanir Plaza aðgengilegar í gegnum staf- rænt sjónvarp og síma. Vefhluti Plaza verður til- búinn í október, en áætlað er að sjónvarpshluti vefjarins verði tilbúinn um áramót. Sá hluti verður aðgengilegur í gegnum Stafræna sjónvarps- netið sem móðurfyrirtæki Op- innar Miðlunar, Gagnvirk Miðlun hf., fer af stað með síð- ar á þessu ári. Gjaldeyrisjöfnuður bankanna endurspeglar styrk krónunnar í NÝJU markaðsyfirliti FBA er gerð grein íýrir því að samanlagður gjaldeyrisjöfnuður aðila að millibankamarkaði endurspegli trú þeiira á styrk krónunnar og þegar þróun á gjaldeyrisjöfnuði þeirra er skoðuð sést að þeh- drógu úr nettóeign sinni í krónum frá ágúst á síðasta ári fram í maí á þessu ári. “...svo virðist sem í lok maí, rétt fyrir lækkun krónunnar, hafi bankarnir verið búnir að koma sér að mestu út úr stöðutöku í krónunni, segir m.a. í yfirliti FBA. Gengisvísitala íslensku krónunnar í ágúst er í svipuðu gildi og í ágúst í fyrra eða á bilinu 113- 113,5. Á þessu eina ári hefur gengisvísitalan lækk- að verulega, þ.e. krónan styrkst, og frá ágúst í fyrra og fram í febrúar styrktist hún um ríflega 5%, að því er fram kemur í yfirlitinu. Vísitalan hélst nokkuð stöðug fram í júní en krónan tók að veikjast í júlí, aftur um 5%. í ágúst í fyrra höfðu bankarnir talsverða trú á því að krónan myndi styrkjast, þegar litið er á samanlagðan gjaldeyrisjöfnuð þeirra, að því er fram kemur í Markaðsyfirlitinu. í ágúst í fyrra var nettóstaðan neikvæð um 2,3 milljarða króna, þ.e. bankarnir skulduðu meira í erlendum myntum en þeir áttu. Væntingar bankanna um sterkari krónu gengu eftir. I febníar voni vikmörk krónunnar víkkuð og í kjölfai-ið fór nettóstaða gjaldeyrisjafn- aðar bankanna niður í -4 milljarða úr -1 milljarði í janúar. Frekari styrking krónunar gekk ekki eftir og í maí voru bankarnir búnir að koma sér að mestu út úr stöðutöku í krónunni þegar nettóstaða gjaldeyrisjafnaðar þeirra nam -373 milljónum króna. Að því er fram kemur í yfirlitinu hafa bank- arnir dregið enn frekar úr stöðutöku í krónunni síðan þá og í júlí var nettóstaðan 706 milljónir króna. „Af þessum tölum má merkja að bankamir hafi á þessum tímapunkti verið frekar hlutlausir í afstöðu sinni til þess hvort krónan myndi veikjast frekar en styrkjast,“ segir í Markaðsyfirliti FBA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.