Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR15. SEPTEMBER 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Skín jörð- in á sólina? „Svo sérkennilegtsem það nú ergleym- ist eitt atriði oft í umrœðu um hita á jörðinni, enþað er sjálf sólin. Þegar breytingar á virkni sólar og hitabreyt- ingar jarðar eru bornar saman, eru þærsláandi líkar... “ NOKKUÐ er liðið frá því síðast var í al- vöru um það deilt hvort jörðin væri flöt eða hnöttótt. Fylgismenn flatrar jarðar gáfu eftir og jarðarbúar hafa síðan all- ir verið sér meðvitandi um að þeir búa á hnetti. Pá hefur verið þrætt um það hvor snerist um hina, jörðin eða sólin. Loks leystist sú þræta og síðan hafa allir menn snúist um sólina. Þrátt fyrir að þessi mál séu löngu leyst og flest- ir kunni orðið skil á helstu stað- reyndum af þessu tagi mætti stundum ætla af fréttaflutningi að enn eigi eftir að leysa þá gátu hvort sólin VIÐHORF skín á jörðina —— eðajörðiná Eftlr Harald sólina. Johannessen Dæmi um fréttaflutning af þessu tagi birtist í ýmsum fjölmiðlum í síðasta mánuði þegar haft var eftir ferða- langi á norðurpólnum, sem sæti á í nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovem- mental Panel on Climate Change, IPCC), að þar sæist vatn í fljót- andi formi og fylgdi sögunni að þetta væri líklega í fyrsta skipti sem slíkt gerðist. Þessu fylgdu vangaveltur um að norðurpóllinn væri að bráðna og að jörðin væri að hitna vegna gróðurhúsaáhrifa. Skömmu síðar var upplýst um að vatn myndast á norðurpólnum á venjulegu sumri og að ekkert er óeðlilegt við það. Þá reyndu ein- hverjir að klóra í bakkann og benda á að hiti norðurpólsins væri sá mesti í þrjátíu ár. Sá ára- fjöldi var auðvitað ekki valinn af handahófi því hiti var með lægsta móti þá og samanburður því hag- stæður kenningunni um hækkun hitastigs. Hefði viðmiðunin verið 70 ár í stað 30 hefði mátt slá því upp að hitastig sé óbreytt. Hræðslufréttir af því tagi sem fulltrúi IPCC bauð upp á í ágúst hafa gert alla umræðu um gróð- urhúsaáhrif og önnur umhverfis- mál erfiða. Þegar menn lesa fjöl- miðla kemur þeim fátt annað í hug en að fyrir liggi að jörðin sé að hitna óskaplega og að það sé vegna þess að bílar og stóriðja spúi út svo miklu af gróður- húsalofttegundum. Þessi mynd sem yfirleitt er dregin upp fellur illa að þeim rannsóknum sem fyrir liggja. Hér má nefna að frá því dóms- dagsspár um hækkandi lofthita komu fyrst fram fyrir rúmum áratug hafa þær lækkað ört. Árið 1990 spáði IPCC að lofthiti mundi hækka um á að giska 4°C fram til ársins 2100, en árið 1996 var spá- in komin niður í um 2°C. Við þetta bætist að reiknilíkönin eru afar ónákvæm því þekking er af of skomum skammti til að hægt sé að spá fyrir um loftslag með nokkurri vissu. Þótt mælingar í fortíðinni séu ekki alveg öruggar og í þeim séu mæliskekkjur eru þær þó skárri en spámar. Samkvæmt mæling- um á jörðu niðri hefur hitinn hækkað um 0,3-0,6°C á þeirri öld sem nú er senn á enda, en mestur hluti þeirrar hækkunar átti sér þó stað á fyrri hluta aldarinnar, þ.e. þegar útblástur gróður- húsalofttegunda af manna völd- um var minni en nú. Þetta er í andstöðu við þá kenningu að slík- ur útblástur gróðurhúsaloftteg- unda hafi umtalsverð áhrif á hita- stig jarðar. Þegar horft er enn lengra aftur má sjá að hitastig jarðar hefur sveiflast mikið síð- ustu aldir. A Sturlungaöld var til að mynda töluvert hlýrra en nú og þó munu hetjur hafa riðið um hémð en ekki ekið. Margt skekkir hitamælingar á jörðu niðri og er eitt af því þétting byggðar, en sýnt hefur verið fram á greinilega fylgni milli þéttbýlis og hitastigs. Mælingar hitastigs með gervihnöttum em taldar mun nákvæmari en mælingarnar á jörðu niðri. Gervihnattamæling- ar leiða í ljós enn minni hækkun hitastigs en mælingar á jörðu niðri. Hitabreytingar em nánast engar samkvæmt þessum mæl- ingum. Þessar mælingar og spár sem hér hafa verið nefndar gefa vita- skuld enga vissu um það hvort hiti jarðar fer hækkandi eða lækkandi eða mun standa í stað. Helst má fullyrða að hitastigið muni halda áfram að sveiflast eins og það hefur gert. En þótt ekki sé hægt að spá fyrir um hitabreyt- ingar er þó hægt að halda því fram að gögnin styðji ekki þá kenningu að þær sveiflur hita- stigs sem orðið hafa eigi rætur að rekja til útblásturs af manna völdum. Svo sérkennilegt sem það nú er gleymist eitt atriði oft í umræðu um hita á jörðinni, en það er sjálf sólin. Þegar breytingar á virkni sólar og hitabreytingar jarðar em bornar saman, em þær sláandi líkar, óiíkt því þegar breytingar á útblæstri gróðurhúsalofttegunda eru bornar saman við breytingar hitastigs. Það virðist því vera greinileg fylgni á milli hitabreyt- inga sólarinnar og jarðarinnar og munu fæstir ætla að það stafi af því að jörðin hiti upp sólina. Vafalítið er fleira sem hefur áhrif á hita jarðar en sólin ein, til dæmis gróðurhúsalofttegundir og skýjafar. Um þetta er þó lítið vit- að annað en ef til vill það að áhrif útblásturs af manna völdum virð- ast lítil sem engin. Þetta þarf þó vissulega að rannsaka nánar og reyna að fá botn í hvað stýrir hita jarðar, en langt er í land með að nákvæm svör fáist við þeirri spurningu. Ekki skal fullyrt um það hvers vegna menn gleyma því oft að ut- anaðkomandi öfl kunni að vera að verki þegar hitabreytingar em annars vegar. Ein ástæða þessa kann að vera sú að sumir menn vilji hreinlega setja fram heims- endaspár til að fá aukið fé til rannsókna. Þetta kann að hafa áhrif í sumum tilvikum, enda lík- lega erfiðara að fá fé til rann- sókna ef beiðni um aukin framlög fylgir yfirlýsing um að allt sé í himnalagi. Önnur hugsanleg ástæða og öllu geðfelldari er að menn séu orðnir svo uppteknir af tækni- framfömm og stórkostlegum framkvæmdum, að þeir hafi gleymt því að í raun em þeir bara lítil peð þegar náttúmöflin em annars vegar. Ekki síst sólin. Heimspekileg siðfræði í marglitu, fslensku skólasamfélagi er til að þjálfa nemendur í rökræðu um lífsgildin. Samræður um sið- fræðikennslu í skólum Hvers er siðfræðin megnug? Á að kenna ✓ heimspekilega siðfræði í skólum? A að kenna tiltekin lífsgildi og ákveðnar leikregl- ur? Eða á að kenna börnum að rökræða ólík sjónarmið og að taka sjálfstæða afstöðu. Siðfræðistofnun er með málþing í dag um áhrifamátt siðfræðinnar í skólum. s AÍSLANDI hefur siðfræði ekki verið stunduð í grannskólum. Börn og unglingar hafa hins veg- ar fengið tilsögn í kristinfræði, biblíusögum og jafnvel í trúar- bragðafræðum,“ ritar Hreinn Pálsson í upphafi greinar sinnar „Samræður og siðfræðikennsla". Greinin er í nýju safni ritgerða sem gefið er út í tilefni af tíu ára afmæli Siðfræðistofnunar. Rit; stjóri er Jón A. Kalmansson. í safninu, „Hvers er siðfræðin megnug?" er m.a. fjallað um sið- fræðikennslu í grunn- og fram- haldsskólum, hvernig slík kennsla eigi að fara fram og hvaða mögu- leika hún gefi. „Það fer mikið siðferðilegt upp- eldi fram í skólum,“ segir Salvör Nordal sem stjórnar málþingi Sið- fræðistofnunar um spurninguna og bókina „Hvers er siðfræðin megnug?“. „Eins og Atli Harðar- son mun m.a. koma inn á í sínu er- indi er óhjákvæmilegt að skólar boði nemendum sínum ákveðin siðferðileg gildi eins og stundvísi og heiðarleika. Spurningin er hins vegar hversu langt skólinn eigi að ganga í að innprenta ákveðin lífs- gildi. í bókinni er m.a. fjallað um greinarmuninn á milli lífsgilda og leikreglna og hvort og að hvaða marki siðfræðin geti boðað ákveð- in lífsgildi.“ Málþingið hefst kl. 15:30 í Hátíðarsal Háskóla íslands í dag 15. september. Siðfræði í lit- skrúðugu samfélagi Bókin er safn 12 ritgerða ásamt viðtali Jóns A. Kalmanssonar við Pál Skúlason rektor Háskóla ís- lands, sem var frumkvöðull að því að Siðfræðistofnun var komið á fót. í bókinni takast höfundar á um hlutverk siðfræðinnar, aðferðir og umfjöllunarefni og segja frá niðurstöðum sínum um hvernig eigi að kenna þær. En „á íslandi hefur siðfræðikennsla hingað til einkum farið fram innan kristin- fræðikennslunnar í formi miðlunar kristinna lífs- og siðferðisgilda. Nú má hinsvegar sjá fyrstu merki um þróun skipulagðar siðfræðikennslu utan ramma kristinfræðinnar," skrifar Sigríður Þorgeirsdóttir í ritgerðinni „Siðfræðikennsla í skólum“. Heimspekileg siðfræði gefur kost á að vega og meta rök í málum, hún er óháð trú og ætlað að efla siðvitið til jafns við verkvit og bókvit. Stórir hópar einstaklinga með önnur lífsgildi og aðra trú en „dæmigerðir" íslendingar, til- heyra nú samfélaginu og telur m.a. Salvör Nordal það vera ástæðu til að ræða markmið sið- fræðikennslunnar. „Það er líka spurning hvort kenna eigi siðfræði sem sérstaka grein eða flétta hana saman við aðrar námsgreinar. Hvor leiðin sem farin er krefst aft- ur á móti þjálfunar og því er mik- ilvægt áð leggja áherslu á siðfræði í menntun kennara," segir hún. Hún telur að kennarar séu áhugasamir um þetta mál og býst við að margir þeirra komi á mál- þingið, því spurningin: „Hvernig á skólinn að bregðast við breyttu samfélagi?“ er biýn. „Mikilvægt er að fjalla um það hvernig lífs- gildi einstaklinga geta verið ólík í fjölbreyttum heimi og hve langt við eigum að ganga í tillitssemi gagnvart þeim.“ Svörin varpa ljósi á að margar skoðanir eru á lofti og að þær þurfi að ræða. Atli Harðar- son mun á málþinginu fjalla sér- staklega um siðfræðikennslu í skólum. Spyrja má t.d. hvort kenna/boða eigi ákveðin lífsgildi í skólum, eða kenna eigi bömum að rökræða lífsgildi. Salvör segir að margar spennandi siðfræðispurningar verði ræddar á málþinginu sem verði nytsamlegar í umræðunni sem hafin er. Þær snerti einnig umræðu um námsgreinina lífs- leikni sem nú er verið að þróa í grann- og framhaldsskólum. Heimspekileg siðfræði getur ef til vOl orðið sterkur þáttur í þeirri grein. A.m.k. ef hún er einhvers megnug. HVERS ER SIÐFRÆÐIN MEGNUG? Málþing Siðfræðistofnunar Háskóla íslands: „Hvers er siðfræðin megnug?“ verður haldið í dag 15. september kl. 15.30 í hátíðarsal Háskóla íslands. Dagskrá: 15.30 Jón Ólafsson, Ph.d. framkvæmdastjóri Hugvísindastofnunar: „Siðfræði hverfulleikans - vangaveltur um greinasafn Siðfræðistofnunar". 15.55 Atli Harðarson heimspekingur: „Siðfræði í skólum - hugleiðing í framhaldi af lestri bókarinnar „Hvers er siðfræði megnug?““ Hlé 16.30 Pallborðsumræður: Atli Harðarson, Jón Ólafsson, Sigríður Þorgeirs- dóttir og Sigurður Kristinsson. 17.15 Fundarlok. Fundarstjóri er Salvör Nordal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.