Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 27
Minna framboð af óunnum físki
á íslenskum fískmörkuðum
Utflutningurinn
jókst um 23%
FRÁ janúar til júlí í ár voru flutt út
samtals 23.530 tonn af nýjum, kæld-
um eða ísvörðum heilum fiski og er
það um 22,8% meira magn en á
sama tíma í fyrra þegar útflutning;
urinn nam samtals 19.162 tonnum. I
upplýsingum frá Hagstofunni kem-
ur jafnframt fram að verðmæti út-
flutningsins í fyrra hafi verið um 2,5
milljarðar en 2.636 milljónir króna í
ár.
68.843 tonn voru seld fyiir 7.597
milljónir króna á íslensku fiskmörk-
uðunum fyrstu sjö mánuði ársins í
fyrra, en samsvarandi tölur í ár eru
67.681 tonn og 7.687 milljónir.
Útflutningur á óunnum fiski var
mestur með vöruflutningaskipum
bæði tímabilin, 14.669 tonn í fyrra
en 15.969 tonn í ár. Fiskiskip lönd-
uðu 3.912 tonnum erlendis í fyrra en
7.094 tonnum í ár. Með flugi voru
flutt út 580,7 tonn í fyrra en 467,3
tonn á umræddu tímabili í ár.
Erfíð vika en gott ár
Samúel Hreinsson, framkvæmda-
stjóri fiskmarkaðsins í Bremerhav-
en í Þýskalandi, segir að árið hafi
verið mjög gott að undanskilinni
páskavikunni og líðandi viku.
„Þetta hefur verið mjög erfið vika
vegna verkfalls hjá flutningabíl-
stjórum," segir Samúel. „Það er
með fiskinn eins og mjólkina og
kjötið að menn eru mjög hræddir
við öll viðskipti, eru hræddir við að
koma vörunum ekki frá sér. Ekki
hefur orðið mikið úr hótunum í
Þýskalandi um að taka þátt í verk-
falli en þær hafa truflað viðskiptin
verulega."
Að sögn Samúels hefur verð fyrir
karfann verið frá 1,80 þýsku marki
upp í 2,50 mörk, um 63 upp í 87 kr.,
í vikunni. „Það fór hæst upp I nær
þrjú mörk fyrir Rósagarðskarfa hjá
einhverjum. Klakkurinn seldi 250
tonn á mánudag og þriðjudag og var
meðalverðið 2,33 mörk.“ Auk þess
segir Samúel að hann hafi fengið 22
gáma í vikunni og verði selt úr fjór-
um síðustu árla í dag en meðal-
verðið hafi verið á svipuðum nótum
og fyrr greinir. „Hæsta verðið hefur
verið fyrir Rósagarðskarfann en
grunnverðið fyrir karfann að heim-
an hefur verið í kringum tvö mörk.“
Að öðru leyti er Samúel ánægður
með viðskipti ársins. „Árið hefur
verið gott að undanskilinni páska-
vikunni," segir hann. „Ég hef verið
hérna í 12 ár og í fyrsta sinn hrundi
verðið um páskana en góð sala um
páska var eitthvað sem ganga mátti
að sem vísu. En þetta verður mjög
gott ár og meðalverðið í mörkum
verður miídu hærra en áður.“
Samúel segir að þó gengið hafi
verið að kröfum Frakka hafi þeir
ekki hætt verkfallinu fyrr en í fyrra-
dag. Allt sé enn stopp í Belgíu en
mál séu komin í lag í Hollandi. „Við
höfum sagt mönnum að þeir verði
að fara varlega þar til þeir sjá að
allt hafi opnast því þetta er þannig
vara. Við höfum fengið mikinn fisk
sem við áttum ekki von á, fisk sem
átti að fara annað eins og til dæmis
norska karfann en markaðssvæðið
fyrir hann er Frakkland og Belgía.
Áukið magn er veigamikil ástæða
þess hvað okkur hefur gengið illa,“
segir Samúel, en hann fær yfirleitt
einn íslenskan togara á sunnudög-
um með fisk fyrir markaðinn á
mánudögum og síðan er hann með
gámafisk seinni hluta hverrar viku.
Óviðunandi ástand
Útflutningsverðmætið hefur
lækkað á hvert tonn að meðaltali og
segir Logi Þormóðsson, stjórnarfor-
maður Fiskmarkaðs Suðurnesja, að
ástandið sé óviðunandi. „Það á
aldrei að senda óselda vöru til
kaupandans og láta hann verðmeta
hana,“ segir hann. „Það er mjög al-
varlegt að íslensk fiskvinnsla skuli
ekki sitja við sama borð og erlend
fiskvinnsla. Það er ekkert að því að
selja fisk óunninn úr landi ef hann
er seldur og boðinn jafnt okkur,
sem eigum auðlindina, og þeim úti,
að þeir kaupi fiskinn áður en hann
fer úr landi og í samkeppni við okk-
ur. Núna er verið að selja stóra
karfann ytra á tvö þýsk mörk, um
70 krónur kílóið, en hérna heima
eru menn að fá um 60 krónur fyrir
stóra karfann og rúmar 50 krónur
fyrir þann smáa. Verðið er því svip-
að heima og svo á eftir að borga
flutningskostnaðinn vegna sölunnar
erlendis. Við heyrum alls konar af-
sakanir vegna lágs verðs ytra -
verkfall, slæmt veður, óvænt fiskur
frá Noregi og svo framvegis - en
okkur kemur það ekki við, því þegar
ég sel unnin flök á markað í Þýska-
landi geri ég það í samkeppni við
aðra. Þessa vikuna er enginn karfi á
Þýskaland og ég spyr: Hvaða stöð-
ugleika eiga framleiðendur okkar að
treysta?“
Logi segir að sala á óunnum fiski
erlendis hafi víðtæk áhrif heima.
„Hún þýðir minni atvinnu, óstöðug-
leika, fiskvinnslan verður veikari til
að takast á við verkefnin og verð-
mætasköpunin verður minni. Auk
þess er ákvörðun ráðherra um að
gefa söluna frjálsa ekki í samræmi
við reglur Evrópubandalagsins sem
er með skyldu um að allur fiskur
skuli seldur á mörkuðum.“
Smíðasamningar
fyrir 2 milljarða
Mikill áhugi fyrir nýsmíðum
SKIPAMIÐLUNIN Bátar & kvóti í
Reykjavík hefur fyrir hönd skipa-
smíðastöðva erlendis komið á samn-
ingum um smíði á fiskiskipum upp á
rúma tvo milljarða króna. Um er að
ræða tvö skip fyrir norska aðila en
skipamiðlunin er með umboð fyrir
skipasmíðastöðvar á Spáni og í Kína
fyrir íslenskan og norskan markað.
Mikill áhugi virðist vera fyrir
endurnýjun á fiskiskipum hérlendis,
að sögn Eggerts Sk. Jóhannessonar
hjá skipamiðluninni Bátum & kvóta.
„Enda er fiskiskipastóllinn að stór-
um hluta einfaldlega orðinn úreltur
vegna aldurs. Mikill viðhalds- og
viðgerðarkostnaður á undanfornum
árum hefur verið stór þáttur í
kostnaði útgerða. Útgerðir verða
sumar hverjar hreinlega að endur-
nýja skip sín vegna þessa og einnig
með tilliti til aukinnar tækni og vél-
væðingar og krafna vegna vinnslu
og frágangs á hráefni. Kröfur um
aðbúnað áhafna eru breyttar miðað
við það sem áður var og mörg ís-
lensk skip eru hreinlega börn síns
tíma í þessum efnum.“
Eggert segir mikið um fyrir-
spurnir vegna nýsmíða fiskiskipa af
öllum stærðum og gerðum, en mesti
áhuginn sé fyrir 25 til 50 metra
löngum skipum. Um sé að ræða
bæði frysti- og ísfiskiskip.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Kæli- og frystigeymslan í Neskaupstað verður sú stærsta á landinu.
'rStí
m
SVN með stærstu frysti-
og kæligeymslu landsins
BYGGING stærstu kæli- og frysti-
geymlsu landsins er nú vel á veg kom-
in í Neskaupstað. Það er Síldarvinnsl-
an sem byggir geymsluna í tengslum
við nýtt fiskiðjuver. Hún er í þremur
hólfum, alls um 4.000 fermetrar, einu
fyrir frystar afurðir, einu fyrir kæld-
ar og því þriðja, sem ýmist má nota
fyrir kælingu eða frystingu. Sem
dæmi um umfang hennar má benda á
að hún getur til dæmis rúmað 4.500
tonn af frystum afurðum og 40.000
tunnur af saltsíld, eða 20.000 tunnur
af síld og 9.000 tonn a_f frystum fiski.
Ásbjöm Helgi Ámason, fram-
kvæmdastjóri landvinnslu SVN, seg-
ir markmiðið með byggingu geymsl-
unnar áð tryggja betri geymslu á
síldarafurðum. Þótt geymslan sé
fyrst og fremst ætluð fyrir afurðir
Síldarvinnslunnar kemur einnig til
greina að geyma þar afurðir fyrir
aðra, einkum frystar afurðir.
Ásbjöm segir að húsið sé að mestu
leyti byggt af smáum verktökum í
Neskaupstað og nágrenni hans. Síld-
arvinnslan flytji húsið inn sjálf frá
Svíþjóð, en tveir aðilar þaðan stjórni
uppsetningunni. Þá séu tæki Síldar-
vinnslunnar notuð við bygginguna og
því skapist mikil atvinna við bygging-
una í byggðarlaginu.
Geymslan er við hlið fiskiðjuvers-
ins og tengist því með sérstökum
tengigangi. Verður hann notaður til
að fara með afurðir á milli húsanna.
Lffrænn úrgangur er settur í sérstaka safnkassa ásamt því sem fellur til í garðinum,
svo sem laufi, grasi o.fl. og úr verður gjöful gróðurmold - MOLTA.
Garðheimar bjóða nú allttil að auðvelda moltugerð heimilisins:
LAUFSUGUR, KURLARA, FLOKKUNARÍLÁT og SAFNKASSA af ýmsum gerðum.
PERSTORP Greenline Master
375 Itr. safnkassi, sérstaklega einangraður,
hentugur fyrir lífrænan eldhúsúrgang.
Tilboðsverð 14.980 kr.
PERSTORP Greenline Garden
325 Itr. safnkassi.
Tilboðsverð 7.450 kr.
PERSTORP flokkunarílát í eldhússkápinn.
Verð sbr. mynd 1.980 kr.
GARÐHEIMAR
GRÆN VHRSLUNARMIÐSTÖÐ
STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • StMI 540 3300