Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 53
BERTHA
KARLSDÓTTIR
+ Bertha Karlsdótt-
ir var fædd í
Reykjavík 16. maí
1921. Hún lést á heim-
ili sínu í Suðurhólum
18 hinn 5. september
síðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Inge-
borg Tengelsen frá
Arendal í Noregi og
Karls Markússonar
bryta. Þau bjuggu um
skeið í Reykjavík en
fluttu síðan til Ar-
endal með fimm börn
sín. Bertha og Markús
bróðir hennar ólust
hinsvegar upp í Reykjavík hjá for-
eldrum Karls, þeim Markúsi Þor-
steinssyni söðlasmið og konu hans,
Jóhönnu Sveinbjömsdóttur, sem
ættuð voru frá Gröf og Ási í Hmna-
mannahreppi en fluttust til Reykja-
víkur um 1890. Reistu þau húsið á
Frakkastíg 9 og bjuggu þar. Að
þeim látnum ólst Bertha upp hjá
Ásu Markúsdóttur, föðursystur
sinni, sem starfaði um áratuga-
skeið í Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar.
Bertha stundaði nám í hár-
greiðslu við Iðnskólann í Reykja-
vík og starfaði á hárgreiðslustofu
Kristínar Ingimundardóttur í
Kirkjuhvoli. Hún var áhugasöm
um íþróttir, stundaði fimleika og
starfaði á unglingsárum í sund-
deild Ármamis.
Bertha var heitbundin Antoni
B. Björassyni íþróttakennara, f.
6.6. 1921, en hann fórst með vél-
skipinu Hilmi 22.11.1943. Sonur
þeirra: Markús Örn útvarpsstjóri,
f. 25.5. 1943. Eiginkona hans er
Steinunn Ármannsdóttir skóla-
stjóri.
Nú, þegar hún tengdamóðir mín
Bertha Karlsdóttir hefur kvatt þenn-
an heim, leita á hugann ýmsar minn-
ingar frá liðnum árum. Fyrstu kynni
okkar voru fyrir um 30 árum þegar
ég, í fyrsta sinn, var kynnt sem vænt-
anleg tengdadóttir fyrir þeim Magn-
úsi og Berthu á þeirra fallega heimili
hér í Reykjavík þar sem hver hlutur
var á sínum stað og meðfædd smekk-
vísi húsmóðurinnar svo augljós.
Ég minnist þess hve kvíðin ég var
og ekki mjög upplitsdjörf fyrir þá
heimsókn en komst fljótt að því hvað
það var mikill óþarfi. Þar var mér tek-
ið opnum örmum og með mikilli alúð
og hlýju sem haldist hefur óbreytt öll
þessi ár.
Gestrisni var henni í blóð borin og
að taka með rausn og myndarskap á
móti öllum sem í heimsókn komu.
Einnig var hugsað meira um að
styrkja þá sem minna máttu sín í
þjóðfélaginu heldur en sjálfa sig.
Aldrei voru gerðar miklar kröfur
heldur látið nægja það sem til var.
Henni þótti vænt um sína gömlu
muni og ekki mátti skulda neinum
neitt.
Hún tengdamóðir mín hafði
ákveðnar og fastheldnar skoðanir á
hlutunum sem ekki þýddi mikið að fá
breytt. Hreinlyndi, dugnaðui- og
nægjusemi voru ríkjandi hjá henni
og að hugsa vel um fjölskyldu sína.
Muna eftir öllum afmælunum, gefa
gjafir og gleðja aðra.
Þótt dauðinn sé það eina sem vitað
er með vissu að bíður okkar allra er
maður alltaf jafn óviðbúinn þegar
einhver manni nákominn er kallaður
skyndilega á brott. Þannig var það
einnig núna, jafnvel þó að við vissum
vel að heilsan hennar Berthu var
orðin léleg og kraftarnir dvínuðu
smátt og smátt, sem óhjákvæmilega
leiddi til þess að áður en langt um liði
hefði hún þurft að leita eftir aðstoð
eða vist á stofnum, og við þær ráð-
stafanir ekki verið sátt. Sennilega
voru þessi endalok því þau sem hún
hefði helst kosið, að þurfa ekki að
leita á náðir annarra heldur hugsa
um sig sjálf og dvelja á sínu eigin
heimili þai- til yfir lauk. Því sama
heimili sem Magnús heitinn tengda-
faðir minn var staddur á þegar hann
yfirgaf þennan heim fyrir tæpum 17
árum.
Bertha giftist árið
1945 Magnúsi Jó-
hannessyni trésmið,
f. 9.12. 1920, d. 1.10.
1983. Hann var sonur
Jóhannesar Teitsson-
ar verksljóra og Guð-
rúnar Magnúsdóttur,
kennara og skáld-
konu, sem bjuggu í
Bolungarvík en fluttu
til Reykjavíkur á
styijaldarárunum.
Magnús starfaði við
húsasmíðar, vann hjá
embætti Húsameist-
ara ríkisins og síðar
sem deildarsljóri öryrkjamála hjá
Ráðningarstofu Reykjavíkurborg-
ar.
Böm Berthu og Magnúsar: 1)
Kai'l lögregluvarðstjóri, f. 19.10.
1945, kvæntur Vigdísi Auði Guð-
mundsdóttur sjúkraliða; 2) Guðrún
húsmóðir, f. 23.10.1947, gift Óskari
Sigurðssyni pípulagningameistara;
3) Magnús Hrafn verktaki, f. 4.5.
1950, lést af slysforum 12.11.1989;
4) Erla Kristín bankastarfsmaður,
f. 30.8.1956, gift Halldóri Jónssyni,
bifreiðarstjóra. Bamaböm Berthu
em 13 talsins og bamabamabömin
sömuleiðis 13.
Bertha og Magnús bjuggu í
Reykjavík, lengst af á Bústaða-
vegi 61, og vann hún húsmóður-
störf öll sín fullorðinsár. Þau hjón-
in tóku bæði virkan þátt í starfi
Sjálfstæðisflokksins og var Magn-
ús borgarfulltrúi um skeið og for-
maður í Óðni, félagi verkafólks og
sjómanna í Sjálfstæðisflokknum.
Útför Berthu Karlsdóttur fer
fram frá Fella- og Hólakirkju í
Breiðholti í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Ég veit að hún Bertha hefur feng-
ið góðar móttökur.
Ég kveð kæra tengdamóður mína
með virðingu og þökk.
Megi hún hvíla í friði.
Þín tengdadóttir,
Vigdís.
Elsku besta amma, nú ert þú
gengin til hinstu hvílu og innst inni
veit ég, að þú ert hvíldinni fegin,
enda ertu búin að inna þitt lífsstarf
vel af hendi og rúmlega það.
Það er alltaf svo erfitt að kveðja,
sérstaklega þá sem maður elskar.
Ég var að hugsa um þig síðast í
gær, að það væri nú best að kíkja á
hana ömmu á fimmtudaginn og bjóða
henni í bíltúr um miðbæinn eða að
kíkja aðeins í búð, sem þér fannst nú
ekkert leiðinlegt.
En því miður kom kallið fyrr og
eftir sitjum við hin, með söknuð í
hjarta og tárin í augunum.
Það eru á vissan hátt mikil við-
brigði, þegar maður áttar sig á því að
þín nýtur ekki lengur við, svo mikill
var hlutur þinn í lífi mínu eins og
annarra í fjölskyldunni.
Hugurinn reikar til baka um allar
liðnu stundirnar og öll jólaboðin sem
hafa verið ái’legur viðburður frá því
að ég man eftir mér. Hvað gerist
núna, engin amma til að hugsa um
fólkið sitt og halda fjölskyldunni
saman, þetta verða tómleg jól en
veistu hvað, amma? Ég er að hugsa
um að taka það bara að mér.
Þú naust þess að segja frá gamla
tímanum, uppvaxtarárunum, sam-
ferðafólkinu og ekki má nú gleyma
lífinu í bragganum og stríðsárunum
og hvað þið Gyða vinkona þín voruð
flottar, að allir strákarnir sneru sér
við og flautuðu á eftir ykkui'. Svo var
það nú styttan af hananum góða, sem
þú hafðir í horninu inni í eldhúsi.
Daginn sem hann var keyptur fór
ég með þér upp í búð, þetta var rétt
eftir páska að mig minnir. Það tók nú
tímann sinn að ákveða hvort þú ættir
að eyða í hann, en þú lést til leiðast
sem betur fór, því ánægð varst þú nú
með greyið, þegar heim var komið,
og þegar ég kom í heimsókn var ætíð
sagt: „Sérðu nú, Bertha mín, hvað
haninn er finn þarna í horninu?"
Ekki megum við gleyma vorinu
1997 þegar þú komst með mömmu og
pabba að heimsækja mig til Dan-
merkur. Það hefði mátt halda að þú
værir ekki komin til að vera í fríi og
slappa af.
Sólpallurinn var sópaður, grasinu
rakað saman og komið í poka, gólfin
skúruð og svona mætti lengi telja,
svona varst þú allt fram til síðasta
dags, þurftir alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni.
Búðarferðirnar eru einnig eftir-
minnilegar, sérstaklega ferðin í
Bilka þar sem persnerska mottan
var keypt, töfrateppið svokallaða.
Elsku amma, þú varst og ert af-
komendum þínum mikil fyrirmynd.
Heiðarleiki, eljusemi og dugnað-
ur, en um leið samúð með öllum þeim
sem minna máttu sín, voru allt sterk-
ir þættir í skapgerð þinni. Þetta eru
stór atriði sem við hin, sem yngri er-
um, ættum svo sannarlega að taka
okkur til fyrirmyndar.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom.heilögfyrirmynd,
kom,ljós,oglýstumér,
kom,líf,erævinþver,
kom,eilífð,bakviðárin.
(Þýð. V. Briem.)
Elsku pabbi, Gunna, Erla, Markús
og allir aðrir aðstandendur, þetta
eru erfiðir tímar. Amma hafði svo
sannarlega upplifað sinn hluta af
sorginni, og því vitum við að afi,
Maggi og allir aðrh' taka vel á móti
henni.
Ég kveð þig nú með söknuði og
hlýjum hug, hvíldu í friði og takk fyr-
ir allt.
Þín sonardóttir og nafna,
Bertha Karlsdóttir.
Bertha amma er dáin. Það er erfitt
að sætta sig við að þú skulir vera far-
in frá okkur. Hugur þinn leitaði oft
til okkar og barnanna, hvemig við
hefðum það og þú vildir fá að fylgjast
með og vita hvort allt gengi ekki vel
hjá öllum. Amma var einstaklega
dugleg þrátt fyrir að hún væri orðin
léleg til heilsunnar en það mátti ekki
minnast á að hún væri lasin, hún hélt
sínum venjum áfram af miklum
dugnaði. Það var svo gaman að koma
í jólaboðin sem þú lagðir þig alla
fram við að hafa sem best svo að öll
fjölskyldan gæti komið saman og
notið með þér. Elsku amma, nú ert
þú komin til afa og Magga frænda
svo við vitum að þér líður vel. Við
kveðjum ástkæra ömmu og lan-
gömmu og þökkum þér fyrir allt og
allt, biðjum góðan guð að blessa þig
oggeyma.
Bertha Kristín, Guðrún Eva,
Inge Lísa og Kristín Nicole.
íris Ebba, Július, Sara Ósk,
Samúel Óskar og Júlíus Davíð.
Þegar ég hugsa um ömmu koma
upp minningar sem eru mér ómetan-
legar. Ég minnist þess tíma þegar ég
var h'til og dvaldi um tíma fyrir austan
fjall hjá ömmu og afa þegar þau
bjuggu þar. Þá brölluðum við amma
margt saman. Við fórum í hjólreiða-
túra þar sem ég fékk að sitja á böggla-
beranum meðan hún hjólaði um
sveitavegina á fallegum sumardögum.
Amma elskaði sumarið, sólin og blóm-
in voru hennar uppáhald. Ég man þá
hvað mér fannst amma alltaf falleg,
með sína brúnu húð og hress og kát.
Þegar ég var komin á unglingsár
dvaldi ég aftur hjá ömmu og afa, þá
um vetrartíma, þar sem ég sótti
gagnfræðaskóla í næsta hverfi. Þó að
þetta hafi ekki verið langur tími naut
ég þess að hafa ömmu og afa út af
fyrir mig. Minningin um þennan
tíma er mér mjög dýrmæt því um-
hyggjan og viskan sem ég varð að-
njótandi mótaði mig sem einstakling
og var ómetanlegt veganesti í lífinu.
Mér var innrætt hjá þeim að mennt-
un væri máttur og ef ég lærði vel
gengi mér vel í lífinu. Amma sá alltaf
til þess að heimalærdómurinn gengi
fyrir öllu öðru og ég er henni þakklát
fyrir það.
Núna seinni ár leið oft langur tími
milli funda en alltaf var gleðin ósvikin í
andliti hennar þegar ég birtist, Það
var einmitt ætlunin að heimsækja
ömmu daginn sem ég vaknaði við
símhringingu og fékk þér íréttir að
hún hefði dáið daginn áður. Þá skildi
ég af hverju ég hafði hugsað stöðugt
um ömmu daginn áður, um tilhlökkun-
ina að hitta hana og tala um málverkið
sem hún hafði beðið mig að mála
nokkrum dögum áður. Ósk hennar var
að ég málaði blómamynd sem hún ætl-
aði að gefa Laugu í afmælisgjöf í þess-
um mánuði. Ég hafði einmitt farið og
valið litina og pappírinn daginn áður.
Amma mín, ég veit að við hittumst
daginn sem þú kvaddir þennan heim.
Þú varst hjá mér í huganum um dag-
inn og þú varst hjá mér í myndlistar-
búðinni þegar ég valdi litina í mál-
verkið sem ég á eftir að mála fyrir
þig. Ég veit núna að þú varst að
kveðja mig áður en þú færir til afa.
Ég kveð þig með söknuði elsku
amma mín.
Borghildur.
Mig langaði til að skrifa nokkur
orð um hana ömmu Berthu sem var
mér svo kær og alltaf til staðar þegar
eitthvað bjátaði á.
Það var gaman að koma á afmæl-
um hennar þegar fjölskyldan kom og
vinkonur hennar.
Það var mikið hlegið og talað um
gömlu dagana þegar þær voru ung-
ar, svona get ég haldið áfram lengi
lengi.
Svo voru það jólaboðin hennar
sem hún lagði sig svo mikið fram um
að öllum liði sem best í. Hún bakaði
margar kökur, allar mjög góðar, en
eftirminnilegastar af þeim eru
pönnukökumar hennar.
Hún fylgdist mikið með hvemig
mér og systur minni gengi í skólan-
um og íþróttunum.
Amma mín, ég gæti skrifað marg-
ar minningar um þig sem tækju
margar síður. Það er mikill söknuður
og mikið skarð sem eftir verður. Mig
langar að kveðja þig með litlu ljóði
sem ég orti ekki fyrir löngu.
Sískær af brautum bláum
brosandi augun þín.
Gullið glóandi krýnir geislalín
sem situr á skýjunum háum.
Hún fellur niður til jarðar
húnfellurniðurtilmín.
Hún skilar mér mörgu góðu
hún ersvohjartanshlý.
Hún skein með svo miklum ljómi
og unduifógrum hljómi.
AJlt og allir heyrðu,
hennar undurfagra tón.
Jörðinersúeina
semtekuralltogalla.
Dimm, djúp, sem gætir þín
elsku skæra stjama.
(Magnús Már Þorvarðarson.)
Magnús Már og Guðrún
Ragnheiður.
Bertha Karlsdóttir fæddist í
Reykjavík 16. maí 1921. Hún lést á
heimili sínu, Suðurhólum 18, hinn 5.
september síðastliðinn. Bertha ólst
upp hjá fóðursystur sinni Ásu Mark-
úsdóttur á Frakkastíg 9 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ingeborg '
Tingelsen, og Karl Markússon bak-
ari og síðar bryti í Reykjavík og Ar-
endal í Noregi. Bertha átti átta
systkini og tvo hálfbræður.
Hún stundaði almennt nám og
lærði síðan hárgreiðsluiðn en
stundaði þau störf lítið. Hún var
heitbundin Antoni Björnssyni
íþróttakennara og eignaðist með
honum einn son, Markús Örn. Ant-
on fórst með vélskipinu Þormóði í
febrúar 1943.
Bertha giftist Magnúsi Jóhannes-
syni, bróður mínum 10.3. 1945 og
eignuðust þau fjögur börn, Karl,
hann á þrjú böm. Guðrúnu, og á hún
fjögur böm. Magnús, hann lést af
slysförum 12. nóvember 1989. Hann ’ •
átti þrjú börn. Erlu Kristínu, og á
hún tvö börn.
Magnús Jóhannesson, eiginmaður
Berthu, lést 1.10.1983. Líf Bertu var
enginn dans á rósum, þungt heimili
og oft erfiðar aðstæður. Hún þurfti
oft að upplifa sorgarstundir, en hún
bar harm sinn í hljóði, enda lítt gefin
fyrir að flíka tilfinningum sínum.
Hún var einræn manneskja og frek-
ar lítið fyrir tilstand af litlu tilefni.
Hún hugsaði vel um heimili sitt og
það gaf henni þá lífsfyllingu sem hún
þurfti. Bertha var glaðvær í góðra
vina hópi og skemmtileg að tala við,
var þá oft stutt í hláturinn ef svo bar
við.
Ég hef þessi fátæklegu orð ekki
fleiri enda veit ég að Bertha hefði
ekká kært sig um lofgerðarrullu. Við
hjónin, Ragnheiður og ég, biðjum al-
góðan guð að styrkja eftirlifandi
börn og bamabörn í sorg sinni.
Baldvin Jóhannesson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VIGDÍS PÁLSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
iést á Landspítalanum Fossvogi miðviku-
daginn 13. september.
Sveinn Guðnason, Guðbjörg Sigurjónsdóttir,
Elín Guðnadóttir, Ellert Skúlason,
Ingunn Guðnadóttir, Bjarni Jónsson,
Gestur Guðnason, Oddrún Guðsveinsdóttir,
Pálína Guðnadóttir, Guðmundur Hólmgeirsson,
Kristín Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg systir okkar og mágkona,
SÓLVEIG ANNA LEÓSDÓTTIR,
Sólheimum,
Grímsnesi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar-
daginn 16. september kl. 13.30.
Árni Leósson, Halldóra Gunnarsdóttir,
Ketill Leósson, Rakel Gísladóttir,
Katla Leósdóttir, Sigurjón Pálsson,
Sigríður Herdís Leósdóttir,
Jón Leósson, Hrefna Jónsdóttir,
María Leósdóttir, Eiríkur Hallgrímsson,
Anna Leósdóttir, Agnar Hermannsson.
d