Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Um 3.600 manns siirna landamæravörslu á 66 stöðvum í Finnlandi Mikið um flutninga milli Finnlands og Rússlands Kirjálahérað Finnlands í suðausturhluta landsins liggur að Rússlandi. Fyrir utan að vera fallegt svæði sem dregur til sín ferðamenn fara þar um mikil viðskipti landanna. Jóhannes Tómasson var þar á ferð um síðustu helgi. Morgunblaðið/jt Lappeenraiita er falleg borg við sunnan við Saimaa-vatnið í Kirjálahéraði Finnlands. Þar og í Imatra eru eins konar hlið ESB til Rússlands. BÆIRNIR Lappeenranta og Imatra eru í suðurhluta Kirjálahéraðsins eða Suður-Karelíu í suðausturhomi Finnlands, en þaðan er stutt að landamærunum við Rússland. Mest- ur hluti Karelíu er Rússlandsmegin en þetta landsvæði hefur ýmist til- heyrt Finnum eða Rússum síðustu tvær aldirnar. Saimaa-vatnið liggur að báðum áð- umefndum bæjum en það er talið stærsta vatnasvæði í Evrópu. Að- dráttai-afl bæjanna byggist líka að nokkm leyti á vatni. Annai-s vegar er það skipaskurður sem grafinn var milli Saimaa-vatnsins og Kirjála- botns eða Finnska flóa eins og þeir nefna hann. Hann var fyrst grafinn um miðja síðustu öld en endurnýjað- ur árið 1969. Þar sem hann liggur að hálfu á rússnesku landi varð að semja við Rússa um verkið og það gerði Kekkonen forseti árið 1963 en aldar- afmælis hans var einmitt nýlega minnst í Finnlandi. Skurðurinn er um 40 km langur og með átta stigum en hæðarmunurinn er rúmlega 70 metr- ar. Aðdráttarafl í tvær aldir Hitt aðdráttaraflið em Imatra- flúðimar í samnefndum bæ þar sem áin Vuoksi fellur úr Saimaa-vatninu og rennur suður í Ladoga-vatn í Rússlandi, austan við Kirjálahéraðið. Flúðirnar hafa verið aðdráttarafl í yf- ir 200 ár því Katrín II keisaraynja í Rússlandi heimsótti þær árið 1772. Reyndar em þær núna dálítið gervi- legar ef svo má að orði komast þar sem raforkuver var þyggt við Saim- aa-vatnið árið 1923. Áin var stífluð og haldið aftur af vatninu í stóm lóni. Árfarvegurinn er því þum á nokkur hundmð metra kafla en vatni hleypt á hann með látum á hverjum degi allt sumarið en vikulega þegar hausta fer. Suður-Kirjálahéraðið er mikið ferðamannahérað og sérstaða svæð- isins er meðal annars sú að þama mætast ólíkir menningarheimar austurs og vesturs. Sérstaða Imatra er meðal annars sú að um bæinn fara miklir flutningar og viðskipti og fyrir utan stál, timbur og rafmagn er mikið um að ferðamenn fari þar um og líti yfir landamærin. Lappeenranta og Imatra em líka skóla- eða tæknibæir og í Imatra er líka árleg djasshátíð og vel kynnt. Einu landamæri ESB að Rússlandi Landamæri Finna að Rússlandi em einu landamæri Evrópusam- bandsins sem liggja að Rússlandi. Um þau fara árlega um fimm milljón- ir manna, langmest Finnar og Rúss- ar, en nokkuð misjafnt er frá einni stöð til annarrar hvort hlutfall Finna eða Rússa er hærra. „Landamærin em alls um 2.500 km löng og um 1.200 km liggja að Rúss- landi,“ segir Mauno Homanen, yfir- maður á landamærastöðinni í Imatra, þar sem hann hefur starfað í fimm ár. Varsla landamæra er umfangsmikið Komið hefur verið upp minnismerki um þær þúsundir Finna sem féllu í AUs starfa 3.600 manns við Iandamæravörslu Finna á 66 stöðvum. stríði Finna og Rússa í Lappeenranta. Myndin er frá stöðinni við Imatra. Imatra-flúðimar bera aðeins nafn með rentu þegar vatni er hleypt á þær einu sinni á dag yfir sumarið. Annars er vatnið geymt í lóni vegna raforkuframleiðslu sem þar hófst árið 1923. eins og áskilið er í samningum. „Um 3.600 manns starfa við landamæravörsluna, á landa- mærastöðvunum, hjá strand- gæslunni og við eftirlit út lofti og þessir aðilar sinna einnig leitar- og björgunarstarfi," segir Homanen og bætir við að í því skyni séu hafðar æf- ingar með hliðstæðum aðilum hjá Eystrasaltslöndunum. Yfir 60 landamærastöðvar Mauno Homanen stýrir landamæra- vörslu á Imatra-stöðinni. verkefni sem stýrt er af innanríkis- ráðuneytinu, og sækja Finnar reglu- lega fundi og ráðstefnur með fulltiú- um ESB-landa og þeir taka upp Sehengen-eftirlit 25. mars á næsta ári Á landamærastöðvunum fer fram tvíþætt eftirlit vegna umferðar fólks um þær. Ann- ars vegar kanna landamæra- verðir skilríki og pappíra og hins vegar annast tollverðir sitt eftirlit. Hafa þeir aðstöðu til að taka stóra sem litla bfla í hús til rækilegrar leitar. Alls eru landamærastöðvar Finna 66 og hafa þær yfir að ráða 11 þyrlum, jafnmörgum skipum, tveimur flugvélum og 160 hundum. Yfirstjómin hefur aðsetur í Helsinki og þar fer einnig fram þjálf- un landamæravarða. Landamærun- um er skipt í svæði og er Imatra á suðaustursvæðinu. Landamæri svæðisins era 226 km löng og undii- Imatra-stöðina fellur 26 km kafli og segir Mauno Homanen að sá kafli sé genginn á hverjum degi yfir sumarið, að minnsta kosti einu sinni á dag. Um 400 þúsund manns fóra um Imatra á síðasta ári og stefnir í að þeir verði heldur fleiri i ár. Um 80% þeirra era Finnar og er ástæða ferð- arinnar oft sú að kaupa eldsneyti og jafnvel ýmsar aðrar vörar í Svedog- orsk sem era veralega ódýrari en Finnlandsmegin. Um 13% fólksins era Rússar og er vaxandi hluti þeiira ferðamenn. Nokkuð er einnig um að Rússar heimsæki sölumann í Imatra sem sérhæfir sig í verslun með notuð heimilistæki. Mikið um ferðamenn Þá er talsvert um að Finnai' fari yf- ir um sem ferðamenn, meðal annars til að vitja þeirra staða í Kii'jálahér- aðinu þai' sem forfeður þeirra bjuggu. Aðeins era rúmlega 200 km frá Helsinki til landamæranna en auk þess sem margir fara um Imatra era margir sem fara sunnar og heim- sækja þá til dæmis borgimar Vyborg eða Wiipuri og Pétursborg. Monica Saariinen, leiðsögumaður á svæðinu, segir að Rússar séu mjög hjálplegir og gestrisnir þegar Finnar heimsækja byggðirnar í þessum er- indagjörðum. Frá Imatra er stutt til Svetogorsk, bæjar með um 16.000 íbúa, en þar er m.a. pappírsverks- miðja með stai'fsmenn frá ýmsum löndum auk Rússlands. Útlending- amir búa í Finnlandi og fara því dag- lega um landamærin. Um stöðina fara líka árlega um 1.800 flutningalestir en Finnar kaupa bæði timbur og hráefni til stálvinnslu af Rússum. I Imatra era bæði pappír- sverksmiðja og stálverksmiðja en íbúafjöldi bæjarins er um 30 þúsund. Miklu fremur tækifæri en ógnun Leiðsögumaðurinn, Monica Saar- iinen, sem býr í borginni Haima skammt frá landamæranum, segir að hún fái stundum þá undarlegu spum- ingu frá kunningjum sínum annars staðar í Finnlandi hvort hún sé ekki hrædd að búa svo nálægt Rússlandi. „Það skil ég aldrei, ég lít miklu frem- ur á Rússland sem tækifæri en ógn- un,“ segir hún, enda hefur hún fram- færi sitt af því að skipuleggja ferðir tfl Vyborg og Pétursborgar og fer þangað alloft á ári hverju sem leið- sögumaður. Nokkrar tölur um Finnland ► Landið er um 340 þúsund km2 að flatarmáli. ► Um 65% landsins er þakið skógi. ► Tölur um fjölda vatna eru á reiki og era þau talin verða 34.000 og allt upp í 188 þúsund. ► Meðalhæð mikils hluta landsins yfir sjó er um 152 metrar. ► Hæsta fjall Finnlands er Halti í norðurhlutanum sem er 1.328 m hátt. ► Meðalhiti á sumrin er um 20° í suðurhluta landsins og ör- lítið lægri nyrðra. ► Algengt verð á bensíni er 89 kr. og dísilolíu 66,50 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.