Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 33
LISTIR
Borgarleikhúsið
Emhver í
dyrunum
I KVOLD frumsýnir Leikfélag
Reykjavíkur nýtt íslenskt leikrit,
„Einhver í dyrunum" eftir Sigurð
Pálsson í leikstjórn Kristínar Jó-
hannesdóttur. Leikritið fjallar um
móðursjúka stórleikkonu sem hefur
lokað sig af á heimili sínu og neitar að
fara út á meðal fólks. Einóður maður
hennar, sem vinnur í eftirlitsiðnaðin:
um, er fastur í sinni þráhyggju. I
dyrnar koma óboðnir gestir, m.a.
ungur maður, sem dáð hefur leikkon-
una frá barnsaldri. Móðir hans kem-
ur einnig við sögu, og ennfremur fyr-
irsæta, sem minnir hana óþægilega á
fortíðina. Kristbjörg Kjeld leikur að-
alhlutverk í sýningunni en þetta er
jafnframt í fyrsta sinn sem hún leik-
ur á vegum Leikfélags Reykjavíkur.
Skáldið Sigurður Pálsson er fætt á
Skinnastað í Óxarfirði 30. júlí 1948 og
lærði leikhúsfræði, kvikmyndastjórn
og bókmenntir í París. Hann lauk
maítrise og DEA (fyrri hluta dokt-
orsgráðu) í leikhúsfræðum og hefur
sent frá sér fjölda ljóðabóka, skáld-
sögur, fjölmargar þýðingar og leik-
rit. „Einhver í dyrunum" er þriðja
verkið sem Sigurður skrifar fyrir
Leikfélag Reykjavíkur, hin eru „Hót-
el Þingvellir" (1990) og „Völundar-
hús“ (1997). Blár þríhyrningur, ný
skáldsaga, kemur út í haust hjá JPV
forlagi. Sigurður býr í Reykjavík.
Leikarar í „Einhver í dyrunum"
eru Björn Ingi Hilmarsson, Edda
Björgvinsdóttir, Guðmundur Ingi
Þoi'valdsson, Kristbjörg Kjeld og
Morgunblaðið/Þorkell
Kristbjörg Kjeld og Björn Ingi Hilmarsson í hlutverkum sínum.
Sigurður Karlsson. Hljóðmynd: Ólaf- Adolfsdóttir. Leikmynd: Stígur „Einhver í dyrunum" er á dagskrá
ur Örn Thoroddsen. Lýsing: Lárus Steinþórsson. Hár og förðun: Sóley Reykjavíkur - menningarborgar
Bjömsson. Búningar: Stefanía Björt Guðmundsdóttir. Evrópu árið 2000.
Nýjar bækur
• I leiftri dagnnna er eftir
Agnar Þórðarson.
Agnar tekur upp þráðinn frá
bók sinni I
vagni tímans
og heldur
áfram að rekja
minningar sín-
ar, einkum frá
sjöunda ára-
tugnum. Hann
hefur komið
víða við, ekki
bara skrifað
leikrit og
skáldsögur og unnið á Lands-
bókasafninu, heldur er hann ef-
laust eini íslendingurinn sem
hefur starfað bæði fyrir sendi-
ráð Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna.
I bókinni segir Agnar frá
kynnum sínum af ýmsum sam-
ferðamönnum og því sem borið
hefur fyrir augu á ýmsum ólík-
um stöðum í heiminum, auk
þess sem hann deilir með les-
endum vangaveltum um ótal
bækur.
Meðal þeirra sem Agnar
bregður upp mynd af eru þjóð-
sagnapersónur á borð við Vil-
mund landlækni og dr. Björn
Karel, Gunnlaug Scheving og
Kjarval. Halldór Laxness er sí-
nálægur á síðum bókarinnar og
einnig eru raktir heimssöguleg-
ir viðburðir þessara ára, svo
sem París 1968 og vorið í Prag.
í leiftri daganna er 352 bls.,
unnin í Danmörku. Gunnhildur
Björnsdóttir gerði kápuna. Út-
gefandi er Mál og menning.
Verð: 1799 kr.
Agnar
Þdrðarson
[
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 - 40. útdráttur
1. flokki 1990 - 37. útdráttur
2. flokki 1990 - 36. útdráttur
2. flokki 1991 - 34 útdráttur
3. flokki 1992 - 29. útdráttur
2. flokki 1993 - 25. útdráttur
2. flokki 1994 - 22. útdráttur
3. flokki 1994 - 21. útdráttur
Koma þessi bréf tiL innlausnar 15. nóvember 2000.
ÖLl númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess
eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt
í dagblaðinu Degi föstudaginn 15. september. UppLýsingar
um útdregin húsbréf Liggja frammi hjá íbúðalánasjóði,
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
Ibúðalánasjóður
Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800
AUK k700d21-309 sia.is