Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 23
Ó
Opið hús
hjá Heklu í
Reykjanesbæ
í TILEFNI opnunar á nýju sölu-
og þjónustuumboði Heklu í
Reykjanesbæ á Njarðarbraut 13 í
Njarðvík er íbúum á Reykjanesi
boðið í heimsókn í nýja húsið um
helgina.
Sýndir verða nýjustu bílarnir frá
Volkswagen, Audi, Skoda, Mitsu-
bishi og Galloper. Jafnframt gefst
kostur á reynsluakstri.
Fyrstu 100 gestirnir, sem fara í
reynsluakstur, fá bíómiða frá SAM-
bíóunum, segir í fréttakilkynningu.
Samningur um smíði hússins
milli Heklu og íslenskra aðalverk-
STJÓRN Náttúrustofu Reykja-
ness ákvað á stjórnarfundi sem
fram fór fimmtudaginn 31. ágúst
sl. að ráða Jón Baldur Sigurðsson,
fyrrverandi prófessor í sjávarlíf-
fræði, sem forstöðumann Náttúru-
stofu Reykjaness en Jón Baldur
starfar í dag sem forstöðumaður
Náttúrustofu Vesturlands. Atta
umsækjendur voru um stöðuna.
Með ráðningu Jóns Baldurs er
um leið verið að marka Náttúru-
stofu Reykjaness sérstöðu á sviði
sjávarlíffræði. Með ráðningunni er
ætlunin að styrkja tengslin við
Fræðasetrið í Sandgerði og Botn-
dýrarannsóknarstöðina en stöðin
hefur verið viðurkennd af Evrópu-
sambandinu sem „einstæð vísinda-
aðstaða".
Náttúrustofa Reykjaness er
sjötta náttúrustofan sem stofnuð
er en fyrirhugað er að stofan taki
formlega til starfa síðar á þessu
ári. Þau bæjarfélög er standa að
Náttúrustofu Reykjaness eru
Grindavíkur- og Sandgerðisbær.
Samkvæmt 11. gr. laga um
Náttúrufræðistofnun íslands og
náttúrustofur eru helstu hlutverk
Náttúrustofu að:
• Safna gögnum og varðveita
heimildir um náttúrufar og stuðla
að almennum náttúrurannsóknum,
einkum í viðkomandi landshluta.
Að stuðla að æskilegri landnýt-
ingu, náttúruvernd og fræðslu um
umhverfismál og að veita fræðslu
um náttúrufræði og aðstoð við
gerð náttúrusýninga.
Ráðinn for-
stöðumaður
Náttúrustofu
Reykjaness
’-.t; '''*
. . *
Nýtt sölu- og þjónustuumboð Heklu í Reykjanesbæ er að Njarðarbraut
13 íNjarðvík.
Menningartengd
ferðaþjónusta
taka var undirritaður 5. nóvember
1999. Um var að ræða alverktöku
óg skiluðu íslenskir aðalverktakar
húsinu fullbúnu til notkunar.
Þetta nýja sýningar- og verk-
stæðishús Heklu er alls 860 fer-
metrar með 108 fermetra milligólfi.
Aðalhönnuður hússins er Sigríður
Sigþórsdóttir, arkitekt hjá Vinnu-
stofu arkitekta hf.
Opið verður laugardag kl. 12 til
17 og sunnudag frá kl. 13 til 17.
RÁÐSTEFNA um menningar-
tengda ferðaþjónustu verður hald-
in nk. laugardag á Hólum í Hjalta-
dal. Ráðstefnan er í tengslum við
Evrópuverkefnið GUIDE 2000 og
er á dagskrá Reykjavíkur - menn-
ingarborgar. Stóðréttir eru haldn-
ar sama dag í Skagafirði og munu
ráðstefnugestir heimsækja þær.
Um er að ræða samvinnuverk-
efni íslendinga, Dana, íra og ítala
og miðar að því að efla menningar-
tengda ferðaþjónustu, einkum í
dreifbýli. Unnið er að því að útbúa
fræðsluefni fyrir fólk í ferðaþjón-
ustu um hvernig hægt er að nýta
menningararf og samtímamenn-
ingu betur til að skjóta frekari
stoðum undir ferðaþjónustu. Mál-
þingið verður sett kl. 10.00 og
stendur til kl. 14.30.
Þar verður verkefnið kynnt og
lýst þeim afrakstri sem vænst er
að það skili. Þá munu fulltrúar
svæðanna kynna uppbyggingu
menningarferðaþjónustu hver á
sínu svæði - í Bornholm í Dan-
mörku, Pugliu á S-Ítalíu og Lime-
rick á Irlandi. Fulltrúar heima-
manna munu kynna þróun
menningartengdrar ferðaþjónustu
á Norðurlandi vestra og áform þar
að lútandi. Auk þess munu full-
trúar lista og menningar kynna
hugmyndir sínar um nánari teng-
ingu menningar, lista og ferða-
þjónustu á 21. öldinni. Boðið verð-
ur upp á menningarauka frá
heimamönnum inni í dagskrá.
Handverk á
Eyrarbakka
SUNNUDAGINN 17. sept. nk.
kl. 14-18 tekur á annan tug
handverksfólks þátt í sölusýn-
ingu í samkomuhúsinu Stað á
Eyrarbakka.
Selt verður kaffi og heitar
vöfflur.
Enn er hægt að bæta við
nokkrum sölubásum.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
Grísalundir „a la Camembert”
Fyrir 4
800 gr. grísalundir hreinsaðar
1 st. Camembert í bitum
300-400 gr. sveppir skornir í bita
1/2 I. rjómi
Kjöt & grill krydd frá Knorr
Svartur pipar
Kjötkraftur
Kryddið lundirnar vel með Kjöt & grill og eftir
smekk með svörtum pipar, brúnið á pönnu
í 1-2 mín á hvorri hiið. Setjið í ofn í 15 - 20 mín.
við 160 - 170°C.
Sveppirnir steiktir á sömu pönnu, Camembertinn
settur samanvið og rjóma bætt í. Látið sjóða í
5-10 mín. við vægan hita. Bætt með kjötkrafti.
Sósan tilbúin!
MEÐLÆTI:
2. kúrbítar skornir í grófa
bita og steiktir á pönnu í olíu.
Kryddið með salt og pipar
(1 tsk. sykur, má sleppa)
og berið strax fram.
Bakaðar kartöflur og ferskt
hrásalat.
Flugleiða
www.noatun.is
N O A T U N
NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • HÓLAGARÐI • HAMRABORG 14 KÓP. • HVERAFOLD • FURUGRUND 3, KÓP.
• ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 .AUSTURVERI • KEFLAVÍK.
A T U N
Sælkera
VBÍSlð*