Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 60
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Aldraðir o g
öryrkjar
hlunnfarnir
20 MILLJARÐA
tekjuafgangui’ hjá rík-
issjóði er m.a. fenginn
með því að hlunnfara
aldraða og öryrkja.
■^annig þyrfti að auka
tekjutryggingu og
grunnlífeyri um 3-4
milljarða króna til að
hlutfallið milli dag-
vinnulauna verka-
manna og lífeyris-
greiðslna væri það
sama á sl. ári eins og
það var á árinu 1991. A
árinu 1991 var grunnlíf-
eyrir og tekjutrygging
sem hlutfall af dag-
vinnulaunum verka-
manna 51,7% en var á sl. ári 43,8%.
Lífeyrisgreiðslur
og lágmarkslaun
•*" Lífeyrisþegar voru vissulega ekk-
ert of sælir af sínum kjörum á árum
niðursveiflu í efnahagslífinu 1988-
1993. Þau voru skammarlega lág.
Ríkisstjómin sem þá sat setti sér
þó það markmið að láta lífeyri ör-
yrkja og aldraðra fylgja lágmarks-
launum, þrátt fyrir að raunhækkun á
tekjum hins opinbera á þessu 6 ára
tímabili niðursveiflu í efnahagslífinu
næmi aðeins um 4,3 milljörðum
króna. Á sl. 6 ára tímabili hefur hins-
vegar orðið 64 milljarða króna raim-
hækkun á tekjum hins opinbera.
vrátt fyrir um 60 milljarða króna
meiri tekjuauka hjá ríkissjóði hefur
verulega dregið í sundur með lág-
markslaunum og lífeyri. Lífeyris-
greiðslur með fullri tekjutryggingu
eru í dag um 49 þúsund krónur en
lágmarkslaunin tæplega 72 þúsund
krónur. Ástæða þessa er einkum sú
að fyrsta verk núverandi ríkisstjóm-
ar árið 1995 var að slíta tengsl launa
og lífeyris.
Miðað við það sem lægst
gefur lífeyrisþegum
Akveðið var með lögum sem tóku
gildi í byrjun árs 1998 að bætur al-
mannatrygginga ættu að breytast í
samræmi við þróun launa, en hækka
'þó aldrei minna en verðlag sam-
kvæmt vísitölu neysluverðs. Á þessu
tímabili hafa lífeyrisgreiðslurnar
nær undantekningarlaust verið mið-
aðar við það sem lægst hefur gefið
lífeyrisþegum eða vísi-
tölu neysluverðs í stað
launavísitölu. Þannig
hafa lífeyrisgreiðslurn-
ar einungis hækkað um
11% á þessu tímabili en
launavísitala hefur
hækkað mun meira eða
um 17%.
Ríkisstjómin virðist
því nota þann mæli-
kvarða sem mælir
lægstu þjörin til lífeyr-
isþeganna.
Hungurlús sem ekki
er bjóðandi fólki
Það er ömurlegt að
horfa upp á hverju mol-
arnir skila sem ríkisstjómin af og til
kastar til lífeyrisþega. 1. apríl sl.
hækkaði grunnlífeyrir og tekju-
Lífeyrir
20 milljarða tekju-
afgangur ríkissjóðs,
segir Jóhanna Signrð-
ardóttir, er m.a. fenginn
með því að hlunnfara
aldraða og öryrkja um
marga milljarða króna.
trygging um 427 kr. og aftur 1. sept-
ember sl. um svipaða fjárhæð.
Þessi hungurlús er hreint ekki
bjóðandi fólki og líkist íremur ein-
hverjum ölmusubótum en eðlilegum
greiðslum sem aldrað fólk sem skilað
hefur sínu dagsverki eða öryrkjar
eiga rétt á eins og aðrir í þjóðfélag-
inu. Þessar smánargreiðslur hafa svo
verið teknar aftur og gott betur með
allt að 37% hækkun lyfja fyrr á árinu
og verulegri hækkun á eignaskatti og
fasteignagjöldum. Það er eins og
þessi ríkisstjórn kunni ekki að
skammast sín. Ríkisstjóminni væri
hollt að bera meiri virðingu fyrir
öldmðum og öryrkjum en hún hefur
sýnt með verkum sínum til þessa.
Höfundur er alþingismadur.
Britax
URVA LI£)
ef* Vijá okkur
BÍLSTÓLAR
!l»l Ui ))U
G L Æ S I B Æ
www.oo.is
Vinnubrögð við hæfí?
ARI Edwald fer
með fleipur í DV mið-
vikudaginn 30. ágúst
þegar hann heldur því
fram að Bifreiða-
stjórafélagið Sleipnir
hafi gert gervisamn-
inga við 18 fyrirtæki í
rekstri hópbifreiða.
Þessi fyrirtæki séu
með örfáa Sleipnis-
menn í vinnu. Ef þessi
fyrirtæki vom ekki
með Sleipnismenn í
vinnu, hvers vegna
vildu þau gera samn-
ing við Sleipni? Samn-
ingar þeir sem gerðir
voru við umrædd fyr-
irtæki hafa fullt gildi og hefur rík-
issáttasemjara verið afhent afrit af
þessum samningum og ætti em-
bættið að geta staðfest að um er
að ræða fullkomlega eðlilega
samninga. Þessi fyrirtæki reka um
það bil 140 hópbifreiðar og má
spyrja hve marga bifreiðastjóra
þarf til að aka þeim.
Ari heldur því einnig fram í DV,
að kjarasamningur Sleipnis frá
1997 sé enn í gildi, og muni halda
gildi sínu við Samtök atvinnulífsins
þar til annar hefur verið gerður.
Þetta er ennfremur algjör firra og
ótrúlegt að maður í stöðu fram-
kvæmdastjóra SA skuli láta slíka
endemis vitleysu frá sér fara.
í samningi Sleipnis frá 1997 seg-
ir í grein 15.1. um gildistíma: „All-
ir síðast gildandi kjarasamningar
aðila framlengjast til 15. febrúar
2000 með þeim breytingum og fyr-
irvörum sem í samningi þessum
felast og falla þá úr gildi án sér-
stakrar uppsagnar."
Eins og flestum ætti að vera
ljóst eftir allan fréttaflutninginn af
Sleipnisdeilunni, ætluðu Samtök
atvinnulífsins aldrei að gera kjara-
samning við Sleipni og því fór sem
fór. Þetta gerðu nokkur hópferða-
fyrirtæki sér ljóst og klufu sig úr
samtökunum. Þau gerðu því sjálf
kjarasamning við Sleipni. Með
þessu brutu fyrirtæk-
in lög samtakanna.
Eru fyrirtækin ekki
þar með að lýsa van-
trausti á SA og Ara
Edwald? Ætli SA sér
ekki gera samning við
Sleipni og halda að
þar með muni eldri
samningur halda gildi
sínu til eilífðarnóns
eru þeir á alvarlegum
villigötum.
Hvað varðar samn-
ing sem VMSÍ gerði
við SA síðastliðið vor
Óskar um kjör bifreiðastjóra
Stefánsson hópbifreiða, mætti ef
til vill kalla þann
samning gervisamning, en sá
samningur nær einungis til örfárra
einstaklinga og íyrirtækja. Að
halda því fram að sá samningur
geti orðið leiðandi á þessu sviði er
algjör firra, vegna þess að starf-
andi formaður VMSI hefur lýst því
yfir, að gildissvið kjarasamnings
VMSÍ takmarkist við þau félög
sem eru utan félagssvæðis Sleipnis
Samtök atvinnulífsins hafa á öllu
„samningaferlinu" sýnt ótrúlega
óbilgirni, enda augljóst markmið
þeirra að ganga af Bifreiðastjóra-
félaginu Sleipni dauðu. Ástæða
þess er augljós. Samtökin óttast
greinilega að fjölmargir bifreiða-
stjórar sem hafa verið dreifðir í
hinum ýmsu félögum, hafa á síð-
astliðnum tveimur árum kosið að
ganga í Sleipni. Félagið sé því að
verða hættulega stórt og öflugt og
nauðsynlegt að mati SA að koma í
veg fyrir stækkun þess með öilum
hugsanlegum ráðum. Hér er um að
ræða bifreiðastjóra starfandi hjá
SVR og ennfremur flutningabíl-
stjóra af landsbyggðinni.
Ekki er spurt um leikreglur í
þessum slag. Trúnaðarmaður bif-
reiðastjóra Hagvagna, sem er fyr-
irtæki innan SA var nýlega kallað-
ur á fund framkvæmdastjóra þess
og honum sýndir sérstakir kjara-
samningar sem fyrirtækið gerði
Vinnudeila
Samtök atvinnulífsins
ætluðu aldrei, segir
Oskar Stefánsson,
að gera kjarasamning
við Sleipni og því
fór sem fór.
við einstaka starfsmenn. Samning-
ar þessir kveða á um verulega
lægri laun en Sleipnir hefur samið
um við önnur fyrirtæki, en þó ör-
lítið hærri en síðastgildandi samn-
ingur kvað á um. Forsenda þess að
fyrirtækið geri slíkan samning við
starfsmenn er að þeir gangi úr
Sleipni og er bifreiðastjórum fyrir-
tækisins greidd sérstök þóknun
fyrir að ganga úr félaginu. Enn-
fremur var trúnaðarmanninum
sýnt bréf til fyrirtækisins frá Sam-
tökum atvinnulífsins þar sem fyr-
irtækinu er tilkynnt að geri fyrir-
tækið samning við Sleipni, hafi það
fyrirgert rétti sýnum til fjárhags-
legs stuðnings frá SA vegna verk-
falls Sleipnis. Eins og kunnugt er
af fréttum, segjast fyrirtækin hafa
tapað hundruðum milljóna króna á
verkfallinu, en Samtök atvinnulífs-
ins borga brúsann að verulegu
leyti.
Félaginu hafa ennfremur borist
fregnir af því að önnur fyrirtæki
innan SA leiki þennan sama leik.
Einnig hefur félagsmönnum
Sleipnis verið synjað um starf hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur,
vegna félagsaðildar, þrátt fyrir
skort á bifreiðastjórum.
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir
spyr hvort almenningur telji þetta
vinnubrögð við hæfi?
Höfundur er formaður Bifreiða-
stjórafélagsins Sleipnis.
Stúdentadagurinn -
dagur allra stúdenta
í DAG halda stúd-
entar hátíð í Háskóla
Islands. Hátíðin nefn-
ist Stúdentadagurinn
og er samstarfsverk-
efni stúdentaráðs og
nemendafélaga háskól-
ans. Megintilgangur-
inn er að skapa sameig-
inlegan dag allra
stúdenta HÍ, efla þann-
ig samkennd háskóla-
stúdenta og lífga upp á
háskólasamfélagið.
Samkennd
stúdenta
Háskóli íslands hef-
ur vaxið mikið á undan-
fömum árum og nemendur orðnir
vel á sjöunda þúsund. I stórum skóla
er hætt við að hinar einstöku deildir
einangrist og að nemendur úr ólík-
um deildum hafí lítil samskipti sín á
milli. Jafnframt vinna sífellt fleiri
nemendur með námi sem virðist hafa
leitt til þess að það er ekki lengur
jafn mikill lífstíll að vera stúdent og
áður. Til að vinna gegn því að sam-
ÞUMALÍNA
Allt fyrir mömmu og barnið
Póstsendum, s.: 551 2136
MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA
www.nordiccomic. com
kennd stúdenta glatist
og til að gera háskóla-
lífið skemmtilegra hafa
stúdentaráð og nem-
endafélögin undirbúið
fyrsta Stúdentadaginn
þar sem allir nemendur
háskólans gera sér
glaðan dag.
Stúdentar gera
sér glaðan dag
Utskrifuðum nem-
endum frá Háskóla Is-
lands verður oft tíðrætt
um það mikla fjör sem
ríkti í kringum 1. des-
ember, þegar meira
eða minna allir stúd-
entar gerðu sér glaðan dag. Síðan
fluttust vetrarprófin frá janúar til
desember sem leiddi til þess að 1.
desember fékk yfir sig annan og há-
tíðlegri brag. Hugmyndin með Stúd-
entadeginum er einmitt að reyna að
endurvekja þessa gömlu stemmn-
ingu.
Fjölbreytt dagskrá
Yfirvöld háskólans hafa sýnt hug-
myndum um Stúdentadaginn mikinn
skilning og í dag verður gefið frí frá
kennslu eftir kl. 11. Stúdentum og
starfsfólki háskólans verður þá boðið
í grillveislu fyrir framan Aðalbygg-
ingu. Síðan hefst margvísleg
skemmtidagskrá þar sem jafnt
landsþekktir skemmtikraftar sem
efnilegir nemendur innan Háskólans
troða upp. Samhliða dagskránni fer
fram innanskólamót í knattspyrnu
og fyrirlestraröð í Aðalbyggingu,
Stúdentar
í dag halda stúdentar,
segir Þyri Stein-
grímsdóttir, hátíð í
7
Háskóla Islands.
þar sem fulltrúar frá deildunum
flytja margvísleg erindi. Deginum
lýkur síðan með gleðskap og dans-
leik í umsjá nemendafélaganna.
Samstarf SHÍ og
nemendafélaganna
Samstarf stúdentaráðs og nem-
endafélaganna í tengslum við daginn
hefur verið einkar ánægjulegt. Skip-
aður var starfshópur í apríl sem hóf
þegar í stað undirbúning og síðan
hafa reglulega verið haldnir sam-
ráðsfundir með formönnum nem-
endafélaganna. Það er mjög mikil-
vægt að samstarf stúdentaráðs og
nemendafélaganna sé gott, enda
tengja slíkir samráðsfundir háskóla-
samfélagið saman.
Eftirminnilegur viðburður
I dag er hátíð í Háskóla Islands.
Það er eindregin von allra þeirra
sem að Stúdentadeginum standa að
nemendur taki virkan þátt í hátíðinni
og geri hana þannig að eftirminni-
legum viðburði sem verður árviss í
framtíðinni.
Höfundur er ístjórn Röskvu og situr
i starfshópi um Stúdentadaginn.
Þyri
Steingrímsdóttir