Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 71
Lýðræði eða...
Frá Aðalheiði Jónsdóttur:
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað
um ræðu Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, er hann var á ný settur inn í
embætti. Því miður missti ég af
þessari athöfn og þar með ræðu
forseta. En þar þótti kveða við
nýjan tón. En marga hefi ég heyrt
tala um ræðuna, sem þótti hún
mjög góð. Svo hefir verið að skilja
að hann hafi komið víða við. Þar á
meðal talað um fátækt á Islandi en
það vilja að sjálfsögðu þeir ekki
heyra nefnt sem búið hafa fátækt-
ina til. Það er eins og að nefna
snöru í hengds manns húsi. Þá hafi
hann einnig minnst á að lýðræði
9g þingræði væri ekki í besta lagi.
í Kastljósi var ræðan gerð að um-
talsefni eitt kvöldið. Þar voru þrír
eða fjórir mættir. Ég held að ég
fari rétt með að þar hafí allir utan
eins verið jákvæðir gagnvart ræð-
unni. En þessi eini sem illa sætti
sig við hana var Einar Oddur
Kristjánsson; hann var vægast
sagt ótrúlega neikvæður. Það var
því líkast sem heill hafsjór af til-
finningum væru í slagsmálum í
huga hans og allar vildu ryðjast
fram í einu, svo miklar voru ham-
farirnar. Loks tók reiðin af skarið
og braust fram með miklum tilþrif-
um. Helst var á tali þessa heiðurs-
manns að heyra að forseti Islands
mætti ekki hafa skoðun á þjóðmál-
um, að minnsta kosti alls ekki láta
í það ráða, að þar væri ekki allt í
sómanum. Þá komst hann upp á
háa c að hann skyldi leyfa sér að
tala um fátækt á Islandi. Á íslandi
væri sko engin fátækt til, hann
hefði sannanir fyrir því. En því
miður er mikil fátækt á Islandi,
Einar Oddur, það eru aðeins
ósannindi þín og annarra sem
halda því gagnstæða fram. Þrjátíu
þúsund manns undir hungurmörk-
unum. Slikt gerðist ekki ef fátækt
væri ekki til á íslandi. Og það þýð-
ir ekkert að ætla að fela hana með
ósannindum og blekkingum, töl-
urnar tala sínu máli þegar þær eru
ófalsaðar. - Og nú að gefnu tilefni,
Einar Oddur, ætla ég að spyrja
þig einnar spurningar: Er það
réttlætanlegt að þínu mati að
svona mikil fátækt skuli vera til á
Islandi í dag, hjá einni af ríkustu
þjóðum heims og að ógleymdu
góðærinu hans Davíðs? - Þá sýnist
mér ekki ástæða fyrir þig til að
æsa þig upp yfír því að virðing for-
setaembættisins sé í hættu, ef for-
setinn lokar ekki augunum fyrir
því sem er að gerast í þjóðfélaginu
og þótt nýir og ferskir straumar
leiki um forsetaembættið. Því það
er nú svo að tímarnir breytast og
mennirnir með - og ef forsetaem-
bættið má ekkert breytast verður
það eins og nátttröll á nýrri öld!
Brotalamir lýðræðisins
Hvað fínnst ykkur um þjóðfélag-
ið okkar? Ríkir hér raunverulegt
lýðræði? Ég segi nei. Ef svo væri
færi misrétti ekki stöðugt vaxandi,
stöðugt vaxandi auðsöfnun og
stöðugt vaxandi fátækt. Þá væri
heldur ekki ranglætinu dillað eins
og gert er og þá væri engin fátækt
til í þessu auðuga landi. Hafa ekki
líka ýmsir þingmenn kvartað yfír
að sum mál verði að lögum án þess
að fá viðunandi umræður á Al-
þingi? Eru það lýðræðisleg eða
þingræðisleg vinnubrögð? - Og
hvers vegna sagði einn af stjórnar-
þingmönnum sig úr einni af mikil-
vægustu þingnefndunum? Var það
ekki af því að hann taldi að það
þjónaði engum tilgangi að eiga þar
sæti? Var það ekki vegna þess að
lýðræðið var ekki virt? Við þessu
er víst ekkert að segja, fram-
kvæmdavaldið kemst upp með
þetta allt saman. Hvað með nátt-
úruvernd, þar sem ráðherrar geys-
ast áfram, oft án lögformlegs um-
hverfísmats, svo mikið liggur oft á
að eyðileggja dýrmætustu náttúru-
perlur landsins. Þá ætla ég að taka
eitt stórmál sem dæmi um þau
ólýðræðislegustu vinnubrögð sem
um getur í allri sögunni, að
minnsta kosti síðan ísland varð
sjálfstætt ríki; en það er samþykkt
EES-samningsins. Sá samningur
var gerður með þeim endemum að
slikt hefði ekki getað gerst í
nokkru lýðræðisríki. Þjóðin hróp-
aði nær einróma um að fá að
greiða atkvæði um samninginn.
Undirskriftasöfnun fór í gang og á
örstuttum tíma skrifuðu tugir þús-
unda undir beiðni um að þjóðar-
atkvæðagreiðsla færi fram. Þessir
listar voru svo sendir Alþingi og
forseta Islands. En auðvitað var
því á hvorugum staðnum sinnt,
annars hefði getað skapast hættu-
ástand. Og í stuttu máli sagt var
samningurinn samþykktur með
einföldum meirihluta eða naumum
meirihluta. Einn heiðursmaður úr
stjórnarliðinu greiddi atkvæði
gegn samningnum, það var Eyjólf-
ur Konráð Jónsson. Þar var mað-
ur, sem áreiðanlega lét samvisku
og sannfæringu ráða um flokks-
ræði. En „hjásetulið“ Framsóknar
mun líklega hafa bjargað málinu
fyrir ríkisstjórnina (þó man ég
ekki alveg hvernig það var).
En það er alveg sama hversu
góður þessi samningur hefði verið,
öll vinnubrögð honum viðkomandi
voru óviðunandi. Hvergi nokkurs
staðar í lýðræðisríki hefði slíku
stórmáli dugað einfaldur meiri-
hluti á þingi til að hann yrði að
lögum án þess að þjóðaratkvæða-
greiðsla færi fram. I Noregi þurfa
tveir þriðju hlutar þingmanna að
samþykkja hann. Um hin Norður-
löndin man ég ekki hvort það var
mikill meirihluti þingmanna eða
þjóðaratkvæðisgreiðsla sem réð
úrslitum. En að neita þjóðarat-
kvæðagreiðslu eins og hér var gert
og láta einfaldan meirihluta á Al-
þingi ráða eru svo ólýðræðisleg
vinnubrögð að ekkert ríki sem hef-
ur lýðræði að leiðarljósi leyfir sér
slíkt, þessa vegna er best að hætta
að telja Island með lýðræðisþjóð-
um því að brotalamir lýðræðisins
hér eru svo margar og stórar að
það hljómar nánast eins og háð að
segja að hér ríki lýðræði. Nú er
talið að 90% laga sem eru sam-
þykkt komi frá Brussel, ekki svo
að skilja að þau þurfí að vera verri
en frá íslenskum löggjöfum, sem í
ýmsum tilfellum hafa valdið þjóð-
inni miklu tjóni, nefna má físk-
veiðikvótann sem stjórnvöld hafa
fært fáum útvöldum á silfurfati.
Mundu þeir gera þetta ef þeir
væru að ráðstafa einkaeign sinni?
Að síðustu vil ég benda á eitt. Þó
að mikið hafi verið talað um allan
þann hagnað sem íslendingar hafa
haft af EES-samningnum hefur
minna verið talað um allan kostnað
honum viðvíkjandi. Og enginn get-
ur fært sönnur á að ekki hefði ver-
ið hægt að ná jafngóðum eða betri
tvíhliða samningum við ESB án
þess að framselja sjálfsákvörðun-
arrétt sinn. Er ekki nokkuð skert
fullveldi þeirra ríkja sem farið
hafa þessa leið? Mér sýnist svo
vera! Af því að mig grunar að
þessi ólýðræðislegu vinnubrögð og
virðingarleysi fyrir vilja og rétti
þjóðarinnar af hálfu ráðamanna
allt upp á hinn hæsta trón séu að
mestu eða öllu leyti gleymd og
grafin tel ég vel við hæfi að rifja
þau upp hér. Þessi kafli í þjóðar-
sögunni má ekki gleymast og kann
að verða metinn og veginn af kom-
andi kynslóðum, ef þær verða þá
ekki heilaþvegnar eða búið að selja
fullveldið eins og það leggur sig til
kjaftaklúbbsins og skrifræðisins í
Brussel.
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTT-
IR, Furugerði 1, Reykjavík.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qfutitu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
JLfa
Woreinsunin
gsm897 3634
Þrif á rimlagluggatjöldum.
Heimsmet í ranglæti
Frá Guðmundi J. Pálssyni:
ÞEGAR maður er búinn að vinna
til 67 ára aldurs og borga skatta til
ríkis og bæja, ætti að vera sjálf-
sagt að þá væri nóg komið af
skattpíningu í 51 ár. En svo er nú
aldeilis ekki. Aldrað fólk má ekki
vinna án þess að greiða 40% í
skatt, einnig þarf það að greiða
10% fjármagnstekjuskatt af spari-
fé sínu, sem það hefur lagt til hlið-
ar, kannski öll þessi ár. Einfalt er
að setja þak á allar skattgreiðslur
og fella þær burt við 67 ára aldur.
En nú kemur að Trygginga-
stofnun ríkisins. Allir vita að elli-
og örorkubætur eru sáralitlar og
ríkinu til skammar og getur eng-
inn lifað af þeim einum saman. Við
hjónin fengum kr. 46.000 hvort
fyrir ágústmánuð, en fyrir septem-
ber fáum við kr. 15.000 hvort. Sem
sagt lækkun um 200%.
Ástæðan er sú að ég seldi nokk-
ur gömul hlutabréf og fékk að
sjálfsögðu 10% fjármagnstekju-
skatt, en það var ekki nóg, því T.r.
fer í skattframtölin og lækkar svo
ellilífeyrinn eins og að framan er
sagt. Ég hringdi í þjónustumiðstöð
T.r. og fékk það staðfest að svona
ætti þetta að vera og væri lögum
samkvæmt. Ég spurði einnig hvers
vegna bæði væru lækkuð, þegar
hlutabréfin voru skráð á mitt nafn.
Svarið var að við værum eitt og
framtalið sameiginlegt og spurði
ég þá hvort maður þyrfti að skilja
við konuna til að halda peningun-
um sér. „Svo virðist vera“ var
svarið.
Þetta finnst mér ákaflega rang-
látt og slæmur vítahringur og virð-
ist sem þingmenn og ríkisstjórn
geri í því að troða á öldruðum. Síð-
asta hörmung þeirra valdhafa er
sinnuleysið gagnvart elliheimilum
og sjúkrastofnunum gamla fólks-
ins.
GUÐMUNDUR J. PÁLSSON,
ellilífeyrisþegi,
Gullsmára 7, Kópavogi.
Skólavörðustíg