Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðherra vill að skýrslutökur af yngri börnum fari fram í Barnahúsi
Farið fram á viðræður við
fulltrúa dómsmálaráðuneytis
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eft-
ir viðræðum við dómsmálaráðuneytið um fyrir-
komulag skýrslutöku yfir bömum, sem orðið hafa
fómarlömb kynferðisbrota, en í bréfi sem Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra ritaði dómsmálaráð-
herra 4. september síðastliðinn vai- stungið upp á
því að sá háttur yrði hafður á að allar skýrslutökur
yfir börnum yngri en fjórtán ára fæm fram í
Barnahúsi.
Eins og fram hefur komið staðfesti Hæstiréttur
á mánudag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um
að hafna kröfum réttargæslumanns ungi-ar stúlku
um að teknar yrðu skýrslur af henni í Barnahúsi
en ekki í húsakynnum héraðsdóms Reykjavíkur.
Kom fram í úrskurðinum að ekki væri hægt að
gera slíka kröfu, og einnig að aðstæður til skýrslu-
töku í héraðsdómi Reykjavíkur væm fullnægjandi.
Aðspurður sagði Páll að sér þætti miður hversu
tregir héraðsdómarar í Reykjavík væra til að nota
aðstöðu Bamahússins til skýrslutöku. Hann sagð-
ist ekki vita til þess að Hæstiréttur hefði gert sam-
anburð á aðstöðunni í héraðsdómi og í Barnahúsi,
„sem við teljum með því besta sem gerist í heimin-
um.“
Sagði hann að reynslan væri sú, frá því að
Bamahús var stofnað, að héraðsdómarar í Reykja-
vík vildu heldur taka sínar skýrslur í héraðsdómi
sjálfum. Reyknesingar notuðu Bamahúsið hins
vegar mikið og reyndar fleiri, t.d. héraðsdómarinn
á Norðurlandi eystra. „Fjórðungur af þeim
skýrslutökum sem gerðar hafa verið að undan-
förnu hefur farið fram í Barnahúsinu. Þó að dóm-
arar í Reykjavík kjósi að nota það ekki þá velja
margh- aðrir þann kostinn," sagði Páll.
Fyrsta tilraunatímabili Bamahúss
lýkur 1. nóvember
Páll sagði að sér myndi þykja það mjög slæmt ef
til þess kæmi að loka þyrfti Barnahúsi. Hér væri
hins vegar á ferðinni tilraunaverkefni, og fyrsta til-
raunatímabili lyki 1. nóvember næstkomandi.
Sagði hann að fyrir þann tíma myndi Bamavemd-
arstofa senda honum álitsgerð og tillögur um
hvemig framhaldinu skuli háttað. „Og ég bíð með
allar ákvarðanir þangað til ég sé þessa álitsgerð,“
sagði hann.
Ef til þess kæmi þá væri það í verkahring dóms-
málaráðherra að gera breytingar á hegningarlög-
um eða lögum um meðferð opinbema mála vegna
skýrslutöku yfir börnum. Sagðist Páll fúllviss um
að ná mætti samkomulagi um þessi mál og að
dómsmálaráðherra væri öll af vilja gerð að tryggja
að þolendur kynferðisbrota fengju sem besta og
mildilegasta þjónustu.
„Hvort hún fer út í það að breyta lögum eða
leggur fram tilmæli til dómaranna veit ég ekki,“
sagði hann. „Einfaldast væri auðvitað að hún beitti
áhrifum sínum við dómarana, að þeir reyni frekar
að beina yfirheyrslum í Barnahúsið, a.m.k. þegar
um yngstu bömin er að ræða.“
Benti hann á að þetta væri fyrst og fremst
spursmál um vilja dómara, þeim væri í sjálfsvald
sett hvort þeir létu framkvæma allar yfirheyrslur í
Barnahúsinu eða ekki.
Allsherjarnefnd tekur málið
væntanlega til umræðu
Þær Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður
félagsmálanefndar Alþingis, og Þorgerður K.
Gunnarsdóttir, formaður allsherjarnefndar, vom
sammála um það, þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við þær í gær, að þessi mál þyrfti að skoða of-
an í kjölinn. Kváðust þær báðar almennt heldur
hlynntar því að skýrslutökur fæm fram í Barna-
húsi en Þorgerður sagði að mat dómara hlyti hins
vegar alltaf að ráða. Það væri ekki löggjafans að
grípa fram fyrir hendur dómsvaldsins. Dómara-
stéttin væri að gera það sem henni væri heimilt
miðað við lagabókstafinn en það þýddi þó ekki að
ekki væri hægt að breyta lögum til að festa í sessi
þá reglu að skýrslutökur yfir börnum færu fram í
Barnahúsi. Sagði hún líklegt að farið yrði yfir þessi
mál í allsheijarnefnd þegar Alþingi kemur saman
að nýju nú í haust.
Norðurárdalur
Sveig'ði
frá kind-
um og
valt útaf
ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar
missti í fyrrinótt stjórn á bíl
sínum eftir að hafa sveigt frá
kindahóp sem var á þjóðveg-
inum.
Jeppinn lenti í lausamöl og
valt nokkrar veltur niður um
50 m snarbrattan vegkant og
hafnaði í árfarvegi Norðurár.
Ökumaðurinn, sem var í bíl-
belti, komst út úr bílnum og
upp á veg.
Bflar óku framhjá
Þar náði hann að gera vart
við sig en áður höfðu nokkrir
bílar ekið fram hjá honum en
niðamyrkur var á staðnum.
Slysið varð skammt ofan
Sveinatungu í Norðurárdal en
maðurinn var á Norðurleið.
Ökumaðurinn kenndi til
eymsla í hálsi og baki og var
fluttur á sjúkrahúsið á Akra-
nesi.
Sjúkrahús
Suðurlands
Verkfall
myndi raska
starfseminni
MAGNÚS Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður-
lands, kveðst vonast til þess að
vinnudeila ófaglærðra starfsmanna
við Heilbrigðisstofnun Suðurlands
leysist áður en til verkfalls kemur.
Þama er um að ræða um fimmtíu
starfsmenn. Magnús segir að verk-
fall myndi raska starfsemi sjúkra-
hússins. Vinnudeila sé alfarið í hönd-
um ríkissáttasemjara. Magnús vildi
ekki tjá sig um hvort grípa yrði til
lokana á deildum spítalans ef til
verkfalls kæmi.
Morgunblaðið/Kristín Geirsdóttir
Frétt bandaríska furðufréttablaðsins Weekly World News
N eanderthalmenn
búa á Akureyri
NEANDERTHAL-maðurinn dó
alls ekkert út fyrir þrjátíu og fimm
þúsund áram eins og vísindamenn
hafa fram að þessu talið. í helli í
nágrenni Akureyrar býr nefnilega
ellefu manna fjölskylda og hefur
það bara býsna gott, a.m.k. ef eitt-
hvað er að marka nýlega frétt
bandaríska furðufregnablaðsins
Weekly World News sem nálgast
má á Netinu.
í „frétt“ blaðsins frá 10. septem-
ber síðastliðnum er greint frá því
að íslenskt dagblað hafi flutt fregn-
ir af því í júní að eftirlitssveit úr ís-
lenska hemum hafi vegna veðurs
leitað skjóls í afskekktum helli í
norðurhluta íslands en fundið þar
fyrir ellefu manna Neanderthalfjöl-
skyldu. Er hellirinn sagður fjarri
öllum mannabyggðum, umlukinn
næstum ófærri íshellu.
Neanderthal-fjölskyldan er sögð
samanstanda af tveimur fullvöxn-
um karlmönnum, fjóram konum og
fimm börnum og mun heimili
þeirra, þ.e. hellirinn, hafa verið
furðu hlýtt enda staðsett í ná-
grenni eldfjalls. Fram kemur einn-
Fjölskyldan sem á að hafa fund-
ist í hellinum.
ig að skv. frétt hins íslenska dag-
blaðs hafi svo virst sem fólkið
veiddi sér hreindýr til matar og að
þau hafi í fyrstu verið óttaslegin
vegna heimsóknar hinna óboðnu
gesta en síðan sýnt þeim mikla
gestrisni.
Haft er eftir mannfræðingi sem
ber nafnið Olaf Norrkopinger að
skýringin á því hvers vegna þessi
hópur Neanderthalmanna hafi lifað
af án þess að nokkur hefði um það
grun geti falist í því hversu gífur-
lega strjálbýlt ísland er. Kveðst
hann hlakka til að komast nú að
hinu sanna um tengsl nútímannsins
við Neanderthal-manninn með
rannsóknum á erfðaefni fjölskyld-
unnar frá Akureyri.
Á hinn bóginn kemur fram í frétt
Weekly World News að íslenska
ríkisstjórnin hafi gert sitt besta til
að þagga niður þessi merku tíðindi.
Stjórnvöld hafi jafnvel neitað að
staðfesta fréttir íslenska ritmiðils-
ins. Afstaða stjórnvalda sé sú að
vernda verði fornmannafjölskyld-
una til að valda ekki lífsháttum
þeirra varanlegum skaða.
Félagslíf ungs
fólks á Höfn í
brennidepli
Hornafirði. Morgunblaðið.
„FÉLAGSLEGUR stuðningur við
unglinga og þá sem hans þurfa
geldur þess að við erum fyrsta
kynslóðin sem við hann glímir,“
sagði Þórólfur Þórlindsson pró-
fessor á ráðstefnu sem haldin var
á Hornafirði í gær um félagsstarf
unglinga.
Þórólfur sagði einnig að íslend-
ingar væru að fást við
alþjóðaunglingamenningu, fyrir-
tæki sem velta tugum milljarða á
því að selja unglingum og mark-
aðssetja fyrir unglinga. Iþróttafé-
lögin í landinu og tónlistarskólar
þurfi að endurskipuleggja starf
sitt með uppeldisleg viðmið í
huga. 8% íslenskra barna hafi
ekki efni á að taka þátt í íþrótta-
starfi. Áhersla íþróttafélaganna
sé á keppnisíþróttir og peningun-
um sé varið í þær. Skólinn gegni
orðið lykilhlutverki í félagsstarfí
og uppeldi barna og unglinga og
það hafí skaðað ímynd unglinga
hve fjölmiðlar hafa brugðið upp
neikvæðri mynd af þeim. Gjör-
samlega hafi brugðist að greina
frá því sem sé jákvætt.
Ráðstefnan var í alla staði fróð-
leg og gagnleg og á eftir að
hreyfa við þeim sem láta sig mál-
efni unglinga varða.
Ráðstefnan var haldin í Mána-
garði og var vel sótt af ung-
mennum og öðrum sem láta sig
unglingana varða. Ráðstefnu-
stjóri var Stefán Ólafsson fram-
kvæmdastjóri fræðslu- og félags-
sviðs.
Fjölmargir tóku til máls
Meðal þeirra sem fluttu erindi
voru Anna Margrét Ólafsdóttir,
sem fjallaði um þátttöku foreldra
í félagsstarfi, Erlendur Kristjáns-
son deildarstjóri í menntamála-
ráðuneytinu sem ræddi almenna
stöðu æskulýðsmála, Gísli Sverrir
Árnason forseti bæjarstjórnar
Hornafjarðar sem ræddi hlutverk
sveitarfélagsins gagnvai-t félags-
starfí unglinga, Jón Garðar
Bjarnason lögreglumaður, Birgir
Kjartansson félagsmálastjóri,
Guðmann Þorvaldsson kennari á
Eskifirði, Margrét Kristinsdóttir
nemi í Framhaldsskóla Austur-
Skaftafellssýslu, Hulda Laxdal
kennari, Hólmfríður Þrúðmars-
dóttir nemandi í Heppuskóla og 8
ára nemendur í Nesjaskóla.