Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
V---------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJORG
REBEKKA
JÓNSDÓTTIR
+ Ingibjörg fæddist
á Arnarstöðum í
OxarQarðarhreppi í
N-Þingeyjarsýslu
hinn 15. október
1917. Hún lést á
Landakotsspítala 8.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Guðrún Ant-
Aonía Jónsdóttir frá
Núpi, Berufjarðar-
strönd, f. 3.4.1890, d.
1.1. 1974 og Jón
Tómasson frá Blika-
lóni, Melrakkasléttu,
f. 13.9. 1883, d. 5.3.
1974. Þeim varð 10 barna auðið.
Fyrsta barnið dó í fæðingu en hin
komust öll á fullorðinsár. Nú eru
aðeins þijú eftirlifandi.
Eiginmaður Ingibjargar var
Guðjón Guðjónsson, vélfræðingur
og járnsmíðameist-
ari, f. 20.3. 1911, d.
18.2. 1994. Ingibjörg
og Guðjón eignuðust
eina dóttur, Ingi-
björgu R. Guðjóns-
dóttur, röntgen-
tækni og ritara, f.
16.11. 1956. Maki
hennar er Ólafur J.
Gunnarsson, f. 30.9.
1958, starfsmaður
Happdrættis Há-
skóla Islands.
Ingibjörg var
sjúkraliði að mennt
og starfaði lengi
bæði á Landakotsspítalanum og
Borgarspítalanum.
Utför Ingibjargar fer fram frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík í
dag, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elsku systir mín.
Nú sit ég hér og læt hugann reika
til baka, langt til baka. Mín fyrsta
minning of okkur tveimur saman er
&ð þú stóðst með mig á handleggn-
um og við horfðum á kartöflur, sem
þú varst að sjóða handa mér. Eg
átti að fá þær stappaðar í smjöri,
það var það besta sem ég fékk (var
mér sagt). Ég hef eflaust verið í
uppáhaldi, að fá svona nammi milli
mála. Annars er mér sagt og haft er
fyrir satt að þú haflr tekið mig upp
á þína arma strax við fæðingu og er
ég fór að tala kallaði ég þig Imbu
mömmu. Ailar götur síðan hafa leið-
ir Iegið saman.
Samanber þegar þið Gaui giftuð
ýkkur, þá fenguð þið mig í heiman-
mund (aumingja þið). Þetta var
ykkar beggja ósk, enda ennþá barn-
laus, Gaui á sjónum og þú varst þá
ekki ein.
Við byrjuðum í Hrísey eitt ár, þar
sem Gaui gætti vélanna í frystihús-
inu. Síðan lá leiðin til Reykjavikur,
Gaui fór á sjóinn og þá var komið að
mér að passa stóru systur. Okkar
sambúð var alveg frábær. Þið um-
báruð stóra barnið ykkar vel þó ég
sé viss um, að af mér hafið þið haft
ónæði af og til. Nú var alvara lífsins
byrjuð. Ég skyldi fara í skóla og
vinna. Kvöldskóli varð það og vinna
á daginn. Þetta gekk allt vel, Imba
mamma var heima til að hugsa um
stóra barnið sitt og saman vorum
við allar götur þar til ég giftist, þá
losnuðuð þið endanlega við mig, í
þess orðs merkingu. En böndin sem
voru bundin í frumbemsku minni
hafa aldrei slitnað.
En um þetta leyti var ykkar ósk-
astund að ganga í garð. Þið eignuð-
ust yndislega litla dúllu, sem í þess
orðs fyllstu merkingu gat kallað
ykkur mömmu og pabba. Það var
mikil Guðs gjöf, ykkur báðum til
handa. Hún óx úr grasi og varð allt
sem þú gast best óskað þér. Gekk
menntaveginn og er nú hámenntuð
kona. Hún er gift góðum manni,
sem var þér sem besti sonur.
Þú varst nú ekki ánægð með að
hafa ekki lært eitthvað, svo þú
skelltir þér í sjúkraliðanámið og
laukst því með frábærum vitnis-
burði. Síðan var þitt starf að hjúkra
sjúkum og fórst þér það sérlega vel
úr hendi, enda máttir þú ekkert
aumt sjá öðruvísi en að vilja hjálpa.
Auðvitað hlaust þú að fá það endur-
goldið. Vil ég sérstaklega nefna
starfsfólk K-2 á Landakotsspítala,
þai’ sem þú lást lömuð síðustu mán-
uðina. Umönnun og elskulegheit
allra á deildinni voru aðdáunarverð
og kunnum við aðstandendur þínir
vel að meta það. Ég veit að þeim
mun launast fyrir, það er að segja ef
eitthvert réttlæti er til í þessum
heimi. Enda sögðu allir að þú værir
sérlega góður og þakklátur sjúkl-
ingur. Nú er þessu stríði lokið og
var aðdáunarvert hvað þú tókst
þessu vel. Þú varst þó heppin að
kollurinn var í lagi og þú gast tjáð
þig og fylgst með öllu sem var að
gerast þar til síðustu sólarhringana
tvo gast þú ekki meir. En þar sem
ég sat hjá þér með prjónana mína,
nóttina seinustu sem við vorum
saman, fannst mér eins og þú vissir
að ég væri þarna hjá þér. Næsta
kvöld kvaddir þú. Við Geiri munum
sakna þín sárt, því þar var innileg
og gagnkvæm vinátta.
Hvfl í friði elsku Imba mamma.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín systir,
Málfríður og Ásgeir.
Margs er að minnast þegar ég
sest nú niður og rifja upp þann tíma
sem ég var svo lánsöm að kynnast
þér, elsku frænka, sem nú er lögst
til hinstu hvfldar eftir erfitt veik-
indpskeið.
Ég var fimmtán ára þegar ég
kom fyrst í heimsókn til þín á Kar-
lagötuna, og varð aðnjótandi gestr-
isni þinnar og hjartahlýju. Ég man
þú gafst mér m.a. banana sem ég
bragðaði á í fyrsta sinn, það er
skrítið að hugsa til þess nú í alls-
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarþel við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
ÞÓRUNNAR ÁSGEIRSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
áður til heimilis á Bárugötu 17,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Höfða
fv” og Sjúkrahúss Akraness.
Ásgeir Samúelsson, Guðmundína Þ. Samúelsdóttir,
Guðrún F. Samúelsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Samúel Þ. Samúelsson, Ólöf G. Kristmundsdóttir,
Reynir M. Samúelsson, Svanhvít E. Einarsdóttir,
Sigríður K. Samúelsdóttir, Guðjón Sólmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
nægtar borðum samtímans.
Allar götur síðan var alltaf sjálf-
sagt og kærkomið að koma á heimil-
ið þitt og Guðjóns, sem var eins og
þú brosmildur, ljúfur og hjartahlýr,
þið voruð svo samhent og bjugguð
ykkur fallegt heimili í Stóragerði.
Þar kom ég margoft ásamt fjöl-
skyldu minni í hin ýmsu afmæli og
jólaboð. Það var mikil samheldni
með þér og þínum góðu systkinum,
sem var eins og þú sérstakt mann-
kostafólk. Ollum systkinunum var
tónlist og söngur í blóð borin og
þegar „Jón bróðir“ birtist í boðum
hjá þér hóf hann óðara upp rödd
sína og fór með nýorta vísu þér til
heiðurs og sagði síðan,, jæja, systir,
nú syngjum við eins og í gamla
daga“. Já, það var gaman að koma
til þín og gleðjast með þínu góða
fólki, þessar minningar eru mér
dýrmætar á perlufesti minninga.
Síðan eignaðist þú hana Immy
sem varð sólargeislinn í lífi þínu og
allt þitt snerist um þessa litlu stúlku
sem þér hlotnaðist og annaðist svo
undurvel. Hún hefur líka ásamt
manni sínum endurgoldið ástríki
þitt og annaðist þig þegar þú varst
orðin ekkja og saman bjugguð þið í
Rauðagerði í nokkur ár, þar til á
síðasta ári að þú veiktist illa og
varst flutt á Landakot.
Þótt lifið snerist mikið um dóttur-
ina, þá hafði þú ætíð tíma fyrir aðra
og þér var umhugað um ættingja og
vini, velferð þeirra og líðan.
Systir mín Ósk átti athvarf hjá
þér um tíma þegar hún var barnung
og þar með mynduðust sterk bönd
milli hennar og þín, hennar barna
og barnabarna. Þau hafa notið sér-
stakrar umhyggju þinnar og hlýju í
miklu mæli, sem og við systkinin öll.
Fjölmargar fjölskyldumyndir koma
upp í hugann og aldrei bregður fyrir
skugga í þessari upprifjun minn-
inga.
Ingibjörg var líka mjög trúuð
kona og velviljuð öllum. Aldrei
heyrði ég styggðaryrði um nokki-a
manneskju.
Ingibjörg þótti einstaklega lagleg
ung stúlka og vel geíin. Alltaf var
hún „elegant" og vel tilhöfð og alltaf
að passa upp á línurnar, svo frænku
hennar fannst stundum nóg um.
Ingibjörg var fingerð kona og
gegnum tíðina átti hún við veikindi
að stríða. Þá voru systur hennar
þær Rebekka og Fríða henni miklar
hjálparhellur, umhyggja þeirra var
henni ómetanleg og einstök fram til
þess síðasta.
A þessari stundu minnist ég fyrst
og fremst góðrar konu, minnist þess
þegai- ég kom í heimsókn í Stóra-
gerði og þú opnaðir dyrnar og
brostii' þínu fallega brosi og sagðir,
„nei sæl elskan", og það var ekta
það bros og augun svo tær, eins og
sálin
Enn varst þú falleg þegar ég
heimsótti þig síðast í sumar á
Landakoti, húðin svo mjúk og slétt
og enn voru augun skær, þrátt fyrir
háan aldur.
Elsku frænka mín! mig langar að
þakka þér fyrir öll árin og ég geymi
góðar minningar í hjarta mínu um
ókomin ár. Við mæðgurnar sendum
Immy og Óla samúðarkveðjur okk-
ar.
Guð blessi minningu þína.
Af eilífðarljóma bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér,
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Rebekka Jóhannesdóttir.
Elskuleg móðursystir mín er látin
og hluti bernsku minnar hverfur á
braut með henni. Imba frænka var
mér sem móðir og frá fyrsta degi
var ég hluti af hennar lífi og hún
mínu. Hjá henni naut ég skjóls og
öryggis og hún umvafði mig með ást
og hlýju. Ég eyddi mörgum stund-
um hjá henni á Karlagötunni þegar
mamma var í vinnu og hún verndaði
mig ef hættur steðjuðu að.
Ég held ég hafi snemma tileinkað
mér margt úr hennar fari og verið
ákveðin í að verða eins og hún enda
áttum við mörg sameiginleg áhuga-
mál. Ég vildi vera fín og vel til höfð
eins og Imba frænka og við áttum
mörg samtöl um krem, snyrtivörur,
föt og skartgripi. Hún elskaði háa
hæla og falleg föt. Alltaf með vel
lagt hárið, fallega snyrtar hendur
og fallega skartgripi. Éitt af því síð-
asta sem ég spurði hana að á
Landakoti var hvernig hún færi að
því að vera svona slétt og falleg.
Hún brosti prakkaralega og sagði
mér leyndármálið en svo varð hún
þung á brún og sýndi mér hrukkur
sem höfðu myndast í veikindunum.
Hún fór ekki ósnyrt úr húsi ef hún
gat komist hjá því og ef flytja þurfti
hana í sjúkrabfl á spítala hafði hún
mestar áhyggjur af að vera ekki
varalituð. En hvað ég skildi hana
vel, hvflík staða að lenda í.
Heimili hennar bar líka vott um
snyrtimennsku og vikulega viðraði
hún búslóðina úti í garði á Karlagöt-
unni. Ég varð engu skárri en við
lærðum að slaka á kröfunum með
tímanum. Ég er samt viss um að
hún hefur á sínum tíma verið með
tannbursta í hornunum eins og ég,
ég spurði hana aldrei að því, bara
veit það. Hún átti marga fallega
muni og síðustu árin gaf hún þá
smátt og smátt til þeirra er voru
henni kærir og á ég margt fallegt
frá henni.
Við tilheyrðum sömu starfsstétt,
unnum báðar við umönnun fólks,
hún sjúkraliði og ég við hjúkrun.
Fyrsta deildin sem ég var í verk-
legu námi á var deildjn hennar, A7 á
Borgarspítalanum. Ég lærði mikið
af henni. Hún sinnti sjúklingum sín-
um af einstakri alúð og umhyggju
og fólkið elskaði hana. Ég átti eitt
sinn að þrífa baðker og spurði Imbu
frænku hvernig ég ætti að bera mig
að. Hún sagði mér að þrífa baðið
eins og ég ætlaði sjálf að nota það á
eftii'. Þannig sinnti hún sínu starfi,
gaf hjarta sitt í það og sinnti fólki
eins og hún vildi láta sinna sér.
Fríða frænka sagði alltaf að þær
systur væru allar í sömu stétt,
mamma hjúkka, Imba sjúkraliði og
sjálf kynni hún handtökin. Þær
kunnu svo sannarlega „handtökin“
við að láta veiku fólki líða vel.
Við töluðum oft saman í síma á
seinni árum þegar hún gat ekki
lengur farið allra sinna ferða. Allir á
mínum vinnustað vissu hver Imba
frænka var. Hún hringdi stundum
bara til að heyra í mér og við hvísl-
uðumst á leyndarmálum eða hún
bað Boggu á símanum fyrir skilaboð
ef ég var ekki á staðnum og það
voru alltaf svo falleg skilaboð. Við
skrifuðumst á þegar ég var í burtu
og hún hringdi í mig með reglu-
bundnu millibili yfir hafið. Aldrei
gleymdi hún afmælisdegi, mundi þá
alla, líka litlu ömmudrengjanna
minna sem báðir elskuðu hana.
Rafn Kumar naut þess að heim-
sækja hana á Landakot og þegar
hann keyrði með mömmu sinni þar
fram hjá spurði hann hvort þau
ættu ekki að kíkja inn til Imbu
frænku. Bjartur sagði pabba sínum
að Imba frænka ætti milljón króna,
það væri augljóst því hún gæfi alltaf
litlum krökkum aur. Hún varð svo
glöð þegar við heimsóttum hana í
Múlabæ, kynnti þá fyrir öllum og
horfði á þá með aðdáun og stolti öm-
munnar.
Þannig horfði hún líka á mig. Með
ást og aðdáun í augnaráðinu, ást
móður sem ekki sér neina galla hjá
barninu sínu. Hún horfði á mig slíku
augnaráði og sagði mér að ég væri
falleg, dugleg og hugrökk er ég
kvaddi hana í janúar síðastliðnum.
Hún sá enga galla á mér. Við sátum
í stofunni hennar á Landakoti og
drukkum Sherry, auðvitað keypti ég
Sherry, það var okkar stfll. Við
ákváðum að þegar ég kæmi heim
um jólin færum við á Hótel Borg
eins og svo oft áður. Myndum fá
okkur kaffi, sæta tertu og Sherry
eða líkjör, vorum ekki alveg vissai'
hvort við myndum velja. Við áttum
stefnumót sem aldrei verður. Ég
hefði viljað fá að kveðja hana hinstu
kveðju, hvísla falleg orð í eyra henn-
ar og þakka fyrir allt sem hún hefur
verið mér og mínum. Segja henni að
ég muni alltaf sakna hennar og
kyssa hana mjúkum kossi að lokum.
Ég kveð frænku mína með sökn-
uði og virðingu og sendi samúðar-
kveðjur til allrar fjölskyldu minnar.
Hjördís Guðbjörnsdóttir.
Það á ekki við neinn að vera
rúmfastur en það átti sérlega illa
við Imbu frænku mína. Hún naut
þess að vera með fólkinu sínu, veita
því ást og hlýju og fylgjast með lífi
þess. Þegar ég sagði henni að ég
ætti erfitt með að sætta mig við að
hún væri föst á spítala svaraði hún:
„Já, heldur þú að það væri ekki
munur ef ég gæti setið með þér
niðri á Hótel Borg eða skroppið í
kaffi til ömrnu þinnar og afa á
Klapparstíg?"
Imba frænka var einstök kona.
Systur hennar, Fríða frænka og
Rebekka amma mín, hafa sagt mér
að snemma hafi fegurð hennar vak-
ið athygli. Það breyttist ekki með
árunum. Hún hugsaði vel um útlit
sitt. Bar á sig fegrunarkrem af
natni, fór reglulega í handsnyrtingu
og klæddist kvenlegum og fallegum
fötum sem hún lét gjarnan sauma á
sig. Arangurinn var greinilegur.
Hún var ætíð glæsileg og náði ald-
urinn aðeins að setja á hana fáeinar
hrukkur sem gerðu hana bara fal-
legri og komu helst í ljós þegar
blíða brosið færðist til augnanna.
Framkoma hennar einkenndist af
kvenleika, þokka og umfram allt
mikilli hlýju. Þessarar hlýju var ég
svo lánsöm að njóta.
Það kunna fáir að kyssa og faðma
eins og Imba kunni. Það skipti ekki
máli hvar maður hitti hana. Um leið
og hún náði augnsambandi setti hún
stút á vandlega litaðar varii'nar sem
endaði í mjúkum kossi. Alvöru koss,
beint á munninn og svo fylgdi faðm-
lag. Hún faðmaði innilega, strauk
með mjúkum höndum og horfði svo
djúpt og blíðlega í augun. Faðmlag
og augnaráð sem gaf til kynna að
maður væri mikils virði.
Þegai' við systkinin fórum til
Imbu síðast vissum við að komið var
að kveðjustund. Greinilegt var að
hún var að fara frá okkur, aðdraga-
ndinn hafði verið nokkur. Við vorum
á leið út að borða og að hlýða á
söng. Nokkrum tímum síðar þegar
systur hennar hringdu og sögðu að
hún væri farin sátum við á Hótel
Borg. Salurinn var þétt setinn og
söngurinn ómaði. Við vorum viss um
að það hefði átt við hana, að hún
hefði notið þess að vera með okkur
en reyndum að sætta okkur við að
nú væri hún á betri stað.
Þegar ég sagði drengnum mínum
að Imba væri farin þangað sem
henni liði vel sagði hann reiður: „En
mér líður ekki vel.“ Mér leið heldur
ekki vel og gekk illa að fá hann til
að sætta sig við að hann myndi ekki
hitta hana aftur enda toguðust of
margar tilfinningar á í mér sjálfri.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
Imbu frænku að svona lengi en
hefði gjarnan viljað eiga hana leng-
ur.
Rebekka.
Kæra Imba, í dag leita á hugann
minningar frá liðnum árum. Við
minnumst þín öll með virðingu og
kærleika.
Þegar við komum að sjúkrabeð
þínum til að kveðja áður en við flutt-
um til Noregs var auðséð að hverju
stefndi.
Þú tókst veikindum þínum með
æðruleysi og þolinmæði og kvaddir
okkur með bros á vör.
Það var ætíð gott að heimsækja
ykkur Gauja á fallega heimilið ykk-
ar, þar ríkti friður og gestrisni.
Bæði voruð þið glæsilegir full-
trúar ykkai' kynslóðar.
Ég á margar góðar minningar um
samverustundir með þér, heimsókn
í sveitina forðum, veislur innan fjöl-
skyldunnar, ferð í Keflavík fyrir
rúmum fjörutíu árum með ykkur
Gauja sem ég blessa ykkur ætíð fyr-
ir.
Við hér í Grensvík í Noregi send-
um Immý, Ola, systkinum þínum og
vinum okkar bestu samúðar- og vin-
arkveðjur.
Blessuð sé minning þín „Imba
frænka".
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi.
Þar mig í þinni gæsku geym
ó guð minn allsráðandi.
(V. Briem.)
Sigþrúður (Dúa).