Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS limsjón Arnór G. Ragnarsson Spilakvöld Bridsfé- > lags Reykjavíkiir BR verður áfram með aðalspila- kvöld sitt á þriðjudagskvöldum í vetur. Fyrsta keppni félagsins að H aust-silfurstigatvímenningnum loknum er þriðjudaginn 27. septem- ber. Þá hefst 3ja kvölda Haust-tví- menningur sem verður spilaður með Monrad Barómeter-fyrirkomu- lagi. 17. október hefst 3ja kvölda Board A Match-sveitakeppni. Síðan tekur við Butler-tvímenningur og loks Hraðsveitakeppni. Spila- . ^mennska byrjar kl. 19.30 og spilað er í húsnæði BSÍ í Þönglabakka. Spilarar eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá BSÍ í síma 587-9360, eða í tölvupósti, bridge@bridge.is BR verður með eins kvölds tví- menninga á fimmtudags- og föstu- dagskvöldum í vetur. Spilaðir verða Monrad Barómeter- og Mitchell- tvímenningar til skiptis. Fimmtu- dagsspilamennskan byrjar kl. 19.30 og gefst pörum tækifæri á að taka þátt í verðlaunapotti sem rennur til efstu paranna sem lögðu í hann. Auk þess geta sigurvegarar dregið sér verðlaun eða fengið frímiða á eitthvert spilakvölda BR. Föstu- dagskvöldin byrja hálftíma fyrr en flmmtudagskvöldin, eða kl. 19. Eft- ir að tvímenningnum lýkur á föstu- dögum gefst spilurum kostur á að bæta allt að átján spilum við í hinni geysivinsælu Miðnætursveita- keppni. Skráning fer fram á staðn- um sama kvöld og spilamennskan fer fram. Föstudagsspilamennskan byrjar föstudaginn 15. september en fyrsti eins kvölds tvímenningur á fimmtu- degi er 28. september. Yfirkeppnisstjóri BR í vetur er Sveinn Rúnar Eiríksson. Honum til aðstoðar verður Sigurbjörn Har- aldsson og auk þess geta Eiríkur Hjaltason og ísak Örn Sigurðsson orðið þeim innan handar. Spilastýra BR í vetur verður Ragnheiður Ragnarsdóttir. Aðalstjórn BR veturinn 2000- 2001 skipa Sigtryggur Sigurðsson formaður, Friðjón Þórhallsson varaformaður, Guðný Guðjónsdótt- ir meðstjórnandi, Isak Örn Sigurðs- son, ritari og blaðafulltrúi, og Bryn- dís Þorsteinsdóttir meðstjórnandi. Bikarúrslitin um helgina Undanúrslitin verða spiluð laugar- daginn 16. sept. og hefjast kl. 11, spilaðar eru fjórarl2 spila lotur. Úrslitin byrja kl. 10 sunnudaginn 17. sept. og eru spilaðar fjórar 16 spila lotur. Töfluleikir verða í gangi báða dag- ana og eru áhorfendur hvattir til að fjölmenna í Þönglabakkann. Jí -þarseni vinmngarnirfájst HAPPDRÆTTI dae Vinningaskrá 20. útdráttur 14. septembcr 2000 B i f rcið a vinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 4 5 3 9 | Fcrðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) | 23417 32179 37642 | 67258 1 Ferðavinningur Kr. 50.000 ____ Kr. 100.000 (tvöfaidur) 3204 23447 46036 56454 74812 77867 8026 40417 50724 65132 77376 79432 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Dýrt að fara í aðgerð á íslandi ÞANNIG er mál með vexti að ég hef spilað fótboita frá blautu bamsbeini, þar til einn góðan veðurdag að ég meiddist á öðru hnénu. Sem von var leitaði ég til læknis og kom í ljós að ég hafði slit- ið krossbönd. Fyrst svo var er eðlilegt í þessu landi og við þetta heilbrigðiskerfí sem við búum við, að fara í krossbandaaðgerð. En þá kom upp úr kafinu að ekki eru gerðar krossbandaað- gerðir á Islandi í dag nema að greiða fyrir það 300 þús. krónur hjá einkaaðilum. Þegar þetta kom í ijós leit- aði ég skýringa hjá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneyti og víðar, en allsstaðar kom ég að harð- læstum dyrum. Það eina sem ég hef fengið að vita er að samningaviðræður við lækna hafa staðið frá ára- mótum, en ekkert þokast í þeim málum og Ktur út fyrir að ég þurfi að greiða 300 þús. fyrir þessa aðgerð úr mínum eigin vasa, þar sem ég get ekki beðið með hnéð mikið lengur. Nú spyr ég sjálfan mig, eru hinn almenni borgari, sjómenn, bændur, smiðir, verkamenn og íþróttamenn í leik og starfi algerlega ótryggðir gagnvart þessum meiðsium í þjóðfélaginu? Kær kveðja Ingólfur R. Jónsson, mælingalandfræðingur og einu sinni heill knattspyrnumaður. Laun á hjúkrunar- heimilum ÞAÐ birtist frétt í Morgun- blaðinu fyrir rúmri viku um laun starfsmanna á hjúkr- unarheimilum. Mig langar að koma á framfæri leiðrétt- ingu á launum í þessari frétt. Ég starfa á hjúkrun- arheimili hér í Reykjavík og er starfsfóikið innan stétt- arfélagsins Eflingar. Lægstu launin á almennri deild, án menntunar, eru 68.827 kr. miðað við 20 ára og yngri. Hæstu launin eru 88.144 kr. þegar maðm- hef- ur tekið öll námskeið á veg- um Eflingar og miðað er við 36 ára og eldri og 6. þrep, sem er hæsta þrep. Annars eru launin 80.957 kr. á mán- uði. Á hjúkrunardeild eru launin launaflokk hærri eða 82.413 kr. miðað við 36 ára og eldri og engin námskeið, en 70.065 miðað við 20 ára og yngri og engin námskeið. Launin komast hæst í 90.347 kr. á mánuði á hjúkr- unardeild. Efling greiðir okkur 2.500 kr. eingreiðslu á mánuði frá 1. janúar 2000- 31. desember 2000, en Fé- lagsþjónustan greiðir 5 tíma óunna yfirvinnu á mánuði frá 1. júní 2000. Leikskól- amir fá til dæmis frá Fé- lagsþjónustunni sex tíma óunna yfirvinnu á mánuði. Það er nokkuð Ijóst að fólk lifir ekki á þessum launum og vinna á hjúkrunarheimili er mjög erfið, en launin eru ekki í samræmi við það. J.B. Áfram Stjarnan NÆSTKOMANDI laugar- dag fer fram síðasta umferð Landssímadeildarinnar í knattspymu og mun Stjarn- an þá spila á móti KR í Garðabænum. Stjarnan hefur átt undir högg að sækja í Landssíma- deildinni í sumar og er í mikilli fallhættu en eitthvað hefur staðið á því að Garð- bæingar mæti á völlinn til þess að styðja sína menn. Töluverður fjöldi Stjömu- manna mætti á leik Breiða- bliks og Stjömunnar á Kópavogsvelli núna í síð- ustu umferð og varð úr ágætis stemmning á áhorf- endapöllunum. Líklegt verður að teljast að vestur- bæingar mæti með tölu- verðan fjölda af áhangend- um í Garðabæinn og þurfum við Garðbæingar að sýna strákunum „okkar“ stuðn- ing og mæta á völlinn og öskra „áfram Stjarnan!" Gísli ívarsson, Garðaflöt 5. Moldarsvað við Gufunes KRISTINN hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að að- koman í Gufunesi, þar sem gæðamoldin er afgreidd, er til háborinnar skammar. Svæðið er eitt drullusvað og þurfti hann að þrífa bílinn hátt og lágt eftir ferð þang- að. Einnig vildi hann beina þeim tilmælum til starfs- manna Gufuness að þeir gæíú réttar upplýsingar um verð á rúmmetra af mold- inni. Bönnum spilakassa MÉR finnst að það ætti að banna alla spilakassa á Is- landi. Ingibjörg Sólrún ætti að taka af skarið og láta loka þeim. Best væri að senda alla þessa kassa til útlanda. Það væri miklu nær að halda til dæmis tombólu fyr- ir líknarfélögin, sem reka þessa spilakassa, til þess að afla þeim tekna. Spilakass- arnir hafa eyðilagt mörg líf hér á landi. Björgvin. Gagn og gaman- bækurnar SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og hana langaði að vita hvort ein- hver ætti gömlu Gagn og gaman-bækurnar og vildi láta þær. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 557-2682. Tapad/fundið Silfurarmband tapaðist aftur SILFURARMBAND merkt Haraldur tapaðist sennilega á leiðinni Snorra- braut-Rauðarárstígur- Gunnarsbraut eða við Hlemm. Annbandið tapað- ist í sumar, en kom í leitirn- ar eftir auglýsingu í Velvak- anda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552-5465. Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR fannst í austurbæ Reykja- víkur í síðustu viku. Upplýs- ingar í síma 551-9298. Lítið svart seðlaveski tapaðist LITIÐ svart seðlaveski með lakkáferðtapaðist annað hvort mánudaginn 11. sept- ember sl. eða þriðjudaginn 12. september sl. Veskið gæti hafa týnst í Kringl- unni, Fossvogskirlqugarði eða í Barmahlíð. I veskinu voru engin persónuskilríki, en í því voru myndir, sem eigandanum eru kærar. Upplýsingar í síma 891- 8111 eða 552-3018. Dúkka í bleikum galla í óskilum LÍTIL mjúk dúkka í bleik- um galla fannst á Skothús- vegi við Tjörnina Iaugar- daginn 9. september sl. Upplýsingar í síma 552- 2264. Giftingarhringur og hálsmen í óskilum GIFTINGARHRINGUR eða trúlofunarhringur fannst á skemmtistaðnum Klaustrinu laugardaginn 9. september sl. Einnig fannst hálsmen við Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum í sumar. Upplýsingar í síma 896- 9536. Húsbúnaðaivinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 873 10624 22346 31604 43764 55514 63963 75308 1141 10677 22384 33744 44749 55517 64815 76299 1484 11827 23462 33749 45806 55572 65123 76803 1602 1 2039 24978 33865 47374 55613 67245 76993 2221 1 2766 25088 33971 49138 55689 68737 77287 2747 14242 26712 34366 49329 55793 68875 77586 2927 14563 26773 39677 50654 56806 68985 78402 4400 14621 27570 40074 51709 57349 69216 79622 4654 15949 28171 40870 51920 57476 69258 79723 5615 16528 29530 41487 52082 57494 69743 6689 18069 29836 41706 54268 59636 70044 7826 19060 30262 43092 55125 60695 70092 10131 20214 31438 43228 55306 60985 72272 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 12 9242 17631 27950 38015 49471 58929 69245 236 9701 18220 28037 38107 49581 58996 69384 323 9816 18455 28457 38396 49620 59401 69870 912 9847 18491 28610 38696 49864 59458 70015 1072 9921 18698 28911 40274 50094 60168 70121 1386 9936 18749 29014 40346 50218 60534 70385 1661 10084 19340 29223 40736 50708 60757 71360 1686 10387 19397 29700 40784 51107 61523 72006 1970 10550 19436 30288 41790 51184 62178 73042 2041 1 1071 19519 30341 41980 51304 62418 74039 2228 11352 20553 30435 42006 51746 62582 74229 2282 11495 21074 30524 42346 51888 63164 74376 2465 11668 21307 31019 42829 52071 63206 74585 2503 11910 21778 31467 42834 52275 63607 74826 2553 12069 22599 31508 43150 52281 63863 75069 2779 12118 22641 32126 43264 52626 64020 75944 2876 12285 24115 32207 43623 52657 64509 76035 3319 12305 24147 32438 43730 54391 64752 76474 3743 12384 24309 32960 45418 54648 64959 7648 1 4170 13058 24434 33124 45555 54828 65144 76934 4799 13126 24560 33698 45801 54980 65297 76962 5146 13679 24591 33877 4601 1 55153 65939 77557 5249 13792 25016 34235 46042 56270 66075 77872 5645 13968 25108 34453 46320 56963 66090 78106 58 09 14112 25278 34795 46459 57051 67345 79231 584 0 14948 25325 34995 46501 57210 67682 79461 6228 15255 25851 35710 46827 57458 67748 6799 15619 26050 36016 47525 57516 67795 6911 15685 26875 36579 47556 57571 68185 7578 1 5755 26892 36582 48775 58015 68242 8351 16509 27289 36604 48995 58134 68571 8837 16759 27564 36922 49237 58359 68942 Næstu útdrættir fara fram 21. sept., & 28. sept. 2000 Ileimasíða i Interneti: www.das.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins hefur áður kvartað yfir því að einhverjir (auðvitað aðrir en hann!) skuli ekki hafa stofnað miðasölufyrirtæki á Netinu en slík fyrirbæri eru vel- þekkt í Skandinavíu og víðar. Nú sér hann sér til mikillar ánægju að fyrirtæki af því tagi er orðið að veruleika og er harla ánægður. Umstangið sem fólk þarf að standa í við að hanga í biðröðum eftir miða að vinsælum tónleikum eða öðrum viðburðum hverfur kannski ekki endanlega en verður sjald- gæfara. Tíminn er of dýrmætur til að verja honum í þess konar hluti, ævin of stutt. XXX MARGAR stéttir velta því fyrir sér hvort þær eigi að reyna að fara eftir ákveðnum siðareglum í starfi sínu. Fjölmiðlamenn eru oft í vanda vegna slíkra hluta. Al- menningur vill geta treyst því að fréttir séu fluttar vegna þess að fréttamaðurinn og fjölmiðillinn tel- ur að efnið eigi erindi við alþjóð en ekki sé einfaldlega verið að lokka fólk til að kaupa vöru eða þjón- ustu. Víkverji sá að sagnfræðingar settu sér nýlega siðareglur og var satt að segja dálítið undrandi á sumu sem þar var sett á blað. „Þótt sagnfræðingur sé á laun- um eða þiggi styrk við vinnslu rannsóknar er frumskylda hans ávallt sú að hafa það sem sannara reynist og nota fagleg vinnubrögð. Sú skylda skal ætíð tekin fram yfir hagsmuni styrktaraðila eða verk- kaupa.“ Er ekki verið að setja fram sjálf- sagða hluti með svona klausum? Ef fólk, fræðingar eða fjölmiðlung- ar, ætlar sér ekki að fara eftir þessum grundvallarreglum Ara fróða við störf sín er varla hægt að stöðva það með siðareglum nema ákvæði séu um refsingar, viðurlög eins og lögfræðingar orða það. Sagnfræðingur sem skrökvar kemst oft upp með það í bili ef hann fer klókindalega að því en síðar kemst upp um hann. Frétta- maður getur líka reynt að fela vandlega að hann er að auglýsa en ekki segja frétt. Dómarinn er al- menningur og aðeins hægt að vona að hann sé á varðbergi gagnvart óheiðarleika. Þetta fannst Víkverja fyrst í stað en hann sá nýlega bréf frá tímariti sem sent var fyrirtækjum í ferðaþjónustu og nú finnst honum að skriflegar reglur séu bráðnauð- synlegar fyrir fjölmiðla. Einhver föst viðmiðun verður að vera til, annars rennur allt saman í einn graut, fréttir og auglýsingar. Tímaritið bauð íslenskum ferða- þjónustufyrirtækjum kynningu í blaðauka í tilefni af kaupstefnu. Sagt var að aðallega myndi blaða- ukinn byggjast á „greinarskrifum í stað auglýsinga". Sagt var að blaðamenn ritsins myndu „sjá um greinarskrifin í nánu samstarfi við hvert fyrirtæki" og ljósmyndari þess annast ljósmyndir. Gefið var upp nákvæmt verð á kynningar- síðu í ritinu og tekið fram að allur kostnaður við greinarskrif, hönn- un, ljósmyndun og litgreiningu væri innifalinn í verðinu. Víkverji er ekki hrifinn og finnst að skrif af því tagi sem þarna er verið að lýsa eigi einfaldlega að kalla sínu rétta nafni: Auglýsingar. XXX NÚ er að hefjast hefðbundið tímabil haustvandræða vegna skorts á leikskólaplássi. Þótt Vík- verji eigi ekki beinna hagsmuna að gæta hefur hann fulla samúð með þeim foreldrum sem vita nú ekki sitt rjúkandi ráð. Sumir leita á náðir ættingja en ekki eru allir svo heppnir að geta það. Enn vantar um 80 starfsmenn á leikskólana en ástandið er þó sagt ívið skárra en það var á sama tíma í fyrra. Vandinn er sagður að kaupið sé of Iágt, fólk vilji gjarnan starfa á leikskólum en hafi ekki efni á þeim munaði. Sums staðar hafa engar umsóknir borist. Keðjuverkun er í gangi, að sögn eins leikskólastjór- ans; þeir sem sækja um stöður eru oft sjálfir með börn sem þeir koma ekki inn á leikskóla og geta því ekki hafið störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.