Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 70
MORGUNB LAÐIÐ 70 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 Hundalíf Ferdinand Smáfólk EV/EN TH0U6H U)EkE 60INGTOL05E,U)E MAVET05H0WTHAT UJE'RE 600P 5P0RT5 WHEN THE 6AME15 OVER.UJE ALL 6ET T06ETTHER ANP 5HOUT/TWO. F0UR,5IX,EI6HT..U)H0 UO U)E APPREClAn-E?TI6ER5ÍTlGER5l Jafnvel þótt við töpum Hvemig þurfum við að sýna að forum við við kunnum að taka því. að því? Að leik loknum komum við saman og hrópum „Hvað svo sem ég kann, sá betri vann“. Áfram! Áfram! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skiptinemadvöl skiptir máli Frá Ingibjörgu Ólafsdóttur: FLESTA unglinga dreymir stóra drauma um framtíðina. Mig hafði lengi dreymt um að ferðast um heim- inn, kynnast ann- arri menningu, fleira fólki og læra nýtt tungumál. Tækifærið gafst þegar ég var 18 ára. Þá fór ég sem skiptinemi á vegum AFS til fjarlægs lands í Mið-Amer- dSto íkuþarsemégbjóí tæptar. Foreldrum mínum fannst þetta vissulega óttalega langt í burtu, og erfitt að hleypa yngsta baminu að heiman í svo langan tíma. En þau trúðu því að þetta væri þroskandi og ómetanleg reynsla og það reyndist vissulega rétt. Það róaði þau einnig að ég skyldi fara með viðurkenndum skiptinemasamtökum með mikla reynslu, því AFS ber ábyrgð á öryggi og velferð skiptinemanna meðan þeir dvelja erlendis á þeirra vegum. Skiptinemadvölin mín hefin- vissu- lega mótað mig fyrir lífstíð. Eg eign- aðist yndislega fjölskyldu og marga vini sem ég er enn í reglulegu sam- bandi við, tæpum tíu árum síðar. Einnig tel ég að þessi reynsla hafi gefið mér, jafnt og öðrum skiptinem- um, aukna víðsýni, sjálfstraust og nýtt verðmætamat. Eg fór jafnvel að horfa á fréttir með nýju hugarfari þar sem atburðir í fjarlægum löndum snertu mig á mun dýpri og persónu- legri hátt en áður. Síðast en ekki síst kynntist ég eigin þjóð og menningu á nýjan og áður framandi hátt. Við heimkomuna voru ýmsir hlutir litnir gagnrýnu ljósi, og ekki laust við að foreldrar mínir sökn- uðu þeirrar stúlku sem hafði farið út ári áður. Sú stúlka skammaði þau t.d. aldrei fyrir að henda kartöflum í rusl- ið og láta vatnið renna úr krananum þó ekki væri verið að nota það! En maður lærði einnig meta margt hér á landi sem áður hafði verið tekinn sem sjálfsagður hlutur, t.d. fjölskyldu, vini og ýmis önnur lífsgæði sem ég taldi áður sjálfsögð. Hvað er AFS? AFS er alþjóðleg fræðslu- og menningarsamtök sjálfboðaliða sem starfa í 55 löndum. Þau voru stofnuð árið 1947 í kjölfar hörmunga síðari heimsstyrjaldarinnar. Á íslandi hafa þau starfað frá árinu 1957. Á þeim tíma hafa þúsundir Islendinga öðlast reynslu af nemendaskiptum, flestir sem skiptinemar en margir hafa tekið á móti erlendum nemum sem hafa dvalið hérlendis. Markmið AFS eru að miðla fræðslu um ólíka menningarheima í þeim til- gangi að treysta vináttu þjóða og stuðla að réttlátari og friðsælli heimi. Með nemendaskiptum öðlast fólk ein- staklingsþroska og fræðslu um ólíka menningarheima í gegnum fjöl- skyldu, skóla og vini. Það öðlast reynslu og skilning sem er nauðsyn- legur í alþjóðlegum samskiptum og til að fyrirbyggja átök milli þjóða. Óhætt er að segja að krafan um alþjóðlegt umburðarlyndi hefur aldrei verið meiri en nú á tímum örrar hnattvæð- ingar. Það veganesti sem skiptinemar afla sér hefur síðast en ekki síst vakið jákvæða eftirtekt á vinnnumarkaði. Hvað þarf til að gerast skiptinemi? Á hveiju ári fara rúmlega 100 ís- lenskir unglingar, 15-18 ára, á vegum AFS til annarra landa víðsvegar um heiminn. Þau dvelja ýmist yfir sumar, í hálft ár eða heilt ár. Á þeim tíma ganga þau í skóla með öðrum ungl- ingum og búa hjá þarlendum fjöl- skyldum eins og nýir fjölskyldumeð- limir. AFS hefur áratuga reynslu í nem- endaskiptum og styrkur þeirra felst einkum í öflugu námskeiðshaldi fyrir brottíor, meðan á dvöl stendur og þegar henni er lokið. Einnig bjóða samtökin upp á víðtækt stuðnings- kerfi íyrir nemann og fjölskyldu hans, jafnt heima og í dvalarlandi. Hver þátttakandi fær trúnaðarmann til að leita til og fjölskyldum býðst stuðn- ingur sjálfboðaliða og skrifstofu AFS. Flestir námsmenn á aldrinum 15- 18 ára eiga þess kost að gerast skipti- nemar. AFS er nú að taka á móti um- sóknum til ársdvalar og hálfsársdval- ar með brottför í janúar-mars og júh'-sept. árið 2001. Farið er til fjöl- margra landa í Evrópu, Suður-Amer- íku auk Bandaríkjanna. Einnig er boðið upp á Asíu og Eyjaálfu. Áhuga- sömum er bent á skrifstofu AFS á Is- landi, Ingólfsstræti 3,101 Reykjavík, S: 552-5450, eða heimasíðu samtak- anna www.afs.is INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, starfar á skrifstofu AFS á Islandi. I veðraföllum málsins Frá Baldri Pálmasyni: ÉG TEK eftir því að hinir og þessir eru famir að strá dönsku orðasam- bandi inn í daglegt mál sitt, og hefur þetta ágerzt stórum. Mér kemur einna fyrst í hug að kenna það Veð- urstofu íslands, því að þar er orða- sambandinu beitt ótæpUega í seinni tíð. Flestir hlusta á veðurfregnir í útvarpinu nokkrum sinnum á hverj- um sólarhring, því að veðurútlit kemur við öllum þorra manna. Því er von að daglegt mál almennings mót- ist af málfari, sem veðurstofan tem- ur sér, hvort sem það er rétt eða rangt. Þar á bæ er oft talað um að tiltek- inna veðrabrigða gæti af og til. Ný- legt dæmi: Sagt var að líklega yrði súld af og til á vissu svæði. Þessa af- og-til-villu hef ég heyrt allt að fimm sinnum í sama veðurfregnatíma. Nenni fólk að fletta upp í orðabók- um er fljótlegt að sjá að þetta er ekki íslenzka heldm- danska. Islenzkt mál hefur nokkur ágæt úrræði önnur: við og við, annað veifið, öðru hverju (varast skal að segja öðru hvoru í þessu sambandi. Það á við þegar um eitthvað tvennt er að ræða, sbr. öðru hvoru megin vegarins - í annarri hvorri ætt mannsins o.s.frv.). Ofurlítill eftirmáli um aðra að- finnsluverða nýjung hjá veðurstof- unni: að mæla vindhraða í sekúnd- um. Ég veit fyrir víst að þetta hefur brenglað illilega skilning fólks, sem hefur alla tíð vanizt vindstigum frá 1-12, frá logni til ofviðris. Hverju ættum við að vera bættari með ógleggri tölum? Ég spyr og þætti gott að fá svar. BALDUR PÁLMASON, Vesturbrún 31, Rvk. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.