Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 41
Eitt verka Kristínar.
Sýning á
ljósmynda-
ætiiigTini
KRISTÍN Pálmadóttir opnar sýn-
ingu á ljósmyndaætingum í sýning-
arsal félagsins íslensk graíík, Hafn-
arhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafn-
armegin), á morgun, laugardag, kl.
16.
Sýninguna nefnir hún „Sérkenni“.
Þetta er 5. einkasýning hennar en
hún hefur tekið þátt í samsýningum
heima og erlendis. Sýningin mun
standa til 8. október og er opin
fimmtudaga til sunnudaga.
Eitt af verkunum á sýningunni í
. Slunkaríki.
Stefan
Rohner og
Monika Ebner
sýna á Isafírði
SÝNING á verkum Stefans Rohners
og Moniku Ebner frá Sviss hefst á
morgun, laugardag, kl. 16 í Slunka-
ríki og í Edinborgarhúsinu á Isafirði.
Slunkaríki er opið fimmtudaga til
sunnudags kl. 16-18. Sýningin
stendur yfir til 8. október.
------MT----------
Pac-Man í
Galleríi Geysi
SAMSÝNING þriggja ungra manna
sem kalla sig „Pac-Man“ verður opn-
uð á morgun, laugardag, í húsnæði
Gallerís Geysis á Vesturgötu 2 kl. 16.
Pac-Man segjast telja ýmsa miðla
henta vel til að heiðra listagyðjuna
en þeir hafi sungið henni óða sína á
Netinu, í hljóðlistaverkum, skúlptúr-
um og innsetningum. A samsýningu
þeirra í Galleríi Geysi eru verkin „Þú
skalt gefa tíma“ sem er netlistaverk
úr smiðju baldur.com (Baldurs
Helgasonar),
Bibbi sýnir verk sem kallast
„Rock ’n Roll“ - hljóðinnsetning fyr-
ir rokkara - og framlag Hara eru
málverk sem unnin eru sérstaklega
fyrir rými Gallerís Geysis.
Sýningin stendur til 1. október og
er opin á afgreiðslutíma Hins húss-
ins.
Hildur Margrétardótt-
ir sýnir í Glugganum
Myndlistarsýning
í Gerðubergi
YFIRLITSSÝNING á verkum
Bjarna Þórs Þorvaldssonar,
„Thor“, verður opnuð í félagsstarfi
Gerðubergs í dag, föstudag, kl. 14.
Vinabandið leikur og syngur við
opnunina.
Bjarni segir að fyrstu kynni sín
af myndlist hafi einkum orðið í
gegnum Lesbók Morgunblaðsins og
hreifst hann mjög af pennateikn-
ingum sem birtust þar eftir Alfreð
Flóka. Framan af var hann undir
sterkum áhrifum frá myndum Al-
freðs Flóka, en skilgreinir sig nú
sem sjálfmenntaðan súrrealista.
Hann segist nota innsæið við
myndsköpunina og horfa með til-
finningaauganu. Myndirnar eru
unnar með blekpenna, vatnslitum,
olíulitum og akrýlmálningu.
Húsið er opið kl. 9-16.30 á virk-
um
dögum og kl. 12-16.30 um helgar.
Sýningin stendur til 29. október.
SÝNING Hildar Margrétardóttur
á málverkum af 2. ættlið með fleiru
verður opnuð í dag, föstudag í
Glugganum hjá Galleríi Hnossi,
Skólavörðustíg 3.
I fréttatilkynningu segir að mál-
verkið færist stöðugt út á við, það
krefjist stuðnings af hinu áþreifan-
lega og veraldlega. Til þess að
skynjun almennings á verkinu sé í
samræmi við upplifun listamanns-
ins sé þörf á leiðsögn inn í málverk-
ið.
Takmörk túlkunarinnar geti ver-
ið vegna þekkingarleysis, en með
vísun í daglegt líf hins almenna
borgara sé hægt að ná fram þeirri
virkni sem listamaðurinn vill koma
til skila.
Hildur útskrifaðist úr málara-
deild Myndlista- og handíðaskóla
íslands árið 1999.
Opið er klukkan 12-18 alla virka
daga en 11-16 á laugardögum. Sýn-
ingin stendur til föstudagsins 13.
október.
til vinnings!
COMMa
Kynniseintak meb Grand Prix 3
tölvuleiknum fylgir meb
i hvert skipti sem þú kaupir
Shell Formula eldsneyti.
Þú keppir á tölvunni þinni
og skráir árangurinn á
www.shell.is
o
Grand Prix 3 tölvuleikirnir eru til sölu á flestum Shellstöövum
meðan á keppninni stendur.
Verðlaun
1. Ferð fyrir tvo, gisting og boðsmiðar á Formúlu 1
í Silverstone á Englandi í maí 2001.
2. Compaq Presario ferðatölva frá BT tölvum.
3.-7. Tölvustýri frá BT tölvum.
8.-48. Ferraribolir