Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNRLAÐIÐ ERLENT Vatn er eitthvert eldfímasta deiluefnið í Mið-Austurlöndum Mun veðrið í Stykkis- hólmi valda næsta stríði? Reuters Ibúar þorpsins Yatta á Vesturbakka Jórdanar sækja sér vatn úr brunni fyrir utan þorpið. Qrlög íslands og Mið- Austurlanda tengjast nánari böndum en flest- ir gera sér grein fyrir. Magnús Þorkell Bern- harðsson rekur áhrif veðurs og vatns á stjórnmál Mið-Austur- landa og það hlutverk sem veðurathuganir í Stykkishólmi gegna í því sambandi. ÞEGAR Islendingar hittast á föm- um vegi, eða í heitu pottunum, er ekki óalgengt að þeir tali um veðrið enda er íslenskt veðurfar síbreyti- legt og óútreiknanlegt. Hins vegar kann að líða að því að það verða fleiri en Islendingar sem láta íslenskt veð- ur sig máli skipta. I stjórnmálum Mið-Austurlanda, einum mesta suð- upotti heims, er ekki ósennilegt að ráðamenn þar muni á næstu árum fylgjast æ betur með veðri á Islandi og sérstaklega með veðrinu i námunda við Stykkishólm. Astæðan fyrir þessum einkennilega áhuga er að veðurfræðingar og aðrir vísinda- menn hafa á undanförnum árum tek- ið eftir því að það ríkir sterk nei- kvæð fylgni á milli veðurfars á Norður-Atlantshafi og á Mið-Aust- urlöndum. Það er að segja að ef það er, til dæmis, rigningarsamt á Is- landi muni það leiða til þurkka á Mið-Austurlöndum. Ef veðrið er hinsvegar þurrt hér heima, mun vera vætusamt á Mið-Austurlönd- um. Og þessi áhugi á veðurfari er ekki einungis saklaust tómstunda- gaman heldur er veðrið, eins og stundum hérna á Islandi, lykillinn að velferð þessa svæðis. Veðráttan skiptir miklu máli á Mið-Austurlönd- um vegna þess að það hefur áhrif á framboð vatns, mikilvægastu auð- lind þessa svæðis. Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir vatni aukist til muna á meðan að framboð á vatni hefur dregist saman. N or ður-Atlantshafssveiflan Vatnið er orðið af svo skornum skammti að margir sérfræðingar, svo sem Boutrous Boutros-Ghali, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, telja líklegt að næsta stríð á Mið-Austurlöndum muni snúast um vatn. Ef það rignir mikið á Stykkis- hólmi næstu árin sem sé gæti það því leitt til vopnaðra átáka á Mið-Aust- urlöndum! Ástæðan fyrir því að veðurfar á íslandi hefur þessi áhrif á veðurfar á Mið-Austurlöndum er fyrirbæri sem kallast, Norður-Atlantshafssveiflan (NAS) (North Atlantic Oscillation), veðurkerfi, sem íslenskir veðurfræð- ingar geta útskýrt betur en undirrit- aður. NAS hefur lengi verið þekkt og veldur til dæmis því að oft er ekki samsvörun á milli hitastigs í austur- hluta íslands og vestur hluta þess. Þetta kerfi er einnig talið skýra að ef hitastigið er fyrir neðan meðallag á Grænlandi er það fyrir ofan meðal- lag á Skandinavíu og öfugt. Undan- farin ár hafa vísindamenn við La- mont Doherty-stofnunina við Columbia-háskólann í New York fylgst náið með þessu veðurkerfi og í kjölfarið lagt fram áhugaverða kenningu um spásagnargildi veðurs- ins hér á Norður-Atlantshafi og veð- urfars í Mið-Austurlöndum. Þeir sækja meðal annars gögnin sín úr veðurathugunarstöð fyrir utan Stykkishólm (sjá vefsíðu www.ldeo.columbia.edu/~cullen/ Middle_East_Water.html). Ef reiknilíkan þeirra reynist hafa spásagnargildi geta ríkisstjórnir Mið-Austurlanda undirbúið sig bet- ur undir breytingai- í veðri og jafnvel séð fyrir hvort sumarið muni verða vætusamt eður ei. Þessar upplýsing- ar eru mjög mikilvægar enda ein- kennist umhverfi Mið-Austurlanda af þurrlendi og litlu regnfalli. Þar ríkir nú alvarlegur vatnsskortur ekki bara vegna umhverfisþátta heldur einnig vegna þess að í löndum fyrir botni Miðjarðarhafs, eins og Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdaníu, er gifurlega mikil fólksfjölgun. Al- mennt eykst fólksfjöldi um 3,5% á hverju ári í Mið-Austurlöndum, sem er hærra hlutfall en víðast annars staðar í heiminum. Og þessi aukni fólksfjöldi eykur eðlilega á eftir- spurn eftir vatni. Ríkisstjómir þess- ara landa hafa ennfremur lagt áherslu á að auka landbúnað í land- inu til að mæta aukinni eftirspurn eftir matvælum sem enn hefur aukið á eftirspum eftir vatni. Eins og er, fara um 80% alls vatns í Mið-Austur- löndum í akuryrkju. Þetta er því erf- iður vítahringur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hver á vatnið í ánum? Það sem gerir stöðuna enn erfið- ari er að það vatn sem Mið-Austur- landabúar nýta kemur fyrst og fremst úr ám, eins og Jórdan, Efrat eða Níl, sem eiga upptök sín í einu landi, renna í gegnum annað og jafn- vel í það þriðja. Nokkrar þjóðir eiga því aðgang að sama vatni sem vekur spuminguna hver eigi vatnið. Hver á til dæmis ána Efrat? Upptök hennar era í Tyrklandi og þaðan rennur hún í gegnum Sýrland og írak áður en hún skilar sér í Persaflóann. Hvað geta Sýrlendingar og írakar gert ef Tyrkir ákveða að nýta meira vatn, og minnka þar af leiðandi vatnsflæð- ið inn i Sýrland og írak? Sýrlending- ar era reyndar mjög áhyggjufullir yfir hinu metnaðarfulla Ataturk- verkefni í suðvesturhluta Tyrklands. Þetta verkefni gerir ráð fyrir að reistar verði 22 stíflur og 19 virkjan- ir í Efrat og Tigris sem mun hafa veraleg áhrif á vatnsmagn þeirra inní Sýrland og írak. Efrat er ein- mitt helsta vatnslind Sýrlendinga. Minnkandi vatnsmagn Efrat og stórhuga áætlanir Tyrkja, sem munu minnka vatnsflæðið enn frek- ar, hafa aukið mjög á spennuna milli Tyrklands og Sýrlands. Sýrlending- ar hafa verið með miklar yfirlýsing- ar þar sem Tyrkjum er lýst með svipuðum lýsingarorðum og Sýr- lendingar hafa aðallega notað í garð ísraela. Og ekki eru það falleg orð og ekki era samskipti þessara ríkja mjög vinsamleg um þessar mundir. Svipuð spenna er á milli Egypta- lands og Eþíopíu en Eþíopíubúar era með metnaðarfulla áætlun að reisa virkjanir í Níl sem myndi minnka vatnsflæðið til muna inní Egyptaland sem yrði alvarlegt vandamál fyrir Egypta. Vatn skipar líka miðlægan sess í öllum samningaviðræðum Israela og araba. Israel, sem hefur mjög þróað- an efnahag, notar mun meira vatn miðað við höfðatölu en nágrannaríki þeirra. Helstu vatnsból þeirra eiga upptök sín annaðhvort á Gólan-hæð- unum eða á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum. Þessi svæði eru einmitt það land sem bæði Sýrlend- ingar og Palestínumenn gera tilkall til. Það er því ljóst að ísraelar munu ekki semja um eitt eða neitt nema að áframhaldandi aðgangur þeirra að þessum vatnsbólum sé tryggður. Okkur Islendingum þætti það kannski fráleitt að gera mikið veður úr svo sjálfsagðri auðlind sem vatni. En hafa ber í huga að við voram sjálfir reiðubúnir til að heyja stríð, ef stríð má kalla, um eina af náttura- auðlindum okkar, sjálfan þorskinn. Per.safióastríðið 1991 var háð útaf oh'u sem er önnur mikilvæg náttura- auðlind í Mið-Austurlöndum. Enn er verið að reikna út hversu mikið spásagnargildi NAS hefur. Vísindamenn við Lamont Doherty- stofnunina telja að það sé töluvert. Ef reiknilíkön þeirra reynast áreiðanleg gætu ríkisstjómir Mið- Austurlanda betur undirbúið sína landbúnaðarstefnu fram í tímann og gert tímabærar ráðstafanir eftir því sem við á. Og til að gá til veðurs munu þeir væntanlega hta norður til okkar, og ekki síst til Stykkishólms, til að athuga hverskonar veðurspá er líkleg fyrir þá. Örlög Mið-Austurlanda era tengdari okkur en við kannski ger- um okkur grein fyrir. Og þó að margir séu svartsýnir yfir gangi mála og telji að vatnsskorturinn muni leiða til vopnaðra átaka eru margir sem líta á þetta ástand sem lykilinn að friði og aukinni samvinnu. Lykillinn felst í samstarfi Þar sem líf þessara þjóða byggist á aðgangi að vatni úr ám sem renna úr einu landi til annars er einnig nauðsynlegt að þessar þjóðir vinni saman. Það að Sýrlendingar og Isra- elar uppgötva æ betur að þeir eiga sameiginlega hagsmuni í þessu mik- ilvæga máli, sem er spurning um líf og dauða fyrir báðar þessar þjóðir, kann að leiða til þess að þeir vinni saman að nýtingu vatns. Og ef farið er að vinna saman á einu sviði er ekki langt í að samvinna hefjist á öðram. Þess vegna gæti spurningin um vatnið frekar leitt til friðar en stríðs. Ef það er sólríkt hér á ís- landi, eins og við sífellt vonum, mun það einnig hjálpa til þess að friður og efnahagsleg velsæld muni ríkja á Mið-Austurlöndum. Dr. Magnús Þorkell Bemharðsson er aðstoðarprófessor í Mið-Austur- landafræðum við Hofstra-háskólann íNew York. Jerúsalem. The Daily Tclegraph. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, hefur kynnt áform um að draga úr áhrifum strangtrúaðra gyðinga og trúarreglna á ísraelskt samfélag. Áætluninni, sem líkt hef- ur verið við „veraldlega byltingu", hefur verið misjafnlega tekið. Eftir að ljóst varð að minnihluta- stjórn Baraks hefði mistekist að komast að endanlegum friðarsamn- ingum við Palestínumenn fyrir frestinn sem rann út 13. september hefur forsætisráðherrann einbeitt sér að því að búa Verkamanna- flokkinn undir þingkosningar, sem búist er við að verði haldnar innan fárra mánaða. Meðan Barak taldi enn möguleika á að samningar næð- ust gætti hann sín á því að styggja ekki fulltrúa strangtrúaðra gyðinga á þinginu. Margir telja tillögurnar nú bera þess merki að hann hafi alfarið beint sjónum sínum að hefðbundnum kjósendum Verka- mannaflokksins, sem era vinstra megin við miðju og láta sig trúmál litlu skipta. Almennings- samgöngur leyfð- ar álaugardögum Frá stofnun Isra- elsríkis árið 1948 hef- ur samfélagið að veralegu leyti lotið trúarlegum reglum sem era í litlu samræmi við hugmyndaheim Vest- urlandabúa í samtímanum. Barak hyggst nú gera breytingu þar á. Áf- orm hans fela meðal annars í sér að borgaralegar giftingar verði leyfðar, en til þessa hefur aðeins rabbínum verið heimilt að gefa saman hjón og þeim tveimur millj- ónum ísraela sem ekki játa gyðingdóm hefur ekki verið kleift að ganga í hjónaband í landinu. Gert er ráð fyrir að strætisvagnar muni ganga á laugar- dögum, sem er hvfldar- dagur gyðinga, og jafn- framt á að heimila ríkisflugfélaginu E1 A1 að fljúga á hvfldardeginum. Það myndi auðvelda einkavæðingu flugfélagsins, en flugbannið á laug- ardögum hefur verið hugsanlegum fjárfestum þyrnir í augum. Barak leggur einnig til að trú- málaráðuneytið verði lagt niður, en það hefur meðal annars sætt harðri gagnrýni fyrir að veita fé til trúar- legra stjórnmálasamtaka. Þá stend- ur til að afnema þá reglu að trú- flokkur sé tilgreindur á nafnskírteinum, og samræmd nám- skrá fyrir grannskóla verður gefin út, en strangtrúaðir gyðingar senda gjarnan börn sín í trúarlega skóla, þar sem áhersla er lögð á trú- fræðslu. Trúfræðingar hafa verið undanþegnir herskyldu í Israel og strangtrúarflokkarnir hafa mót- mælt harðlega í hvert sinn sem hugmyndir koma upp um að breyt- ing verði þar á. I áætlun Baraks er ekki sagt beint út að þeir verði skyldaðir til að gegna herþjónustu, en lagt er til að möguleikinn á því verði kannaður. Tregða til breytinga Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform forsætisráðherrans. Strangtrúaðir gyðingar fara þar vitanlega fremstir í ílokki og saka hann um að vega að stoðum Israels- ríkis. Ýmsir hófsamari stjórnmála- menn, sem eru fremur hlynntir meginhugsuninni í tillögum Baraks, telja hann þó ganga of langt og ótt- ast að spenna aukist á milli hins veraldlega sinnaða meirihluta og strangtrúaða minnihlutans ef áformunum verður hrint í fram- kvæmd. Barak hefur brugðist til varnar og leggur áherslu á að hann hafi aldrei haft í hyggju að gera „bylt- ingu“. I yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir að þótt Barak sé staðráðinn í að „gera Isr- ael að nútímalegu ríki á 21. öldinni“ verði ekki lýst stríði á hendur strangtrúuðum og haft verði náið samráð við forsvarsmenn þeirra um framkvæmd áætlunarinnar. Ehud Barak vill draga úr áhrifum trúar á ísraelskt samfélag „Veraldleg bylting“ áformuð Ehud Barak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.