Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 28
28 F.GSTUÐAGUR 15. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mótmælum gegn bensín- sköttum hætt í Bretlandi London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær að rúmur helming- ur eldsneytisbirgðastöðva landsins hefði verið opnaður að nýju eftir að mótmælendur, sem höfðu hindrað eldsneytisdreifingu í viku, létu af að- gerðum sínum. Forsætisráðherrann kallaði stjómarformenn stærstu olíu- félaganna á sinn fund til að ræða hvaða lærdóma hægt væri að draga af mótmælunum og þeim vanda sem þau ollu. Blair áréttaði eftir að bændur og flutningabílstjórar afléttu umsátri sínu um olíuhreinsunarstöðvar og birgðastöðvar að ekki kæmi til greina að verða við kröfu þeirra um að lækka strax álögumar á eldsneyti. Hann kvaðst þó vilja hlýða á rök þeirra. „Ríkisstjórnir eiga að hlusta, en þær þurfa einnig að stjóma,“ sagði forsætisráðherrann á þriðja blaðamannafundi sínum um málið á tveimur dögum. Mesti innanlandsvandi Blairs til þessa Nánast allar bensínstöðvar lands- ins voru orðnar uppiskroppa með eldsneyti og er þetta mesti innanlan- dsvandi sem Blair hefur staðið frammi fyrir frá því hann komst til valda fyrir þremur ámm. Stjóm- málaskýrendur sögðust bíða spenntir eftir því að sjá hvaða áhrif ósveigjan- leg afstaða hans í málinu hefði á for- skot hans á leiðtoga íhaldsflokksins í skoðanakönnunum. Könnun, sem gerð var fyrir BBC á þriðjudag, bendir til þess að fjórir af hveijum fimm Bretum styðji aðgerð- ir mótmælendanna. Þó sögðust að- eins 36% aðspurðra styðja aðgerðim- ar ef þær myndu hafa alvarleg áhrif á nauðsynlega þjónustu. Olíufélögin dragi lærdóma Breskir embættismenn sögðu að mótmælin hefðu þegar haft áhrif á nokkrar mikilvægar þjónustugrein- ar. Sjúkrahús hefðu þurft að fresta nokkmm aðgerðum og nokkrir lög- reglubílar hefðu orðið bensínlausir. Stjómin sagði að tankbílar hersins hefðu verið notaðir til að dreifa olíu og bensíni og tryggja að nauðsynleg þjónusta félli ekki niður. Blair sagði að olíufélögin þyrftu einnig að draga lærdóma af málinu og vísaði til þess að nokkur þeirra hættu bensíndreifingunni um leið og nokkrir mótmælendur birtust við birgðastöðvamar. Blair gagnrýndi einnig Esso, stærsta oh'ufélag landsins, fyrir að hækka verðið á blýlausu bensíni um tvö pens á h'trann um leið og mót- mælunum tók að linna. „Eg skil ekki þessa ráðstöfun Esso,“ sagði forsæt- isráðherrann. „Heimsmarkaðsverðið á oh'u hefúr lækkað á síðustu dögum.“ Blair bætti við að verðhækkunin væri ein af ástæðum þess að hann hefði kallað stjómarformenn stærstu ohufélaganna á sinn fund „til að fara mjög rækilega yfir þá lærdóma sem má draga af þessu máli“. Embættismenn sögðu að það gæti tekið tvær til þrjár vikur að koma ol- íudreiftngunni í eðlilegt horf á ný. Stærstu olíufélögin sögðust vonast til þess að geta komið nægu eldsneyti í að minnsta kosti 20% bensínstöðv- anna næstu tvo daga. Mótmælendumir lýstu yfir sigri í deilunni og sögðu að þeir hefðu knúið stjómina til að hlusta. Brynle Willi- ams, talsmaður mótmælenda við hreinsunarstöð Shell í Stanlow, sagði þó að efnt yrði til frekari mótmæla ef stjómin lækkaði ekki bensínskattana innan tveggja mánaða. Sá frestur gefur Blair tækifæri til að koma til móts við mótmælenduma því í nóvember á stjómin að kynna hvaða breytingar hún kunni að gera á fjárlögunum næsta vor. Blair sagði þó að ekki kæmi til greina að lækka skattana á næstunni. Kostuðu 29 milljarða á dag Margir Bretar tóku að hamstra matvæh vegna mótmælanna og varð það til þess að nokkrar verslanir tóku upp skammtanir í fyrsta sinn frá fyrstu mánuðunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Frammámenn í viðskiptalífinu sögðu að mótmælin hefðu kostað Bretland 250 milljónir punda, andvirði 29 milljarða króna, á dag. Mótmæhn urðu einnig til þess að bílaumferðin minnkaði víða um helm- ing því margir notuðu strætisvagna, lestir eða reiðhjól vegna bensín- skortsins. Fyrstu kappræður Clinton við Lazio Gagnrýnir hug- myndir um skattalækkanir AP Vojislav Kostunica veifar til stuðningsmanna í Kosovska Mitrovica í gær. Kosmngabaráttan í Júgóslavíu Kostunica eykur forskot- ið á Milosevic Bclgrad, Kosovska Mitrovica. AFP, Reutcrs. HELZTI keppinautur Slobodans Milosevic fyrir forsetakosningarnar í Júgóslavíu, sem fram fara hinn 24. þessa mánaðar, Vojislav Kostunica, er nú siginn framúr Milosevic for- seta í nýjustu skoðanakönnunum. Kemur þetta fram í niðurstöðum könnunar sem óháða fréttastofan Beta í Belgrad birti í gær. Kostunica, sem 18 flokkar og stjórnarandstöðuhópar í Serbíu til- nefndu sem forsetaframbjóðanda, nýtur samkvæmt könnuninni 40% fylgis, en Milosevic aðeins 22%. I þriðja sæti, með 4%, kemur Tomislav Nikolic, frambjóðandi hins öfgasinnaða þjóðernisflokks Vojis- lavs Seseljs, sem kallast Serbneski róttæklingaflokkurinn. Borgarstjóri Belgrad, Vojislav Mihajlovic úr End- urnýjunarhreyfingu Serbíu fær 3%. Skoðanakönnunin náði til allra hluta Serbíu nema Kosovo. I samanburði við könnun sem gerð var fyrir mánuði hefur fylgi Kostun- icas aukizt um fimm prósentustig en Milosevic tapað einu. Stuðningsmenn Milosevic gerðu aðsúg að Kostunica í gær, er hann kom fram á kosningafundi í Kosovo. Um 100 manna múgur í Kosovska Mitrovica, bæ skammt innan við hér- aðsmörk Kosovo sem skiptist í serb- neskan og albanskan bæjarhluta, gerði tilraun til að stöðva för bflalest- ar Kostunicas er hún kom inn í bæinn, sparkaði fólkið og hrækti á bflana í lestinni og hrópaði lofsyrði um Milosevic. Þrátt fyrir þetta lét Kostunica ekki hindra sig í því að fara upp á svið í serbneska hluta bæjarins, í því skyni að reyna að hnekkja þeirri við- teknu skoðun að Milosevic ætti at- kvæði Kosovo-Serba gulltryggð. í 15 mínútna ávarpi sínu, sem hin- ir á að gizka 1000 áheyrendur áttu erfitt með að heyra vegna háværra hrópa andstæðinga hans, ítrekaði Kostunica þann boðskap, að það hvemig komið er fyrir Kosovo skrif- ist alfarið á reikning Milosevic. Með- an á flutningi ávarpsins stóð létu stuðningsmenn Milosevic rotnandi eplum, tómötum, eggjum og paprik- um rigna yfir sviðið. Buffalo f Ncw York-ríki. AFP, AP. FYRSTU sjónvarpskappræður Hill- ary Rodham Clinton við keppinaut sinn, repúblikanann Rick Lazio, fóru fram á miðvikudagskvöld en þau keppa um sæti öldungadeildarþing- manns fyrir New York-ríki. Skoð- anakannanir hafa gefið til kynna að afar lítill munur sé á fylgi þeirra en Clinton hefur þó oftar vinninginn. Clinton er sem kunnugt er eigin- kona Bills Clintons Bandaríkjafor- seta og býður sig fram fyrir demókr- ata. Lazio á sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Forsetafrúin réðst strax í upphafi sjónvarpsþáttarins á Lazio og gagnrýndi frammistöðu hans á þingi. Hún sagði meðal ann- ars að hann hefði viljað lækka stór- lega framlög til sjúkratrygginga og menntamála. Hillary Clinton reyndi eftir megni að lýsa Lazio sem dyggum stuðn- ingsmanni Newt Gingrich sem er repúblikani og var fyrir nokkrum ár- um forseti fulltrúadeildarinnar. Gingrich var boðberi eindreginnar hægristefnu. Lazio svaraði með gagnárás. „Frú Clinton, þú ættir ekki að vera sú manneskja sem reyn- ir að sverta fólk með því að bendla það við meinta sekt annarra,“ sagði hann. Lazio, sem er frá New York, bend- ir oft á að Clinton sé aðkomumaður Reutcrs Rick Lazio og Hillary Clinton í sjónvarpssal í Buffalo í gær. og segir að hún hyggist reyna að kló- festa sætið í öldungadeildinni til að nota það sem stökkpall til hærri em- bætta. Hann gagnrýndi tilraunir Clinton-stjórnarinnar 1993-1994 til að gera umbætur á heilbrigðiskerf- inu en í fyrstu stjórnaði forsetafrúin þeim aðgerðum, sem runnu út í sandinn vegna andstöðu á þingi. Clinton réðst harkalega á tillögur repúblikana um skattalækkanir sem hún sagði að gætu orðið til þess að öllum tekjuafgangi ríkisins yrði eytt. Time segir Keikó kosta 250 milljónir kr. á ári BANDARISKA fréttatímaritið Time birti í si'ðustu viku tveggja opnu um- fjöllun um hvalinn Keikó og dvöl hans i' i'slenzkum sjó. í greininni er meðai annars fjallað um þann kostnað sem „Occan Futur- es“-samtökin bera af því að halda hann í Klettsvíkinni við Heimaey. Meðalkostnaðurinn fram að þessu, frá því dýrið var flutt úr sérsmíðaðri kví í Oregon í Bandarikjunum fyrir tveimur árum, er sagður hafa verið um þrjár milljónir Bandaríkjadala á ári, andvirði hátt í 250 milljóna króna. Er orð haft á því að gagnrýn- endur, ekki sízt íslendingum sem klæi í fínguma að hcfja hvalveiðar á ný, ofbjóði hve miklu fé er ausið í að sinna dýrinu og í verkcfni með svo óvissri útkomu. Ocean Futures hef- ur heitið því að sinna Keikó til ævi- loka, hvort sem hann lærir að lifa með villtum ættingjum sínum eða kýs að vera áfram í umsjá manna. Vilja rannsaka Memphis TVEIR þingmenn í Rússlandi, Aleksei Mítrofanov og Nikolaj Bezborodov, fóru í gær fram á að stjómvöld bæðu Bandaríkj- astjórn um leyfi til að rannsaka bandaríska kjamorkukafbát- inn Memphis sem þeir sögðu að hefði verið valdur að Kúrsk- slysinu á Barentshafi. Aðrar tilgátur hafa verið settar fram um orsökina, m.a. að tundurskeyti frá rússneska beitiskipinu Pétri mikla hafi af slysni sökkt Kúrsk. Sergej Zhekov, fyrrverandi kafbáts- maður og nú fulltrúi í efri deild rússneska þingsins, ritaði grein í dagblað í Vladívostok í vikunni og tók undir þessa skýringu. Síðan hefði Kúrsk rekist á rúss- neskt skip, sagði Zhekov. Suharto-rétt- arhöldum frestað Réttarhöldum yfir Suharto, fyrrverandi forseta Indónesíu, var frestað í tvær vikur í gær og ákveðið að skipa sérstaka, óháða nefnd til að kanna heilsu- far hans. Suharto, sem sakaður er um spillingu, hefur ekki mætt fyrir rétti og borið við slæmri heilsu. Ef Suharto yrði fundinn sekur gæti hann hlotið lífstíðarfangelsi en núverandi forseti, Abdurrahman Wahid, hefur heitið því að náða Suharto ef auðæfi forsetans fyrrverandi verða gerð upp- tæk. Þau eru sögð nema millj- örðum Bandaríkjadollara. Bill Clinton til Víetnam BILL Clinton Bandaríkjafor- seti mun fara í opinbera heim- sókn til Víetnam eftir forseta- kosningarnar í nóvember og verður heimsóknin ein af síð- ustu ferðum hans til útlanda sem forseti. Clinton mun taka þátt í árlegum efnahagssam- ráðsfundi Asíuríkja og ríkja við Kyrrahaf í Brunei 15. nóvem- ber og halda síðan til Víetnam. Bandarískur forseti hefur ekki heimsótt Víetnam eftir að styrjöldinni lauk árið 1975 með sigri kommúnista en andstæð- ingar þeirra nutu stuðnings Bandaríkjanna. Um 58.000 bandarískir hermenn féllu í Ví- etnamstríðinu. Varaforseti Kínaþings líflátinn EINN af vai’aforsetum kín- verska þingsins, Cheng Kejie, var tekinn af lííi í gær en hann var sekur fundinn um spillingu. Cheng var 66 ára gamall. Hann var á sínum tíma héraðsstjóri í fátæku héraði, Guangxi, og rakaði saman fé með því að inn- heimta mútur með aðstoð ást- meyjar sinnar. Cheng var skjólstæðingur Li Pengs, sem er númer tvö í valdastiganum, og er málið talið sýna að áhrif hans fari þverrandi. Tveim öðr- um og mun stærri spillingar- málum er sýndur minni áhugi í fjölmiðlum Kína en í annað þeirra er flæktur skjólstæðing- ur Jiang Zemin, forseta lands- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.