Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Kristinn Guð-
brandsson, for-
stjóri Björgunar hf.,
betur þekktur sem
Kristinn í Björgun
fæddist í Raknadal
við Pateksfjörö hinn
13. júní árið 1922 og
ólst upp á Tálkna-
firði. Hann lést á
heimili sínu, Smára-
rima 108, Reylqavík,
hinn 6. september
síðastliðinn, 78 ára
að aldri. Foreldrar
hans voru Guð-
brandur Jónatans-
son skipstjóri og Kristín Har-
aldsdóttir húsmóðir. Hann
eignaðist sjö systkini. Sammæðra
var Anton Lundberg Waage, f.
19.6. 1905, d. 28.11. 1982; Elín
Guðbrandsdóttir, f. 4.8. 1911, d.
4.8.1983; Olga Guðbrandsdóttir, f.
9.6. 1913, d. 15.6. 1914; Haraldur
Guðbrandsson, f. 29.6. 1915; Lára
Guðbrandsdóttir, f. 7.7. 1918, d.
6.1. 1994; Herbert Guðbrandsson,
f. 15.11. 1920; Jónatan Guðbrands-
son, f. 26.1.1926, d. 30.9.1978.
Kristinn kvæntist Gyðu Þórdísi
Þórarinsdóttur kjólameistara árið
Eftir fráfall móður minnar, Hrefnu
Bryndísar Þórarinsdóttur, eftir erfið
veikindi tóku Kristinn og Gyða, sem
var systir móður minnar, mig að sér.
Þau báðu mig að kalla sig pabba og
mömmu sem ég gerði eftir það.
Margs er að minnast úr uppeldinu, en
þó fyrst og fremst þess að mér var
strax tekið sem þriðja syninum og
bróðumum á heimilinu.
Það sem einkenndi pabba og
mömmu öðru fremur var það traust
og væntumþykja sem þau veittu
ásamt þeim lífskrafti sem þau gáfu
frá sér. Það var hægt að treysta því
sem sagt var, orð skyldu standa.
Pabbi skólaðist til í skóla lífsins,
fékk berkla ungur maður sem hann
barðist við og hafði betur. I gegnum
þykkt og þunnt var baráttuviljinn
ódrepandi, bjartsýnin alltaf fyrir
hendi. „Að gefast upp“ var ekki til í
orðasafni pabba. Þrátt fyrir þetta var
hann farsæll og aðgætinn í því sem
hann tók sér fyrir hendur, þótti
stundum áhættuglaður en trúði á það
sem hann var að fást við, leitaði ráða
og framkvæmdi hlutina.
Það var mikill söknuður í fjölskyld-
unni þegar mamma lést, snerti alla
djúpt og honum var fráfall hennar
mikill missir.
Árið 1987 slasaðist pabbi og vegna
slyssins þurfti hann að gangast undir
fjölda aðgerða næstu árin á eftir,
okkur bræðuma minnir 24 aðgerðir.
Enn og aftur kom baráttuviljinn í
ljós, hann lét þetta ekki koma í veg
fyrir að lifa lífinu með þeim forsend-
um sem það gaf honum hverju sinni,
fór í ferðalög með starfsmönnum
Björgunar erlendis sem innanlands,
nú síðast í vor. Hann fór í veiðiferðir
með veiðifélögum vor og haust eins
og áður. I haust stóð til að fara í-
1943, f. 6.7. 1922, d.
18.2.1992. Eftirlifandi
synir þeirra eru auk
fóstursonar: 1) Þórar-
inn, f. 21.4. 1944, var
kvæntur Guðrúnu
Sveinsdóttur, f. 28.2.
1948. Börn þeirra eru:
Gyða Þórdís, maki Jó-
hannes V. Reynisson.
Sveinn Rúnar, maki
Sigríður Lára Har-
aldsdóttir. Kristinn
G., maki Guðrún
Hjaltalin Jóhannsdótt-
ir. Þórarinn og Guð-
rún eiga sex barna-
böm. 2) Kristinn, f. 11.6. 1944,
maki Sigríður Gunnarsdóttir, f.
27.10. 1955. Þau eiga þijár dætur:
Aðalheiður, maki Walther Ehrat.
Kristín og Valdís. 3) Fóstursonur
Kristins og Gyðu og jafnframt
systursonur hennar er Sigurður
Þór Kristjánsson, f. 30.1. 1956,
maki Ágústa Lárusdóttir, f. 23.7.
1958, börn þeirra eru Atli Þór og
Hrefna Lára.
Kristinn hóf snemma sjó-
mennsku og byijaði á togara árið
1938. Fjórum árum síðar varð
hann leigubflstjóri í Reykjavík en
veiðiferð og í ferðalag erlendis.
Hann fann lausn á hverri stundu
sem hæfði honum, engin uppgjöf. Til
marks um baráttuna lét hann keyra
sig í vinnuna fárveikan tveimur dög-
um áður en hann lést.
Það var mikill og góður skóli að al-
ast upp á heimilinu og kynnast þeim
lífsviðhorfum sem pabbi og mamma
höfðu. Betri skóli var ekki til. Pabba
er nú sárt saknað.
Sigurður Þór.
Elsku afi, þá er komið að leiðai'lok-
um. Þegar ég lít til baka er margs að
minnast. Þær minningar sem eru þó
efst í huga mér eru þær stundir sem
ég átti með þér og ömmu í
Guðbrandsdal og ekki má gleyma
Skugga,hundinum ykkar, sem var
ómissandi þáttur í tilverunni þar. Þú
þeysandi um á fjórhjólinu á leiðinni
niður að læk að veiða og alltaf mátti
krúsin hennar ömmu sinnar, eins og
amma kallaði mig, sitja með þér á
hjólinu og taka þátt í veiðimennsk-
unni. Fyrstu veiðistöngina fékk ég
auðvitað frá þér og ömmu sem smá-
polli. Litla appelsínugula stöngin
reyndist hin mesta aflastöng og með
þína leiðsögn í farteskinu hvað varðar
veiðiskapinn. Fyrir þessar stundir
allar og mikiu fleiri til vil ég þakka
þér. Síðustu ár voru þér erfið sökum
heilsubrests, en þú lést ekki deigan
síga og það held ég lýsi þínum stór-
brotna karakter best. Þrátt fyrir oft á
tíðum mikla vanheilsu varst þú fyrsti
maður til að staðfesta þátttöku í árs-
hátíðarferðir Björgunar á erlendri
grundu. Það var líka fastur liður und-
anfama áratugi hjá þér að bjóða vin-
um þínum í veiðitúr austur á vorin og
haustin og það breyttist ekki þrátt
árið 1944 hóf hann útflutning á
brotamálmum, jámi og skipum.
Fyrirtækið Björgun hf. stofnaði
hann árið 1952 og stjómaði hann
m.a. sem framkvæmdastjóri þess,
björgun á tugum skipa við Is-
landsstrendur á næstu áratugum.
Helsta starfssvið fyrirtækisins
varð síðan rekstur sanddæluskipa,
dýpkunarframkvæmdir og malar-
nám á hafsbotni. Kristinn varð for-
sljóri Björgunar hf. árið 1981 og
gegndi hann þeirri stöðu fram til
síðasta dags.
Kristinn varð þjóðfrægur þegar
hann ásamt Bergi Lámssyni hóf
leit að hinu hollenska gullskipi,
Het Wapen van Amsterdam, upp
úr 1970 en leitin stóð hæst fram á
miðjan níunda áratuginn.
Kristinn var einnig þekktur sem
frumkvöðull í tilraunum með fiski-
rækt en tilraunir hans og dr.
Snorra Hallgrímssonar læknis
hófust fyrir rúmum fjörutíu ámm.
Stofnuðu þeir fiskeldisfyrirtækið
Tungulax ásamt Eyjólfi Konráð
Jónssyni á sjöunda áratugnum og
áratug síðar varð Kristinn einn af
stofnendum fiskeldisfyrirtækisins
ísno. hf.
Kristinn var gerður að heiðurs-
félaga í Landssambandi fiskeldis
og hafbeitarstöðva árið 1989 fyrir
brautryðjendastarf í fiskeldi.
títför Kristins fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
fyrir að þú gætir ekki tekið af fullum
krafti þátt í veiðimennskunni hin síð-
ustu ár, þú fórst austur meira af vilja
en mætti og var það núna í vor sem
klúbburinn fór síðast.
Elsku afi, þetta voru kveðjuorð
mín tU þín þar sem ég stikla á stóru.
Það er af mörgu að taka á viðburðar-
íkri ævi þinni og ég vona í hjarta
mínu að nú hafir þú og amma, sem
lést fyrir aldur fram og þú saknaðir
svo sárt, og Skuggi sameinast í ein-
hverri paradís sem er í líkingu við
paradísina fyrir austan.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Atli Þór Sigurðsson.
Elsku, elsku afi okkar, nú er ferða-
lag þitt hafið. Nú loks eftir rúm átta
ár þá sameinist þið amma aftur.
Aidrei var hægt að hugsa sér annað
en ömmu og afa í Norðurbrún sem
eina heild - það voruð þið. Við höfum
sest niður og velt því fyrir okkur; jú
jú, ýmislegt gekk á, mikil harka og
mildi vinna í gegnum tíðina, en hjóna-
band ykkar og samvinna var traust,
það mikið traust að oft vitnum við í
það við systkinin. Elsku afi, nú hefur
þú loks fengið frið og ert þjáningar-
laus - þvílík elja og baráttuþrek er þú
barst með þér fram til dauðadags.
Ekki vorum við há í lofti er við byrj-
uðum að vinna hjá þér í Björgun, öll
okkar hvert og eitt lærðum að vinna
hjá afa, það var góður skóli - ef ekki
sá besti. Er við vorum lítfl fórum við
mjög oft austur í Tungu í Landbroti
eða afasveit eins og við kölluðum
hana, minningin úr sveitinni mun
okkur aldrei gleymast, þið amma
kennduð okkur svo margt og okkur
var strax gert Ijóst að ekki fengjum
við svona litlir krakkar að veiða,
hrópa og kalla við lækinn eins og okk-
ur sýndist eða langaði. Okkur var
kennt að bera virðingu fyrir náttúr-
unni, og þessa auðlegð erum við að
bera í okkar böm. Afasveit var engin
venjulega sveit, Guðbrandsdalur,
náttúran, ósinn, sandurinn og veiðin.
Ferðir í hálekk niður á ósa í sjóbirt-
ingsveiði, þetta var sannkallað ævin-
týri. Er við systkinin ásamt fjöl-
skyldum okkar fórum austur
síðastliðið sumar þá buldu þvflíkar
spumingar yfir, frá bömunum okkar.
Hvemig er það, gerði Kiddi lángafi
allt þetta, af hverju gerði hann þetta
svona? Öll tækin í sveitinni minna á
gullgröftinn og einnig þótti börnum
okkar hræðilegt að vita að langafi
þeirra slasaði sig hér í sveitinni fyrii-
13 'fa ári síðan. Svo er það fiskeldið,
afi var einstakur frumkvöðull. Elsku
afi, margt og margt rifjast upp, við
vorum svo einstaklega heppin að fá
nánast að alast upp í kringum ykkur.
Eins og með marga aðra vomð þið
amma ótrúlega stór partur af okkar
lífi, nú er þeim kafla lokið en minn-
ingarnar lifa og lifa áfram til afkom-
enda okkar. Elsku afi, við vitum að þú
og amma vakið yfir bömum okkar,
sofðu rótt.
Takk fyrir allt og allt elsku afi okk-
ar.
Deyrfé
deyjafrændur
deyrsjálfurhiðsama.
En orðstír
deyr aldreigi
þeimersérgóðangetur.
(ÚrHávamálum.)
Gyða Þórdís, Sveinn Rúnar og
Kristinn Guðbrandur.
Það var gæfudagur í lífi mínu þeg-
ar leiðir okkar Kristins Guðbrands-
sonar lágu fyrst saman fyrir meira en
þremur áratugum, en það var fyrir
atbeina vinar okkar beggja og náins
samstarfsmanns Kristins, Eyjólfs
Konráðs Jónssonar, síðar alþingis-
manns. Kristinn var þá á hátindi
starfsævi sinnar, löngu landsfrægur
fyrir frækileg afrek við björgun
skipa, en hann var einnig brautryðj-
andi í fiskeldi í samvinnu við einkavin
sinn, Snorra Hallgrímsson lækni.
Var ógleymanlegt að fara með þeim
austur í Landbrot, kynnast áhuga
þeirra á fiskrækt og ferðast með
Kristni um óravíddir hinna sunn-
lensku ægisanda, þar sem hann hafði
marga hildi háð við náttúruöflin. Síð-
an hefur það verið árviss upplyfting
og gleðigjafi að fara með Kristni og
nokkmm góðum vinum austur í búst-
að hans við Tungulæk til náttúru-
skoðunar og sjóbirtingsveiði.
Mér hefur oft fundist Kristinn
Guðbrandsson öðrum mönnum frem-
ur dæmigerður fyrir þá stökkbreyt-
ingu sem varð á lífi og starfi Islend-
inga á síðari hluta tuttugustu ald-
arinnai'. Úr sárri fátækt kreppu-
áranna og með lágmarksskólagöngu
að baki varð hann að fara að sjá fyrir
sér sjálfur strax eftir fermingu með
hörkuvinnu bæði á sjó og landi. Ný
tækifæri blöstu við ungum mönnum,
þegar tæknibylting gekk yfir landið á
stríðsárunum, en þá komu brátt í Ijós
afburðahæfileikar og hugkvæmni
Kristins varðandi allt sem við kemur
vélum og tækni. Á þessum hæfileik-
um ásamt stjómsemi og dugnaði
byggðist árangursríkt starf hans að
björgun skipa og víðtækur rekstm-
fyrirtækisins Björgunar hf. á mörg-
um sviðum allt til þessa dags.
En Kristni var ekki nóg að vera
farsæll athafnamaður og reka arð-
bært fyrirtæki. Hann var ekki síður
maður hugsjóna og stórra drauma,
og hann var alltaf að leita á vit nýrra
ævintýra. Kom þetta fram í brenn-
andi áhuga hans á uppbyggingu fisk-
eldis hér á landi, svo að ekki sé talað
um leitina að gullskipinu margfræga,
sem hvarf í Skeiðarársand fyrir
þremur öldum. Og það var ekki sízt
þessi sterki strengur ævintýra-
mannsins sem gerði hann að svo
óvenjulegum og heillandi persónu-
leika.
Kristinn Guðbrandsson var glæsi-
menni, karlmannlegur í framgöngu,
en þó hlýlegur og gamansamur.
Hann virtist sem kjörinn til forustu
hvar sem hann fór, en þó laus við allt
yfirlæti, merkilegt sambland af
traustum íslenzkum alþýðumanni og
heimsborgara. Það voru grimm örlög
að þessi tápmikli maður skyldi þurfa
að lifa síðasta áratug ævinnar við
vaxandi fötlun og veikindi, en sá bar-
áttuvflji og þrek sem hann sýndi í
þessu mótlæti allt til loka var ef tfl vill
skýrasti vitnisburðurinn um það
hvern mann hann hafði að geyma.
Fyrir vini hans er nú skarð fyrir
skildi.
Jóhannes Nordal.
í dag er til moldar borinn kær
bróðir og tengdabróðir og það er
margs að minnast frá æskuárunum
þegar við vorum að alast upp, bæði á
Patreksfirði og svo í Tálknafirði. Það
var margt brallað á þeim árum, til
dæmis þegar við vorum á skaki í
sundinu og ýmislegt fleira.
Ég man eftir því þegar við fórum á
skektunni hans föður okkar út í
snurvoðarann, sem var í firðinum, til
að vita hvort við gætum fengið fisk,
því það hafði verið tregt hjá okkur í
sundinu, þá vorum við þrír á skekt-
unni, þú, ég og sá þriðji var vinur
okkar, hundurinn Gip, þá vorum við
ungir og óreyndir. Við fórum um borð
í snurvoðarann og skildum skektuna
eftir við endabaujuna og vininn okkar
hann Gip þar um borð, en þegar við
komum að baujunni aftur þá var
skektan á sínum stað en Gip horfinn.
Þá greip okkur mikil hræðsla og við
gleymdum alveg erindinu og fórum
að leita, kalla og hrópa á Gip en fund-
um ekkert. Það voru daprir drengir
sem komu heim án þess að hafa fund-
ið vin sinn. En svo birti heldur betur
yfir okkur þegar við lentum í fjör-
unni, komið framundir miðnætti og
allir sofnaðir á heimilinu, þá er það
vinur okkar hann Gip sem tekur á
móti okkur í fjörunni. Hann hafði
synt tfl lands og þá létti okkur mikið.
Þeirri tilfinningu og gleði sem var hjá
okkur yfir að hitta vin okkar heilan á
húfi ætla ég ekki að lýsa. Þetta er
bara lítil saga sem lýsir vel þínum
innri manni, Kiddi minn.
Það er margs að minnast, við vor-
um hressir strákar og vorum ekki
alltaf kynir og vorum með smá
prakkarastrik sem ég fer nú ekki að
festa á blað, en við urðum að vinna,
það var okkur kennt og ekkert gefið
eftir. Þú fórst snemma að heiman tfl
sjós, fyrst fórst þú á línubát frá Pat-
reksfirði, þá nýfermdur. Svo nokkru
seinna á togara frá Patreksfirði, þar
sem þú varst þar til þú fórst suður og
hófst þína starfsemi, sem er búin að
standa síðan og mun standa áfram
um ókomin ár og mun lýsa þinni
framtakssemi og framsýni, sem þú
áttir svo mikið af.
Alltaf var gott að koma til ykkar
Gyðu í heimsókn og oftast var gist
hjá ykkur þegar við komum suður og
dvöldum oft mai'ga daga í senn.
Við samhryggjumst Þórami,
Kristni og Sigurði og fjölskyldum
þeirra í þeirra miklu sorg og biðjum
góðan Guð að styrkja þau.
Kæri bróðir og vinur, nú ert þú
kominn á ókunnar slóðir þar sem þú
hittir alla þá sem voru þér kærir og
sem farnir eru. Ég segi far þú í friði,
friður Guðs blessi þig.
Herbert og Málfríður.
„Eigum við ekki að taka negluna
úr bátnum, róa lífróður, og vita hvort
við náum landi?“ Við vorum úti á
miðjum Patreksfirði, ég og Kristinn,
sagði mér Þóroddur Sigurðsson
vatnsveitustjóri, „tólf ára leikfélag-
ar“. Hugmyndin var Kristins. Við
rérum lífróður, og viti menn, bátur-
inn kenndi grunns um leið og vatnaði
yfir þófturnar. Ævintýrin fylgdu
Kristni Guðbrandssyni hvert sem
hann fór. Kæmu þau ekki af sjálfu
sér, þá lét hann þau bara gerast. Tók
áhættu, var heppinn og færi eitthvað
úrskeiðis var tekið á því af ómældu
kappi, þori og bjartsýni.
Kristinn var hár og herðabreiður,
samsvaraði sér vel, glettni í augum
og stutt í bros. Karlmenni. Líkaminn
féll vel að skapgerðinni, ævintýrinu
og áræðinu. Áhlaupamaður svo ham-
rammur að til álita kom þegar mest á
gekk að leggja á hann bönd. Mest
voru átökin í skipsströndum. Krist-
inn glímdi við og bjargaði um ævina
um það bil 80 skipum, flestum við
suðurströndina. Þar kynntist hann
sandinum, lærði á sandinn. Dró skip
á land. Gerði við. Dældi undan því og
sneri við á floti. Opnaði frá á flóði og
dró skipið á sjó.
Þeir sem voru svo heppnir að
heimsækja Kristin að Tungu í Land-
broti kynntust leifum strandtímabils
húsbóndans, heimilistækjunum sem
stóðu á hlaðinu við sumarhúsið: vöru-
bíl, ýtu, gröfu, vélskóflu og fleiru.
Tæki sem biðu útkalls í strand. Út-
köll sem urðu æ strjálli vegna mikilla
framfai'a í siglingatækjum og -tækni.
Skip hættu að stranda.
Á söndum suðurlands lagði Krist-
inn grunn að tveim ævintýrum sem
enn er ólokið. Hann eignaðist sand-
dælur til að auðvelda sér björgun
skipa sem hann nýtti til annarra
hluta í nafni Björgunar hf. Fyrst til
hafnardýpkana með dæluskipinu
Leó, síðar öflunar byggingarefna
með sanddæluskipunum Sandey,
Sandey II, Perlu og Sóley. Á þessu
sviði vann Kristinn síðari hluta
starfsævi sinnar.
Á suðurströndinni hófst einnig fyr-
ir 35 árum ævintýri ævintýra Krist-
ins, leitin að gullskipinu Het Wapen
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar gi'einar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu taii eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
KRISTINN
G UÐBRANDSSON