Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIQ
Starfshópur sem undirbýr uppfærslu á óperunni Stúlkan í vitanum. Fremri röð f.v.: Hlín Agnarsdóttir leikstjóii
og Þorkell Sigurbjörnsson, höfundur tónlistar og hljómsveitarstjóri. Aftari röð f.v.: Jóhann B. Pálmason ljósa-
hönnuður, Stígur Steinþórsson leikmyndahönnuður, Hulda Kristín Magnúsdóttir búningahönnuður, Hólmfríð-
ur Kristinsdóttir hárgreiðslumeistari, Sigríður Gylfadóttir saumastofuforstjóri, Geir Óttar Geirsson sviðs-
stjóri, Kristín Kristjánsdóttir sýningarstjóri, Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur, og
Bjarni Daníelsson óperustjóri.
Margrét
litla og önn-
ur börn á
miðöldum
SÝNING fyrir börn verður opnuð
í Sjóminjasafni íslands, Vestur-
götu 8, Hafnarfirði, í dag, föstu-
dag. Sýningin nefnist Margrét litla
og önnur börn á miðöldum. Þetta
er farandsýning sem gerð er af
Börnenes Museum sem er hluti af
danska þjóðminjasafninu. Sýningin
er fyrst og fremst ætluð fimm til
níu ára börnum. Hún byggist á
bernsku Margrétar fyrstu drottn-
ingar sem réð fyrir ríkjum á öllum
Norðurlöndum á dögum Kalmar-
sambandsins, sem stofnað var
1397. Einnig er fjallað almennt um
líf barna á þeim tíma. A sýning-
unni eru endurgerð leikföng og föt
frá þessum tíma sem ungir sýning-
argestir geta leikið sér að og klætt
síg í. Einnig eru til sýnis nokkrir
miðaldamunir úr eigu Þjóðminja-
safns Islands, sem tengjast börn-
um. Skólabekkir og leikskólahópar
geta pantað heimsókn á sýninguna
hjá Sigurborgu Hilmarsdóttur
safnkennara Þjóðminjasafns, sími
530-2286, netfang shilmars@-
natmus.is.
Norræna ráðherranefndin,
Eimskipafélag fslands og menn-
ingarmálanefnd Hafnarfjarðar
styrktu komu sýningarinnar til ís-
lands.
Sjóminjasafnið er opið alla daga
fram til 30. september kl. 13-17 og
ennfremur eftir samkomulagi fyrir
skólabörn og aðra hópa. Frá 1.
október er opið um helgar kl. 13-
17. Sameiginlegur aðgöngumiði er
að safninu og Byggðasafni Hafnar-
fjarðar. Sýningin er opin til 15.
desember.
BÆKUR
Leiðarvísir
ARKITEKTÚR
Á ÍSLANDI
eftir Birgit Abrecht.
Mál og menning.
HENTUG leiðsögurit um íslenzka
byggingarlist hafa ekki verið til þar til
nú á þessu ári að heldur betur er úr
því bætt. í vor kom út á vegum Arki-
tektafélags íslands Leiðsögn um ís-
lenzka byggingarlist með ljósmynd-
um af 250 byggingum, fornum og
nýjum. Dennis Jóhannesson og Mál-
fh'ður Kristjánsdóttir skrifa þar ágrip
af íslenzkri byggingarsögu. í annan
stað stóð Lesbók Morgunblaðsins að
því á vordögum ásamt nefnd á vegum
Arkitektafélagsins að velja 50 athygl-
isverð hús og mannvirki og voru
myndir af þeim birtar í Lesbókinni. í
þriðja lagi hefur það svo gerzt á þessu
sumri, að Mál og menning geáir úr
hliðstætt kynningarrit: Arkitektúr á
íslandi - Leiðarvísir. Athyglisvert er
að höfundurinn er þýzk kona og segir
svo um hana á bókarkápu: „Birgit
Abreeht er arkitekt að mennt og hef-
ur rekið eigin teiknistofu í Keltem í
Suður-Þýskalandi frá 1989. Hún er
tíður gestur á íslandi og hefur aflað
sér víðtækrar þekkingar á íslenskri
byggingarlist." Ennfremur stendur
þar: „Formálsorð ritar Pétur H. Ar-
mannsson sem hefur verið faglegur
ráðgjafi höfundar við gerð bókarinn-
ar.“
Glöggt er gests augað og það hefði
verið forvitrálegt ef Birgit Abrecht
hefði sjálf valið byggingar í þennan
ágæta leiðarvísi. En fyrst hún kaus
sér innlenda ráðgjöf gat hún naumast
fengið betri ráðgjafa en Pétur H. Ár-
mannsson. Vegna Lesbókar hef ég
átt gott samstarf við hann; við höfum
borið saman bækur okkar um þau hús
og mannvirki sem við teljum að séu
athyglisverð eða framúrskarandi og
erum líklega sammála um langflest
þeirra. Pétur er sá fræðimaður á
þessu sviði sem til er leitað þegar þarf
að setja saman bók eða leiðarvísi um
íslenzka byggingarlist og hann á stór-
HAFNAR eru hjá íslensku óper-
unni æfingar á Stúlkunni í vitan-
um, nýrri Islenskri óperu fyrir
börn og unglinga. Tónlistin cr
eftir Þorkel Sigurbjörnsson við
texta eftir Böðvar Guðmundsson,
en hann sækir meginefni verksins
í sögu Jónasar Hallgrímssonar
Stúlkan í turninum.
I óperunni er sögusviðið fært
til nútímans. Ung stúlka býr
ásamt vinnuþjökuðum foreldrum
sínum í afskekktu vitavarðarhúsi
og er oft ein hcima. I einsemd
sinni ráfar hún inn í gamia vita-
turninn, en lendir þá í klóm
Óhræsisins, sem lagt hefur undir
sig vitann ásamt hyski sínu,
skuggaböldrum og skrugguvöld-
um. Illþýði þetta fer í ránsferðir
an hlut í vali á verkum í leiðsögubók
Arkitektafélagsins.
Ugglaust er það vegna þessara
tenginga við Pétur, að mikið til sömu
byggingarverk eru kynnt í báðum
þessum leiðsöguritum, nema hvað
þau eru fleiri í leiðsöguriti Arkitekta-
félagsins, 250 á móti 150. Aftur á móti
eru öllu ítarlegri myndatextar í bók
Birgit Abrecht og þar að auki þýddir
á ensku og þýzku. Ekki þarf þó að
vera neitt undarlegt við það að sömu
verkin verði fyrir valinu í tveimur
leiðsöguritum. Meðal arkitekta og
þeirra sem teljast áhugamenn á
þessu sviði er víðtæk samstaða um ís-
lenzk þungaviktarhús.
Ahugi Birgit Abrecht á þessum ís-
lenzka menningararíi er vissulega lof-
sverður. Hún hefui- ásamt ráðgjafa
sínum valið eftir tímabilum af kost-
gæfni og gætt jafnvægis. Til að
mynda eru 13 hús frá árabilinu 1753-
1900 í Reykjavík og næsta nágrenni:
Viðeyjarstofa og kirkja, Aðalstræti 10
sem telzt elzta hús Reykjavíkur,
Stjómarráðshúsið, Dómkirkjan,
Bemhöftstorfa, Menntaskólinn í
Reykjavík, Hegningarhúsið við
Skólavörðustíg, Alþingishúsið, stein-
bæir, Nesstofa, hús kennt við Bjama
Sívertsen í Hafnarfirði og Árbæjar-
safnið er tekið hér á einu bretti.
Svo haldið sé áfram með Reykjavík
ásamt með nágrannabæjunum hafa
verið valin 27 hús frá fyrriparti 20.
aldar og nákvæmlega jafn mörg frá
síðari hluta aldarinnar. Frá „magra
tímabilinu" sem stundum er nefnt
svo; árabilinu frá 1950-1980 eru að-
eins 9 hús og kemur kannski ekki á
óvart. Hinsvegar er þess að geta að
þeirra á meðal vom svo framúrskar-
andi einbýlishús, Mávanes 4 og
Stúlkan
í vitanum
á nóttunni og heldur veislur til
dýrðar hinum myrku öflum, en
sefur á daginn. Öhræsið reynir
jafnt með fagurgala sem hótun-
um að telja stúlkuna á að slást í
hópinn, en hún lætur sér ekki
segjast. Með hjálp pilts, sem er
einn af þrælum Óhræsisins, tekst
henni að yfirbuga Óhræsið og
frelsa skuggabaldrana og
skrugguvaldana, sem í raun eru
krakkar á hennar aldri.
Með hlutverk stúlkunnar fara
Bakkaflöt 1 í Gai'ðabæ, að margir
telja að betur hafi ekki verið gert síð-
an. Að sjálfsögðu eru þau bæði í bók
Birgit Abrecht. Frá sama tímabili eru
og Kjarvalsstaðir, sem er afar veikt
val og hefði betur verið sleppt þar
sem húsið getur naumast talizt fallegt
eða góður arldtektúr og þar að auki
meingallaður sýningarstaður. Aftur á
móti er ég ánægður með að Pétur
ráðgjafí hefur sleppt því að mæla með
Háskólabíói sem valið var í leiðsögu-
bók Arkitektafélagsins. Hann á heið-
urinn af því að hafa bent á glæsilegan
virðuleika Listasafns Einars Jóns-
sonar, sem lengi var litið hornauga,
en það er nú kynnt í báðum leiðsögu-
bókunum. Aftur á móti hefur ekki
tekizt að rétta hlut Heilsuvemdai--
stöðvarinnar við Barónsstíg sem
ákafir fylgismenn módernismans
börðust heiftarlega gegn á sínum
tíma.
Það stingur í augu að ekkert nýti-
legt hús fyrir slíka bók virðst hafa
verið byggt I Kópavogi, sem er þó
næststærsti kaupstaður landsins. Þar
yfirsást bókarhöfundi og ráðgjafa um
Gerðarsafn, eitt af þeim húsum lands-
ins sem ég tel í hæsta gæðaflokki, og
einnig yfirsást þeim um Salinn, eina
hljómleikahús okkar sem auk þess er
dæmi um afbragðsgóðan nútíma arki-
tektúr. Hefði verið nær að sleppa
dælustöð við Bolholt og fyrirhuguðu
árþúsundahúsi, sem ennþá hefur ekki
verið byggt.
Meðal verka af landsbyggðinni eru
kirkjur í aðalhlutverki, enda era sum-
ar þeirra perlur þótt smáar séu, svo
sem Víðimýrarkirkja og Auðkúlu-
kirkja. Aðrai- eins og Þingeyrar-
kii-kja, Grundarkirkja og Húsavíkur-
kirkja eru meðal máttarstólpanna í
Dóra Steinunn Ármannsdóttir og
Guðrún Þ. Gísladóttir og hlutverk
piltsins ívar Helgason og Jökull
Steinþórsson. Bergþór Pálsson er
í hlutverki Óhræsisins. Börn úr
Tónmenntaskóla Reykjavíkur
syngja, leika og dansa hlutverk
skuggabaldra og skrugguvalda.
Þorkell Sigurbjörnsson stjórnar
hljómsveitinni, en Hlín Agnars-
dóttir er leikstjóri.
Óperan stúlkan í vitanum er
samin og sviðsett í tilefni af 50
ára afmæli Tónmenntaskóla
Reykjavíkur. Uppfærsla verksins
er samstarfsverkefni Islensku óp-
erunnar, Tónmenntaskóla
Reykjavíkur, Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkurborgar og Reykjavík-
ur - menningarborgar 2000.
íslenzkum arkitektúr. Hinsvegar
skýtur skökku við í leiðarvísi um ís-
lenzka byggingarlist, að þar er ekki
einn einasti nútíma sveitabær. Varla
er svo illa húsað til sveita að engin
bæjarhús komi til greina og finnst
mér að sum aukaatriði eins og Sjávar-
borgarkirkja skammt frá Sauðár-
króki, Hillebrandtshús á Blönduósi
og Hraunskirkja í Keldudal hefðu
mátt víkja fyrir Geitaskarði í Langa-
dal, Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit og
Þorvaldseyii uridir Eyjaíjöllum.
Þessi sami vankantur er einnig á leið-
sögubók Arkitektafélagsins.
Eitt fegursta hús á Suðurlandi, Is-
ólfsskáli Páls Isólfssonar á Stokks-
eyri, hefur orðið útundan; önnur
dæmi af Suðurlandi eru góð og gild.
Vesturland virðist rýrast í roðinu en
mér þótti gott að sjá bent á hús
Landsbankans á Akranesi og Bifröst
í Borgarfirði. Öllu fleira þykir athygl-
isvert á Vestfjörðum, þai- á meðal hin
merkilegu en niðumníddu hús Sam-
úels í Selárdal, en perlurnar eru á ísa-
firði: Gamla sjúkrahúsið og Neðsti-
kaupstaður. Á Norðurlandi er af
mörgu að taka, en furðu lítið af því er
úr nútíðinni: Húnavallaskóli, Blöndu-
óskirkja og Stórutjamarskóli. Það er
ótrúlegt, en á Akureyri kemst ekkert
á blað sem byggt hefur verið síðan
1930 nema viðbygging við Mennta-
skólann. Á Austurlandi þykir feitast á
stykkinu á Seyðisfirði og ekki kemur
það á óvart. Leiðarvísirinn bendir þar
á fjögur hús frá upphafi aldarinnai',
en ekkert nýlegt hús annað en
Bjarnaneskirkju í Hornafirði.
Áherzlan í leiðarvísi Birgit Abrecht
er á söguleg verðmæti í byggingarlist
okkar sem er að sjálfsögu réttmætt.
Þá verða síðari tímar að víkja og verð-
ug dæmi um góðan arkitektúr verða
útundan; hús eins og Laugarnes-
kirkja, Stjómsýsluhúsið á ísaftrði,
nýja kirkjan í Stykkishólmi, eldra
verzlunarhús Kaupfélags Árnesinga
á Selfossi og Sjóváhúsið í Reykjavík.
Það er þó ekki aðalatriði, heldur hitt
að við höfum fengið í hendur prýðileg-
an leiðarvísi sem ákjósanlegt er að
hafa við hendina þegar ferðast er um
landið. Hafi Birgit Abrecht þökk fyr-
ir.
Gísli Sigurðsson
I fótspor
læri-
feðranna
BÆKUR
S a g n i r
Tímarit um söguleg efni. 20.
árgangur 1999. Ritstjörar: Eggert
Þór Aðalsteinsson, Óli Kári Olason
og Rósa Magnúsdóttir, 88 bls.
í TVO áratugi hafa sagnfræði-
nemar við Háskóla íslands haldið
úti veglegu tímariti þar sem birtar
em greinar um fræðin. Allajafna
em greinarnar að upplagi nám- *
skeiðsritgerðir sem hafa síðan verið |
búnar í aðgengilegt fonn tímarits- 1
greina. í 20. árgangi Sagna eru f
birtar átta greinar um söguleg efni
auk viðtala við tvo fræðimenn, þá
Andrew Wawn, prófessor við Há-
skólann í Leeds, og Guðmund Jóns-
son, lektor við Háskóla íslands. Þá
er í ritinu efnisflokkun 11.-19. ár-
gangs ritsins og ritdómur starfandi
sagnfræðings um síðasta árgang
blaðsins eins og venja er á síðum l
þess.
Áherslan í þessum árgangi er á j
síðari aldir. Einungis ein grein P
snertir lauslega á miðaldafræðilegu
efni en það er umfjöllun Benedikts
Eyþórssonai' um skoðanaskipti
fræðimanna um Vínland. Hagsaga,
sem ritið hefur lítt sinnt á undan-
förnum árum, virðist nú hafa fengið
nokkra uppreisn. Þannig verður
Magnúsi Sveini Helgasyni orðróm-
ur um gengisfellingu í upphafi árs ,
1933 tilefni til umíjöllunar um efna- |
hagsmál á kreppuámnum og Pétur j
G. Kristjánsson fjallar um laun- f
verslun Englendinga á 17. öld.
Einnig má segja að grein Gunnars
Halldórssonar um byggðastefnu
bændasamfélagsins snerti á hag-
sögulegum málefnum. Annað efni í
blaðinu er grein Braga Þ. Ólafs-
sonar um framtíðarsýn Islendinga á
19. öld, gi-einargerð Guðna Tómas-
sonar um sakamannalýsingar á Al- i
þingi á 17. og 18. öld og umíjöllun 1
Sigurðar Más Jóhannessonar um j
aðdraganda áfengisbannsins. Að f
auki fjallar eini kvenhöfundur
blaðsins, Þóra Margrét Guðmun-
dsdóttir, um stjómmálastefnu
Milosevics Júgóslavíuforseta.
Helsti kostur blaðsins er hversu
aðgengilegar greinarnar em. Stutt-
ur og hnitmiðaður texti greinanna
geiir ritið læsilegt og aðgengilegt.
Ætla má að innihald slíkra greina
skili sér jafnvel betur til almennra j
lesenda en ýtarlegar fræðilegar út- j
tektir. Á móti kemur að efnistök og 1
framsetning em með ófrumlegra
móti. Stórar myndir af körlum að
heilsast og körlum með hatta end-
urspegla á vissan hátt innihald og
efnistök höfunda.
Það sem vekur athygli í þessu
hefti Sagna er hversu sagnfræði-
nemar virðast lítt gefnir fyrir til-
raunastarfsemi í nálgun sinni að
fortíðinni. Það er eins og sagn- J
fræðinemar séu óhreyfðir af helstu p
álitamálum söguspeki nútímans og j
kjósa frekar að binda trúss sitt við
rótgrónar rannsóknarleiðir sagn-
fræðinnar. Mörgum kann að þykja
slíkt til vitnis um styrkleika tíma-
ritsins - að Háskóla íslands takist
það ætlunarverk sitt að kenna nem-
endum sínum traust vísindaleg
vinnubrögð. Það sem á vantar er
hins vegar að hlutverk háskólasam-
félagsins sem miðstöðvar gagn- |
rýnnar og frjórrar hugsunar um j
fræðin fái útrás í sköpunarverkum 1
nemendanna.
Þótt nýjungagirni í nálgun ein-
kenni ekki síður Sagna að þessu
sinni eru hér á ferðinni prýðilegar
úttektir. T.d. bætir greining Braga
Þ. Ólafssonar á framtíðarsýn 19.
aldar manna skemmtilegum vinkli í
hugarfarssögu tímabilsins og sam-
antekt Guðna Tómassonar á saka-
mannalýsingum vekur athygli á j
þessu forvitnilega valdatæki yfir- j
valda.
Ólafur Rastrick ^
Leiðsögurit
um íslenzka
byggingarlist