Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 47
4
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 47
MENNTUN
1
i
i
Tvær til Dublin
-lokaútkall
Allar konur sem kaupa verðlaunabílinn Matiz fá flug og gistingu
fyrir sig og bestu vinkonu sína til Dublin í haust
með Samvinnuferðum Landsýn.
Samvinnuferðir
Landsýn
-hannaöur utan um þig
Vagnhöfða 23 . Sfmi 587 O 587
Akureyri: Bílasalan Ós - Hjalteyrargötu 10 - Simi 4621430
Opið: Vagnhöfða 09 - 18 virka daga og 10-16 laugardaga • Kringlunni fimmtudaga til 21, laugardaga 10-18 og sunnudaga 13-17
Friðarmenning/Friðarstund nýrrar aldar í nafni Sameinuðu þjóðanna verður 19. sept.
Víða um veröld verður friðurinn hugleiddur í hljóði. Gunnar Hersveinn segir frá viðburð-
um á alþjóðadegi friðar SÞ og áskorun um friðarmínútu íslenskra grunnskólabarna.
• MÁL og menning hefur sent frá
sér Tölfræði með tölvum sem er
ný kennslubók í tölfræði, hugsuð
fyrir áfangana STÆ 314 og STÆ
414 og mætir þeim kröfum sem ný
námskrá gerir fyrir þá áfanga.
Bókin hentar einnig nemendum á
æðri skólastigum sem ekki hafa
nægan undjrbúning í tölfræði. Höf-
undamir, Ásrún Matthíasdóttir,
Stefán Árnason og Sveinn Sveins-
son, hafa kappkostað að gera efnið
aðgengilegt og skýrt, segir í frétt
frá útgáfuiýrirtækinu. Mikill fjöldi
verkefna og dæma er bókinni, og í
lok hvers kafla eru viðbótar-
verkefni. Ennfremur er hér að
fínna allar lausnir og svör. Sérstök
áhersla er lögð á tölvunotkun við
verkefnavinnuna.
Bókin er 183 bls., prentuð í
prentsmiðjunni Odda hf. Alda Lóa
Leifsdóttir gerði kápuna. Verð
bókarinnar er 2.699 kr.
• Úter komin hjá Máli og menn-
ingu kennslubókin Landafræði -
maðurinn, auðlindirnar og um-
hverfíð eftir Peter Östman (aðal-
höf.), Olof Barrefors, Kalju Luks-
epp, Lenu Molin og Sture Öberg.
Bókin er ætluð til kennslu á
framhaldsskólastigi og bætir úr
þeim skorti sem verið hefur á góðu
kennsluefni í þessari grein. Jónas
Helgason, kennari við Menntaskól- *
ann á Akureyri, þýddi og staðfærði
bókina.
Bókin skiptist í tólf kafla. Fjallað
er m.a. um kortagerð, lýðfræði,
berggrunn jarðar, vatnsbúskap,
loftslag, gróðurfar, landbúnað,
þéttbýlisskipulag og þróunarlönd.
Lýst er hvemig ólík svæði heims
em háð hvert öðra í viðskiptum,
samgöngum og öðram samskipt-
um. Skýr framsetning er í bókinni.
í rastagreinum era tekin lyrir sér-
stök málefni og tekin dæmi til að
skýra efnið enn frekar. í hverjum
kafla era yfirlitsspumingar fýrir
nemendur sem grípa á öllu efni
kaflans. Bókin geymir fjölmargar
Ijósmyndir, kort, töflur og
skýringarmyndir. Við lok hvers
kafla er umfjöllun um íslenska hlið
viðkomandi efnis. Ásamt Jónasi
Helgasyni skrifuðu um íslensk efni
sérfræðingamir: Áshiidur Linnet,
Áskell HeiðarÁsgeirsson, Edward
Huijbens, Guðrún Gísladóttir, Guð-
rún Halla Gunnarsdóttir, Guðrún
Ólafsdóttir, Helgi Torfason, Karl
Benediktsson, Matthildur Elmars-
dóttir, Þórdís Sigurðardóttir og
Örn Sigurðsson. Fyrirhugað að
setja upp verkefnabanka í tengsl-
um við bókina á vefslóð Máls og
menningar, www.malogmenning.is.
Bókin er373 bls., prentvinnsla
var íprentsmiðjunni Odda hf.
Kápu gerði Margrét E. Laxness.
Verð bókarinnar er 4.990 kr.
Aftast f. v.: Edda kennari, Eli'as, Hafþór, Viktor, Benedikt, Magnús, Amar, Ásmundur, Birldr og Sigursteinn. Mið:
Haraldur, Sigrún, Elínborg, Birgitta, Anna og Þórgunnur. Fremst: Halldóra, Salvör, Hlín, Ólöf, Margrét og Edda.
Fáni
friðar
Sameinuðu þjóðimar efndu til
keppni meðal bama aðildar-
ríkjanna um friðarfána til að
flagga á alþjóðafriðardegi SÞ.
(sjá: http://www.un.org/
Pubs/CyberSchooIBus/
peaceflag/results/ind-
ex.html). Vinningshafinn var
Mateja Pmnk, 12 ára íbúi í
Slóveníu. Myndin á fánanum á
að merkja sameiginlegt mengi
jarðar og sólar. Hvor himin-
hnötturinn um sig þarf á hin-
um að halda að mati höfundar.
Sólin gefur jörðinni jákvæðan
kraft og jarðarbúum bjartsýni.
Fána Mateja Pmnk verður
flaggað í fyrsta sinn í New
York þriðjudaginn 19. septem-
ber.
Hægt er að skoða fleiri fána
sem komu til greina á áður-
nefndri slóð. En hefð er hjá
Allsherjarráði SÞ að fá skóla-
böm í heimsókn í aðal-
bækistöðvamar í New York til
að flagga friðar- og þjóðfán-
um.
Bömin í 6-E vonast til að sem
flest skólaböm á landinu geti hug-
leitt frið þessa hljóðu íslensku mín-
útu á þriðjudaginn.
Lengsta friðarljóð veraldar
19. september verður þingi alls-
herjarráðs SÞ í New York jafnframt
afhent lengsta friðarljóð veraldar
sem ritað er á yfir 70 tungumál. Haf-
ist var handa við Ijóðið árið 1996
undir forsjá Melindu Gohn
(www.peacepoem.com). Skólaböm
hvaðanæva úr heiminum hafa samið
það ásamt fullorðnum. Bömin í 6-E í
Melaskóla sömdu nýlega friðarljóð
af þessu tilefni fýrir Islands hönd og
er það hluti af friðarljóðinu langa
sem afhent verður forseta allsherj-
arráðsins og frú Nane Annan strax á
eftir friðarmínútunni í New York.
Frú Annan var viðstödd þegar verk-
efnið um friðarljóðið var opinberað
SÞ á í september árið 1997. Hér er
íslenskt dæmi úr friðarljóðinu:
Friður er ekki bara friður heldur
góðlyndi og hljóð.
Friður er til að sofa vel og vakna
þegar maður viU.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
• Hvaða áhrif getur hugleiðing
jarðarbarna haft á friðarkraftinn?
• Getur lengsta ljóð sem samið hefur
verið haft áhrif á friðarmenningu?
Þriðjudaginn
19. september árið
2000 verður gerð
athyglisverð tál-
raun. Sameinuðu þjóðimar
helguðu árið 2000 friðar-
menningu og áratuginn
2001-2010 friðarmenningu handa
bömum þessa heims (Intemational
Decade for a Culture of Peace and
Non-Violenee for the Children of the
World), og þær skora á kennara og
ungmenni að hugleiða friðinn klukk-
an 12 þriðjudaginn 19. september.
Markmiðið er að sjá iýrir sér veröld
rósemdar og senda í hljóðri mínútu
friðarbylgju um heimsbyggðina. 19.
september er friðardagur árþús-
undamótanna (Millennium Peace
Day). Verkefnið hér nefnist Friðar-
mínútan.
Dagurinn er valinn með sam-
þykkt allsherjarráðs SÞ frá árinu
1981 í huga um að þriðji þriðjudagur
septembermánaðar verði árlega al-
þjóðadagur friðar í heiminum. Árið
1995 samþykkti svo bamaþing á
vegum SÞ að hlustið á bömin-dag-
urinn, (Hear the ChUdren Day) yrði
þennan sama dag. 19. september ár-
ið 2000 vUja böm m.ö.o. að kennarar
og aðrir fullorðnir hlýði á skoðanir
þeirra og hugmyndir um betri ver-
öld og mannleg samskipti.
Fyi-ir ári var stofnaður friðar-
bekkur í 5-E í Melaskóla í Reykja-
vík, og hvatti hann Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur tU að helga 1.
janúar 2000 friði. Borgarstjórinn tók
áskorunni og hann varð dagur friðar
í Reykjavík. Núna hvetur friðar-
bekkurinn (www.peaceclub.com)
6-E í Melaskóla kennara og nem-
endur í öUum skólum á landinu tíl að
kynna sér alþjóðadag SÞ um frið
(Intemational Day of Peace) og
hlustið á bömin-daginn, með því að
skoða eftirfarandi vefslóð:
www.wethepeoples.org/peaceday/
og einnig að lesa bréfið „Calling All
Schools and Peace Lovers World-
wide“ á slóðinni www.people4-
peace.com/idp/wpps.htm).
TUlaga er um að haga athöfninni á
þessa vegu: Klukkan 12 á hádegi (í
hverju landi) kunngerir valinn nem-
andi í bekk eða kennari eft-
irfarandi: „Við munum núna
í nafni Sameinuðu þjóðanna
leggja okkar af mörkum á
friðardegi aldamótanna,
með því að sjá fagra veröld í
hljóðri mínútu; heim friðar
og sældar öUum tíl handa.“ Þegar
mínútan er liðin munum við segja
saman orðin: „Megi friður ríkja á
jörðinni.“ - „Þakka ykkur iýrir að
rétta hjálparhönd og að vUja reisa
heim varanlegs friðar.“
Vonast er til að þessi gjömingur
verði a.m.k. fluttur af ungu fólki í 32
löndum. Sums staðar verður einnig
fleira uppi á teningnum eftir að mín-
útan er liðin; bjöllum hringt, kveikt á
kertum, sungið eða farið í göngu.
Nýjar bækur
Heimsfriður
í stundaglasi