Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 55
.
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 55
JONAS
INGVARSSON
+ Jónas Ingvars-
son fæddist á
Reynifelli á Rangár-
völlum 27. mars
1921. Hann lést á
Selfossi 15. ágúst síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Sel-
fosskirkju 26. ágúst.
VERTU VIÐBUINN
kjörorð skáta
allra landa.
Viðbúinn hverju?
spurðum við drengir og nýliðar
sveitarforingja okkar hjá Væringj-
um, skátasveitinni sem séra Friðr-
ik Friðriksson stofnaði. Viðbúnir
öllu, líka dauðanum, var svarið.
Líka dauðanum? sögðum við, en
það er nú svo langt þangað til. Það
vitum við ekki, svaraði fræðari
okkar. Þetta varð mér umhugsun-
arefni - og er enn, er ástvinir og
góðir félagar falla nú ört frá allt í
kringum mig. Hvenær kemur röðin
að mér? „Það vitum við ekki,“ var
svarið forðum. Og þannig mun það
eiga að vera, enda fjölmargt fleira
sem við ekki vitum (enn), jafnvel
hinir lærðustu. Þessi sami góði
Væringja-foringi, sem varð læknir,
sagði eitt sinn við mig, er við geng-
um saman (það var áður en allir
eignuðust bíla og hættu að ganga
og hafa tíma til að ræða saman),
hann sagði: Er vísindamenn, eftir
rannsóknir, finna svar við flókinni
spurningu, þá birtast oft 10 nýjar!
Þannig er þetta enn, slíkt undur er
sköpunarverkið. Mannsandinn mun
og á samt að halda áfram að spyrja
og leita m.a. upphafs okkar manna
og alls sem lifir. En spyrja og leita
... til að finna svarið/svörin og höf-
und alls sem lifir og hrærist m.a. á
jörðu hér. Hjá skátum fengum við
drengir fleira um að hugsa en hinn
óvissa dauða-tíma. Við unnum heit:
„Ég lofa að gera það sem í mínu
valdi stendur til þess:
- Að gera skyldu mína við Guð
og ættjörðina.
- Að hjálpa öðrum.
- Að halda skátalögin"
En þau lagaboð eru 10 talsins og
það fyrsta hljóðar þannig: „Skáti
segir ávallt satt og gengur aldrei á
bak orða sinna.“ Síðan koma hin 9,
en þar segir m.a. Skáti er tryggur /
hæverskur í hugsunum orðum og
verkum / hlýðinn / glaðvær / þarfur
öllum og hjálpsamur / drengilegur
í allri háttsemi / sparsamur / dýra-
vinur / góður lagsmaður. Þetta var
ekki svo lítið að læra og fram-
kvæma. En ég reyndi og hafði um
nokkurt tímabil reynt í alvöru, er
kom að fermingu minni. Þá bættist
enn við og spurningin um sjálfan
Guð varð að brennidepli. Að því
kom, eftir nokkur ár, í febr. ’39, að
ég gafst upp að kvöldlagi, eftir að
hafa heyrt skátaforingjann minn
góða, lækninn, segja frá trúar-
reynslu sinni á unglingafundi. Ég
fann að ég réði ekki einn við heit
mitt og loforð og stundi upp undir
sæng minni í rúminu: ’Guð minn, ef
þú vilt eiga mig, þá verður þú að
hjálpa mér’ Og viti menn, undrið
gerðist og hjálpin barst mér -
strax. Ég gat tekið undir söngvers-
ið góða: ’Eg finn Guðs djúpa frið í
mínu hjarta, ég finn og veit að Jes-
ús er mér nær, ég dauðann óttast
ei né myrkrið svarta, hann er minn
hirðir trúr og vinur kær.’ Með svo
einföldum en raunverulegum hætti
gerðist þetta með mig. Á ýmsu
hefur gengið síðan í áranna rás en
ég hef fundið mig leiddan og aldrei
einan eða yfirgefinn. Ekki skal ég
hér og nú fjölyrða um mig og
reynslu mína, þótt ég gæti lengi,
lengi haldið áfram að greina frá
gæsku Guðs við mig frá ungum al-
dri. En til hvers er ég að segja frá
þessu? Jú, m.a. til að leiða í ljós
þann nýlega 18 ára gamla Her-
mann, sem mætti lítt skólaður
(barnaskóli og kvöldskóli KFUM
tvo vetur) við setningu Samvinnu-
skólans haustið 1939,
er ófriðarbálið logaði
þegar glatt í Evrópu,
eftir yfirgang Hitlers í
Tékkóslóvakíu og
Austurríki og innrás-
ina í Pólland. Við
þessar aðstæður var
ákveðið að fresta um
einn mánuð setningu
skólans á 3ju hæð
Sambandshússins við
Sölvhólsgötu í Reykja-
vík, til að spara kol
við kyndingu hússins,
en þau voru þá þegar
skömmtuð. Er loks
kom að setningu skólans, þá mættu
þar fjölmargir ungir piltar og
stúlkur víðsvegar að af landinu,
flest um tvitugt og margir höfðu
lokið námi í héraðsskólunum. Sam-
vinnuskólinn hafði til umráða þrjár
kennslustofur á 3. hæðinni í norð-
urhlið Sambandshússins, auk lítill-
ar kennarastofu í austurgaflinum.
Skólastjórinn, Jónas Jónsson og
fjölskylda hans höfðu til afnota
hinn hluta hæðarinnar. Kennslust-
ofa okkar byrjendanna, sem ætluð-
um í 2ja vetra nám, var næst inn-
ganginum í stofurnar þrjár. Næst
komu þeir sem ætluðu að ljúka
náminu á einum vetri og í 3ju stof-
unni námu þau, er voru á öðrum
vetri í skólanum.
Þröngt máttu sáttir sitja þarna
og var það líklega til bóta, svo
harður og grimmur sem heimurinn
var þessi árin. Ég hef leitt hugann
að því, að sennilega hefur þessi
’samþjöppun’ þarna leitt til þess að
við, sem vorum þarna byrjendur,
höfum trúlega haldið hópinn síðan í
sex tugi ára, átt fjölmarga ’góðra-
vina-fundi’ sem eflt hafa vináttu-
böndin. Við höfum komið saman á
heimilum, skrafað, þegið léttar
veitingar og sungið fullum hálsi,
m.a. „Hvað er svo glatt...“ einnig
með gamla laginu hans Jónasar
Hallgrímssonar og félaga hans á
Hafnarslóð forðum, flutt okkur svo
á góða matstaði og notið samver-
unnar ríkulega. En nú er svo kom-
ið að árlega fækkar í hópnum okk-
ar um einn, tvo eða þrjá. Og nú
hefur verið kallaður frá okkur öðl-
ingurinn Jónas Ingvarsson á Sel-
fossi, sem okkur öllum þótti vænt
um og mátum mikils. Þegar fyrr-
nefndur Jónas Hallgrímsson - sem
er í hávegum hjá okkur einnig -
orti kvæðið Gunnarshólmi, þá segir
hann þar undir lokin: „Hugljúfa
samt ég sögu Gunnars tel...“ Og
orðið hugljúfur er einmitt ein-
kennið á hinum nýlátna vini og
skólabróður, Jónasi Ingvarssyni,
sem við bekkjarsystkini hans í
Samvinnuskólanum minnumst nú
með söknuði og þökk. Hópurinn
okkar ákvað fyrir ári að hittast
næst í október árið 2000. Það mun-
um við gera, en þá verður enn nýtt
skarð fyrir skildi, en þar mun vin-
arins góða, Jónasar Ingvarssonar,
verða minnst. Ég var erlendis í
ágústmánuði, er hann féll frá, en í
mig var hringt eftir heimkomuna
og sögð tíðindin af vininum góða -
„Dáinn, horfinn, harmafregn“ - og
ég beðinn um að skrifa um hann
minningarorð fyrir hópinn okkar.
Ég fann og finn mig vanmáttugan
gagnvart dauðanum, því beygur er
enn í mér eftir heimsókn hans fyrir
7 árum - einmitt nú í september -
er eiginkona mín, Inga, var burt
kölluð. En samt: „Dauði ég óttast
eigi, afl þitt né valdið gilt. I Kristi
krafti ég segi; kom þú sæll þá þú
vilt.“ Ég leitast við að vera við-
búinn og það skulum við öll gera.
- Vertu kært kvaddur, Ijúfling-
ur. Sjáumst. Guð styrki og blessi
ástvini þína alla.
Hermann V. Þorsteinsson.
FRIÐRIK
SNORRASON
WELDING
+ Friðrik Snorra-
son Welding
fæddist í Reykjavík
hinn 16. júni 1920.
Hann andaðist hinn
27. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Snorri Friðriks-
son Welding og Sig-
ríður Steingríms-
dóttir, búsett á
Urðarstíg 13 í
Reykjavík.
Friðrik var kvænt-
ur eftirlifandi eigin-
konu sinni, Auði Vig-
fúsdóttur frá Gimli á
Hellissandi. Þau eignuðust þrjú
börn sem öll eru á lífi.
Útför Friðriks fór fram frá
Fossvogskirkju hinn 7. septem-
ber.
Ástkær afi okkar hefur kvatt
þennan heim.
Efst í huga okkar eru yndislegar
minningar um mann sem var ekki
aðeins hlýr og góður afi heldur
einnig besti vinur sem nokkur get-
ur átt á bernskuárunum. Allir sak-
leysingjar drógust að honum og
hann að þeim.
Afi hafði einstakt lag á að
breyta öllu í leik. Ekkert verk var
svo flókið að afi Friðrik gæti ekki
einfaldað það fyrir smáfólkið.
Hann gerði hversdagshluti eins og
rakstur og að strauja föt að spenn-
andi viðfangsefni. Skemmtilegri
leikfélaga og meiri jafningja er
ekki hægt að hugsa sér.
Á vorin var það fastur liður að
fara „hringinn“ með viðkomu á
Þingvöllum og í Eden í Hvera-
gerði. Oftar en ekki ef nógur pen-
ingur hafði safnast í baukinn í
bílnum var einnig farið í tívolíið.
Vorin og sumrin voru hans tími.
Þegar sólin fór að
hækka á lofti og
blómin að taka við sér
þá lifði hann og
hrærðist í garðinum.
Persónuleiki afa
einkenndist af góðri
kímnigáfu. Viðbrögð
manna og dýra við
hinu óvænta vöktu
ávallt kátínu hjá hon-
um, sérstaklega ef
hann sjálfur átti upp-
tökin að hrekknum.
Guð gefi að við ná-
um jafngóðum tengsl-
um við barnið í okkur
og afi Friðrik gat.
Með þessum orðum viljum við
kveðja einstakan mann sem var afi
okkar og besti vinur.
„Einstakur" er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur" lýsir fólki
sem stjómast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur11 á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur" er orðið sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Barnabörnin.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
ÁGÚSTU SIGURJÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis á
Hafnargötu 51,
Keflavík,
er lést mánudaginn 28. ágúst sl.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Garð-
vangi og Hlévangi fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Jónsdóttir, Jóhann Hjartarson,
Ásdís Jónsdóttir, Hilmar Pétursson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÁGÚSTS RUNÓLFSSONAR,
Garðsbrún 4,
Hornafirði.
Nanna Ólafsdóttir,
Sigurborg Ágústsdóttir, David Parish,
Ásgeir Núpan Ágústsson, Valgerður Egilsdóttir,
Bjartmar Ágústsson, Elínrós Jóhannsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
MARÍU SIGURJÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis á Hvoli,
Dalvík.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Elín Skarphéðinsdóttir,
Gylfi Björnsson,
Jón Emil Gylfason, Sigríður Kristinsdóttir.
t
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
minnar,
MÁLFRÍÐAR ERLINGSDÓTTUR,
Holtsgötu 27,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórey Ragnarsdóttir.
t
Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU ÞORGERÐAR
ÞORVARÐARDÓTTUR,
Smárabraut 8,
Hornafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Helgi Árnason,
Árný Helgadóttir,
Stefán Helgi Helgason, Sigríður Kristinsdóttir,
Ólöf Guðrún Helgadóttir, Friðrik Snorrason,
Þorvarður Helgason,
barnabörn og barnabarnabarn.
Lokað
Fyrirtæki okkar verður lokað í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar
KRISTINS GUÐBRANDSSONAR, forstjóra.
Víkurvagnar ehf.