Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell Hrefna Hallgrímsdóttir, Bjarni Ingvarsson og Aino Freyja Jarvelii í Lómu, mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér. Ein vinsælasta sýning Möguleikhússins, Snuðra og Tuðra, með Drífu Arnþórsdóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur. MÖGULEIKHÚSIÐ er eitt fárra leikhúsa í íslensku leiklistarlífi sem hafa markað sér skýra stefnu og fylgt henni frá því leikhúsið var stofnað í júní 1990 og þar til nú tíu árum síðar að leikhúsið fagnar afmælinu með veglegri dagskrá í vetur. Þjóðleikhús barnanna Stefnan er jafn einföld og hún er skýr. Möguleikhúsið er barna- og unglingaleikhús sem hefur ávallt flutt ný íslensk leikverk, alls 19 talsins, og sýnt þau um allt land í stöðugum leikferðum milli byggðarlaga frá því snemma að hausti og langt fram á vor. „Þjóðleikhús barnanna“ væri ekki langt frá lagi að kalla Möguleikhúsið ef það vildi skreyta sig láns- fjöðrum, sem það reyndar biðst eindregið und- an, enda hefur verið furðuhljótt um þetta léik- hús, jafnvel þegar á að það hefur verið hallað og aði-ir hafa eignað sér ft-umkvæði sem þó óumdeilanlega er Möguleikhússins á ýmsum sviðum leiklistar fyrir börn og unglinga. Stofnendur Möguleikhússins voru þrír leik- arar, Pétur Eggerz, Bjarni Ingvarsson og Grétar Skúlason. Tíu árum síðar ei'u þeir Pét- ur og Bjarni enn við stjórnvölinn en Grétar hefur snúið sér að öðru. „Þegar við byrjuðum var öðruvísi um að litast á leikhúsmarkaðnum. Þá voru fáar og stopular leiksýningar fyrir böm aðrar en þessar árlegu sýningar Þjóðleik- hússins. Einnig var nokkuð um að yngri leikar- arnir tækju sig saman um eina sýningu og færu í leikskólana en þetta var óskipulagt og tilvilj- anakennt. Við sáum því færi á að fýlla í eyðu sem var fyrir hendi. Við höfðum aldrei þá hugs- un að barnaleiksýningamar væru stökkpallur fyrir okkur til að gera sýningar fyrir fullorðna. Við vildum stofna barnaleikhús og ná árangri á því sviði.“ Óhætt er að segja að það hafi tekist þótt baráttan hafi verið erfið á köflum. „Það verður að segjast að barnaleikhús situr ekki við sama borð og leikhús fullorðinna þegar kemur að opinbera fjárveitingavaldinu. Leik- hús fyrir fullorðna sem gæti státað af jafn- mörgum uppsetningum, jafnmiklum sýninga- fjölda og jafnmörgum áhorfendum eftir tíu ára samfellt starf væri vafalaust með meira en 2 milljónir í árlegan styrk frá ríkinu," segir Pét- ur. Hann bætir því að tekjur barnaleikhúss séu einnig minni þar sem miðaverðið sé lægra þótt allur annar kostnaður sé sá sami. „Leikarar fá sömu laun hvort sem þeir leika í sýningu fyrir böm eða fullorðna og timbrið í BYKO kostar það sama þótt nota eigi það í leikmynd að leiksýningu fyrir börn.“ Þeii- Bjarni og Pétur hafa komið við sögu allra sýninganna á vegum Möguleikhúsins. „Annar hvor okkar hefur allt- af verið tengdur sýningunum," segir Bjarni. „Pétur ýmist sem höfundur, leikari eða leik- stjóri, ég sem leikari eða leikstjóri.“ Sníða sér stakk eftir vexti Pétur hefúr samið langflest þeima leikrita sem leikhúsið hefur flutt og getur því talist einn af reyndustu barnaleikritahöfundum okk- ar. Hann gerir þó lítið úr höfundarverki sínu og segir þetta bara einn hluta af sparnaðarstefnu leikhússins. „Við tókum þá ákvörðun strax í upphafi að sníða okkur ávallt stakk eftir vexti og stofna ekki til persónulegra skulda vegna leikhúsrekstrarins. Þegar við fóram að velta fyrir okkur verkefnum kom tvennt í ljós. Ann- ars vegar að lítið var til af leikritum fyrir börn sem hentuðu okkur, bæði að stærð og lengd. Hins vegar að okkur væri fjárhagslega ofviða að ráða höfunda til að skrifa leikritin íyrir okk- ur. Eg tók þetta því að mér en mörg leikrit- anna okkar höfum við reyndar samið í hópv- innu og ég hef þá tekið að mér hlutverk ritarans, skrifað upp handritin eftir hugmynd- um hópsins." Pétur segir að það hafi verið kær- komið tækifæri að fá viðurkenndan höfund til að vinna með þeim í fyrravetur þegar Þórarinn Eldjárn tók að sér skrifa leikrit upp úr Völu- spá. „Sú sýning hefur fengið geysilega góðar viðtökur og við munum sýna hana áfram í vet- Barnaleikhús situr ekki við sama borð * I dag frumsýnir Möguleikhúsið barnaleikritið -------------7------------------ Lómu eftir Guðrúnu Asmundsdóttur. Möguleikhúsið fagnar merkum áfanga í starfsemi sinni um helgina en það varð 10 ára á þessu ári og er þar með elsta starf- andi sjálfstæða leikhúsið á landinu. Hávar Sigurjóns- son ræddi við forsprakkana Pétur Eggerz og Bjarna Ingvarsson. Ævintýrabókin var frumsýnd 1995. Erla Ruth Harðardóttir í hlutverki sínu. ur. Reyndar eram við að fara með hana á leik- listarhátíð í Rússlandi í byrjun október en síð- an verður hún sýnd í Möguleikhúsinu við Hlemm og á leikferðum um landið í vetur. Ann- ar þekktur höfundur sem er að skrifa fyrir okk- ur barnaleikrit er Guðrún Helgadóttir en áður höfum við sýnt vinsæla leikgerð á sögu hennar Astarsaga úr fjöllunum. Við bíðum auðvitað spennt eftir leikritinu frá Guðrúnu því hún hef- ur ekki skrifað barnaleikrit síðan hún samdi Óvitana fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Pétur. Öflugasta ferðaleikhúsið Leikferðir Möguleikhússins eru stór hluti starfseminnar þótt leikhúsið hafi jafnframt átt fastan samastað í Möguleikhúsinu við Hlemm. „Allar okkar sýningar era settar upp með það í huga að þær séu ferðasýningar og verði sýndar á ýmsum stöðum, leikskólum, félagsheimilum, skólum og víðar, og neðangi-eindur listi segir ekki nema hálfa söguna og tæplega það því við sýnum nánast alla virka daga vikunnar í leik- skólum og skólum á höfuðborgarsvæðinu. Um helgar sýnum við svo í Möguleikhúsinu hérna við Hlemm. Pótur Eggerz og Stefán Örn Arnarson í Völuspá. Til að gefa hugmynd um umfang starfsem- innar fylgir hér vetraráætlun Möguleikhússins með sýningar sínar utan Reykjavíkur í vetur. Völuspá: Vestfirðir 25.-28. september 2000. Rostov-on-Don 30. sept - 4. okt. 2000. Vestur- land 9.-13. október 2000. Norðurland eystra 16.-27. október 2000 (samstarf v/ Leikfélag Akureyrar). Suðuriand 6.-10. nóvember 2000. Lóma: Vestmannaeyjar 12.-16. mars 2001. Snæfellsnes 26.-30. mars 2001. Austfirðir 23.-4. maí 2001. Norðurland vestra 7.-11. maí 2001. Vestmannaeyjar 12.-16. mars 2001. Austfirðir 23.-4. maí 2001. Norðurland eystra 7.-11. maí 2001. Vestfirðir 14.-18. maí 2001. Langafi prakkari: Snæfellsnes 9.-12. október 2000. Suðurland 16.-20. október 2000. Jónas týnir jólunum: Akureyri 12.-17. desember 2000. Allt frá því í desember 1992 hefur Möguleik- húsið sýnt leikrit á aðventunni fyrir börn. „Fyrsta jólaleikritið okkar var Smiðja jóla- sveinanna sem var leikið á aðventunni í þrjú ár í röð og kom út á geisladiski 1993. Hvar er Stekkjarstaur? hefur notið gríðarlegra vin- sælda og er að hefja sitt fimmta leikár. Þess era dæmi að sýningin sé að fara í þriðja sinn inn á sömu leikskólana í haust. Við höfum einn- ig átt gott samstarf við Þjóðminjasafnið um komu íslensku jólasveinanna á jólaföstunni frá því árið 1995. Það er því alrangt sem haldið var fram af forsvarsmönnum Leikfélags íslands að þeii’ væru að brydda upp á nýjung í íslensku leikhúslífi með því að fyrirhuga barnaleiksýn- ingu í desember í vetur.“ Frumsýning og afmælishátíð Meðal vinsælustu sýninga Möguleikhússins era Ævintýrabókin, Góðan daginn, Einar As- kell og Snuðra og Tuðra. „Leikritið um Einar Askel á enn sem komið er sýningarmet hjá okkur, var sýnt 204 sinnum, en líklega mun Snuðra og Tuðra slá það met í vetur því það hefur verið sýnt 190 sinnum og ekkert lát er á aðsókninni. Ekki má gleyma umferðarálfinum Mókolli sem varð til hér í Möguleikhúsinu og fór síðan sigurför um land allt undir merkjum Landsbankans. Afmælishátið Möguleikhússins hefst í dag með framsýningu á leikritinu Lóma (mér er al- veg sama þó einhver sé að hlæja að mér) eftii- Guðrúnu Asmundsdóttir. „Þetta leikrit var sýnt af Leikfélagi Reykjavíkur 1972 og er reyndar í fyrsta sinn sem tökum til sýningar leikrit sem hefur verið sýnt áður annars staðai-. En okkur þótti þetta svo skemmtilegt verk og efnið er nægilega brýnt til að full ástæða sé til að sýna verkið. Við höfum einnig lagað verkið að nýjum aðstæðum í góðu samstarfi við höfundinn og fengið að fella það að okkar þörf- um fyrii- lítinn leikhóp og einfalda sviðsmynd." I sýningunni eru þrir leikarar, þau Bjarni Ingvarsson, Aino Freyja Járvelá og Hrefna Hallgrímsdóttir. „Þetta er fimmtíu prósent aukning í leikarahópi okkar, því við höfum ekki leyft okkur að hafa fleiri en tvo leikara í sýn- ingum um alllangt skeið,“ segir Pétur. Þær Aino og Hrefna taka þátt í fleiri sýningum leik- hússins í vetur. „Það má í raun segja að við fjögur séum fastir leikarar Möguleikhússins, enda ekki auðvelt að taka að sér verkefni í öðr- um leikhúsum. Ástæðan er m.a. sú að sýningar okkar rekast á við æfíngatíma annarra leik- húsa; við sýnum á daginn í leik- og grunnskól- um, auk þess að vera fjarverandi í leikferðum dögum og vikum saman, og því er ekki svo auð- velt að vera í vinnu annars staðar líka.“ Það má líka spyija hvort ekki sé skilað fullri vinnuviku þegar leikararnir leika allt að fjórar sýningar á dag, stundum alla fimm daga vikunnar, og verða að sjá um alla undirbúningsvinnu og frágang á hveijum stað að auki. „Við höfum ekki treyst okkur til að ráða sviðsmenn eða tæknimenn við leikhúsið af fjárhagslegum ástæðum þótt vissulega væri það æskilegt," viðurkennir Pétur. Lóma fjallar um litla sex ára tröllastelpu sem er að byrja í skólanum. Hún er vitaskuld stærri og sterkari en hinir krakkarnir og verð- ur fljótt skotspónn fyrir stríðni og hrekki. Hún strýkur því úr skólanum og fer aftur heim í fjöllin. A leiðinni hittir hún Fidda feita sem er líka hættur í skólanum af því honum var strítt á því að vera feitari en hinir. Eftir að hafa brætt þetta með sér ákveða þau að stofna félagið Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér og fara aftur í skólann ákveðin í að bjóða öllum sem vilja að vera með í nýja félaginu þeirra. Þar fá þau hlýjar móttökur því auðvitað sjá krakkarnir eftir því að hafa verið svona leiðin- leg. Pétur Eggerz er leikstjórinn, Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga og Vil- hjálmur Guðjónsson semur tónlist. A morgun verður svo afmælissýning á Snuðra og Tuðru og Langafa prakkara og á sunnudaginn verður sérstök afmælishátíðarsýning á Völuspá og er veittur helmingsafsláttur af miðaverði í tilefni afmælisins. „Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta af vinum okkar í Möguleikhúsinu um helgina og getum lofað þeim góðum mót- tökum,“ segja þeir Pétur og Bjarni að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.