Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 67 I s I i i 1 ; : FRÉTTIR Frá úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Félags fslenskra hjúkrunarfræðinga. títhlutun úr vísindasjóði hjúkrunarfræðinga Ráðstefna um hafís og liafísþjónustu STJÓRN vísindasjóðs Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga úthlutaði styrkjum úr B-hluta vísindasjóðs 31. ágúst í húsnæði félagsins á Suður- landsbraut 22. Að þessu sinni hlutu 15 hjúkrunarfræðingar styrki til 15 verkefna, alls að upphæð 2.950.000 kr. Hjúkrunarfræðingar sem eiga aðild að sjóðnum, geta sótt um styrki úr honum til að sinna fræðimennsku. Sjóðstjóm skipa Brynja Björk Gunnarsdóttir formaður, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Halla Grétars- dóttir og Dagrún Hálfdánardóttir. Þeir sem hlutu styrki eru: Sigfríður Inga Karlsdóttir: „Fól- insýrunotkun bamshafandi kvenna á Akureyri fyrir þungun og á með- göngu ásamt vitneskju þeirra vai'ð- andi forvarnargildi hennar.“ Hildigunnur Svavai’sdóttir: „Þekking og þjálfun íslenskra hjúkr- unarfræðinga í endurlífgun." Friðrikka Jakobsdóttir: „Frjó- semisvitund íslenskra kvenna." Kristín Þórarinsdóttir: „Fyrir- bærafræðileg rannsókn á sjúkling- um sem hafa farið í gerviliðsaðgerð á mjöðm og hafa haft hjúkrunaráætlun sína skráða hjá sér í sjúkrahúsvist sinni.“ Guðrún Dóra Guðmannsdóttir: „Hver er upplifun aldraðra á hjúkr- unarheimilum af verkjum og óþæg- indmn tengdum þeim?“ Ásgeir Valur Snorrason: „Marent- Present Induction of Anaesthesia of Children." Ingibjörg Hjaltadóttir: „Reynsla líkamlega fatlaðra aldraðra einstakl- inga af lífsgæðum á hjúkrunarheim- m.“ Helga Jónsdóttir: „Meðferð til reykleysis fyrir lungnasjúklinga." Margrét S. Blöndal: „Framsýn rannsókn á eitrunum sem koma til meðferðar eða umfjöllunar á heilsu- gæslustöðum og sjúkrahúsum á Is- landi.“ Anna Ólafía Sigurðardóttir: „Hanna fræðsluefni eða fræðslu- meðferð fyrir foreldra krabbameins- veikra barna.“ Sigrún Gunnarsdóttir: „Líðan starfsmanna á sjúkrahúsi - starfs- menn í þvottahúsi og eldhúsi." Anna Skúladóttir: „Þróun aðferð- ar til skráningar og greiningar á svefnvandamálum ungbarna.“ Herdís Gunnarsdóttir: „Þarfir for- eldra veikra fyrirbura og stuðningur hjúkrunarfræðinga.“ Gyða Baldursdóttir: „Hjúkrun á bráðamóttöku - hvaða þættir um- hyggju finnst sjúklingum bráðamót- töku skipta mestu?“ Jónína Sigurgeirsdóttir: „Gildi reykingavai’nanámskeiða á lungna- endurhæfingardeild Reykjalundar." DAGANA 3.-5. október nk. verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík um hafís, hafís- könnun og hafísþjónustu. Tuttugu ár eru liðin síðan alþjóðleg ráðstefna umhafís var haldin á íslandi. Á fjórða tug erlendra sérfræðinga frá tylft þjóðlanda munu sækja ráð- stefnuna, einkum fólk viðriðið hafís- þjónustu hvert í sínu landi, m.a. fjarkönnun á hafís, hafískortagerð og vöktun til öryggis fyrir skip á norðlægum slóðum. Von er á þátt- takendum frá Bandaríkjunum og Kanada, Norðurlöndum, Þýskalandi, Englandi og Rússlandi. Fulltrúa suðurhvels jarðar, frá hafísþjónustu Argentínu, hefur verið boðið að taka þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan fer fram á ensku, en ráðstefnugjald er sex þúsund krónur. KOMIN er út handbók í dans- kennslu fyrir 1.-4. bekk grunnskóla. í aðalnámskrá grunnskóla, sem tók gildi 1999, er dans ein listgreina sem kenna á í grunnskólum, en í eldri námskrám var danskennsla hluti af tónmennta- og íþróttakennslu. Nú er komin út handbók sem er ætluð kennurum 1.-4. bekkja grunn- skóla og fyrir hvern árgang eru 15 dansar, íslenskir og erlendir, auk tveggja geisladiska. Höfundar bók- arinnar eru Kolfinna Sigurvinsdóttir íþróttakennari og Hulda Sverris- dóttir grunnskólakennari en þær Veðurstofa íslands boðar til ráð- stefnunnar ásamt hafísdeildum bandarísku og kanadísku veðurstof- anna. Ráðstefnan nýtur styrkja frá rannsóknadeild Bandaríkjaflota og Rannsóknarráði ríkisins. Unnið er að auknu samstarfi allra landa sem stunda rannsóknir á hafís og sigla um hafísslóðir. Aukin samvinna varð um rannsóknir á hafís og siglinga- leiðir um norðlæg höf í kjölfar enda- loka kalda Á ráðstefnunni verður Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur og fyrrver- andi veðurstofustjóri, heiðraður fyr- ir fjölþættan skerf sinn til hafísrannsókna, veðurvísinda og rannsókna á víxláhrifum manns og náttúru. Skráning á ráðstefnuna fer fram á Veðurstofunni fram að mán- aðamótum. hafa í mörg ár kennt dans í grunn- skólum borgarinnar, hjá félagasam- tökum og auk þess á ýmsum nám- skeiðum. Verð bókarinnar ásamt tveimur geisladiskum er kr. 5.900 og er bókin til sölu hjá höfundum. I tengslum við bókina verður hald- ið námskeið, í samvinnu við Iþrótta- kennarafélag Islands, í kennslu bamadansa. Námskeiðið, sem er 20 kennslustundir, verður haldið í Álf- tamýrarskóla í Reykjavík þriðjudag- ana 19. og 26. september og 3. októ- ber og fimmtudagana 21. og 28. september frá klukkan 19:30-22:00. Handbók í danskennslu grunnskóla komin út Virðisaukaskattur á vöruflutningi verði felldur niður STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna kom saman til fundar um síðustu helgi. Stjórnin samþykkti eftirfarandi ályktanir á fundi sínum þar sem. m.a. er fjallað um lækkun skatta á matvæli, byggðamál og fjárhags- stöðu sveitarfélaga: „Stjórn SUF fagnar hugmynd Guðna Ágústsson- ar landbúnaðarráðherra um lækkun á virðisaukaskatti af matvælum. Neysla á mat er frumþörf sem allir þurfa á að halda óháð efnahag. Lækkun á virðisaukaskatti af mat- vælum er góð leið til þess að jafna kjör þegnanna í þjóðfélaginu og bæta lífskjör. Þó þarf að tryggja að slík niður- felling valdi ekki aukinni þenslu í hagkerfínu og ógni þannig ekki þeim stöðugleika sem ríkt hefur í efna- hagsmálum hér á landi að undan- förnu í stjórnartíð Framsóknar- flokksins.“ „Stjórn SUF krefst jafnframt niðurfellingar virðisauka- skatts á alla vöruflutninga. Vöru- flutningar fara fram að mestu leyti úti á landi og því má segja að þarna sé um að ræða beinan skatt á lands- byggðina. Stjómin beinir því jafn- framt til stjómvalda að rafmagns- og húshitunarkostnaður verði jafnaður um allt land þannig að allir þegnar landsins sitji við sama borð. Þá ítrekar stjórn SUF fyrri kröfur sínar um samræmingu gjaldskrár Landssímans hf. fyiir þjónustu fjarskiptanets vegna tölvusam- skipta. Nýleg breyting á gjaldskrá Landssímans er spor í þá átt en bet- ur má ef duga skal. Stjórn SUF vill sjá raunverulegar aðgerðir og krefst byggðastefnu jafnt í orði sem á borði.“ „Stjórn SUF hvetur nefnd á vegum ríkisins sem er að yfirfara tekjustofna sveit- arfélaganna til að skila af sér sem fyrst. Sveitarfélögin verða að fá auknar tekjur til að standa undir þó ekki væri nema lögbundinni starfsemi. Gagm-ýni forsætisráðherra á rekstur sveitarfélaga kemur úr hörðustu átt þar sem byggðamál em ein rjúkandi rúst eftir 8 ára aðgerð- arleysi Davíðs Oddssonar, sem ráð- herra byggðamála," segir í ályktun stjórnar SUF. Pólitík.is hefur göngu sína FÖSTUDAGINN 15. september, hefur göngu sína vefritið Pólitík.is. Pólitík.is er vefrit Ungra jafnað- armanna sem er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar. Slóðin er polit- ik.is. Vefritinu er ætlað að vera mál- gagn ungliðahreyfingarinnar og grundvöllur öflugra skoðanaskipta. Á Pólitík.is birtast ritstjórnarpistlar sex daga vikunnar. Reglulega verða birtar greinar og aðsent efni. Ritstjórar verkefnisins eru Ágúst Ágústsson og Sif Sigmarsdóttir. Auk þeirra sitja í ritstjórninni Geir Gestsson, Hinrik M. Ásgeirsson, Katrín Júlíusdóttir og Örlygur Hnefíll Örlygsson. Síðan samtökin Ungir jafnaðar- menn voru stofnuð hinn 11. mars síðastliðinn á fjölmennum fundi í Ið- nó hafa Ungir jafnaðarmenn notast við vefritið Gróska.is en Pólitík.is mun leysa það vefrit af hólmi. Les- endur munu þó geta nálgast Pólitík- .is með slóðinni gi'oska.is enn um sinn. Vefritinu verður hleypt af stokk- unum við hátíðlega athöfn á efri hæð Café Victors að Hafnarstræti 1, föstudaginn 15. september. Húsið verður opnað klukkan 21 og mun Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taka vefinn formlega í notkun klukkan 22. 7. tbl. 2000, verð 799 kr. m.vsk 6:30 - Fljótlegt í klúbbinn Rauðvín og ostar Véitingahúsagagnrýni Gómsætt án sykurs - Karlar skora - Pizzur - Kartöfluréttir - Vínumfjöllun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.