Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslenskir fjárfestar leggja 200 milljónir í fyrirtæki í Panmörku Hjálpa til við að koma frum- kvöðlafyrirtækjum af stað ÍSLENSKIR fjárfestar eru meiri- hlutaeigendur í nýstofnuðu fyrirtæki í Danmörku sem ætlað er að aðstoða frumkvöðla á sviði netviðskipta og þráðlausra fjarskipta. Fyrirtækið hefur þegar hafið samstarf við nokkra danska frumkvöðla á þessum sviðum, en í næstu viku verður rætt við íslensk fyrirtæki sem eru að hefja starfsemi. Þrír íslendingar, þeir Þorsteinn Ólafsson, Gísli Reynisson og Helgi Rúnar Óskarsson, eiga ráðandi hlut í fyrirtækinu, sem nefnist ProLab Incubator. Þeir, og nokkrir íslenskir fjárfestar til viðbótar, eiga samtals um 80% hlutabréfa eins og stendur, en ráðgert er að ljúka hlutafjársöfn- un á næstu vikum, en heildarhlutafé verður um 320 milljónir króna. Gísli rekur fyrirtækjasamsteyp- una Nordic Industries í Lettland, en Þorsteinn á einnig hlut í henni. Þor- steinn var áður stjórnarformaður Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, og situr nú í stjórn Norræna fjárfest- ingarbankans. Meðan hann sat í stjórn FBA var hann meðal annars einn þeirra sem tók ákvörðun um stofnun netbankans Basisbank, sem tók til starfa fyrir skömmu í Dan- mörku, og sem Islandsbanki FBA á stóran hlut í. Helgi Rúnar rekur skyndibitastaðina Subway í Dan- mörku. Helgi Rúnar og Gísli eru báð- ir búsettir í Kaupmannahöfn, og þeir áttu frumkvæðið að stofnun fyrir- tækisins. Þeir, ásamt Þorsteini, eru um þessar mundir að stofna fjárfest- ingarfyrirtæki í Lúxemborg sem mun fara með eignarhluta þeirra í Prolab. Aðrir eigendur ProLab Incubator eru aðallega danskir fjár- festar. Fyrirtækið var kynnt á blaða- mannafundi í Kaupmannahöfn í gær. Hugmynd sem hefur reynst vel í Bandaríkjunum Nýja fyrirtækinu er ætlað að að- stoða frumkvöðla allt frá fyi’stu stig- um, það er að segja að hjálpa þeim við að þróa hugmyndir sínar þangað til þeir eru komnir á það stig að áhættufjárfestar séu tilbúnir að leggja peninga í fyrirtækin. Þor- steinn segir að fyrirtækið sé hið íyrsta sinnar tegundar í Danmörku, en að í Bandaríkjunum sé hugmynd- in vel þekkt og hafi gefið góða raun. íslendingamir hafa fengið til liðs við sig þekkta menn úr dönsku við- skiptalífi. Framkvæmdastjóri er Carsten Mahler, sem áður stýrði fjórða stærsta fjárfestingarfyrirtæki Danmerkur, Danske Invest. Að sögn Þorsteins hefur hann verið ein af skærustu stjömunum í dönsku fjár- málalífi á síðustu ámm, enda hefur Danske Invest vaxið mjög. Formað- ur stjómar er Jan Berg, sem jafn- framt er þekktur í dönskum fjár- málaheimi, og var áður framkvæmdastjóri fyrirtækisins Incentive, en þar áður háttsettur hjá General Electric í Bandaríkjunum. Auk Þorsteins og Gísla er í stjórninni Thor Birkmand, framkvæmdastjóri netráðgjafarfyrirtækisins Icon Medialab, sem er eitt hið stærsta á sínu sviði í Evrópu. ProLab hefur einnig gert samstarfssamning við Icon Medialab. Stjómarmennirnir eiga allir hlut í fyrirtækinu. Markmiðið að verða leiðandi á sínu sviði í Evrópu Markmið fyrirtækisins er að verða leiðandi á sínu sviði í Evrópu, en í fyrstu mun það einbeita sér að Eyr- arsundssvæðinu. Um næstu áramót mun það opna miðstöð fyrir fmm- kvöðla í Kaupmannahöfn, og er hún einkum ætluð nýjum fyrirtækjum frá Danmörku og Suður-Svíþjóð. „Ég held að Kaupmannahöfn verði á margan hátt miðstöð nýsköpunar í Norður-Evrópu á næstu árum,“ seg- ir Þorsteinn. „Eyrarsundsþátturinn er jafnframt mjög spennandi. Hann bendir einnig á að Kaupmannahöfn sé ekki langt frá íslandi, og að líklegt sé að íslenskum fmmkvöðlum verði boðin aðstaða þar. Carsten Mahler, framkvæmda- stjóri ProLab, lýsti fyrirhugaðri starfsemi fyrirtækisins á blaða- mannafundi í bráðabirgðahöfuð- stöðvum þess í miðborg Kaupmanna- hafnar í dag. Hann benti á að áhættufjárfestar væm að jafnaði að- eins tilbúnir til að leggja fé í ný fyrir- tæki þegar þau væm komin nokkuð áleiðis á þróunarbrautinni. ProLab er ætlað að hjálpa framkvöðlum allt Portúgal Verð miðað við að tveir gisti saman í stúdíói á Sol Doiro. Auk þess eru þrír aðrir gististaðir í boði. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. ® Ei Skelltu þér, þú átt það skilið... UmboðstTicrr Plúsferöa um allt I a r d Hðfn-S:4781000 Vestmannaeriar • S:481 1450 Blönduós• S:4524168 Dtlrlk• S:466 H05 Saulírftrókur• S:453 6262/896 8477 Igilsslatir-S:471 2000 Kuflatrfk-S:421 1353 flofgariies *S: 437 1040 Ísnfjlríl/f'S: 456 5111 Akunfrí- S: 462 5000 Sulfoss-S: 4821666 Críndnvik-S: 4268060 Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur Simi 535 2100 ; Fax 535 2110 »Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is frá upphafi, strax eftir að hugmyndin hefur fæðst, og á mjög víðtækan hátt. I framkvöðlamiðstöðinni mun meðal annars standa til boða skrifstofu- þjónusta og fjárhagsleg, lagaleg og tæknileg ráðgjöf, og allt á mun lægra verði heldur en býðst annars staðar. Það mun einnig spara framkvöðlun- um tíma að þurfa ekki að leita efth’ þekkingu og þjónustu af öllu tagi, því sérfræðingar ProLab muni annast hana, eða fá hana hjá samstarfsfyrir- tækjum á borð við Icon MediaLab. Janframt munu þau tengsl auðvelda framkvöðlunum að koma sér á fram- færi. „Það er líka mikilvægt að í hópi stjómenda ProLab séu menn með góð tengsl og alþjóðlega reynslu af fyrirtækjarekstri og í fjármögnun í atvinnulífi, segir Þorsteinn. Kaupa fjórðungshlut í frumkvóðlafyrirtækjunum Ástæðan fyrir því að þjónustan verður ódýrari en annars staðar er sú að ProLab hyggst ekki hagnast á rekstri miðstöðvarinnar, heldur á því að fjárfesta í framkvöðlafyrirtækj- unum sjálfum. Mahler segir að ProL- ab muni að jafnaði kaupa fjórðung- shlut í þeim, fyrir allt að 20 milljónir íslenskra króna, í sumum tilfellum þó hugsanlega fyrir hærri fjárhæðir. Þetta fé, og tiltölulega ódýr þjónusta miðstöðvarinnar, á að hjálpa fram- kvöðlunum til að komast á það stig að verða áhugaverður fjárfestingar- kostur fyrir áhættufjárfesta. „Það era ýmis fyrirtæki starfandi í Dan- mörku sem aðstoða íramkvöðla í at- vinnurekstri, en það sem skilur okk- ur frá öðram er að við hjálpum þeim á öllum upphafsstigum, og veitum meiri og fjölbreyttari aðstoð heldur en aðrir, segir Mahler. Hann bendir einnig á að það sé frumkvöðlunum til hagsbóta að ProLab eigi hlut í fyrir- tækjum þeirra, því þá eigi það hags- muna að gæta í því að þeim vegni vel, og þjónustan verði því betri en ella. Mahler segir að reiknað sé með því að um helmingur fjárfestinganna muni skila Prolab hagnaði. Reiknað er að með að ProLab fjár- festi í, og taki að sér, um tólf ný fyrir- tæki á ári hverju. „Það má búast við að 25-30 fyrirtæki muni hverju sinni starfa í miðstöðinni, og sú nálægð mun líklega verða hvetjandi, segir Mahler. Þorsteinn segist hafa skoðað framkvöðlamiðstöðvar í Bandaríkj- unum, og þar hafi komið fram að tengslin við aðra framkvöðla hafi verið mjög mikilvæg, þeir geti miðlað hver öðram af reynslu sinni, bæði já- kvæðri og neikvæðri. ProLab er um þessar mundir að leita að húsnæði undir starfsemi sína. Mahler segir að markmiðið sé ekki að finna nýtt og glæsilegt húsnæði, því það gefi röng skilaboð. Mikilvægt sé fyrir ný framkvöðlafyrirtæki að hafa kostnað í lágmarki. Það vekur nokkra athygli að Mahler skuli hafa tekið að sér fram- kvæmdastjórastöðu í nýstofnuðu, til- tölulega litlu fyrirtæki., þegar litið er til þess að efnahagsreikningur Dan- ske Invest er um 800 milljarðar ís- lenskra króna. Ljóst er að Mahler lækkar töluvert í launum við starfs- skiptin, og segir Þorsteinn að þetta sýni trú hans á þessari viðskiptahug- mynd. Mahler segir sjálfur að sér finnist verkefnið mjög spennandi. „Það skiptir auðvitað miklu máli að maður sé að gera eitthvað skemmti- legt. Mér finnst mest spennandi að koma fyrirtækjum af einu þróunar- stigi yfir á annað. Hann bendir jafn- framt á að Netið og netviðskipti séu áhugaverður og nýstárlegur vett- vangur. Stefna síðasta áratugar í við- skiptalífinu hafi verið að sameina og stækka fyrirtæki, en Netið gefi möguleika á því að skipta verkefnum aftur upp í minni einingar. Síminn fjárfest- ir í Gagarín LANDSSIMI Islands hf. hefur fjárfest í hönnunarfyrirtækinu Gagarín ehf. og á nú 15% hlut í fyrirtækinu eftir hlutafjáraukn- ingu. I tilkynningu um fjárfest- inguna segir að innkoma Símans sé í samræmi við sameiginlega framtíðarsýn fyrirtækjanna varð- andi upplýsingasamfélagið og innsigli náið samstarf Gagarín og Símans á sviði fjarskiptalausna og framleiðslu afþreyingarefnis fyrir farsíma og aðra miðla. Fyrir hlutafjáraukningu átti íslenski hugbúnaðarsjóðurinn 32% hlut í Gagarín. Jafnframt því að Síminn hefur fjárfest í Gagarín hafa fyrirtækin gert með sér samstarfssamning um þróun afþreyingarefnis fyrir farsíma og aðra gagnvirka miðla. Samningurinn felur í sér náið samstarf fyrirtækjanna þar sem leitast verður við að nýta auð- lindir og þekkingu hvors fyrir- tækis fyrir sig til að þróa afþrey- ingarefni og tæknilausnir fyrir farsíma. í framtíðinni verður einnig unnið að þróun efnis fyrir gagnvirkt sjónvarp. Ný stjarna bókmenntanna Bóka árítun Taumhald á skepnum Nýjasta stjarna bókmenntaheimsins, strætisvagnabílstjórinn Magnus Mills var tilnefndur til virtustu bókmenntaverðlauna Breta fyrir sina fyrstu skáldsögu Taumhald á skepnum. Bókin hefur hlotið lof um allan heim. Magnus Mills- áritar bók sina í Pennanum Eymundsson, Austurstræti, í dag kl. 17.30 - 18.00 www.penmnn.i5 rstfasti • ívfnundsson, Krlnciíiinr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.