Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
tÁgiista María
Figved fæddist á
Eskifirði 4. júli 1912.
Hún lést á hjúkrunar-
hcimilinu Skjóli 9.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Maríe Fig-
ved, f. 1873, d. 1952
og Andreas Figved,
útgerðar- og verslun-
armaður, f. 1871, d.
1935. Systkini Ágústu
voru Elsa Figved, f.
1901, d. 1991, maki
Eiríkur Bjarnason;
Lena Figved, f. 1903,
d. 1996, maki Hreinn Pálsson; Jens
Figved, f. 1907, d. 1945, maki 1
Anna Margrét Halldórsdóttir.
Maki 2 Guðrún Laxdal.
Ágústa giftist árið 1934 Arnljóti
Davíðssyni, fulltrúa, f. 28. október
1909, d. 18. maí 1980. Foreldrar
hans voru Halldóra Arnljótsdóttir
og Davfð Kristjánsson kaupmaður.
Böm Ágústu og Amljóts eru: 1)
Hún var kölluð héðan og hún
kvaddi hægt og hljótt. Ágústa María
Figved lést í Reykjavik 9. septem-
* ber sl.
Mússý, eins og vinir hennar og
ættingjar kölluðu hana, hafði sér-
stakan persónuleika, sem einkennd-
ist af léttleika, jákvæðni og óhlut-
drægni.
Hún var gjörsamlega laus við
snobb og hún bar sig ekki saman við
aðra. Frá henni streymdi velvilji og
tilgerðarlaus hlýja.
Ég þekkti hana sem tengdamóð-
ur, ömmu barnanna og sem móður
uppkominna sona sinna. Öll þessi
hlutverk rækti hún með því að vera
réttsýnn og velviljaður vinur og fé-
lagi. Barnabörn hennar nutu návist-
ar við hana og sóttust í hennar fé-
lagsskap af því þeim fannst hún svo
skemmtileg, hlý og hugmyndarík.
Hún var gift Arnljóti Davíðssyni,
skrifstofustjórá hjá Olíuverslun Is-
lands, en hann lést árið 1980. Það er
erfitt að fjalla um Mússý án þess að
minnast Árnljóts í leiðinni. Hann var
hinn helmingurinn, faðirinn, tengda-
faðirinn og afinn. Hann var fyrir-
vinnan og leiðbeinandinn. Hann var
glæsilegur og skemmtilegur maður
en hann vildi hafa aga og reglu á
hlutunum svo sumum þótti nóg um.
Líf þeirra var samofið, þau voru
ólík en þau fullkomnuðu hvort ann-
að. Þau ófu lífsvef saman og í það
lögðu þau sína fínustu og sterkustu
þræði svo úr varð ending sem ekki
gaf sig þó stormsveipir örlaganna
ættu til að blása illþyrmilega öðru
hvoru.
Um það leyti sem þau giftu sig
fékk Arnljótur lömunarveikina sem
gekk á þeim árum og lamaðist á öðr-
um fótleggnum og hlýtur það að hafa
verið talsvert áfall fyrir þau bæði,
lífið rétt að byrja. Ýmiss konar önn-
ur veikindi þurfti hann að glíma við
og ekki hafa veikindin bætt fjárhag-
inn. í þá daga voru ekki bætur og
styrkir eins og í dag og getur maður
því sagt sér það sjálfur að oft hefur
verið mjög erfitt fjárhagslega líka.
En ég veit að við þessar kringum-
stæður hefur Mússý gert þeim þessa
erfiðleika léttbæra með þeim eigin-
leika sínum að umbreyta aðstæðun-
um og gera gott úr hlutunum því
þegar þau ræddu þessa tíma voru
aðeins húmoristísku hliðarnar
dregnar fram.
Þetta höfðu því verið góðir tímar
þrátt fyrir allt.
Þau voru ólík, Amljótur og
Mússý. Viðhorf Arnljóts einkennd-
ust af vissri íhaldssemi og mikilli
virðingu fyrir drengskap og heiðar-
leika.
1' Viðhorf Mússýjar einkenndust af
víðsýni og fijálshyggju. Hún var
norsk í báðar ættir en fædd á ís-
landi, dóttir norskra innflytjenda
sem stunduðu útgerð og kaupskap á
Eskifirði. Hún var laus við fordóma
og alltaf einstaklega sjálfri sér nóg.
Mússý las mikið, lagði kapal, og mat-
argerð var áhugamál. Einnig var
. hún söngelsk og gat spilað á píanó.
Öm Andreas, f. 31.
október 1936, d. 11.
febrúar 1978, maki
Halla Gísladóttir.
Börn þeirra era a)
Araljótur, f. 1961. b)
Gísli Örn, f. 1965. c)
Ágúsla María, f.
1969. 2) Davíð
Trausti, f. 20. desem-
ber 1939, maki
Hulda Erlingsdóttir.
Börn þeirra eru a)
Erlingur Sigurður, f.
1959 b) Arnljótur, f.
1968. c) Ágústa Mar-
ía, f. 1970. 3) Jens, f.
3.júní 1956, sambýliskona Guðrún
Olgeirsdóttir. Börn þeirra eru a)
Brynjar Örn, f. 1988. b) Davíð Örn,
f. 1995. Fyrir átti Guðrún einn son,
Elías Rúnar, f. 1976. _
Bamabarnabörn Águstu Maríu
eru níu.
Útför Ágústu Maríu fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hún hafði gaman af hannyrðum.
Hún lærði sem ung stúlka er hún
dvaldist hjá ættingjum í Noregi að
knippla. Hún drýgði tekjur heimilis-
ins um tíma með því að knippla og
selja knipplingar.
Það var alltaf einhver framandi
reisn og æðruleysi yfir henni.
Hún var mikill unnandi náttúru
íslands og þau hjónin ferðuðust mik-
ið um landið, bjuggu í tjaldi, fóru í
berjamó, stunduðu veiðiskap í ám og
vötnum og nutu íslenskrar náttúru
löngu áður en hinn almenni Islend-
ingur uppgötvaði dásemdir íslenskr-
ar náttúru og fór að borga offjár í
jeppa og veiðileyfi. Mússý og Arn-
ljótur bjuggu fyrstu búskaparárin á
Hringbraut 41 en fluttu síðar á
Mánagötu 2 og þar bjuggu þau þeg-
ar ég kynntist þeim árið 1965. Heim-
ilið þeirra var opið vinum og ættingj-
um og þar var oftast mikill gesta-
gangur, bæði ættingjar og vinir af
landsbyggðinni og í Reykjavík.
Það var alltaf kaka á leiðinni í ofn-
inn og kaffi á könnunni hjá Mússý.
Þau hjónin voru bæði unnendur
félagsskapar og umræðna um það,
sem var efst á baugi í það og það
skiptið, stefnur, strauma, bók-
menntir, eða hag íslensku þjóðarinn-
ar. Umræðurnar gátu oft orðið líf-
legar ekki síst ef Arnljótur náði í
kröftugan andmælanda.
Mússý var nýjungagjörn. Hún var
fram eftir öllum aldri að ná sér í ný
krydd og búa til rétti sem hún hafði
ekki gert áður. Hún var mjög fær í
matargerðarlist og matarveislur
hennar á hátíðis- og tyllidögum voru
sannkallaðar „Babets feast“. Hús-
móðurstörfin gerði hún skemmtileg
eins og flest það sem hún kom ná-
lægt.
Þegar Mússý var orðin ekkja hélt
hún sínu striki og tók þátt í öllu eins
og áður. Hún hitti norskar æskuvin-
konur sínar frá Eskifirði, Nennu,
Mörtu Clausen, Öllu Kalla, og systur
sínar Lenu og Elsu. Allar voru þetta
einstaklega hláturmildar, skemmti-
legar og klárar konur. Þær voru yf-
irleitt ekki í neinum vandræðum
með að finna eitthvað áhugavert að
skemmta sér við. í dag er Alla Kalla
sú eina sem eftir lifir úr þessum
glaðværa vinkvennahópi.
Mig langar líka að minnast þess
að eitt rigningarsumar í ágúst
nokkrum árum eftir að Arnljótur
lést ákváðum við Mússý að skella
okkur til Rimini með flugi og þar átt-
um við ógleymanlegar stundir í sól
og sumri. Síðustu árin dvaldist hún
síðan á Skjób. Mússý var yndisleg
kona.
Ég tel mig ríka að hafa fengið að
eiga samleið með og tengjast Mússý
og Arnljóti og fyrir það er ég þakk-
lát.
Við kveðjum elsku Mússý, nú er
hún farin, en minningin um allt það
skemmtilega og góða sem hún skilur
eftir hjá okkur mun lifa.
Blessuð sé minning Ágústu Maríu
Figved og Arnljóts Davíðssonar.
Hulda Erlingsdóttir.
Elskulega, ljúfa tengdamóðir mín,
hún Mússí, er látin. Hún var í raun
farin frá okkur allt síðasta ár v/alz-
heimer-sjúkdómsins sem hrjáði
hana. Það var erfitt að horfa upp það
hvernig sjúkdómurinn dró hana
hægt og bítandi niður. Það er líka
alltaf sárt að missa ástvini sína,
hvernig sem á stendur. Minningam-
ar hrannast því upp um gleði- og
ánægjustundir, svo og sorgarstund-
ir, sem við upplifðum saman. Á
heimilum okkar í sumarbústöðum og
á ferðalögum sem við fórum í saman.
Við áttum líka ótal margar góðar
stundir saman við rabb um allt og
ekkert, og Ijúfa góða samveru, sem
ég þakka fyrii’.
Sem ung kona varð Mússí fyrir
því áfalli að eiginmaður hennar,
Arnljótur, fékk berkla og varð að
vera á Vífilsstaðaspítala í eitt ár, eða
lengur. Heimilið varð að leysa upp,
og tvístra fjölskyldunni, en þau áttu
þá tvo syni, þá Örn og Davíð. Þetta
hlýtur að hafa verið mikið áfall á
þessum tímum, þegar erfitt var að
lækna berkla. En það tókst að lækna
hann og áttu þau mörg hamingju-
söm og góð ár saman. Þau áttu fal-
legt heimili sem alltaf var gott að
koma á, og þar sem gestrisni var
ætíð í fyrirrúmi. Arnljótur lést árið
1980.
Mússí var yndisleg kona, frábær
húsmóðir og tók öllum hlutum með
jafnaðargeði. Hún var afar dugleg
að matreiða og var órög að prófa
nýjar uppskriftir, bananakakan
hennar var vinsælust af öllum kök-
um í fjölskyldunni, og enginn náði
því að baka álíka köku. Það var því
erfitt fyrir hana fyrst eftir að hún
flutti á Skjól að geta ekki boðið upp á
kaffi og meðlæti þegar einhver kom í
heimsókn til hennar.
Ég vil þakka Mússí fyrir allt sem
hún var mér og börnunum mínum.
Hún var þeim ljúf og góð amma, sem
þau virtu, dáðu og elskuðu. Megi
góður Guð blessa hana og gefa henni
náð og frið.
Þín tengdadóttir,
Halla.
Elsku amma mín er dáin. Mikið
hef ég hugsað um og kviðið þeirrar
stundar sem nú er runnin upp.
Amma Mússí hefur verið veik svo
lengi og henni hefur hrakað hægt og
rólega. Ég hef verið svo langt í burtu
og lítið getað komið til hennar á
hjúkrunarheimilið Skjól, en það var
svo gott að geta setið hjá henni og
geta strokið henni um vangann
mjúka og syngja fyrir hana, þá leið
henni svo vel og var svo glöð, en
gleði og góðmennska voru hennar
einkenni. Biðtíminn var orðinn lang-
ur fyrir hana ömmu mína, en nú vit-
um við að henni líður vel, komin til
afa Davíðssonar og pabba. En samt
var það eins og reiðarslag þegar mér
var sagt að hún væri dáin, einhvern
vegin fannst mér hún vera ein af
þessum ódauðlegu persónum sem
alltaf eru til staðar, sem hún í raun
og veru er. Hún er dýrlingurinn
minn, og mín stærsta fyrirmynd því
ef ég get einhvern tíma orðið eins
amma og hún var þá er stórum til-
gangi lífs míns náð.
Á Mánagötunni var alltaf svo gott
að vera, og það var svo gaman að fá
að fara í pössun til ömmu Mússíar
enda eru góðu minningarnar þaðan
óteljandi. Barnbetri manneskju var
vart hægt að finna, enda hafði hún
einstaka hæfileika til að vinna traust
barna. Manni gat aldrei leiðst hjá
ömmu, og ef einhver leiði var í upp-
siglingu þá var amma ekki lengi að
sjá við því, hún fann allaf eitthvað að
gera og þegar maður var orðinn
nógu gamall þá spiluðum við ólsen,
veiðimann og svarta Pétur, og pass-
aði amma vel upp á að við bömin
fengjum að vinna spilið með hæfi-
lega löngu millibili, enginn átti að
vera leiður hjá ömmu Mússí. Við
amma gátum setið og spjallað um
heima og geima, og þegar ég eignað-
ist mitt fyrsta barn fannst mér gott
að tala um börn og barnauppeldi við
hana, hún hafði frá svo mörgu að
segja frá sinni tíð og alltaf nægan
tíma.
Jólin á Mánagötunni eru ógleym-
anleg, þar hittist fjölskyldan og þá
voru borðaðar rjúpur af góðri lyst,
möndlugrjónagrautur að norskum
sið var í forrétt og að sjálfsögðu var
passað upp á að börnin fengju að
opna einn pakka strax eftir matinn,
farið var í leiki um kvöldið og amma
kveikti sér jafnvel í vindli svona til
hátíðabrigða og „til að fá góða
vindlalykt í húsið“. Svona voru jólin
alltaf á Mánagötunni, yndisleg og
hátíðleg, jól bernsku minnar sem ég
á eftir að minnast um ókomin ár.
Minningarnar um elsku ömmu lifa í
huga og hjarta fjölskyldunnar.
Þakka þér fyrir, amma mín, árin
með þér voru ómetanleg.
Þín _
Ágústa María Arnardóttir.
Nú haustar og laufblöðin tekin að
falla frá styrkum stofni trjánna, sem
leggjast í dvala til næsta vors. Þá
vakna oft minningar frá liðnu sumri
þegar sólin skein og gleði náttúrunn-
ar fangaði okkur. Það er einmitt það
sem gerist þegar hún amma leggst
til hinstu hvflu. Hún var nefnilega
þessi styrki stofn sem að vísu var
búinn að fella flest laufin en bolurinn
ekki tilbúinn til dvalar frekar en sól-
in í sálu hennar eða náttúran í örm-
um hennar.
I minningunni sjáum við gleði
hennar, kímni, gjafmildi, gestrisni
og barngæsku, en ekki síst einstaka
natni við matargerð þar sem jóla-
rjúpurnar voru í öndvegi, eldaðar á
einhvern sérstakan hátt, sem hún
þróaði með sér í gegnum tíðina, og
hefur nú tekið með sér. Við sem
sjáum eftir henni geymum í huga
okkar aðfangadagskvöldin og allar
þær stundir sem við áttum á Mána-
götunni, þar sem amma vafði okkur
og síðar langömmubörn sín einstakri
hlýju. Gleði og kímni var henni mjög
í blóð borin og bergmála nú í huga
okkar hlátur hennar yfir kaffibolla
með vinkonum sínum og kaffiboðin
þar sem uppáhald okkar krakkanna,
bananatertan, var ætíð á borðum,
hálffrosin með þykku, stökku
súkkulaði. Það var eðli hennar að
þjóna og gefa og voru börn fljót að
átta sig á að amma eða langamma
átti alltaf einhvem mola til að stinga
að þeim.
Nú kveðjum við þig elskulega
amma Mússí með sorg og söknuði,
þó eilitlum létti líka, því eins og trén
þurfa laufin til að dafna þarf sálin
hugann. Guð geymi þig um alla tíð.
Arnljótur, Gísli Orn og
fjölskyldur.
Amma Mússý var einstök kona.
Hún var svona amma eins og allir
vilja eiga, góð, sanngjörn, félags-
lynd, hógvær og hlý. Hún talaði ekki
illa um nokkurn mann og aldrei man
ég eftir henni ósanngjarnri né því
verða þess vör að hún skeytti skapi
sínu á náunganum. Minningar mínar
um hana eru einungis ótrúlega góð-
ar, minningar frá því er ég var lítil
stelpa þegar hún var að kenna mér
að sauma og prjóna, taka mig með
sér í leikhús og heimsóknir til hinna
ýmsu ættingja og vina. Ég man eftir
gestrisni hennar og þjónustulund,
kökuhlaðborðinu sem svignaði af
kræsingum þegar maður kom í
heimsókn og frá yndislegu heimili
hennar sem var ávallt hlýtt og opið
til að taka við öllum þeim ættingjum
og vinum sem þangað vildu koma. Af
svo mörgu er að taka, en mig langar
aðeins að minnast á hennar síðustu
ár sem eru svo ljóslifandi fyrir mér
þessa stundina. Éyrir rúmum sex ár-
um fluttist elskuleg amma mín á
hjúkrunarheimilið Skjól eftir að ald-
urinn var farinn að segja sterklega
til sín og dvaldi hún þar til æviloka.
Einnig þaðan er sömu sögunni af
henni að segja, þótt ellin hafi tekið
yfir og minnið farið að gefa sig ill-
þyrmilega, þá var hún amma Mússý
samt alltaf jafn skemmtilega skap-
góð og blíð og alltaf bara svo innilega
hún sjálf. Jafnvel síðustu árin sem
hún eyddi öllum stundum liggjandi í
rúminu og gat sig vart hreyft né tjáð
sig um nokkum hlut. Þá þurfti mað-
ur ekki annað en að taka í hendina á
henni og tala við hana, til að ná fram
í henni hlátrinum og hlýjunni sem
hafa ávallt einkennt alla hennar
veru.
Enn nú er hún Ágústa María eða
amma Mússý eins og við kölluðum
hana ekki lengur hér hjá okkur held-
ÁGÚSTA MARÍA
FIGVED
ur er hún farin á betri stað. í faðm
himnesks fóður síns sem hún var svo
lánsöm að eignast trú á, í eilíft ríki
Jesú Krists frelsara okkar. Og henn-
ar vegna gleðst ég yfir því þótt ég
verði að viðurkenna að þessi síðustu
ár eftir að amma var orðin mikið
veik og heimsóknum mínum til
hennar fór óðum fækkandi, þá gerði
ég mér litla grein fyrir því hvað ég
myndi sakna þess sárt að fá ekki að
hafa hana hjá okkur lengur. Sakna
þess að hafa ekki lengur tækifæri til
að fara til hennar þegar mig langar,
geta tekið í hönd hennar og bara
notið þess að sitja hjá henni.
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á
Guð og trúið á mig. í húsi föður míns
eru margar vistarverur. Væri ekki
svo hefði ég þá sagt yður að ég færi
burt að búa yður stað? Þegar ég er
farinn burt og hef búið yður stað
kem ég aftur og tek yður til mín, svo
að þér séuð einnig þar sem ég er.“
(Jóh. 14:1-3).
Ágústa María Davíðsdóttir.
Elsku amma! við söknum þín svo
mikið því þú varst alltaf svo góð við
okkur og við vildum að þú hefðir haft
meiri tíma með okkur þar sem ég er
bara 12 ára og Davíð fimm ára.
Það var alltaf svo gott að koma í
heimsókn til þín á Mánagötuna því
þú varst alltaf í svo góðu skapi og
vildir allt fyrir mig gera, spila á spil,
syngja Guttavísurnar og baka
pönnukökur sem voru þær bestu í
heimi. Þegar ég fékk að sofa hjá þér
á Mánagötunni þegar mamma og
pabbi þurftu að fara eitthvert út, þá
hlakkaði ég alltaf svo til á morgnana
þegar við vöknuðum og fórum niður í
eldhús að elda hafragraut og brauð
með rifsberjasultu því það var upp-
áhaldsmaturinn okkar. Ég man allt-
af eftir því þegar ég var fjögurra ára
og þú varst að passa mig því að leik-
skólinn var lokaður og pabbi og
mamma að vinna. Þú varst nú orðin
dálítið gleymin á þeim tíma amma
mín og fórst ekki mikið út, en við
ákváðum samt að fara út í búð að
kaupa í matinn og nammi handa
mér. Á meðan hringdi pabbi nokkr-
um sinnum til að athuga hvernig
gengi að passa mig en enginn svar-
aði. Hann var víst orðinn nokkuð
hræddur um okkur því það eru
nokkrar umferðargötur við Mána-
götuna. En það sem hann vissi ekki,
var að þarna gengum við og leidd-
umst skref fyrir skref þar sem þú
áttir orðið dálítið erfitt með að labba
amma mín og ég svo lítill, en við
pössuðum hvort annað. Við fóram
varlega yfir allar umferðargöturnar,
keyptum í matinn og nammi í poka
handa mér og skoðuðum helling af
hinu og þessu á leiðinni heim á
Mánagötu tveimur tímum seinna.
Pabbi var vissulega feginn þegar
hann frétti að við væram komin
heim og sagði seinna við mömmu að
þarna hafi haltur leitt blindan en
ekki veit ég hvað hann meinti með
því, en fyrir mér var þetta ævintýra-
ferð með ömmu og við voram bara
ekkert að flýta okkur.
Elsku amma mín! við vitum að þú
ert komin til Guðs og líður vel. Við
þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur.
Brynjar Örn og Davíð Öm.
Elskuleg móðursystir mín er lát-
in. Ég vil minnast hennar eins og
hún var áður en hugur hennar fór að
fjarlægjast okkur. Hún var alltaf
með jafnaðargeð og með alveg sér-
staklega skemmtilega kímnigáfu.
Hún gat gert grín að sjálfri sér og
hló svo þessum dillandi hlátri sem
henni einni var lagið. Ég var tiður
gestur á Mánagötunni og oft á tíðum
þurfti ég á henni að halda til að tjá
henni áhyggjur mínar og erfiðleika.
Hún sat þá og hlustaði og kom þá
gjarnan með uppástungur þar sem
við átti og alltaf fór ég léttari í lund
frá henni en þegar ég kom. Mér hef-
ur oft dottið í hug að ef hún hefði
haft tök á því að ganga menntaveg-
inn þá hefði hún orðið góður sálfræð-
ingur. Það er svo margs að minnast,
en nú, elsku Mússí mín, kveð ég þig
með virðingu og söknuði og sendi
Davíð, Jens og fjölskyldum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Edda Eiríksdóttir.