Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 47
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 47 MENNTUN 1 i i Tvær til Dublin -lokaútkall Allar konur sem kaupa verðlaunabílinn Matiz fá flug og gistingu fyrir sig og bestu vinkonu sína til Dublin í haust með Samvinnuferðum Landsýn. Samvinnuferðir Landsýn -hannaöur utan um þig Vagnhöfða 23 . Sfmi 587 O 587 Akureyri: Bílasalan Ós - Hjalteyrargötu 10 - Simi 4621430 Opið: Vagnhöfða 09 - 18 virka daga og 10-16 laugardaga • Kringlunni fimmtudaga til 21, laugardaga 10-18 og sunnudaga 13-17 Friðarmenning/Friðarstund nýrrar aldar í nafni Sameinuðu þjóðanna verður 19. sept. Víða um veröld verður friðurinn hugleiddur í hljóði. Gunnar Hersveinn segir frá viðburð- um á alþjóðadegi friðar SÞ og áskorun um friðarmínútu íslenskra grunnskólabarna. • MÁL og menning hefur sent frá sér Tölfræði með tölvum sem er ný kennslubók í tölfræði, hugsuð fyrir áfangana STÆ 314 og STÆ 414 og mætir þeim kröfum sem ný námskrá gerir fyrir þá áfanga. Bókin hentar einnig nemendum á æðri skólastigum sem ekki hafa nægan undjrbúning í tölfræði. Höf- undamir, Ásrún Matthíasdóttir, Stefán Árnason og Sveinn Sveins- son, hafa kappkostað að gera efnið aðgengilegt og skýrt, segir í frétt frá útgáfuiýrirtækinu. Mikill fjöldi verkefna og dæma er bókinni, og í lok hvers kafla eru viðbótar- verkefni. Ennfremur er hér að fínna allar lausnir og svör. Sérstök áhersla er lögð á tölvunotkun við verkefnavinnuna. Bókin er 183 bls., prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Alda Lóa Leifsdóttir gerði kápuna. Verð bókarinnar er 2.699 kr. • Úter komin hjá Máli og menn- ingu kennslubókin Landafræði - maðurinn, auðlindirnar og um- hverfíð eftir Peter Östman (aðal- höf.), Olof Barrefors, Kalju Luks- epp, Lenu Molin og Sture Öberg. Bókin er ætluð til kennslu á framhaldsskólastigi og bætir úr þeim skorti sem verið hefur á góðu kennsluefni í þessari grein. Jónas Helgason, kennari við Menntaskól- * ann á Akureyri, þýddi og staðfærði bókina. Bókin skiptist í tólf kafla. Fjallað er m.a. um kortagerð, lýðfræði, berggrunn jarðar, vatnsbúskap, loftslag, gróðurfar, landbúnað, þéttbýlisskipulag og þróunarlönd. Lýst er hvemig ólík svæði heims em háð hvert öðra í viðskiptum, samgöngum og öðram samskipt- um. Skýr framsetning er í bókinni. í rastagreinum era tekin lyrir sér- stök málefni og tekin dæmi til að skýra efnið enn frekar. í hverjum kafla era yfirlitsspumingar fýrir nemendur sem grípa á öllu efni kaflans. Bókin geymir fjölmargar Ijósmyndir, kort, töflur og skýringarmyndir. Við lok hvers kafla er umfjöllun um íslenska hlið viðkomandi efnis. Ásamt Jónasi Helgasyni skrifuðu um íslensk efni sérfræðingamir: Áshiidur Linnet, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Edward Huijbens, Guðrún Gísladóttir, Guð- rún Halla Gunnarsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Torfason, Karl Benediktsson, Matthildur Elmars- dóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson. Fyrirhugað að setja upp verkefnabanka í tengsl- um við bókina á vefslóð Máls og menningar, www.malogmenning.is. Bókin er373 bls., prentvinnsla var íprentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Margrét E. Laxness. Verð bókarinnar er 4.990 kr. Aftast f. v.: Edda kennari, Eli'as, Hafþór, Viktor, Benedikt, Magnús, Amar, Ásmundur, Birldr og Sigursteinn. Mið: Haraldur, Sigrún, Elínborg, Birgitta, Anna og Þórgunnur. Fremst: Halldóra, Salvör, Hlín, Ólöf, Margrét og Edda. Fáni friðar Sameinuðu þjóðimar efndu til keppni meðal bama aðildar- ríkjanna um friðarfána til að flagga á alþjóðafriðardegi SÞ. (sjá: http://www.un.org/ Pubs/CyberSchooIBus/ peaceflag/results/ind- ex.html). Vinningshafinn var Mateja Pmnk, 12 ára íbúi í Slóveníu. Myndin á fánanum á að merkja sameiginlegt mengi jarðar og sólar. Hvor himin- hnötturinn um sig þarf á hin- um að halda að mati höfundar. Sólin gefur jörðinni jákvæðan kraft og jarðarbúum bjartsýni. Fána Mateja Pmnk verður flaggað í fyrsta sinn í New York þriðjudaginn 19. septem- ber. Hægt er að skoða fleiri fána sem komu til greina á áður- nefndri slóð. En hefð er hjá Allsherjarráði SÞ að fá skóla- böm í heimsókn í aðal- bækistöðvamar í New York til að flagga friðar- og þjóðfán- um. Bömin í 6-E vonast til að sem flest skólaböm á landinu geti hug- leitt frið þessa hljóðu íslensku mín- útu á þriðjudaginn. Lengsta friðarljóð veraldar 19. september verður þingi alls- herjarráðs SÞ í New York jafnframt afhent lengsta friðarljóð veraldar sem ritað er á yfir 70 tungumál. Haf- ist var handa við Ijóðið árið 1996 undir forsjá Melindu Gohn (www.peacepoem.com). Skólaböm hvaðanæva úr heiminum hafa samið það ásamt fullorðnum. Bömin í 6-E í Melaskóla sömdu nýlega friðarljóð af þessu tilefni fýrir Islands hönd og er það hluti af friðarljóðinu langa sem afhent verður forseta allsherj- arráðsins og frú Nane Annan strax á eftir friðarmínútunni í New York. Frú Annan var viðstödd þegar verk- efnið um friðarljóðið var opinberað SÞ á í september árið 1997. Hér er íslenskt dæmi úr friðarljóðinu: Friður er ekki bara friður heldur góðlyndi og hljóð. Friður er til að sofa vel og vakna þegar maður viU. Morgunblaðið/Ami Sæberg • Hvaða áhrif getur hugleiðing jarðarbarna haft á friðarkraftinn? • Getur lengsta ljóð sem samið hefur verið haft áhrif á friðarmenningu? Þriðjudaginn 19. september árið 2000 verður gerð athyglisverð tál- raun. Sameinuðu þjóðimar helguðu árið 2000 friðar- menningu og áratuginn 2001-2010 friðarmenningu handa bömum þessa heims (Intemational Decade for a Culture of Peace and Non-Violenee for the Children of the World), og þær skora á kennara og ungmenni að hugleiða friðinn klukk- an 12 þriðjudaginn 19. september. Markmiðið er að sjá iýrir sér veröld rósemdar og senda í hljóðri mínútu friðarbylgju um heimsbyggðina. 19. september er friðardagur árþús- undamótanna (Millennium Peace Day). Verkefnið hér nefnist Friðar- mínútan. Dagurinn er valinn með sam- þykkt allsherjarráðs SÞ frá árinu 1981 í huga um að þriðji þriðjudagur septembermánaðar verði árlega al- þjóðadagur friðar í heiminum. Árið 1995 samþykkti svo bamaþing á vegum SÞ að hlustið á bömin-dag- urinn, (Hear the ChUdren Day) yrði þennan sama dag. 19. september ár- ið 2000 vUja böm m.ö.o. að kennarar og aðrir fullorðnir hlýði á skoðanir þeirra og hugmyndir um betri ver- öld og mannleg samskipti. Fyi-ir ári var stofnaður friðar- bekkur í 5-E í Melaskóla í Reykja- vík, og hvatti hann Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur tU að helga 1. janúar 2000 friði. Borgarstjórinn tók áskorunni og hann varð dagur friðar í Reykjavík. Núna hvetur friðar- bekkurinn (www.peaceclub.com) 6-E í Melaskóla kennara og nem- endur í öUum skólum á landinu tíl að kynna sér alþjóðadag SÞ um frið (Intemational Day of Peace) og hlustið á bömin-daginn, með því að skoða eftirfarandi vefslóð: www.wethepeoples.org/peaceday/ og einnig að lesa bréfið „Calling All Schools and Peace Lovers World- wide“ á slóðinni www.people4- peace.com/idp/wpps.htm). TUlaga er um að haga athöfninni á þessa vegu: Klukkan 12 á hádegi (í hverju landi) kunngerir valinn nem- andi í bekk eða kennari eft- irfarandi: „Við munum núna í nafni Sameinuðu þjóðanna leggja okkar af mörkum á friðardegi aldamótanna, með því að sjá fagra veröld í hljóðri mínútu; heim friðar og sældar öUum tíl handa.“ Þegar mínútan er liðin munum við segja saman orðin: „Megi friður ríkja á jörðinni.“ - „Þakka ykkur iýrir að rétta hjálparhönd og að vUja reisa heim varanlegs friðar.“ Vonast er til að þessi gjömingur verði a.m.k. fluttur af ungu fólki í 32 löndum. Sums staðar verður einnig fleira uppi á teningnum eftir að mín- útan er liðin; bjöllum hringt, kveikt á kertum, sungið eða farið í göngu. Nýjar bækur Heimsfriður í stundaglasi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.