Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 65 Umhyggja og ábyrgð - hestur- inn kynntur grunnskólabörnum Félag hrossabænda er um þessar mundir að hrinda af stað tilrauna- verkefninu Umhyggja og ábyrgð í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Ishesta. Tilgangur verkefnisins er að kynna hestinn og hestamennskuna fyrir 10 og 14 ára nemendum nokkurra grunnskóla í Reykjavík og hvað það felur í sér að eiga hest. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við Huldu G. Geirsdóttur____________ verkefnisstjóra. HUGMYNDINA að verkefninu má rekja til þess að aðalfundur Félags hrossabænda samþykkti á sínum tíma að hefja kynningu á hestinum innanlands. Á undanförnum árum hefur mest áhersla verið lögð á að kynna íslenska hestinn í útlöndum en töluvert hafði verið rætt um það innan félagsins hvernig auka mætti útbreiðslu hans á innanlandsmark- aði. Að sögn Huldu G. Geirsdóttur, markaðsfulltrúa Félags hrossa- bænda, höfðu Hrossaræktarsamtök Suðurlands samið mikla umsókn til Framleiðnisjóðs um styrk til að kynna hestinn innanlands með ýmsum hætti. Framleiðnisjóður lagði hins vegar til að slík kynning yrði unnin af landssamtökunum. Umsóknin var því færð yfir á Félag hrossabænda sem vann hana upp og sendi aftur inn. Styrkur fékkst upp á eina og hálfa milljón og sett skilyrði um að hann yrði notaður til að kynna hestinn fyrir grunnskóla- börnum. Kynnast hestunum í návígi Hulda segir að þegar sé byrjað að undirbúa verkefnið. „Niðurstað- an varð sú að við sömdum við Is- hesta í Hafnarfirði um samstarf og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um að gera tilraun í vetur,“ segir hún. „Útvöldum skólum í Reykjavík er boðið að koma með 10 og 14 ára Morgunblaðið/Ásdís Haralds Erla Guðný Gylfadóttir leiðbeinandi, Bryndís Einarsdóttir umsjónarmaður, Sigrún Eiríksdóttir aðstoðarmað- ur, Einar Þór Jóhannsson leiðbeinandi, Hulda G. Geirsdóttir verkefnisstjóri og Guðrún Rut Hreiðarsdóttir leið- beinandi í hesthúsi Ishesta í Hafnarfirði. nemendur í heimsókn til íshesta. Þar verður farið í gegnum fjöl- breytt fræðsluefni um hestinn auk þess sem börnunum gefst kostur á að kynnast hestum í návígi, kemba þeim og gefa og læra allt um bygg- ingu þeirra og gangtegundirnar. Síðast en ekki síst er það markmið með verkefninu að börnin kynnist því hvað hestamennskan getur ver- ið gjöful og hvað það getur verið gaman að eiga hest. Verkefnið heit- ir einmitt Umhyggja og ábyrgð og er ætlunin að höfða til þess að mað- ur getur átt hest sem manni þykir vænt um en jafnframt þarf maður að hugsa vel um hann og bera ábyrgð á honum.“ Hver nemandi fær vandað kennsluefni Félag hrossabænda fékk GSP- Almannatengsl til samstarfs um gerð kennsluefnis. Um er að ræða vandaða möppu sem á eru prentað- ar ýmsar grundvallarupplýsingar um hesta og hestamennsku, svo sem upplýsingar um sögu hestsins, gangtegundir, liti, helsta búnað og umhirðu hesta. Auk þess hægt er að bæta í hana lausum blöðum eftir því sem verkefnið þróast. Lista- maðurinn og hestamaðurinn Pétur Behrens var fenginn til að teikna skýringarmyndir og auk þess prýða ljósmyndir Eiríks Jónssonar möpp- una. Sérstakt merki verkefnisins teiknaði Tómas Tómasson, sem einnig hannaði útlit kennsluefnis- ins. Um textagerð sáu, auk Huldu, þau Björg Björnsdóttir og Anton Helgi Jónsson. Allir þátttakendur fá síðan bol til minningar um þátt- töku með merki verkefnisins og viðurkenningarskjal. Heimsóknirnar verða þannig skipulagðar að einn bekkur kemur í einu og dvelur á staðnum frá 9-12. Bekknum er skipt í tvennt. Annar hópurinn hlýðir á fyrirlestur og far- ið verður í gegnum kennsluefnið. Á meðan er hinn hópurinn í hesthús- inu. Þar verða hestarnir skoðaðir. Farið verður yfir líkamsbyggingu hestsins, reiðtygi og járningar. Síð- an er gert hlé og hóparnir skipta um stað. Eftir það koma hóparnir saman og er þeim sýndur hestur í reið og allar gangtegundirnar. Að lokum taka þau þátt í að hirða og gefa í hesthúsinu.Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur fari á hest- bak, enda litið svo á að aðeins sé verið að taka fyrsta skrefið í að kynnast hestum. í byrjun verður 10 og 14 ára börnum boðin þátttaka. Eftir að tilraunaverkefninu lýkur verður reynt að finna út hvor ald- urinn er móttækilegri og-áhuga- samari og framhaldið líklega skipu- lagt út frá þeim niðurstöðum. Tækifæri fyrir áhugasöm börn „Verkefnið er þannig uppbyggt að það má nota hvar sem er á land- inu,“ segir Hulda. „Kennsluefnið liggur fyrir og öllum frjálst að nota það. Óskandi væri að sem flestir grunnskólar nýttu sér þessa kynn- ingu og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu þar sem hægt er að ná samningum við hestamannafélög, einstaklinga eða fyrirtæki sem gætu boðið fram aðstöðu fyrir skólabörnin. Takmarkið er að sem mest verði gert úr þessu. Þetta hefði ekki verið framkvæmanlegt fyrir nokkrum árum vegna að- stöðuleysis, en nú er aðstaðan að batna víða um land með tilkomu reiðskemma sem sprottið hafa upp. Hugsanlega getur kennsluefnið einnig nýst reiðskólum fyrir byrj- endur á fyrsta stigi reiðkennslu þegar stigunarkerfið verður komið á.“ Þegar hafa þó nokkrir skólar bókað tíma, en alls var 24 bekkjum boðin þátttaka á þessari önn. Hulda segist vona að allir þessir skólar nýti sér boðið. Félag hrossabænda býður upp á kynninguna og ferðir til og frá skóla. Kostnaður ætti þvi ekki að vera fyrirstaða. „Ótrúlegur fjöldi barna hefur áhuga á hestum en hefur ekki tæki- færi til að nálgast þá. Þarna fá þau tækifæri til að komast í snertingu við þá og læra um þá, sem gæti kveikt áhuga á að kynna sér hvað er í boði. Ymis fyrirtæki, Ishestar og fleiri, bjóða upp á stutta og langa reiðtúra. Þeir sem hafa áhuga þurfa því ekki endilega að hella sér út í kostnað við að koma sér upp hesti, hesthúsi og búnaði, heldur geta skroppið á bak þegar það hentar. Þannig er líka hægt að komast að því hvort þetta áhuga- mál hentar manni. Skemmtilegasta verkefnið Segja má að þakka megi út- breiðslu íslenska hestsins í Evrópu starfsemi reiðskóla. Þangað koma börn til að komast í tæri við hesta/ Ef áhuginn er raunverulegur endar oftast með því að þau eignast hest, en hafa þá öðlast grunnþekkingu í reiðmennsku og vita hvað það þýðir að eiga hest. Sjálf er ég gott dæmi um barn sem fær áhuga á hestum þótt eng- inn annar í fjölskyldunni hafi áhuga. Ég hefði svo sannarlega viljað hafa tækifæri til að kynnast hestinum í gegnum skólann minn á sínum tíma. Umgengni við hesta er þroskandi fyrir krakka og gefur þeim mikið. Ég vona svo sannar-' lega að þeir sem að verkefninu standa geti haldið því áfram. Grundvöllurinn fyrir því er auðvit- að að fá til þess áframhaldandi styrk og ekkert af þessu hefði gerst hefði Framleiðnisjóður ekki styrkt verkefnið. Ég hlakka mikið til að sjá við- brögð barnanna við hestinum og ég er ákaflega spennt að vita hvernig til tekst. Þetta er síðasta stóra verkefnið sem ég tek að mér fyrir hönd Félags hrossabænda og af mörgum skemmtilegum verkefnum held ég að mér þyki þetta skemmti- legast. Ég mun því örugglega fylgj- ast spennt með framvindu mála úr fjarlægð,“ sagði Hulda G. Geirs- ' dóttir. Hulda Gústafsdóttir ráðin til Ataksverkefnis Stjórn Átaksverkefnis um gæðastefnu í hrossarækt hefur ráðið Huldu Gústafsdótt- ur til starfa. Hún mun hefja störf í byrjun nóvember næstkomandi. AÐ SÖGN Ágústs Sigurðssonar, formanns stjórnar Átaksverkefnis- ins, mun starf Huldu felast í að stjórna þeim verkefnum sem unnið er að. Hingað til hafi stjórnarmenn séð um þá vinnu, en ljóst var að ráða þyrfti manneskju til að fylgja vinnunni eftir. Helstu verkefni sem unnið er að nú á vegum Átaksverkefnisins er að fá ísland viðurkennt sem upp- runaland íslenska hestsins og ber þá helst að nefna gagnagrunninn World Fengur þar sem gert er ráð fyrir að öll íslensk hross verði skráð, hvar sem þau eru í heimin- um. Ágúst segir að sú vinna gangi vel, en enn sem komið er sé aðeins að finna íslensk gögn í grunninum. Einnig er mikið unnið í mennta- málum hestamanna og nú er verið að meta þörf fyrir námsefni fyrir hið nýja stigunarkerfi í námi í hestamennsku. Gert er ráð fyrir að alls staðar þar sem boðið verður upp á slíkt nám verði notað sama námsefni. Eitthvert kennsluefni er til fyrir efstu stigin sem kennd verða við Hólaskóla þótt endur- skoða þurfi það, en á neðstu stigun- um vantar tilfinnanlega allt kennsluefni. Á næstunni munu Eyj- ólfur ísólfsson og Víkingur Gunn- arsson hjá Hólaskóla skila af sér greinargerð um hvað er til og áætl- un um hvað þurfi af efni svo hægt sé að kenna eftir stigunarkerfinu. Auk þess er enn unnið að stefnu- mörkun til að einfalda félagskerfi hestamanna. Þegar hefur verið ákveðið að í október muni skrifstof- ur Félags hrossabænda, Lands- sambands hestamannafélaga og Félags tamningamanna sameinast og hafa aðsetur á núverandi skrif- stofu LH í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þar mun Hulda Gústa- fsdóttir starfa ásamt þeim Sigrúnu Ögmundsdóttur og Sólveigu Ás- geirsdóttur, núverandi starfsmönn- um LH. Kappreiðum ekki sjónvarpað KAPPREIÐAR Fáks hafa verið haldnar nú á hverjum fimmtudegi frá 17. ágúst. Þeim hefur hins veg- ar ekki verið sjónvarpað eins og til stóð og enginn veðbanki er í gangi. Að sögn Þórðar Ólafssonar, stjómarmanns í Fáki, tókst ekki að semja um sjónvarpsútsending- ar eins og stefnt var að. Því hafi verið ákveðið að bjóða ekki upp á veðmál, enda erfitt að koma því við þegar ekki væri um beinar út- sendingar að ræða. Þórður sagði að þrátt fyrir að svona hafi farið nú væri stefnt að því að bjóða upp á sjónvarpsveð- reiðar á næsta ári aftur. Kappreiðamar fara fram á Fáksvellinum í Víðidal. Mikil þátt- taka hefur verið í öllum greinum, nema helst 800 m stökki, og góðir tímar hafa náðst. Síðustu kappreiðarnar verða fimmtudaginn 21. segtember og hepast þær kl. 18.00. Úrslit kapp- reiðanna em birt á heimasíðu Fáks, www.fakur.is. ÁSTUflD Milli manns og hests... ... er w flSTUHDarhnakkur FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.