Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 51 "tT. van Amsterdam. í öll þessi ár yljaði Kiistinn og fjöldi annarra manna, stundum þjóðin öll, sér við drauminn um fundna fjársjóði, hið fagra fley, sem líkt og fuglinn Fönix myndi reist úr sandinum og sigla um höfin blá. Að vísu eftir dálitla viðgerð í Skaftafells- fjöru. Kristinn er allur. Þó ekki á sama hátt allur og flestir menn. Minning- arnar tengdar honum meitlaðri, kraftmehi og litríkari en svo. Litur og kraftur sem ýtti við sagnamönn- um, íithöfundum og kvikmyndagerð- arfólki að leggja út aflífi Kristins. Við lesum og horfum en Kristinn Guð- brandsson lifði ævintýrið. Það var ómæld ánægja að fá að sitja á fremsta bekk og þá stundum að taka þátt í ævintýrinu. Hafðu þökk fyrir gamli félagi. Sigurður R. Helgason. Fallinn er í valinn knár kappi eftir váleg veikindi. í þeim vann hann mai’gar orrustur í byrjun. Fyrir rúm- um áratug sótti að honum nýr sjúk- dómur sem kom honum á knén. En í sumar brýndi maðurinn með Ijáinn spíkina og nú varð engum vörnum við komið. Lífshlaup Kristins einkenndist líka af baráttu. Hann stofnaði fyrh-tækið Björgun, sem í upphafi einbeitti sér að björgun strandaðra skipa en hasl- aði sér síðar meir völl á sviði jarð- efnadælingar bæði til sölu og land- vinninga. Er þar nú mikill gangur og fyrir tilstilli þeirra Björgunarmanna rís fagurt bryggjuhverfi í Grafai-vogi. Kristinn varð frægur um allt land vegna leitar sinnar og félaga að gull- skipinu svonefnda, hollenska stór- skipinu Het Wapen van Amsterdam sem strandaði á Skeiðarársandi. Skipið er enn ófundið þótt við leitina hafi verið beitt nýjustu tækni, oft á tíðum tækjum sem hönnuð voru af Kristni og félögum hans. Lax- og silungsveiði var eitt af að- aláhugamálum Kristins. Hann hóf að rækta sjóbirting með Snorra heitn- um Hallgrímssyni austur í Landbroti til að setja í lækinn sinn þar eystra. Þetta áhugamál þróaðist yfir í stór- fellda fiskh-ækt með stofnun Isnó. í öllum þessum fjölbreyttu störf- um komu frábærir hæfileikar Krist- ins vel í ljós. Hann laðaði til sín fram- úrskarandi samstarfsmenn, hafði sérstakt lag á að finna lausn á erfið- um vandamálum, smíðaði sjálfur eða lét smíða tæki til að ná þeim árangri sem keppt var að, var áræðinn en aldrei glannafenginn. Hann var harð- duglegur, þrautseigur og kvikur, manna kátastur á glaðri stund. Þegar svo veikindin sóttu að kom reynsla hans í starfinu að góðum not- um. Hann var síleitandi eftir úrræð- um, vílaði ekki fyrir sér að hendast vestur yfir haf, ef hann sá auglýstan betri hjólastól en hann átti fyrir. Hann lét aldrei bugast, fór í ferðalög með samstarfsmönnum sínum í Björgun og veiðiferðir með vinum sínum, var reyndar að skipuleggja eina slíka nokkrum dögum fyrir and- látið. Það var mikið áfall fyi'ir hann þegar Gyða kona hans og stoð og stytta í veikindunum féll frá eftir skamma sjúkdómslegu áiáð 1992. Þá varð honum til happs að fá sem ráð- skonu Leteciu Surban sem hefur annast hann af mikilli natni. Við veiðifélagai’nir vermum okkur við góðar minningar um Kristin, þökkum honum fyrir gestrisni og gleðistundir og ýmiss konar aðstoð á liðnum árum. Við Ásta sendum ætt- ingjum og Leteciu innilegar samúð- arkveðjur. Árni Kristinsson. Vinur okkar Kristinn Guðbrands- son forstjóri Björgunar ehf. er látinn. Við undhrituð hófum störf í Björgun með skömmu millibili sama ár fyrir nær 20 árum. Kynntumst við fljót- lega kostum Kristins en hann var sterkur og kraftmikill persónuleiki sem kom fram í allri hans ffamkomu. Tryggur og trúr var hann sínu fólki ásamt miklum höfðingsskap sem einkenndi hann alla tíð. Á þessum ár- um kynntumst við honum hraustum og sterkum, en einnig seinni árin glíma við veikindi og mikla fötlun og ekki minnkaði virðingin íyrir honum í öllum þessum raunum hans því orkan og hugurinn var með eindæmum Hann tók þátt í flestum uppákomum sem starfsmannafélagið stóð fyrir og taldi það ekki eftir sér að fara í ferðir innanlands sem utan og hafði hann mikla ánægju af því. Oft voru þessar ferðh- erfiðar fyrir hann, sérstaklega seinni árin, en hann hélt ávallt sínum virðuleika og lét ekki á neinu bera þrátt fyrir fötlun sína. Hann vai- samnefnari í fyrirtækinu. Með Kristni er fallinn mikill persónuleiki en minningin um hann lifir. Eigum við honum margt að þakka - ekki síst það að hafa fengið að kynnast honum og hans lífsviðhorfum , en Kiástinn var af gamla skólanum og trúði á framkvæmdasemi og skjót viðbrögð í flestum málum. Nú þegar leiðir skilja situr eftir ómæld virðing fyrir manni sem skilm- eftir sig vandfyllt skarð. Við vottum öllum aðstandendum okk- ar dýpstu samúð. Þórdís Unndórsddttir, Páll Karlsson. Á þessu ári eru liðin 36 ár síðan ég hitti Kristin Guðbrandsson fyi-st í fylgd með vinnuveitanda mínum Benedikt Magnússyni frá Vallá. Ekki sá ég það fyrir þá að við Kristinn ætt- um efth- að verða nánir samferða- menn og vinir í leik og starfi í heilan aldarþriðjung eins og raun vai’ð á. Mér varð sú samfylgd ævintýri lík- ust, um leið og kynni mín af Kristni þroskuðu mig og styrktu í störfum. Hann var stórhuga maður sem oftar en ekki fór ótroðnar slóðir og auð- naðist oft þess vegna að leysa úr mál- um þar sem aðrir höfðu þurft frá að hverfa. Það er ekki ofsögum sagt að á sviði skipabjörgunar, sem var hans stóra sérgrein, hafi hann náð að vera þjóð- sagnapersóna í lifanda lífí. Víst er að kunnátta hans og útsjónarsemi á því sviði var mikil og hafði það mikið að segja. Það segir þó ekki nema hálfa söguna um Kristin, mestu skipti að hann var fæddur foringi. Honum var það eiginlegt og sjálfsagt að vera fremstur og leiða aðra fram til bar- áttu jafnt í störfum sem við leika. Kristinn kunni einfaldlega ekki annað en að vera í fylkingarbrjósti. Hann var sannarlega kröfuharður á sína samstarfsmenn en ætlaði þeim þó aldrei annað en það sem hann var sjálfur reiðubúinn til fremstur meðal jafningja. Hættulegustu verkin leysti hann sjálfur. Slíkur foringi nær að virkja samstarfsmenn sína til mikilla verka. Þess vegna tel ég að Rristinn hafi oft náð að leysa verk þar sem aðrir höfðu þurft frá að hverfa. Þessi stóri hugur einkenndi Krist- in jafnframt í öllum hans tómstund- um. Hann var að sjálfsögðu einnig for- ingi á þeim vettvangi, kappsfullur en hvetjandi um leið og hann miðlaði okkur sem yngri vorum af reynslu sinni. Að ganga til leiks við sjóbirtings- veiðar í Tungulæk þeim ótrúlega stað sem hann skóp, voru fágæt forrétt- indi sem fáir njóta, í Guðbrandsdal er ævintýraheimur. Á þessum ævintýi’astað mætti Kristinn þeim örlögum fyrir liðlega áratug sem bundu hann við hjólastól sem eftir var. Það varð þessum eld- huga örugglega þungbært þótt ekki léti hann bugast við það né þá ára- löngu þrautagöngu þrotlausra til- rauna til einhvers bata. Það er mér ávallt ógleymanlegt þegar hann bauð okkur nokkrum fé- lögum til 70 ára afmælis síns í veiði í Þverá að sjá hann ganga til veiða af sama hug og ávallt áður þótt bundinn væri við hjólastól. Þótt hann þyrfti tvo aðstoðarmenn til að færa sig til í hjólastólnum á árbakkanum sló hann ekki af frekar en fyrri daginn og veiddi eins og alheill væri. Það eru margar aðrar minningai’ sem sækja að nú um stórbrotna sam- fylgd við einstakan mann, minninga- brot sem munu ylja mér og létta hug um ókomin ár. Að leiðarlokum þakka ég þau for- réttindi að hafa fengið að fylgja Rristni á vegferð í þriðjung aldar. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Kristins Guðbrandssonar. Víglundur Þorsteinsson. + Gyða Þorbjörg Jónsdóttir fædd- ist f Hafnarfirði 18. október 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. septem- ber sfðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Jóhannesson sjó- maður og Guðrún Kristjánsdóttir hús- móðir. Fósturfor- eldrar voru Þorgils Sigurðsson, bóndi á Kleifarvöllum og Þóra Jónsdóttir ráðskona hans. Gyða giftist Hilmari Sæberg Björnssyni skipstjóra 1939 og eignuðust þau eina dóttur, Björgu Þóru Sæberg. Hennar maður er Roberto Garza og eiga þau fjögur böm og búa í Kaliforníu. títfór Gyðu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú þegar haustar og litski’úðug blóm sumarsins visna og deyja, deyr Gyða frænka. Auðvet er líkja Gyðu við fallegt blóm því hún var alltaf svo fín í klæðaburði með þykka ljósa hárið sitt nýlagt og greitt. Indælt er að minnast þess þegar hún kom í heimsókn til okkar í Bogahlíðina. Ég beið með eftirvæntingu og fylgdist með henni þegar hún kom gangandi frá Þóroddsstöðum, þai’ sem Hafnar- fjarðarvagninn stopp- aði. Brátt fylltist heim- ilið kaffilykt, hlátra- sköllum og ilmvatns- lykt sem angaði lengi eftir að Gyða var farin. Það var alltaf jafn gaman að fara í heimsókn til Gyðu frænku, því þá fékk ég að skoða allar perlu- festarnar og glingrið sem hún átti. Alltaf var tekið vel á móti manni á Vesturgötunni þar sem hún bjó ein, síðustu ár- in, og ekki var hún að kvarta þótt heilsan væri ekki alltaf í lagi. Hugur Gyðu var mikið á Snæ- fellsnesi þar sem hún ólst upp. Nú seinni ár eftir að ég byrjaði í hesta- mennsku og hlustaði á lýsingar Gyðu hvernig hún tamdi fola sem enginn í sveitinni réði við, skildi ég að það sem hún gerði, er það sem kennt er á bændaskólum í dag. Ég hefði viljað sjá hana sem bóndakonu. Gyða var hörkudugleg kona, vann alla tíð úti. Eitt sinn heimsótti ég hana upp á spítala eftir uppskurð. Eðlilega var hún hálfslöpp en afsakaði sig með því að segja að blóðið sem hún hafði fengið skömmu áður væri örugglega úr einhverri bölvaðri letibikkju. Þeg- ar móðir mín dó fyrir 25 árum missti Gyða eina af sínum bestu vinkonum. Vonandi sitja þær núna einhvers staðar yfir kaffibolla hlæjandi og hafa sjálfsagt um margt að spjalla. Margrét Linda Gunnlaugsdóttir. Þegar ég fékk andlátsfregn Gyðu frænku minnar, gerðist það sem skeður sjálfsagt á slíkum stundum, minningarnar streyma í hugann. Ég minnist hennar, þegar hún kom vest- ur að Kleifarvöllum með Bíbí dóttur sína til sumardvalar. Hún kom með hlýjan og hressilegan andblæ inn á heimilið, svo falleg og svo fínt og smekklega klædd alltaf, það geislaði af henni glaðværð og kátínu. Hún hjálpaði til við öll störf á heimilinu úti og inni af miklum dugnaði, ásamt því að sinna sínum áhugamálum sem númer eitt voni hestamir. Hún fór í< útreiðartúr með Pöllu frænku og Hansínu. Ég man eftir þeim þeysa í hlaðið með miklum fyrh’gangi og glaðværð, eftir að hafa farið í útreið- artúr eða farið að hitta vini í sveit- inni. Hún var mikið náttúrubarn hún Gyða frænka mín, elskaði sveitina sína, dýiin og gróðurinn, Hvamm- inn, ána og brekkurnar. Henni varð tíðrætt um þetta allt, einkum síðari árin, þá var hugurinn mest fyrir vestan í sveitinni fögru. Ég minnist hennar einnig við fleiri störf. Þegar hún vann á matbarnum í Lækjar- götu og á fleiri veitingastöðum, það voru ekki slegin vindhöggin þar, rösk og glaðleg afgreiddi hún við- skiptavinina og öll vinna var hennfy sem leikur. Ég læt hér staðar numið þó af mörgu sé að taka. Við hjónin vottum Bíbí og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Hanna Lárusdóttir. GYÐA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR JOHANNES PÉTURSSON + Jóhannes Pét- ursson fæddist í Skjaldar-Bjarnarvík á Ströndum 3. ágúst 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 14. september. Með Jóhannesi Pét- urssyni er genginn sterkur persónuleiki, og eftir að hafa farið um Strandirnar þar sem hann óx upp og mótaðist, fannst okkur eðli- legt að hann væri eins og hann var. Handtakið þétta endurspegl- aði festuna, reisnina og alvöruna í fasinu og í augunum var lífsgleði og hlýja, sem maður skynjaði svo vel í návist hans. Hvergi, nema í húsum móðuraf- ans og ömmunnar, hafði okkum mæðginum fyrr verið tekið af jafn einlægri velvild og þegar við kom- um fyi-st í Hraunbæ til Jóhannesar og Kristínar, föðurafa og -ömmu Helga Hauks. Þannig hefur það verið æ síðan. Þótt hópurinn þeirra væri þá þegar stór var nægt hjartarúm fyrir fleiri. Þar var þeim rétt lýst, við vorum lán- söm að eiga þau að. Á fallegu heimili Jóhannesar og Kristínar er margt sem sýnir hve sterkar taugar tengdu Jóhannes æskustöðvunum í Skjaldabjarnar- vík og Reykjafirði og eins Ái’nes- hreppi, þar sem þau Kristín störf- uðu saman fyrstu búskaparár sín. Jóhannes gerði sér vel grein fyrir hversu saga og menning eyði- byggðanna á Ströndum og Horn- ströndum er sérstök, hann hafði frá mörgu að segja í þeim efnum en entist því miður ekki heilsa til að skrá og miðla öllu því sem hann vissi. Það er dýrmætt hverju barni að læra að þekkja uppruna sinn og það hlutverk afans að miðla til yngri kynslóðarinnar rækti Jó- hannes ekki síður en önnur. Helgi Haukur var svo lánsamur að njóta þess og um leið þess hve sá eldri var góður hlustandi og áhugasam- ur um allt sem sá yngri tók sér fyrir hendur. Það var því ekki sársaukalaust að koma í Hraunbæ og finna sætið hans afa autt þegar heilsan hafði brostið. Jóhannesi afa var því miður ekki ætlað að eyða efri árunum við grúsk og skriftir í bókaherberginu eða njóta lífsins enn um sinn með Kristínu ömmu, eins og hugur hans stóð til þegar hann stóð á sjötugu. Það var eins og hon- um hefði verið ætluð önnur leið, kannski til enn meiri þroska en ella. Nú er hann kominn á leiðar- enda og vísast til annarra starfa á öðru tilverusviði. Við mæðginin er- um ríkari af kynnum okkar við hann. Við sendum Kristínu ömmu, pabba/Hauki, Birni, Pétri, Hrönn, Guðmundi og Hilmi og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur, megi guð leiða þau í gegn um sorgina. Góðar minningar eru besti minnis- varðinn. Helgi Haukur og Elín. Jóhannes Pétursson var kvadd- ur í Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 14. september sl. Hann fæddist 3. ágúst 1922 í Skjald- ar-Bjarnarvík á Ströndum, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Péturs Friðrikssonar. Þangað voru þau þá nýflutt frá Hraundal. Áttu þau um langan veg að fara og erfiðan, þar á meðal yfir Drangajökul. Með þeim voru tvö elstu börnin, Guðmundur og Guðbjörg, en Sigríður bar þá Jóhannes undir belti. Þakkaði hann henni níræðri þann flutning með fögrum orðum í grein er hann ritaði. Bjuggu þau þrettán ár í Skjaldar-Bjarnarvík og eignuðust þar Friðrik, Matthías og Jón. Síð- an fluttust þau til Reykjarfjarðar í Árneshreppi og þar ólust börnin öll upp. Ungur maður fór Jóhannes 'v- Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi. Síðar fór hann í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófi. I Reykjavík kynntist hann konu sinni, Kristínu Björnsdóttur, ungri og fallegri stúlku sem flutti með honum til Finnbogastaða, Árnes- hreppi, þar sem hann var skóla- stjóri í sex ár. Þaðan fluttu þau til Reykjavíkur og kenndi hann þar við Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla til eftirlaunaald- urs. Kristín og Jóhannes eignuðust sex mannvænleg börn og mörg barnabörn. Þau keyptu íbúð í Álf- heimum, en síðan byggðu þau hús . í Hraunbæ 77 og einnig íbúð sem börn þeirra nutu góðs af. Má nærri geta að Jóhannes hefur unnið mikið fyrir utan kennsluna, enda sagði Kristín, kona hans: „Enginn veit hvað hann Jóhannes hefur unnið mikið.“ Minnisstæð eru mér heimboðin hjá þeim hjónum, bæði í Álfheimum og Hraunbæ, eftir að ég kom í vina- hópinn sem mágkona Jóhannesar. Oft hafði ég vitað myndarlegar húsmæður, en sjaldan sem Krist- ínu. Skemmtilegur siður og mér lítið kunnugur var þegar heimboðin voru af einhverju tilefni; stúd- entspróf barnanna eða aðrir. viðburðir. Þá bauð Jóhannes allá velkomna og sagði nokkur orð í til- efni dagsins. Þó man ég best eftir silfurbrúðkaupinu, hvað hann sagði fallega frá því þegar þau hjónin gengu ung í sólskini um Hljómskálagarðinn og opinberuðu trúlofun sína. Sú trúlofun entist til æviloka og vakti Kristín yfir manni sínum í veikindum hans eins og góður engill. Ég kveð Jó- hannes Pétursson með þakklæti og aðdáun. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum._
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.